Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 43 um gjaldeyri og er ferðamanna- iðnaðurinn í fjórða sæti í öflun gjaldeyris, á eftir sjávarútvegi, ál og álmelmi og iðnaði. Gjaldeyris- tekjur af erlendum ferðamönnum námu 5,2% af heildargjaldeyris- öflun landsmanna. Auk þessa hef- ur ríkissjóður verulegar tekjur af ferðamannaþjónustunni. Flugvall- argjald, sérleyfisgjöld, gjöld á ferðalög íslendinga til útlanda og tekjur af Fríhöfninni námu á síð- asta ári tæplega 49 milljörðum gkróna. Það er ljóst, að ferða- mannaþjónustan er mikilvægur þáttur í efnahagskeðju okkar, auk þess að benda má á, að um 6% landsmanna starfa í ferðamanna- þjónustunni. Fyrstu níu mánuði þessa árs tók ríkið liðlega 3 millj- arða gkróna í formi ferðamanna- skatts af íslenzkum ferðamönnum. Raunar mætti telja fleiri atriði til um mikilvægi ferðamannaþjón- ustunnar en í ljósi þessa, verður afskiptaleysi og þá ekki síður af- skipti stjórnvalda af ferðamanna- þjónustunni að teljast furðuleg, virðist engu líkara en stjórnvöld líti þessa grein atvinnulífsins hornauga. Auk ráðstefnuhalds skipaði sölusýning veglegan sess á nor- ræna ferðamarkaðinum. I Hels- ingfors voru mættir fulltrúar ferðamannaþjónustunnar. Frá ferðamálaráði voru Ludvig Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri, og Ragnar Samúelsson, skrifstofu- stjóri, og hvíldi undirbúningur ráðstefnunnar hér á landi á þeirra herðum. Þá voru fulltrúar frá Flugleiðum og Arnarflugi, Utsýn, Úrval, Samvinnuferðum-Landsýn, Ferðaskrifstofu ríkisins, Ferða- skrifstofu stúdenta, Úlfari Jacob- sen, Guðmundi Jónassyni og Hótel Loftleiðum. ísland utanveltu Það fór ekki hjá því, að Island væri nokkuð utanveltu og virðist, sem aðilar á Norðurlöndum líti á, að auka beri ferðamannastraum innan „hinna fjögurra stóru“. Að vísu verður íslands getið að jöfnu í ferðamannabæklingum og her- ferð Norrænu ferðamálaráðanna. En einkaaðilar á Norðurlöndum, flugfélög, járnbrautarfélög, hótel og aðrar greinar ferðamannaþjón- ustunnar, lita fyrst og fremst á aukningu innan Skandinavíu. í sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga; það er eðlilegt að einkaðilar vilja leggja fé, þar sem von er að það ávaxti sig. Til að mynda kynntu hótelhringir í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi sérstaka afslætti og munu dönsk hótel bæt- ast í hópinn. Afsláttur mun nema allt að 50%, en það kom fram, að þessir aðilar höfðu ekki einu sinni haft samband við íslenzka hótel- hringi, svo sem Eddu-hótelin hér á landi, sem mynda keðju um land- ið. Hins vegar kom fram, að ís- lenzkir ferðamenn munu njóta sömu kjara og norrænir ferða- menn. Danski blaðamaðurinn Lennart Weger kallaði ráðstefnuna í Finnlandi „luksusflop" í blaði sínu, Aktuelt. Hann sagði, að svo virtist sem hin einstöku Norður- lönd ætluðu sér að „stela“ ferða- mönnum hvert frá öðru. Danir vilji lokka sænska ferðamenn til Danmerkur, á meðan sænska ferðamálaráðið kjósi helst, að sænskir ferðamenn ferðist innan Svíþjóðar, og svo framvegis. Sam- starf á sviði ferðamála eigi erfitt uppdráttar, einmitt vegna mis- munandi hagsmuna einstakra Norðurlanda. Að vísu njóta Danir legu sinnar; Danmörk er nokkurs konar hlið Norðurlanda að Evrópu og árlega fer mikill fjöldi Norðmanna, Svía og Finna í gegn um Danmörk á leið sinni til Evrópu. Því gætu Danir hugsanlega misst spón úr aski sínum, ef Norðurlandabúar fara í auknum mæli að ferðast innan Skandinavíu. Hvað sem því líður, þá er ljóst, að á Norðurlöndum er mikill markaður og með skipulögðu átaki, ætti að vera hægt að stór- auka ferðamannastraum þaðan. En það sem fælir norræna ferða- menn frá Islandi er fjarlægðin; hve dýrt það er að koma hingað til lands. Verðlag almennt er svipað á íslandi og Norðurlöndum, en fjar- lægðin hefur fælt frá. Með mark- vissu starfi, ódýrari fargjöldum má stórauka ferðamannastraum frá Norðurlöndum. stofa og þar er feikimikið starf unnið. Ráðherranefnd Norðurlanda- ráðs veitir árlega stórar upphæðir á okkar mælikvarða til verkefna á sviði ferðamála, verkefna, sem koma öllum þjóðunum að gagni. Norræna ferðamálaráðið veitir síðan fé til hinna ýmsu verkefna. Svo ég nefni dæmi um fjárveit- ingar, þá verður á næsta ári veitt fé til norrænna markaðskannana, fé er veitt til norræna ferðamála- ársins, einnig hefur fé verið veitt til námskeiðahalds fyrir þá sem starfa að ferðamálum, gefin hefur verið út kennslubók um ferðamál og áfram mætti telja. Eins og ég sagði, þá eru veittar stórar upphæðir á okkar mæli- kvarða til ferðamála, fyrir árið í ár voru veittar um tvær milljónir íslenzkar krónur og það slagar hátt í heildarútgjöld íslenzka ríkisins til ferðamála. Það er því ekki minnsti vafi á, að ísland nýt- ur góðs af norrænni samvinnu á sviði ferðamála, sem raunar á öðr- um sviðum norrænnar samvinnu." — Nú hefur íslands að litlu ver- ið getið í umræðum hér í Helsinki og svo virðist, sem Island sé nokk- uð utanveltu. Svo ég nefni dæmi, þá kynntu hótelhringir í Finn- landi, Noregi og Svíþjóð samstarf sín á milli þar sem þeir boðuðu sérstakan afslátt. Boðað var að hótel í Danmörku myndu taka þátt í þessu samstarfi en íslands var að engu getið, ekki einu sinni hafði verið haft samband við ís- lenzk hótel um samvinnu og sam- starf. „Það er auðvitað alveg ljóst, að átak eins og norræna ferðamála- árið og samstarf ferðamálaráð- anna norrænu, getur aldrei orðið meir en stefnumarkandi. Jú, við munum vinna að kynningu ferða innan Norðurlanda og munum hvetja Norðurlandabúa til að ferð- ast innan Norðurlanda en þegar kemur til fyrirtækja, þá er eðlilegt að þau leggi fé í verkefni, sem arð- vænleg teljast. Og ég er ekki hræddur um, að Island verði utan- veltu. Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir fjarlægð okkar frá öðrum Norðurlöndum. Hve dýrt það er að ferðast hingað, en almennt held ég að almenningi á Norðurlöndum sé ekki fulljóst á hvaða kjörum hingað er hægt að koma og þá á ég við sérfargjöld flugfélaganna. Mín reynsla er, að ekki skorti áhuga annarra Norð- urlandabúa á að ferðast til Is- lands. Því hlýtur, með ódýrum ferðum til Islands, að vera tiltölu- lega auðvelt að fá Norðurlandabúa til að ferðast í auknum mæli til íslands. Markaðurinn er stór, vilji Norðurlandabúa er fyrir hendi og það er ekki mikið dýrara að ferð- ast innan íslands en annarra Norðurlanda. Þessi markaður bíður okkar og hann verðum við að nýta, en því má ekki gleyma, að ferðamenn frá Norðurlöndum voru á síðasta ári fjölmennastir. Næstum 3 af hverj- um 10 ferðamönnum, sem til landsins komu, voru Norðurlanda- búar, við getum gert enn betur. En auðvitað ráðum við ekki, og viljum ekki ráða, stefnu einkaað- ila innan ferðamannaþjónustunn- ar. Þeir leggja fé í verkefni, sem þeir telja arðvænleg. Við skikkum ekki einn eða neinn til samstarfs við íslenzk hótel, né heldur skikk- um við aðila hér á landi til sam- starfs við aðila á Norðurlöndum. Við mörkum stefnu og vonumst til þess, að aðilar sjái sér hag af að fylgja henni. Annars væri hún bara dauður bókstafur. A þessu, sem svo mörgum öðrum duga eng- in valdboð. rfíl13mAmi Sr. Þorbergur Kristjánsson, formaður I’restafélags afhendir hr. Sigurbirni Kinarssyni fyrsta eintakið af afmæl- isritinu. Fyrir augliti guðs Greinasafn dr. Sigurbjöms Einarssonar komið út CORAM DEO — greinasafn eftir hr. Sigurbjörn Kinarsson biskup gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans 30. júní sl. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Coram Deo — Fyrir augliti guðs — en bók þessi hefur að geyma greina- safn eftir dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup og er bókin gefin út í tilefni sjötugsafmælis hans er var 30. júní sl. Var það Prestafélag íslands sem átti frumkvæðið að útgáfu bókarinn- ar og er formáli hennar ritaður í nafni stjórnar félagsins. Þar segir m.a.: „Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson varð sjötugur hinn 30. júní sl. Hann hefur um fjölda ára verið mikill áhrifa- maður með þjóðinni, virtur mjög og metinn sem kirkjuhöfðingi og þekktur að einstakri snilldar- meðferð máls og efnis í ræðu sem riti. Að fenginni samþykkt aðal- fundar Prestafélags íslands árið 1979, ákvað stjórn félagsins, að minnast fyrrgreindra tímamóta í lífi biskups með því að gefa út ritverk honum til heiðurs. í bók þessari eru valdar greinar og ræður herra Sigurbjörns Ein- arssonar, þar sem m.a. er fjallað um frumþætti guðfræðinnar, innihald kristinnar trúar og trú- vörn.“ Bókin Coram Deo er 292 blað- síður og hefur mjög verið til hennar vandað. Auk greina eftir herra Sigurbjörn Einarsson eru tvær ritgerðir í bókinni, Jón Sveinbjörnsson prófessor skrifar um guðfræðinginn og predikar- ann Sigurbjörn Einarsson og dr. Páll Skúlason, prófessor um trú- vörn hans. Greinar herra Sigur- björns skiptast í fjóra aðalkafla er bera yfirskriftina: Efnið frá upphafi; Þekking og trú; Fögn- um fyrir Drottni og Sýnir. Þá er í bókinni ýtarleg skrá yfir rit- verk herra Sigurbjörns, og frömst í bókinni er Tabula grat- ulatoria. Bókin verður ekki til sölu í bókaverslunum, en unnt er að fá hana hjá Bókaforlaginu Erni og Örlygi hf., Síðumúla 11, en upplagið sem er til er mjög takmarkað. (Fréttatilkynning.) Spellvirki Ný skáldsaga Jóns Dan ÚT ER komin hjá Almenna bókafé- laginu ný skáldsaga eftir Jón Dan. Nefnist hún Spellvirki og segir frá unglingi sem lendir í vandræðum. I kynningu AB á bókinni segir m.a.: „Ný skáldsaga eftir Jón Dan, raunsönn, spennandi, um eitt af brýnustu vandamálum samtím- ans. Unglingur við erfiðar aðstæður og misrétti beittur, lendir í hræði- legum vanda þégar hann missir stjórn á sjálfum sér á örlagastund — og fremur spellvirki. Hvað er til ráða? Er nóg að læra af mistökunum? Svarið er neitandi. Sá sem þegar er stimplaður í augum fjölmiðl- anna og fólksins á erfiðara en aðr- ir með að sanna sakleysi sitt ef eitthvað illt hendir, jafnvel þótt hann hafi hvergi nærri komið. Og þó er ef til vill erfiðast að losna við sitt innra víti — hræðsl- una við það að vera það sem aðrir halda að maður sé. Þetta er vandi Ragnars Torfa- sonar, aðalpersónu bókarinnar. Er einhver lausn á honum?“ Spellvirki er gefin út í pappírs- Jón Dan kilju, 157 bls. að stærð. Bókin er unnin í Prentsmiðju Árna Valde- marssonar og Bókbandsstofunni Örkinni. Ljódakorn 29 lög eftir Atla Heimi ÚT KRU komin í nótnabók 29 lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Nefnist bókin Ljóðakorn og er að öllu leyti unnin af tónskáldinu sjálfu — nótna- og textaritun, káputeikning o.s.frv. — allt nema filmutaka, prentun og bókband, sem Prent- smiðjan Oddi hefur annast. Öll eru þessi 29 lög samin við ís- lenska texta eftir kunna og ókunna höfunda. Bókin skiptist í fjóra kafla sem nefnast: 1) Barna- gælur, 2) Nútímaljóð, 3) Gaman- söngvar, 4) Aukalög. Tónskáldið hefur skrifað fyrir neðan sitt handskrifaða efnisyfir- lit á bls. 3 á þessa leið: „Öll ljóðin, nema aukalögin, eru tekin úr Litlu skólaljóðunum, (Ríkisútgáfa námsbóka, Reykja- vík), sem Jóhannes skáld úr Kötl- um tók saman. Heimilt er að flytja lögin, eitt eða fleiri, í hvaða röð sem er, og tónflytja þau eftir þörfum." (k Ljóðakorn er 61 bls. að stærð í þægilegu nótnabroti (34x25 sm). Útgefandi er Almenna bókafélag- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.