Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 SJONVARP DAGANA L4UG4RD4GUR SUNNUD4GUR 28. nóvember 16.30 íþróttir I msjón: Bjami Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi Nýr flokkur Teiknimyndallokkur í 30 þátt- um frá spænska sjónvarpinu. Myndaflokkurinn byggir á sögu Uervantesar um I)on Quijote, riddarann sjónumhrygga, og skósvein hans Sanrho Banza. I)on Quijote er draumóramad- ur, sem hefur gleypt í sig gaml- ar riddarasögur og ímyndar sér, aó hann sé glæsileg hetja sem berst gegn óréttlæti og eigin- girni í heiminum. — Saga Cervantesar er eitt af öndvegisritum heimsbókmennt- anna. Ilún er öðrum þræði háð um riddarasögur og riddaratím- ann, en leggur einnig áherslu á hið góða í mannlífinu. I*ýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan llmsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ættarsetrið Annar hluti Breskur gamanmyndaflokkur. Fyrsti þáttur af sex. í öðrum hluta Ættarsetursins er fram haldið, þar sem frá var horfið í síðasta þætti fyrri hluta. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.10 Enn er spurt Spurningakeppni í Sjónvarpssal. Fimmti þáttur. Undanúrslit. Keppendur eru Kristinn Halls- son, fyrirliði, ásamt Guðmundi Jónssyni og Jóni l'órarinssyni, og Guðmundur Gunnarsson, fyrirliði, Gísli Jónsson og Sigur- páll Vilhjálmsson. Spyrjendur: Guðni Kolbeinsson og Trausti Jónsson. Dómarar: Sigurður H. Richter og Örnólfur Thorlacius. Stjórn upptöku: Tage Amm- endrtip. 21.45 Hótel (Hotel) Bandarísk bfómynd frá 1967, byggð á sögu eftir Arthur Hail- ey. Leikstjóri: Kichard Quine. Aðalhlutverk: Rod Taylor, ('ath- erine Spaak, Karl Malden, Melvyn Douglas og Merle Oberon. Myndin gerist á hóteli, þar sem gengur á ýmsu, auk þess sem eigandinn sér fram á að þurfa að selja hótelið I hendurnar á vafasömum peningamanni vegna skulda. I»að mæðir þvf mikið á hótelstjóranum, sem er bæði ráðkænn og fastur fyrir. 1‘ýðandi: Guðrún Jörundsdóttir. 23.45 Dagskrárlok. 29. nóvember 16.00 Hugvekja 16.10 Húsið á sléttunni Fimmti þáttur. lllfarnir. hýðandi: Oskar Ingimarsson. 17.10 Saga sjóferðanna Fimmti þáttur. Fljótandi virki hýðandi og þulur: Friðrik Báll Jónsson. 18.00 Stundin okkar Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín l*óra Frið- finnsdóttir. 19.00 Karpov gegn Kortsnoj Skákskýringarþáttur. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. FYRIR DÖMUR frá Jean-Louis Scherrer: llmvötn, body lotion, freyðibað, sápur, deodor- ant. FYRIR HERRA frá Nino Cerruti: Rakakrem, eftir rakstur, sápur, toiletvatn, deo- dorant. Verzlunin , BRA llljóð: Vilmundur l»ór Gíslason. Umsjón: Omar Kagnarsson. 21.35 Æskuminningar Fimmti og síðasti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokk- ur byggður á sjálfsævisögu Veru Brittains. I’ýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Tónlistarmenn Anna Aslaug Kagnarsdóttir. Anna Áslaug leikur á píanó og Egill Friðleifsson kynnir og spjallar við hana. Stjórn upptöku: Tage Amm- endrup. 23.10 Dagskrárlok. AIÍMUD4GUR 30. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Tommi og Jenni 20.55 Guernica Picassos Bresk fréttamynd um fræg- asta málverk Picassos, sem nú hefur verið flutt frá Banda- ríkjunum til Spánar. Áhersla er lögð á táknrænt gildi mál- verksins fyrir Spánverja. I»ýð- andi og þulur: Halldór Hall- dórsson. 21.15 Ferjan Finnskt sjónvarpsleikrit í gamansömum dúr. Pýðandi: Kristín Mántylá. (Nordvision — finnska sjónvarpið) 22.15 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 22.45 Dagskrárlok NewYork Stell Söltuö rúllupylsa 26.50 Reykt folaldakjöt 29.50 Saltað folaldakjöt 25.50 Kálfakótilettur 31.00 Nýtt folaldahakk 33.00 10 kg. nautahakk 59.00 Kindahakk 29.50 Saltaðar nautatungur 59.00 Folaldasnitchel 95.00 Folaldagullasch 88.00 Nautagullasch 99.00 Nautasnitchel 131.00 Nauta Roast-Beef 115.00 Nautahamborgari pr. stk. 5.85 Lambakarbonaöi 52.00 Unghænur 10 stk. í kassa 34.50 Kjúklingar 10 stk. í kassa 56.00 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s.86511 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. llmsjón: Magnús Bjarnfreðs- son. 20.50 Stiklur Fjórði þáttur. Nú förum við fram eftir. I»ótt ótal ferðalangar gisti Eyja- fjörð ár hvert, eru þeir tiltölu- lega fáir, sem gefa sér tíma til þess að svipast um f hinum blómlegu og söguríku dölum, sem eru fyrir sunnan höfuðstað Norðurlands. í þcssum þætti er skroppið sem svarar dagstund suður Eyjafjarðardali, þar sem landbúnaður nýtur bestu skil- yrða, sem finnast hér á landi. Myndataka: Einar Páll Einars- A þriöjudagskvöld kl. 21.15 hefst í sjónvarpinu nýr breskur njósnamyndaflokkur, Refskák, eftir Philip Mackie. Leikstjóri er Alan Cooke. Alls eru þættirnir sex, og tengjast aó efni, þó aó hver þáttur sé sjálfstæóur, en fyrsti þátturinn nefnist Sex litlar mýs. — í þessum njósnamyndaflokki segir frá TSTS, deild í bresku leyniþjónustunni, sem sár um hæfni umsækj- enda til njósnastarfa. TSTS hf. hefur aösetur í mióborg Lund- úna. Starfseminni stjórnar Cragoe og aðstoöarmaóur hans, Zelda. Wigglesworth og Herbert sjá um aö prófa væntanlega njósnara. A myndinni hér fyrir ofan eru helstu leikarar myndaflokksins í hlutverkum sínum: Sandra Dickinson, Clive Arrindell, Nicholas Jones, Sarah Porter og Alan How- ard. Vor í Róm Kl. 22.35 á föstudagskvöld í næstu viku (4. des.) er á dagskrá bresk bíómynd, Vor í Róm (The Roman Spring of Mrs. Stone), frá 1961, byggó á sögu eftir Tennessee Williams. Leikstjóri er José Quintero, en í aöalhlutverkum Vivien Leigh, Warren Beatty og Lotte Lenya. — Myndin segir frá leikkonu, sem ákveður aó hætta aó leika og sinna þess i staó auóugum en lasburóa eiginmanni sínum. Hann deyr, en hún sest að í Róm. italskur daórari hyggur sér gott til glóóarinnar. — Kvikmyndahandbók- in: Ein stjarna. Laugardagsmyndin í næstu viku er bandarísk, Frambjóó- andinn (The Candidate) frá 1972. Leikstjóri er Michael Ritchie, en I aðalhlutverkum Robert Redford, Peter Boyle og Don Porter. Þýöandi Jón O. Edwald. — Ungur lögfræóingur freistast til þess að hella sér út í kosningaslag um sæti ( öldungadeild Bandaríkjaþings gegn virtum stjórnmála- manni. Hann er fullvissaóur um, aó hann fái aó ráöa ferðinni sjálfur, en það reynist erfitt þegar á hólminn er komið. — Kvikmyndahandbókin: Tvær stjörnur. Von á forsetanum Kl. 21.15 á mánudagskvöld er á dagskrá finnskt sjónvarps- leikrit, Ferjan. Þýðandi Kristín Mántyla. — Leikrítió segir í gam- ansömum dúr frá ferjustjóra, sem fréttir, aó von sé á forseta landsins. Hann tekur til hendinni til þess að undirbúa komu forsetans. ÞRIÐJUDKGUR AHENIKUDKGUR 1. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Robbi og Kobbi 20.45 Víkingarnir Sjöundi þáttur. Eyjan Túle. í þessum þærri er fjallað um fs- land. Leiðsögumaður: Magn- ús Magnússon. Pýðandi: Guðni Kolbeinsson. Puiir: Guðmundur Ingi Kristjánsson og Guðni Kolbeinsson. 21.25 Refskák Nýr flokkur. Fyrsti þáttur: Sex litlar mýs. Nýr breskur njósnamynda- flokkur eftir Philip Mackie í sex þáttum. Leikstjóri: Alan ('ooke. Aðalhlutverk: Sandra Dickinson, Clive Arrindell, Nicholas Jones, Malcolm Terris, Alan Howard, Sarah Porter og Kichard Morant. Hver þáttur er sjálfstæður, en þó tengjast þeir í heild. Þýð- andi: Ellert Sigurbjörnsson. 22.30 Fréttaspegill IJmsjón: Bogi Ágústsson. 23.00 Dagskrárlok 2. desember 18.00 Barbapabbi Endursýndur þáttur. Þýðandi: Kagna Ragnars. Sögumaður: Guðni Kolbeinsson. 18.05 Bleiki pardusinn Annar þáttur. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.30 Fólk að leik Tíundi þáttur. Filippseyjar. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka Að þessu sinni verður þáttur- inn helgaður jólabókaflóðinu. Rætt verður við nokkra höf- unda. Umsjónarmenn: lllugi Jök- ulsson og Egill Helgason. Stjórn Upptöku: Viðar Vík- ingsson. 21.20 Dallas Tuttugasti og fjórði þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.20 Úr skelinni Áströlsk fræðslumynd um þjálfun og kennslu vangefins fólks. Myndin sýnir hvers slíkt fólk er megnugt, þegar það hlýtur rétta meðferð. Þýð- andi: Jón O. Edwald. 23.10 Dagskrárlok FIM41TUDKGUR Ekkert sjónvarp FÖSTUDbGUR 4. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjón: Karl Sigtryggsson. 21.00 Allt í gamni með Harold Lloyd s/h Syrpa úr gömlum gaman- myndum. Átjándi þáttur. 21.35 Fréttaspegill Umsjón: Helgi E. Helgason. 22.15 Vor í Róm (The Roman Spring of Mrs. Stone) Bresk bíómynd frá 1961, byggð á sögu eftir Tenn- essee Williams. Leikstjóri: José Quintero. Aðalhlutverk: Vivien Leigh, Warren Beatty, Lotte Lenya. Þýðandi: Kagna Ragnars. 23.55 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 5. desember 16.30 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi 18.55 Enska knattspyrnan Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Ættarsetrið Annar þáttur annars hluta. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.15 Enn er spurt og spurt Spurningakeppni í sjónvarps- sal. Sjötti þáttur. Undanúrslit. Keppendur eru lið Guðna Guðmundssonar, sem er fyrir- liði, ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni og Stefáni Bene- diktssyni, og lið Óla H. Þórð- arsonar, fyrirliða, ásamt Baldri Símonarsyni og Guð- mundi Áka Lúðvigssyni. Spyrjendur: Guðni Kolbeins- son og Trausti Jónsson. Dóm- arar: Örnólfur Thorlacius og Sigurður H. Richter. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.00 Frambjóðandinn (The Candidate) Bandarísk bíómynd frá 1972. Leikstjóri: Michael Ritchie. Aðalhlut- verk: Robert Redford, Peter Boyle og Don Porter. Þýð- andi: Jón O. Edwald. 23.45 Dagskrárlok SUNNUD4GUR 6. desember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni Sjötti þáttur. Hnuplað í Hnetulundi. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.10 Saga sjóferðanna Sjötti þáttur. Ógn undirdjúp- anna. Þýðandi og þulur: Frið- rik Páll Jónsson. 18.00 Stundin okkar llmsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Magnús Bjarnfreðs- son. 20.50 Kvæðalestur Matthías Johannessen flytur eigin Ijóð. 20.55 Eldtrén í Þíka Nýr flokkur. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum um breska fjölskyldu, sem sest að á austur-afríska verndarsvæðinu snemma á öldinni. Jörðin heitir Þíka (Thika). Landið er óspillt og landnemarnir ætla að auðgast á kaffirækt. Þættirnir byggja á æskuminningum Elspeth Huxley. Aðalhlutverk: David Robb, Hayley Mills og Holly Aird. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 21.55 Tónlistin Annar þáttur. Sigur sam- hljómsins. Myndaflokkur um tónlistina í fyigd Yehudi Menuhins, fiðlu- leikara. Þýðandi: Jón Þórar insson. 22.50 Dagskrárlok Sunnudagur í ensku sjónvarpi Englendingar eru gallharðir á því, að enskt sjónvarp só það besta í heiminum. Alla jafna hafa þeir skömm á amerísku sjón- varpsefni — þó einstakir sjón- varpsþættir úr þeirri átt fái náö fyrir augum enskra. Þaö eru þrjár sjónvarpsstöðvar í Englandi: BBC 1 og 2, og ITV. BBC er breska ríkissjónvarpiö og í þvi eru engar auglýsingar, heldur er starfsemin fjármögnuð með afnotagjöldum, sem hverjum eiganda sjónvarps- viðtækis er skylt að greiöa til BBC — en ITV-sjónvarpiö fjármagnar allar sínar útsendingar með aug- lýsingafé. Einkaframtaksmönnum í þessum efnum finnst því mesla vanvirða, aö sjónvarpsáhorfendur séu skyldaðir til aö greiöa formúu árlega til aö standa undir BBC á meðan ITV getur staöiö undir sér með auglýsingatekjum. Má það svo sem til sanns vegar færa, en auglýsingar eru jafnan illa séðar af enskum sjónvarpsáhorfendum. Samt eru í gildi lög sem takmarka rúm auglýsinga í dagskránni við nokkrar mínútur á hverri klukku- stund, líklega 3—5 mínútur, svo það ætti í rauninni ekki aö saka, enda finnst bandarískum gestum í Englandi aldeilis munur að horfa á enskt sjónvarp, alls engar auglýs- ingar í tveimur stöövum og svo til engar á þeirri þriðju. Við skulum að gamni okkar renna augum yfir sjónvarps- dagskrána í ensku sjónvarpi á sunnudaginn var: Sárafáir Englendingar horfa á sjónvarp fyrir hádegi á sunnudög- um, hinn venjulegi Englendingur liggur i bæli sínu þá morgna og les blöðin. Ýtarleg úttekt á fót- boltaleikjunum daginn áður eru í morgunblöðunum, og þar aö auki koma helstu hneykslisblööin út á sunnudögum, News of The World, Sunday People og þess konar blöð — sem enginn almennilegur maður les nema hálfsofandi. Og loksins þegar hinn enski maður hefur skreiöst á lappir um hádeg- isbiliö, fær hann sér að éta sam- lokubrauö — og svo bregöur hann sér útá pöbbinn á horninu aö fá sér kollu og spjalla stuttlega við sína granna. Það er því ekki fyrr en upp úr tvö (enskir pöbbar loka um miöjan daginn) sem menn gefa sér tíma til að horfa á sjónvarp. Við skulum fyrst líta á BBC-1. Um tvöleytið er þar sýnd spenn- andi riddaramynd „The Black Knight" og segir í umsögn, að hún „sé miklu skemmtilegri en leik- stjórinn, Tay Garnett hafi nokkru sinni ætlaö sér". Svo eru teikni- myndir um Tomma og Jenna, þá er Bonanza endursýndur og þar á eftir klukkustundar löng fræðslu- mynd um járnbrautarferöir milli heimsálfa. Fyrir fréttir skemmtir svo háöfugl nokkur aö nafni Mike Harding. Klukkan sex er sýndur áttundi þáttur myndaflokks eftir sögu Dickens Glæstar vonir, þar á eftir efni fyrir börn og svo tón- leikar úr dómkirkju einni. Klukkan 19.15 er Ættarsetriö á dagskrá, sem íslendingar þekkja og svo er þáttur Magnúsar Magnússonar Mastermind á besta tíma (enskir álita bestan sjónvarpstíma frá klukkan 19—22). Þá er sakamála- flokkur á dagskrá sem heitir Bergerac og klukkan rúmlega níu sjá Bretar hundraöasta þáttinn af Dallas (eða tvöhundraðasta?). Fréttir eru svo klukkan tíu (Nine O’Clock News er langvinsælasti fréttaþátturinn og hann er eins og nafniö segir jafnan klukkan níu, nema þegar sérstaklega stendur á). Eftir fréttir er þarfur þáttur um stöðu þróunarkenningar Darwins í vísindaheiminum nú og þar á eftir einn þáttur af mörgum úr kvenna- baráttunni svonefndu og í dag- skrárlok syngur Barbara nokkur Mandrell og hennar systur. En þú getur líka horft á BBC-2, það er bara aö snúa takkanum. Um morguninn er Open Undivers- ity, en þaö eru stórgóöir þættir til fræðslu og hægt er aö Ijúka prófi frá Open University með einhverj- ar gráður, sem okkur er ókunnugt um, nema þessi dagskrá er hin merkilegasta og best dæma um aö sjónvarp er ekki ævinlega til bölvunar. Klukkan hálf þrjú er skautadans og um hálf fjögurleyt- ið annar hluti af átta klukku- stunda kvikmynd Sergei Bond- archuk um Stríð og friö Tolstoys. Um fimmleytiö er klukkustundar þáttur um rugby-keppni og þar á eftir skemmtilegt fréttayfirlit vik- unnar — slíka yfirlitsþætti ætti sjónvarpiö hér aö láta sér detta í hug að gera — svo er fjármála- ráðgjöf í sjónvarpssal, þá þáttur um hestamennsku, fréttir, svo „I Pagliacci“ eftir Leoncavallo. Um niuleytiö er fjóröi þáttur af fimm um stjórn Breta í Þýskalandi eftir seinna striö og þar á eftir fyrsta bridge-keppnin sem sjónvarpaö hefur veriö. Myndaflokkurinn um Borgia-ættina ítölsku kemur svo og loks er kvikmyndin „Who is Harry Kellerman and Why Is He Saying those Terrible Things About Me?“ Þar leikur meöal annarra Dustin Hoffmann. Dag- skrárlok í BBC-2 eru svo um eitt eftir miðnætti. Bæði BBC og ITV gefa út ríkulega myndskreytt víkublöð til kynningar sjónvarpsdagskrá sinni og selja ódýrt. „Radio Times" heitir blað BBC, en „TV Times" sem ITV gefur út. Loks er það ITV-sjónvarps- stöðin, sem breskir sjónvarpsá- horfendur eiga kost á aö sjá. Þar er fátt bitastætt frameftir degi, það er að segja, það er tilgangs- laust aö greina frá dagskráratrið- um ef við höfum enga hugmynd um efni þeirra; einhvers konar spurningaþættir og rabbþættir eru eftir hádegið svo og leikur dagsins, knattspyrnuleikur frá deginum áður, en klukkan 4.45 er bíómyndin „The Big Job“, sem Carry on-leikstjórinn Gerald Thomas leikstýrir. Svo koma frétt- ir, þá Magnum — væminn banda- rískur sakamálamyndaflokkur — en þar á eftir sjálfur Benson, sem v|ö þekkjum úr Löðri. Hinn blakki maöur Benson er fyrir nokkru hættur í Löðri og kemur fram í eigin sjónvarpsþáttum, sem heita einfaldlega Benson. Á eftir Ben- son eru fréttir og svo The Prof- essionals — sakamálaflokkur með Gordon Jackson o.fl., þá mynd úr gamanþáttunum A Fine Romance, svo rabbþáttur og í lokin er músík meö þeim James Last og John Denver. Þannig er sem sé i stuttu máli sunnudagur í ensku sjónvarpi. All- ir ættu því að finna þar eitthvaö við sitt hæfi — en satt best að segja, verða enskir dauööfund- sjúkir þegar þeir frétta að ís- lenska sjónvarpiö varir ekki nema þrjár stundir sex kvöld vikunnar. — En af hverju, spuröu þeir, af hverju er ekkert sjónvarp á fimmtudögum, hvað eru fimmtu- dagar frábrugðnir öörum dögum? i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.