Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
59
Sjötugur:
Jón Sveinsson
rafvirkjameistari
Um það bil 50 ár eru liðin frá
því ég kynntist Jóni Sveinssyni
fyrst. Hann var þá rafvirkja-
sveinn og í stjórn síns stéttarfé-
lags og bjó sig nú undir að ljúka
meistaraprófi. Mér hlotnaðist sú
ánægja að leiðbeina honum smá-
vegis í teikningu og stærðfræði við
það tækifæri. Svo langt er nú um-
íiðið síðan þetta var, að ég man
ekki einstök atvik í sambandi við
þennan fyrsta fund okkar Jóns, en
mér er sérstaklega minnisstætt að
mér leist mjög giftusamlega á
þennan unga mann.
Þegar Jón hafði staðist meist-
araprófið með prýði gekk hann í
rafvirkjameistarafélagið og var
fljótlega kominn í stjórn þess og
formaður þess var hann um ára-
bil. A þessum árum stofnaði Jón,
ásamt vini sínum, Ingólfi Bjarna-
syni, raftækjaverslunina Ljósa-
foss, sem á skammri stundu varð
ein vinsælasta lampa- og ljós-
tækjaverslun borgarinnar, sakir
óvenju vöruvals við hagstæðu
verði.
Jón lagði stund á íþróttir í
æsku. Hann var félagi í KR og fór
snemma að veiða á stöng, fyrst
silung og síðan lax. I því sambandi
færðist nýtt líf í samband okkar
Jóns Sveinssonar. Við vorum sam-
an í hópi veiðimanna við Laxá í
Þingeyjarsýslu um langt árabil og
einnig vorum við saman í rekstr-
arráði Stangaveiðifél. Reykjavík-
ur í nokkur ár. I veiðimannahópn-
um fyrir norðan voru aðeins úr-
valsmenn og stóð Jón þar framar-
lega í flokki. Þær voru oft
skemmtilegar vísurnar, sem þeir
Jón og Steingrímur heitinn í Nesi
Sjötugur:
Finnska tónskáldið
Erik Bergmann
Ekki ætla ég að telja upp öll þau
virðingarsæti sem Erik Bergman
hefur hlotið innan finnskra tón-
listarstofnana. Prófessor við Sib-
elíusar akademiuna, kjörinn í
Konunglegu sænsku tónlistaraka-
demíuna, meðlimur Finnska tón-
listarráðsins, eru aðeins hluti
þeirra mörgu ábyrgðarstarfa sem
Bergman hafa verið falin. Heið-
ursmeðlimur fjölmargra finnskra
tónlistarstofnana er Bergman og
þ.á m. Finnska tónskáldafélags-
ins. Erik Bergman er þó fyrst og
fremst þekktur sem afkastamikið
tónskáld og einn aðal frumkvöðull
nútíma tónsköpunar í Finnlandi.
Bergman er einnig þekktur sem
framúrskarandi kórstjóri og hefur
um árabil stjórnað sumum þekkt-
ustu kórum Finnlands, svo sem
Akademiská Sangföreningen og
Muntra Musikanter, sem komið
hefur nokkuð við sögu hér uppi á
Islandi. Erik Bergman er mikill
áhugamaður þjóðlegrar tónlistar
og takmarkast sá áhugi ekki við
landamæri Finnlands. Eins og 0.
Messiaen og fleiri, hafa austur-
lensk áhrif í ljóðum og tónum
heillað Bergman og gætir þeirra
áhrifa í verkum hans.
Tónsköpun Bergmans skiptist
aðallega í tónverk fyrir hljóðfæri
eingöngu og kórverk með eða án
hljóðfæra. Ópustal kórverka hans
er orðið æði hátt og eru mörg
þeirra engin smásmíði. Mjög
sterkur persónulegur stíll ein-
kennir kórtónasmíðar Bergmans,
sem að mörgu leyti hafa verið
stefnumarkandi fyrir finnska
kórtónlist síðari áratuga.
Erik Bergman er ógleymanlegur
persónuleiki þeim sem kynnast
honum. Eldlegur áhugi hans á því
sem hann tekur sér fyrir hendur
lætur engan ósnortinn og gildir þá
einu hvort um er að ræða analýsur
á eigin tónverkum eða æfingu með
kórum sínum. Konur hafa heldur
ekki ósnortar orðið af eldlegu og
glettnu tilliti hans. Félögum
Karlakórsins Fóstbræðra verður
Erik Bergman vafalaust ógleym-
anlegur og undirritaður þakkar
vináttu gegnum árin.
Hamingjuóskir eru sendar þér
Gamli Jarpur og konu þinni, Sól-
vegur Schultz.
Vænst er af þér að „Faglar"
haldi áfram að fljúga. „Svanbild"
haldi áfram að breiða út vængi
sína og „Barnets dröm“ eigi langa
framtíð.
Ragnar Björnsson
SAGAN um Þráin heitir ný bók sem
bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur
út. Sagan um Þráin er eftir Hafliða
Vilhelmsson og er þetta þriðja
skáldsaga hans. „Leið 12 — Hlemm-
ur Fell“ kom út árið 1977 og ári
síðar „Helgalok“.
Sagan um Þráin er nútímasaga
— átakasaga. Á bókarkápu segir
m.a.: „Þráinn er barn síns tíma,
mótaður af umhverfinu og föstum
venjum, bæði í einkalífi sínu og í
atvinnu. Bak við skelina býr per-
sóna búin mörgum eðlisþáttum
sem togast á og eiga í innbyrðis
styrjöld. Hvað gerist þegar viðj-
arnar bresta? Fellur lífið í þann
farveg sem ætlað er — eða fer
persónan í enn smærri einingar en
áður.“
sendu hvor öðrum. Þetta voru dá-
samlegar samverustundir.
Jón fékk snemma áhuga á lax-
eldismálum og lét ekki sitja við
orðin tóm. Flestir þekkja Lárós,
laxaræktarstöðina, sem nú má
telja eina af fullkomnustu og
tryggustu laxeldisfyrirtækjum
landsins. Þar hefur Jón Sveinsson
reist sér óbrotlegan minnisvarða.
Vitanlega var öll sú uppbygging
ekki á færi eins manns, en mann-
virkin þar sem eru ekki nein smá-
virki eru að mestu verk Jóns
Sveinssonar og sona hans. Þeir
eru sex talsins, allir lærðir raf-
virkjar nema einn, sem er enn í
skóla. Eru þeir allir hörkuduglegir
eins og faðir þeirra. Þeir eru ekki
margir frídagarnir sem þeir hafa
ekki farið vestur í Lárós og unnið
myrkranna á milli, þeir feðgar, á
undanförnum tuttugu árum.
Félagshyggja Jóns á þessu sviði
Ieynir sér ekki, enda er hann for-
maður í Félagi áhugamanna um
laxarækt svo og í stjórn Félags
fiskræktar- og hafbeitarstöðva.
Jón er tvíkvæntur. Fyrri konu
sína, Bjarneyju Einarsdóttur,
missti hann árið 1950. Seinni kona
hans er Jórunn Rósmundsdóttir.
Jón Sveinsson á tíu börn á lífi,
sex syni og fjórar dætur. Barna-
börn hans eru orðin tuttugu og tvö
og barnabarnabarn á hann eitt.
Við Anna kona mín sendum
Jóni og fjölskyldu hans beztu árn-
aðaróskir og ég vil nota þetta
tækifæri til þess að þakka Jóni
vini mínum sérstaklega góða við-
kynningu frá upphafi okkar
kynna.
Jón Sveinsson tekur á móti gest-
um í dag, í húsakynnum Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, að Háa-
leitisbraut 68 (Austurveri) milli
kl. 16:30 og 19:00.
Gunnar Bjarnason, fyrrver
andi skólastjóri Vélskóla fs-
lands og fv. form. Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur.
Hátíndur
alpagleðínnar
Austurrískt kráarknall
Enska kráarknallið á dögunum sló heldur betur í
gegn og er mál manna að betri skemmtun haíi
ekki verið haldin á Hótel Sögu í annan tíma.
En við látum ekki þar við sitja. og setjum markið
hœrra en áður. því nú er það austurrískt alpa-
kvöld eins og það best gerist. með tilheyrandi
íjailabar, langborðum. „vínarveitingum" og
alpastemmningu sem aldrei bregst. -Sannkallað
draumakvöld í skammdegisdrunganum.
Sjóðheit móttaka
Tekið verður á móti gestum með ekta alpadrykk
sem áreiðanlega tekur úr mönnum mesta hroll-
inn svo ekki sé meira sagt
Fjallabar
Uppi í bláa salnum blasir svo við austurrískur
skíðabar þar sem „réttar" veitingar eru á boð-
stólum og auðvitað höíum við píanóleikara og
forsöngvara sem hríía okkur með í söng og leik.
Vínarsnitsel
Á boðstólum verður austurrískur veislumatur
-netnilega hið heimsirœga vínarsnitsel með við-
eigandi meðlœti í mat og drykk. Og auðvitað
njótum við krœsinganna við langborð þannig að
ekkert vanti á til að skapa andrúmslott þar sem
söngur. glens og grín skipar öndvegi
Blóm í barminn
Blómaverslunin Stefánsblóm við Barónsstíg sér
um að allar konur tái blóm i barminn þegar þœr
ganga í salinn
Tiskusýning
Módelsamtökin koma í heimsókn og sýna okkur
nýjustu tisku í skiðafatnaði trá versluninni Útilif
Bingó - 3 skíðaferðir
Bingó er ómissandi á góðu kvöldi sem þessu
Spilað verður um 3 irábœrar skíðaferðir í sjália
skíðaparadísina Austurríki
Skíðaspjall
Fýrir þá f jölmörgu sem heillast haia af tign austur-
risku alpanna og vilja frceðast um alla þá nýju
ferðamöguleika sem beina leiguflugið hefur
opnað, verður örstutt ferðakynning Að auki
verða sýndar kvikmyndir frá skiðastöðunum Söl-
den. Zillertal og Niederau i hliðarsal
Frábærir skemmtikraftar:
Við láum fjöldann allan aí landsfrœgum
skemmtikröftum í heimsókn Við megum engu
ljóstra upp um hverjir það eru en fullyrðum að
engfínn verður svikinn aí þeirra framlagi.
Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar
leikur fyrir dansi til kl 01 og mun að auki stjórna
alls kyns skemmtilegum uppakomum, leikjum,
hópdönsum og fleiru
Við stjórnvölinn
verða lararstjórarnir Magnús Axelsson og Sig-
urður Haraldsson. bráðíjörugir að vanda og
tryggir sínum aðdaendum
Askorun:
Hér með skorum við á alla sem (skiða)vettlingi
geta valdið að mœta á sunnudagskvöldið. hitta
tjörugl tólk og upplifa austumsku alpastemm-
ninguna i hárrettu umhverfi Allir eru velkomnir og
engum er ofaukið svo framarlega sem söng-
gleðin. goða skapið og húmorinn verði ekki eftir
heima Við stetnum á hátind alpagleðinnar
tjörug og lrialslega klaedd rett eins og hentar í
hlylegu austurnsku tiallahoteli
Cl belffe
I ollrsso
tfitw
ígóba
sKap\nú'-
Sætapantanir e.kl. 16.00 i sima 20221
Dansad til kl. 01 - húsið opnað kl. 19.00 -
boröhald kl. 20.00.
Verð aðeins kr. 125.-
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
f