Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
Skyggðu fletirnir sýna veiðisvæði kolmunna.
Sigurjón Arason inni í einni frystigeymslunní meö
frysta kolmunnablokk.
Hér er verið að koma upp „frystihúsatilraunahorni“, þ.e. komið verður upp nokkrum
borðum, m.a. gegnumlýsingarboröum eins og tíðkast í frystihúsum.
Nýjungar í fisknýtingu
endanleKri stærð slíks húss. Inni-
þurrkun hefur marfía kosti og má
nefna m.a. jafnari gæði, stöðugri
framleiðslu sem óháð er veðri og
flugum, með inniþurrkun ætti
okkur að haldast betur á mörkuð-
um og þurrkunin tekur mun
styttri tíma eða 14—21 datí í stað .3
til 6 mánaða. Af þessu leiðir að
hæfft er að bregðast mun fljótar
við pöntunum. Sama tækni er not-
uð eins og við þurrkun á kol-
munna, forþurrkun og eftirþurrk-
un. Kolmunninn er ekkert unninn
í ár þar sem hann er í harðri sam-
keppni við þurrkun á þorskhaas-
um. í verkefnum okkar þurfum við
sífellt að taka mið af því hvað
hagstætt er hverju sinni. Núna er
verð á þorskhausum mjög lágt,
þ.e. hráefninu, en fyrir þurrkaða
þorskhausa fæst ævintýralega
hátt verð í Nígeríu.“
Við fylgjum Sigurjóni áfram í
för okkar um húsið. Að þessu sinni
liggur leiðin inn i rammgerða
frystiklefa þar sem frostið mælist
25 gráður. Sigurjón bendir á
nokkra kúta á gólfinu, „þetta er sú
afurð sem við fáum úr tilrauna-
verksmiðjunni. Hér er humar-
krafturinn kominn á kúta og fæst
einn 20 lítra kútur úr 400 lítrum af
humarúrgangi". í geymslunni er
margt annarra matvæla. Sigurjón
sýnir okkur frystar kolmunna-
blokkir, ýmist með kolmunnaflök-
um eða fiskinum í heilu lagi. Hér
er líka smávegis af kolmunna-
harðfiski, við fáum okkur bita og
þetta reynist hið mesta hnossgæti.
Eins og flestir vita hófst allvíð-
tækt rannsóknarverkefni á vegum
Nordfosk í lok árins 1978 og áttu
öll Norðurlöndin að Finnlandi
einu undanskildu þátt í því. Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins sá
um könnun á geymsluþoli kol-
munna, tilraunir voru gerðar með
í þessum brúsum er rauður lögur, humarkraftur og fæst einn brúsi úr fullum tank.
flutning hans í gámum og einnig
með slægingu og þurrkun, og hef-
ur þurrkunin komið hvað best út.
Kolmunninn hefur hingað til verið
mjög illa nýttur fiskstofn, en
veiðisvæði hans eru m.a. austur og
suður af landinu. Vinnslumögu-
leikar kolmunna eru aðallega
þrenns konar, fiskmjölsfram-
leiðsla, sem þykir fremur óhentug
þar sem kolmunni er magur fisk-
ur. Þurrkun, en þar er fiskurinn
ýmist slægður, flakaður eða
þurrkaður í heilu lagi. Þriðji
möguleikinn, frysting, er ýmist
flök í heilu lagi eða framleiðsla
kolmunnamarnings, fiskurinn er
þá fyrst flakaður og flökin síðan
marin. Það má geta þess að nýta
má síldarvinnsluvélar við kol-
munnaflökun, fiskurinn er af svip-
aðri stærð, kolmunni er um 30 sm
langur." Við yfirgefum frystiklef-
ana og fyrir framan þá eru menn
að vinna við að setja upp ljós og
vinnuborð í einu horninu. „Hér er
verið að koma upp gegnumlýs-
ingarborðum og annarri aðstöðu
sem tíðkast í frystihúsum,“ segir
Sigurjón, „hér verður hægt að
gera ýmsar tilraunir með fisknýt-
ingu.“ „Eru fleiri ónýttar fiskteg-
undir en kolmunninn sem þið haf-
ið í hyggju að kanna framleiðslu-
möguleika á?“ „Það er þá helst
kúfiskurinn en hann er mjög vin-
sæll víða í nágrannalöndunum,
m.a. búnar til úr honum heims-
þekktar súpur. Rannsóknir á
vinnslu kúfisks eru þó skammt á
veg komnar, en kúfiskurinn gæti
gefið ýmsa möguleika."
Ferð okkar um stofnunina er
lokið að þessu sinni. Augljóst er að
hér fer ýmislegt fram sem fáir
vita um og engan grunar sem lítur
húsið augum frá Skúlagötunni.
Tankurinn er fylltur af hökkuðum humarúrgangi, hausum og klóm aem
hingað til hefur verið hent. Saman viö er svo bætt ísopropanoli, en þar
sem það er eldfimt efni eru allar rafmagnsleiöslur utan verksmiðjunn-
ar af öryggisástæðum.
„Áttu von
á gestum?“
Agnete Lampe: Áttu von á gestum?
Guðrún H. Hilmarsdóttir, þýddi,
staðfærði og sannprófaði réttina.
IJtg. Setberg 1981.
Það eru auðvitað áhöld um,
hvort eigi að skrifa um mat-
reiðslubók í bókmenntadálki. Auk
þess er það ýmsum vandkvæðum
bundið, vegna þess að viðkomandi
hefur auðvitað engin tök á því að
átta sig á hvernig réttir smakkast,
þótt horft se á fallegar myndir. Ég
hef áður skrifað um matreiðslu-
bók, og tók þá það ráð að láta
hugmyndaflug og bragðlauka
vinna saman og hvað varðar þessa
bók má kannski segja, að hug-
myndaflugið sé ekki alveg jafn
nauðsynlegt, vegna þess hverning
bókin er úr garði gerð. Hver réttur
er kynntur með heilsíðulitmynd og
á næstu síðu er svo 6—8 litlar
skýringarmyndir með greinargóð-
um texta þar sem sýnd eru fram-
leiðslustig þessa réttar. Mér sýnist
í fljótu bragði að þessi bók Áttu
von á gestum? sé bæði aðgengileg
fyrir byrjendur í matargerð og þá
sem telja sig lengra komna og hér
eru margir réttir sem án efa eru
einkar gómsætir. Bókin er byggð
upp á þennan hátt og ekki öðru
sinnt, t.d. ekkert fjallað um al-
mennt næringargildi eða hollustu-
mataræði, en í þeim búningi sem
hún birtist okkur er hún bæði
myndarlega úr garði gerð af hálfu
útgefanda og sannfærandi af
hendi höfundar og textaþýðingar
hnökralausar og þekkilegar.
Það er harla mikil fjölbreytni
rétta í bókinni, skelfiskréttir, fisk-
og kjötréttir að ógleymdum brauð-
um og kökutegundum.
Gegnum holt
og hæðir
- Ný barnabók eftir
Herdísi Egilsdóttur
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur gefið út barnabókina Gegn-
um holt og hæðir eftir llerdísi Egils-
dóttur kennara. Bókin er byggð á
samnefndu leikriti eftir Herdísi, er
Leikfélag Kópavogs sýndi á sínum
tíma. Jafnhliða bókinni hefur Örn
og Örlygur hf. gefið út hljómplötu
sem hefur að geyma söngva úr leik-
ritinu eftir Herdísi.
í frétt frá Erni og Örlygi segir
m.a.: „Gegnum holt og hæðir er
ævintýri, þar sem margar skrýtn-
ar og skemmtilegar persónur
koma við sögu. Auk mennskra
manna og barna, kemur tröll-
skessa ein og strákarnir hennar
mikið við sögu, svo og álfkona.
Bókin er mikið myndskreytt og
eru myndirnar eftir Herdísi Egils-
dóttur, og hefur hún einnig gert
kápu bókarinnar."
Gegnum holt og hæðir er sett,
umbrotin, filmuunnin, prentuð og
bundin í Prentsmiðjunni Hólum
hf.