Morgunblaðið - 27.11.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 27.11.1981, Síða 15
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Ljósmyndasýning í Pizzahiisinu Laugardaginn 21.11 opnaði Loftur Atli sýningu á ljósmyndum í Pizzahúsinu Grensásvegi 7. Myndirnar eru unnar í lit, svart-hvítu og með blandaðri tækni. Þetta er fyrsta einkasýning Lofts Atla og er hún opin frá 11—23.30 daglega fram til 15. des. Myndirnar eru allar til sölu og er aðgang- ur að sýningunni ókeypis. Djassað í Djúpinu Djassað verður í Djúpinu laugardags- kvöld kl. 21.00 til miðnættis og í Stúdenta- kjallaranum á sama tíma á sunnudegin- um. Það eru Viðar Alfreðsson, Jón Páll Bjarnason og félagar sem spila. I næstu viku verða þeir einnig í Djúpinu á fimmtu- daginn og laugardaginn en á sunnudaginn aftur í Stúdentakjallaranum. Body-Building í Háskólabíói: Islenskir karlar og konursgna Meimsmeistari atvinnumanna í vaxtarrækt 1980, Andreas Cahling. Mr. International í vaxtarrækt (Body- Building) 1980, Andreas Cahling mun ræða og sýna vaxtarrækt í Háskólabíói nú á sunnu- daginn, klukkan 13.30. Vaxtarrækt á vaxandi fylgi að fagna hér á landi sem víðar á Vestur löndum, þar sem áhugi á heilbrigðu líferni og líkamsrækt fer vaxandi. Auk Cahlings, sem er sænskur að upp- runa, munu 15 íslenskir áhugamenn um vaxtarrækt, bæði karlar og konur, sýna. Er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist hér- lendis, en víða um lönd njóta slíkar sýn- ingar mikilla vinsælda, ekki síst þar sem konur sýna. Það eru Landssamtök vaxtarrækta- klúbba á Islandi, sem gangast fyrir sýn- ingunni í Háskólabíói og komu heims- meistarans hingað til lands. Forsala aðgöngumiða er í þrem líkams- ræktarstöðvum: Apolló, Brautarholti 4, Orkubót, Brautarholti 22 og Orkubót, Grensásvegi 7. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 47 „Knippafrœði og frjáls viljiu Sunnudaginn 29. nóvember mun Reynir Axelsson, stærðfræðingur, flytja fyrirlest- ur á vegum Félags áhugamanna um heim- speki, er hann nefnir „Knippafræði og frjáls vilji". Verður hann fluttur að Lög- bergi stofu 101, kl. 2.30. Er þetta fyrsti fundur félagsins á þessu starfsári. Öllum er heimill aðgangur. Útlaginn í Keflavík Islenska stórmyndin Utlaginn er nú sýnd í Nýja bíói í Keflavík um helgina á öllum sýningum, en einnig er hún sýnd í Austurbæjarbíói í Reykjavík. Leikfélag Reykjavíkur: Fáar sýningar eftir á Rommí Nú eru fáar sýningar eftir á bandaríska leikritinu Rommí, sem Leikfélag Reykja- víkur hefur nú sýnt hátt á annað ár. Það eru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalfn sem fara með hlutverkin í leiknum. Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri, en leikmynd gerði Jón Þórisson. Á föstudagskvöld er Rommí sýnt í 114. sinn. Á laugardagskvöld er uppselt á hið nýja leikrit Kjartans Ragnarssonar Jói, sýnt í 28. sinn. Með helstu hlutverk í Jóa fara þau Jóhann Sigurðarson, Sigurður Karlsson og Hanna María Karlsdóttir. Leikmyndina gerði Steinþór Sigurðsson og Kjartan Ragn- arsson leikstýrir. Á laugardagskvöld kl. 23.30 verður mið- nætursýning í Austurbæjarbíói á revíunni Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Miðasala er í bíóinu, og hefst hún kl. 16 á daginn. Á sunnudagskvöld verður 10. sýning á leikritinu llndir álminum eftir Eugene O’Neill. Með helstu hlutverk leiksins fara þau Ragnheiður Steindórsdóttir, Gísli Hall- dórsson og Karl Ágúst Ulfsson. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson en leikmynd og bún- ingar eru eftir Steinþór Sigurðsson. Sýning- in á sunnudagskvöld er síðasta sýning fyrir fasta áskriftargesti leikhússins og jafnframt næst síðasta sýning fyrir jól. Fjölskyldusam- koma KFUM og K Fyrsta sunnudag í aðventu kl. 16.30 verður haldin fjölskyldusamkoma í félags- húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík. Þar verður ýmislegt á dagskrá m.a. mikill söngur, kveikt á fyrsta aðventukertinu, fluttur leikur tengdur ræðuefninu o.fl. Frá klukkan 15.30 verður kaffi, gos og gott á boðstólum fyrir þá sem það vilja, en á meðan fær smáfólkið tækifæri til að horfa á „skrípó“-myndir á kvikmynda- tjaldinu. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir á samkomuna. Ath. engin samkoma verður um kvöldið. Gönguferðir Útivistar: Farið um Álfsnes og Esjuhlíðar Á sunnudaginn kl. 13.00 fer Útivist í gönguferð um Álfsnes og Esjuhlíðar. Geta menn valið um i hvora gönguna þeir fara. Þeir sem vilja ennþá meiri göngu eiga kost á að ganga alla leið upp á Esju. Þó að gott skjól sé af Esjunni fyrir norðanáttinni, er fólki bent á að búa sig vel og taka með sér nesti. I Álfsnesgöngunni verða skoðaðar hinar sérkennilegu, friðuðu klettamyndir við strönd Kollafjarðar. Lagt er af stað frá Umferðarmiðstöðinni að vestanverðu og er mæting við bíl. Komið er til baka um kvöldmatarleytið. Kvikmyndir lista- manna í Nýlista- safninu Kvikmyndasýningar sem staðið hafa yfir í rúma viku í Nýlistasafninu enda laugardaginn 29. nóvember með sýning- arprógrammi sem samanstendur af úrvali kvikmynda er gefa yfirlit yfir fjölbreytta notkun listamanna á þessum miðli. Hér er um að ræða fjölbreytta samsetn- ingu: Tilraunakvikmyndir, dokúmentarí- myndir, auk annars konar persónulegrar túlkunar listamanna í formi „lifandi myndar". Er hér í fyrsta sinn sett saman sem heild þróun myndlistar síðustu 25 ára, þar sem íslenskir listamenn hafa unnið með kvikmyndina samhliða fjölbreyttri efnisgerð nútímalistar. Christine Koenigs skýrir notkun kvikmyndar í myndlist, jafnframt sem reynt verður að meta stöðu kvikmyndar í íslenskri samtímalist. Sýningar hefjast kl. 14.00 Tónl istarskól inn á Seltjarnarnesi: Kennararnir með tónleika Tónleikar verða haldnir í Tónlistarskól- anum á Seltjarnarnesi, sunnudaginn 29. nóvember kl. 14.30, en skólinn er til staðar í nýju heilsugæslustöðinni við Melabraut. Flytjendur eru allir kennarar skólans, þau: Elísabet Waage, Halldór Víkingsson, Kristján Þ. Bjarnason, Sigríður H. Þor- steinsdóttir, Inga Huld Markan og Hjálm- ur Sighvatsson. Miðasala er við inngang- inn. Fjölbreytileg efnisskrá. Samkór Selfoss með haust- tónleika Samkór Selfoss verður með hausttón- leika sína sunnudaginn 29. nóvember kl. 16.00 í Selfossbíói. Þá verður kórinn í Ár- nesi seinna á sunnudeginum eða kl. 21.30. Einnig verður samkórinn í Þjórsárveri á mánudaginn 30. nóvember. Söngstjóri er Björgvin Þór Valdimarsson. Aðstandendur drykkjusjúkra með kynningarfund AI-Anon, aðstandendur drykkjusjúkra, heldur opinn kynningarfund laugardaginn 28. nóvember kl. 16.00 í Langholtskirkju. Það eru allir velkomnir. Ungmennafélag Hrunamanna sýnir: „Betur má ef duga skalu Að undanfómu hefur Ungmennafélag Hrunamanna æft gamanleikinn Betur má ef duga skal, eftir enska gamanleikarann og leikritahöfundinn Peter Ustinov í þýðingu /Evars R. Kvarans. Leikstjóri er Jón Sígurbjörnsson og er þetta 6. leikritið sem hann setur upp með þeim Hrunamönnum. 14 manns taka þátt í sýningunni. Frumsýnt verður að Flúðum, föstudag- inn 27. nóvember kl. 21. Leikritið gerist í Bretlandi árið 1967 þegar hippaæðið gengur yfir England. Leikritið fjallar um hershöfðingja sem kemur heim eftir 4 ára fjarveru. Margt hefur breyst á þeim tíma. Börn hans hafa tekið upp breytta lifnaðarhætti og sagt skilið við gamlar hefðir. Ýmsir óvæntir atburðir gerast og ekki er allt sem sýnist. Næstu sýningar á leikritinu verða 29. nóv. í Borg, Grímsnesi, 6. des. í Þjórsárveri og 11. des. Aratungu. „Fimm daga áœtlun(í Fyrir þá sem eru að hugsa um að hætta að reykja verður námskeið sem ber heitið „Fimm daga áætlun" í stofu 101, Lögbergi í Háskólanum. Hefst það á sunnudags- kvöld kl. 20.00. Islenska bindindisfélagið og Reykingavarnanefnd standa að nám- skeiði þessu. Orgeltónleikar í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Antonio Corveiras heldur orgeltónleika í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, sunnudaginn 29. nóvember og hefjast þeir kl. 17.00. Einnig eru þeir á sama tíma viku seinna. Fjölbreytt efnisskrá. Þjóðleikhúsið: , Sýningum á „Ástarsaga aldar- innar(( að Ijúka Á föstudagskvöldið verður sýnt leikritið „Dans á rósum" eftir Steinunni Jóhannes- dóttur og verður það kl. 20.00. Á laugar dagskvöld verður sýnt leikritið „Hótel Para- dís“ eftir þann franska Freydeu og er það ein af síðustu sýningunum. Á sunnudagskvöld verður svo aftur sýning á „Dans á rósum“ á sama tíma. Á litla sviðinu verður á sunnudagskvöld- ið sýnt leikritið „Ástarsaga aldarinnar", kl. 20.30, en það er næst síðasta sýning. Minna má á að í Þjóðleikhúskjallaranum eru nú í gangi á föstudögum og laugardög- um skemmtiatriði eða kabarett fyrir mat- argesti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.