Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 55 Konunglegur þagn- armúr brotinn... + Hér á síðunni hefur fyrr verið greint frá hinni nýju ævisögu Mar grétar Bretaprinses.su, sem nýlega kom út í Englandi, og ber titilinn: „II.R.H. (Her Royal Highness) The Princess Margareth — A Life Unful- filled." l»ar greinir dálkahöfundur inn Nigel Dempster frá ýmsum leyndarmálum úr einkalífi Margrét- ar — og segir á fréttaskeytum að þessi nýja bók hafi brotið hinn kon- unglega þagnarmúr. Meðal annars er lýst haust- kvöldi einu á árinu 1974, þegar Margrét var miður sín fyir ein- hverjar sakir og gleypti „hvorki meira né minna en hálfa tylft" svefntafla fyrir svefninn. Næstu dægur bárust þær fregnir úr Buckingham-höll, að Margrét prinsessa lægi þjáð af slæmu kvefi og nokkrum konunglegum móttök- um hennar var frestað þess vegna. Það kemur líka berlega í ljós í þessari ævisögu hvílíkt eilífðar- vandamál hjúskapur og ást er hjá kóngafólki, sem öðru frægu fólki á þessari plánetu ... Margrét með Ijósmyndaranum og börnunum tveimur meðan allt lék í lyndi. Brady að koma til + Þessi mynd sýnir Ronald Reagan taka á móti James Brady, blaðafulltrúa forsetans sem eins og kunnugt er særðist alvar- lega í skotárásinni á forsetann fyrr á árinu. Brady mun þjást ævilangt af þeim sárum sem hann hlaut í morðtilræðinu, en hann mætti samt við vígslu nýs blaðamannaherbergis í Hvíta húsinu: — Enginn á betur heima hér, en James Brady, sagði Ronald Reagan ... fclk f frétfum + í frægri kvikmynd eftir frægri sögu leikur Nastassia Kinski aðalhlutverk. Það er í mynd Polanskis eftir sögu Hardys, Tess af Durbenville-ættinni, sem hann tileinkaði minningu konu sinnar, Sharon, sem Charles Manson og félagar myrtu á sínum tíma. Síð- an Nastassia var Tess hefur hún haft nóg að gera, bæði í kvikmyndaleik og fyrirsætu- störfum. Nýverið var hún mynduð í bak og fyrir, þar sem hún lék sér nakin að snáki, sem liðaðist um líkama hennar. Myndirnar voru teknar fyrir tímaritið Vogue, og sagði ljósmyndarinn, Richard Avedon: „Það var eins og Nastassia og snákurinn væru eitt.“ Nastassia, sem er aðeins tvítug að árum, sagðist hafa verið alveg ósmeyk meðan á myndatökunum stóð, og kannski vegna þess að snákurinn hafi verið taminn og gæludýr. „Hann hvæsti ekki,“ sagði hún, „né var kald- ur viðkomu, og hann lét alveg að stjórn. Hann varð hluti af sjálfri mér, strax og fyrsta myndin var tekin," bætti hún við. dýrustu trítlur + Stúlkan þessi heitir Catharine Bach og er 27 ára gömul. Hún hefur ný- lega látiö tryggja á ser trítl- urnar fyrir hvorki meira né minna en rúmar 20 milljón- ir dollara. Þaö mun vera um 163 milljónir íslenskar eftir gengisfellinguna (16 milljaröar gamlir). Sjón- varpsstöö nokkur sem Catherine vinnur hjá borg- ar iðgjaldið. Þetta eru því dýrustu fætur í heimi — en fyrra metið átti Betty Grable í seinna stríði, en tryggingarupphæöin fyrir hennar trítlur var ekki nema 1 milljón dollara . . . HUMAN LEAGUE Hljómsveitin Human League leikur danstónlist ní- unda áratugsins af tilfinningu og hugmyndaauögi. Þetta er fólk, sem kann aö smíöa grípandi lög, sem höföa til fótanna jafnt sem höfuðsins, eins og heyr- ist bezt á lögunum Love Action og Open Your Heart. Gríptu tækifæriö því platan Dare fæst nú í verzlunum okkar. Heildsöludreifing tMoorhf Símar 85742 og 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.