Morgunblaðið - 27.11.1981, Side 9

Morgunblaðið - 27.11.1981, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 41 Þorsteinn Sigurðsson Um menntamál fatlaðra í þessu stutta yfirliti um menntunarmál fatlaðra verð ég að fara fljótt yfir sögu, drepa laus- lega á sum veigamikil atriði en láta margs ógetið sem vert væri að nefna. Orðið fatlaður nota ég í þessari grein um þá einstaklinga sem eiga við mikla örðugleika að etja í daglegu lífi sakir alvarlegra galla á einhverjum mikilvægum líffær- um. Það á sem sé jafnt við um hreyfihamlaða, blinda, vangefna og geðsjúka svo dæmi séu nefnd. Eðli meinsins eða stig veldur ekki lengur mismun í menntun- arsamhengi þar sem allir, undan- tekningarlaust, eiga nú rétt á kennslu við sitt hæfi lögum sam- kvæmt. Menntunarhugtakið hefur einn- ig verið rýmkað verulega á undan- förnum árum og er ekki lengur eingöngu miðað við það hefð- bundna bóklega og verklega skóla- starf sem flestir þekkja af eigin raun; bæst hefur við þjálfun ýmiss konar færni sem ekki þarf að gefa gaum hjá heilbrigðum. Dæmi um þetta er þegar fötluðum nemend- um er kennt að matast, klæða sig eða bera sig um. Af þessu leiðir einnig að kennsluna annast nú fleiri en kennarar og hún getur farið fram víðar en í skólum. Enn er þess að geta að aldur nemenda ætti ekki að skipta máli lengur. Þó enn skorti að vísu nægilega skýr lagafyrirmæli, þá verður þess naumast langt að bíða að almennt verði viðurkennd nauðsyn þess að fatlaðir njóti kennslu eftir þörfum allt frá bernsku til elliára. Gróflega er hægt að skipta námstímabilunum í fernt: for skólastig frá fæðingu, ef svo ber undir, og til skólaskyldualdurs, grunnskólastig frá 7—15 ára ald- urs, starfsnámsstig eftir að skyldu- námi lýkur og fullorðinsfræðslu sem þá tekur við allt til elliára. Endurmenntun þeirra einstakl- inga sem fatlast á fullorðinsaldri þarf auðvitað að rúmast innan þessa kerfis. Við skulum víkja fyrst að grunnskólastiginu sem á sér lengsta sögu hér á landi sem ann- ars staðar. Það eru nær 114 ár síðan kennsla fatlaðra hófst á íslandi að tilhlutan yfirvalda. Það var kennsla daufdumbra eins og það hét á þeim tíma. Séra Páll Pálsson var skipaður málleysingjakennari 4. september árið 1867 eftir að hafa stundað nám í slíkri kennslu í Kaupmannahöfn. Blindrakennsl- una má rekja aftur til ársins 1932, og var það Blindravinafélagið sem þar átti frumkvæðið. Fyrsti vísir- inn að kennslu vangefinna verður til árið 1930, þegar Sesselja Sig- mundsdóttir setti á fót vistheimil- ið að Sólheimum í Grímsnesi. Á kreppuárunum og stríðsárun- um gerðist fátt á þessu sviði, en laust eftir stríðslokin kemst aftur nokkur skriður á menntunarmál fatlaðra. Ég nefni hér aðeins breytinguna á kennslu heyrnleys- ingja skömmu eftir stríðslok; stofnun Kópavogshælis 1952; Skálatúnsheimilisins 1954; fyrsta dagheimilis Styrktarfélags van- gefinna, Lyngáss 1961; Höfðaskóla 1961; skóla Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra í Reykjadal 1969 og Skóla fjölfatlaðra 1972. Langstærsta skrefið í menntun- armálum -fatlaðra er þó stigið 1. júní árið 1977 þegar gefin er út af menntamálaráðuneytinu reglu- gerð um sérkennslu, þar sem kveð- ið er á um skipan mála Með þessari reglugerð og eftir- farandi framkvæmd hennar verða þáttaskil. Sérskólar eru formlega settir á laggirnar í tengslum við meðferðarstofnanir og vistheimili, 9g farið er að efla þá að starfsliði. í dag eru sérskólarnir 11 talsins: Öskjuhlíðarskólinn er aðalstofnun ríkisins skv. grunnskólalögum fyrir þroskaheft og fjölfötluð börn og Heyrnleysingjaskólinn fyrir heyrnarskerta og alvarlega mál- hamlaða. Báðir þessir skólar þjóna öllu landinu og hafa deildir fyrir forskólabörn og starfsnáms- eða framhaldsdeildir eftir að skyldunámi lýkur, svo og athugun- ar- og sérfræðideildir. Fyrir and- eftir Þorstein Sigurösson cand. pœd. spec. lega þroskahefta eru auk þess 7 þjálfunarskólar víðs vegar um landið og loks eru tveir skólar fyrir geðsjúk börn og börn með afbrigðileg félagstengsl. E.t.v., kemur best í ljós hver breyting varð með tilkomu reglugerðarinn- ar ef bornar eru saman tölur um nemenda- og kennarafjölda áður en hún tók gildi og fjórum árum síðar. Skólaárið 1976—1977 nutu sam- tals 374 nemendur kennslu í sér- skólum og stofnunum á vegum ríkisins og annarra aðila. Kennar- ar miðað við heilar stöður, voru 67 talsins. Þetta skólaár voru sem sé 5—6 nemendur á bak við hverja kennarastöðu. Á skólaárinu 1980—1981 var fjöldi nemenda í sérskólum ríkis- ins samtals 358, eða 9 nemendum færra en fyrir fjórum árum. Hins vegar voru kennarar í vetur 117 talsins, miðað við heilar stöður. Þeim hafði sem sé fjölgað um 50, þrátt fyrir fækkun nemendanna. Það er 75% aukning, og var með- altal nemendafjölda á bak við hverja kennarastöðu 3 í vetur sem leið. Auk þessa voru í sérskólunum 50 aðstoðarmenn við kennsluna, ennfremur sérfræðingar i 7 heil- um stöðum, þ.e.a.s. sjúkraþjálfar- ar, læknar, félagsráðgjafar og sálfræðingar. Hér er einnig um verulega aukningu á mannafla að ræða. Varla þarf getum að því að leiða að þessi stórfellda aukning á starfsliði hefur haft mikil áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem sér- skólarnir láta nemendum sínum í té. Þetta var um þá sérkennslu sem fram fer utan almennu grunnskól- anna. Innan almennu grunnskól- anna er einnig á ferðinni talsverð kennsla fatlaðra. Sú stefna er ríkjandi hér á landi að kennsla fatlaðra nemenda skuli fara fram í almennum skólum sé þess nokk- ur kostur. Um þá stefnu, þ.e.a.s. blöndun fatlaðra nemenda í al- mennum skóla, vil ég segja þetta: Því aðeins hefur blöndun fatlaðra gildi að um sé að ræða raunveru- lega félagslega aðild hinna fötluðu að skólasamfélaginu. Þá er blönd- unin eftirsóknarverð og að henni ber að stefna, en geti ekki orðið um eðlileg félagsleg tengsl að „Því aðeins hefur blöndun fatlaðra gildi að um sé ad ræða raun- verulega félagslega að- ild hinna fötluðu að skólasamfélaginu. Þá er blöndunin eftirsóknar- verð og að henni ber að stefna, en geti ekki orð- ið um eðlileg félagsleg tengsl að ræða, svo og ef hætta er á að ein- staklingarnir njóti ekki nægilega sérhæfðrar kennslu í almennu skól- unum, þá hentar blönd- unin ekki og aðgreining í sérskóla er betri.“ ræða svo og ef hætta er á að ein- staklingarnir njóti ekki nægilega sérhæfðrar kennslu í almennu skólunum, þá hentar blöndunin ekki og aðgreining í sérskóla er betri. Eg minni á að aðgreining í sérskóla hefur það márkmið að hæfa nemendur til aðildar að sam- félaginu að skólanáminu loknu. Hitt er jafnnauðsynlegt að hafa í huga að misheppnuð skólavist fatlaðra nemenda í almennum skóla getur hindrað aðild þeirra að samfélaginu þegar skóla lýkur. í menntunarmálunum er aðeins það besta nógu gott fyrir fatlaða, og á því sviði sem öðrum er hið besta ekki alltaf hið almenna held- ur hið sérha'fða. keynslan sýnir að það fer mjög eftir eðli og stigi fötl- unarinnar hversu langt tekst að komast í átt til félagslegrar blönd- unar. Alls staðar virðist hafa gengið vel að blanda hreyfihöml- uðum nemendum. Tæknilega er gerlegt að yfirstíga örðugleika hinna hreyfihömluðu við að bera sig um eða leysa af hendi venjuleg skólastörf, annaðhvort með tækni- búnaði eða með hjálp aðstoðar- fólks. Það er jafnvel hægt að láta í té sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í venjulegum skóla. Hér er fyrst og fremst um að ræða skipulagsað- gerðir sem kosta fé. Ánnar er vandinn raunar ekki. Svipuðu máli gildir um blinda og sjón- skerta nemendur, ennfremur þá heyrnarskerta sem hafa nýtanleg- ar heyrnarleifar. Þar þurfa þó að koma til sérhæfð námsgögn og tæknibúnaður auk sérkennara. Allmikla sérstöðu hafa heyrn- arlausir nemendur sem lítt nýtist talmál til tjáskipta. Þeim gagnast hvorki námsvist né félagsskapur í almennum skóla þar sem talmálið er lykilatriði. Tilraunir til blönd- unar þeirra geta meira að segja einangrað þá frá eðlilegum félags- legum samskiptum sem þeir ættu ella kost á í heyrnleysingjaskóla. Hér kemur m.a. til táknmálið og þeir möguleikar sem það merki- lega tjáskiptakerfi býður upp á. Um alvarlega vangefna nem- endur er þá sögu að segja að til- raunir til að tryggja þeim félags- lega aðild að almennu skólasamfé- lagi hafa ekki tekist eins og vonir stóðu til. Þessu veldur eðli fötlun- arinnar. Þar er sem sé um að ræða almennt vanhæfi til náms og tjáskipta; þ.e.a.s. örðugleika við skynjun, úrvinnslu þess skynjaða, sundurgreiningu þess, flokkun vitneskjunnr, geymd hennar, táknun og tjáningu. Af þessu leið- ir svo mikla félagslega örðugleika að virk aðild að samfélaginu er afar torveld, svo ekki sé meira sagt. Það sem oft vill gleymast í um- ræðunni um blöndun vangefinna nemenda er það, að til þess að þeir geti tileinkað sér þá kunnáttu og færni, sem hæfileikar þeirra leyfa, og þeir þurfa svo mjög á að halda þegar út í lífið kemur að loknu skólanámi, verða þeir að vera í einhvers konar aðgreindum náms- aðstæðum í skóla. Ég fyrir mitt leyti styð eindreg- ið það sjónarmið sem Nils Sund- berg, einn af sérfræðingum Sam- einuðu þjóðanna um menntun- armál fatlaðra, setur fram með þessum orðum: „í skólamálum þörfnumst við bæði-og-afstöðu; einnig þegar um blöndun og aðgreiningu er að ræða. Mín trúarjátning er: blönd- un þar sem hún er möguleg og að- greining þar sem hún er naudsyn- leg, en aðeins þar sem hún er tví- mælalaust nauðsynleg. Einstrengingslegt kerfi getur hindrað góðan árangur." Þetta var nú eiginlega innskot um stefnuna í menntunarmálum fatlaðra að því er lýtur að blöndun — aðgreiningu. En við vorum að tala um sérkennslu fatlaðra innan almenna grunnskólans. Á skólaár- inu 1980—1981 voru 28 nemendur í deildum hreyfihamlaðra, mál- hamlaðra og blindra í tveimur al- mennum grunnskólum í Reykja- vík. Þar voru 9 heilar kennara- stöður og fimm aðstoðarmenn við kennsluna að auki. Þessar deildir eru algerlega kostaðar af ríkinu eins og sérskól- arnir. Munurinn er sá að þessir nemendur eiga kost á félagslegri aðild að venjulegu skólasamfélagi, þar sem fötlun þeirra er þess eðlis að slíkt er gerlegt. Séu taldir saman þeir nemendur sem njóta kennslu í sérskólum og sérdeildum á vegum ríkisins eru þeir samtals 386 eða rétt um 1% heildarnemendafjöldans í grunn- skólum á landinu. Af þessari tölu má ráða að all- margir fatlaðir nemendur eru inn- an hins almenna kerfis, og njóta þar sérkennslu að því marki sem hvert fræðsluumdæmi er fært um að veita, en það er ákaflega mis- munandi eftir aðstæðum. Svo dæmi sé tekið af Reykjavík þá eru þar u.þ.b. 90 nemendur í sérdeild- um eða 0,7% heildarnemenda- fjöldans og u.þ.b. 1500 sem njóta stuðningskennslu í ýmsu formi, eða 13% nemendafjöldans. Hér verð ég að fella talið um grunnskólastigid, skyldunámið. Frá þessu stigi hafa á síðustu árum þróast aðgerðir í báðar áttir ef svo má segja. Annars vegar niður á forskólastigið og hins vegar upp á starfsnámsstigið. Á síðustu áratugum hafa augu manna opnast fyrir nauðsyn þess að ná til fatlaðra barna eins snemma og unnt er með uppeldis- legar aðgerðir og þjálfun, en jafn- framt styðja foreldrana í mikil- vægu hlutverki þeirra með ýmsum ráðum. Hér á landi hefur þróunin á þessu sviði verið mjög ör, bæði í sérskólunum og á ýmsum með- ferðarstofnunum, ennfremur á al- mennu dagvistarstofnununum. Enn er þó þörf á átaki til þess að koma foreldraráðgjöfinni og með- ferðinni í viðunandi horf, einkum að því er varðar heildarstjórnun og hagkvæmt skipulag skráningar og greiningar. Enginn vafi leikur á því að einmitt á forskólastiginu er unnt að ná verulegum árangri með aðgerðum sem sumar hverjar kosta lítið fé en væru ómetanlegar fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild. Á starfsnámsstiginu hefureinn- ig orðið merkileg þróun á síðari árum, t.d. í Bjarkarási, á Sólborg á Akureyri, í starfsdeild Öskjuhlíð- arskólans og framhaldsdeild Heyrnleysingjaskólans. Náðst hafa góð tengsl við atvinnulífið og möguleikarnir til fjölbreyttari starfsmenntunar hafa aukist. Hins vegar eru á þessu sviði mörg óleyst vandamál sem ekki gefst tími til að tíunda hér, en mikil nauðsyn er á að finna skynsamleg- ar lausnir á. Á sviði fullorðins- fræðslunnar hafa ýmsir aðilar einnig verið að þreifa sig áfram, en á því sviði skortir skipulagn- ingu og fjármögnun. Endurmennt- un einstaklinga sem fatlast á full- orðinsaldri er einnig kapítuli sem ekki vinnst tími til að ræða að þessu sinni. Að lokum vil ég segja þetta: Þrátt fyrir margt jákvætt í þróun menntamála fatlaðra til þessa eig- um við enn langt í land með að koma upp skilvirku menntakerfi fyrir fatlaða á öllum aldri. Mín skoðun er sú að forgangs- verkefnið á þessu sviði sé áfram- haldandi uppbygging sérskólanna — ekki með það að markmiði að fjölga nemendum þeirra, þó það megi ekki gleymast að tilteknir fámennir hópar fatlaðra, t.d. ein- hverf börn, fá nú hvergi þá sér- kennslu og uppeldislegu umönnun sem þeir eiga rétt á. Nei, sérskól- ana þarf að gera að sérfræðilegum miðstöðvum, jafnframt því að vera meðferðarstofnanir, svo þeir verði þess umkomnir að vera fag- legur bakhjarl almennu dagvist- arstofnananna, grunnskólanna og framhaldsskólanna svo þessar al- mennu þjónustustofnanir geti veitt sem flestum fötluðum menntunartilboð við hæfi innan sinna vébanda. Því miður búa margir sérskólanna enn við alls- endis óviðunandi aðstæður varð- andi húsnæði, búnað og sérhæfða starfskrafta. Ég get ekki stillt mig um að nefna dæmi um það síðast- nefnda hér að lokum. Til þess að fást við erfiðasta vandann á sviði uppeldis og kennslu fatlaðra þarf meðal ann- arra háskólamenntaða sérfræð- inga í uppeldis- og sálarfræði sem bæði hafa staðgóða þekkingu á eðli afbrigðilegrar þróunar, kunna vel til greiningarstarfa og eru þjálfaðir í meðferð á tilteknum sviðum. Slíkir sérfræðingar eiga auðvit- að að vinna sjálfir með hina fötluðu nemendur á meðferðarstofnunum og í skólum. Þar eiga þeir ásamt öðru starfsliði: sérkennurum, kennurum, fóstrum, þroskaþjálf- um, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum o.s.frv. að vinna greiningarstörf, móta kennslu- og meðferðaráætl- anir og síðast en ekki síst taka virkan þátt í að framkvæma þær. Það hörmulega er að enginn sérskóli hefur heimild til að ráða slíkan starfskraft. Það sama gildir auðvitað um almenna skóla þar sem nemendum með sérþarfir er kennt. Svo hlálegt sem það er þá eiga slíkir langskólagengnir sérfræð- ingar greiðan aðgang að störfum við framhaldsskóla til að kenna unglingum ágrip af almennri sál- arfræði á sama tíma og stjórnvöld meina sérskólum og meðferðar- stofnunum að ráða þessa menn til starfa við krefjandi kennslu og meðferð þar sem ætla má að menntun þeirra nýtist. Slíkt sem þetta auðveldar okkur ekki að efla gæði starfsins í sérskólunum og meðferðarstofnununum. Ég beini því til baráttumanna fyrir jafnrétti fatlaðra til náms að láta m.a. þetta mál til sín taka á ári fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.