Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 39 um. Með því að nota fullkomnustu bortækni hefur þeim tekist að ná upp tæplega tveggja og hálfs kíló- metra löngum ístappa í Byrd- rannsóknastöðinni og segja má, að þessi ískjarni hafi verið brotinn til mergjar i orðsins fyllsta skilningi. Þegar ís myndast, lokast inni í honum örlítið loft og með því að mæla samsetningu þess í hverju einasta lagi í öllum ístappanum má rekja loftslagið aftur um ár- þúsundir. Óvæntar niðurstöður Margt hefur komið mönnum á óvart við þessar rannsóknir. I síð- asta mánuði skýrðu vísindamenn við Bernar-háskóla í Sviss, sem hafa tekið þátt í þessu starfi, frá því, að koltvísýringur í andrúms- loftinu hefði aukist mjög skyndi- lega við lok síðustu ísaldar, þegar aftur tók að hlýna um alla jörð. „Koltvísýringur hefur aukist stórkostlega fyrir 12.000 árum, úr 200 upp í 280 hlutar af milljón," segir Bernhard Staufer, einn svissnesku vísindamannanna. Það kann að vera tilviljun, og það kann líka að vera ástæða eða afleiðing ísaldarlokanna. Vegna þess, að koltvísýringur hefur gert ýmist að aukast eða minnka á síðustu ár- þúsundum eru menn ekki vissir um hvort aukinn koltvísýringur veldur hlýrra veðurfari eða er fylgifiskur þess. A fyrri tíma- skeiðum hefur hann komist upp í 400 hluta af millj. án þess að bræða ísinn á heimskautunum, nú er hann 338 og því er spáð, að hann komist í 600 hluta af milljón á næstu öld. Ætla mætti, að við þær aðstæð- ur væri ísnum veruleg hætta búin, en gegn því mæla ýmsar rann- sóknir á ískjarnanum. Með því að mæla stærð loftbólanna í ísnum geta vísindamenn sagt fyrir um hve þykkur ísskjöldurinn var á einhverjum tilteknum tíma í for- tíðinni. Því fleiri og því stærri sem loftbólurnar eru, því meiri hefur loftþrýstingurinn verið og ís- skjöldurinn af þeim sökum þunn- ur. Franskir jöklafræðingar hafa með þessari aðferð fundið út, að suðurheimskautsjökullinn hefur þykknað um 240 metra frá lokum síðustu ísaldar. „Við teljum," sagði einn þessara vísindamanna, „að fyrir áhrif koltvísýringsins aukist snjókoman eftir því sem hitastigið hækkar og þess vegna vex jökullinn en minnkar ekki.“ Hopar sudur- skautsjökullinn? Þó að suðurskautsjökullinn kunni að hafa vaxið á síðustu ár- hundruðum hafa vísindamenn miklar áhyggur af því, að sú þróun sé e.t.v. að snúast við. Ef ásýnd þurrlendisins á eftir að breytast verulega á næstu áratugum kemur það sér vel fyrir mennina að vita af því með nokkrum fyrirvara. Með þetta í huga hafa breskir vís- indamenn verið að vinna að rann- sóknum á Suðurskautsskaganum og eru niðurstöður þeirra rann- sókna vægast sagt dálítið ugg- vænlegar. Á síðustu 30 árum hefur hita- stigið um heim allan hækkað um tvö stig, „og við höfum sannanir fyrir því að ísinn er að hopa á Suðurskautsskaganum og að ís- hellurnar fara minnkandi," segir Swithinbank, einn bresku vísinda- mannanna. „Við höfum sjálfir get- að fylgst með þessari bráðnun og ég er þeirrar skoðunar, að hærra hitastig af völdum koltvísýrings í andrúmsloftinu muni þrengja æ meir að suðurskautsísnum." Því er enn ósvarað hvort hækk- andi hitastig veldur meiri snjó- komu á Suðurskautslandinu eða mun bræða hann þegar tímar líða fram. En sú spurning krefst svars. Menningarsamfélögin sáu fyrst dagsins ljós fyrir 8000 árum þegar hlýna tók um alla jörð og það væri ljóti grikkurinn ef náttúran tæki einnig upp á því að fyrirkoma þessu sköpunarverki sínu. Sv. Heimild: Newsweek. Bliss tákn fyrir talhamlaða Litið inn á námskeið í Norræna húsinu Hér má segja að „talað“ sé með tánum, þ.e. bent á ákveðið tákn þannig að sá sem „talað“ er við skilur hvað um er að vera. LjoHin. Mbl. Krimján í NORRÆNA húsinu var haldið óvenjulegt námskeið dagana 12.—16. október sl. Námskeiðið var haldið frá 9—5 frá mánudegi til (ostudags, og sóttu það rúmlega 40 manns alls staðar að af landinu, kennarar, sérkennarar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar, fóstrur og meðferð- arfulltrúar. Námskeið þetta er haldið með styrk frá Menntamála- ráðuneytinu og Kennaraháskóla íslands. Að auki greiða þátttak- endur námskeiðsgjald. Til aðstoð- ar á námskeiðinu er sænskur kennari Britt Carlsson. Við litum inn í Norræna húsið á fimmtudag, reyndum að leita okkur upplýsinga um námskeið- ið, en okkur var sagt að þarna væri verið að kenna nýtt tákn- mál sem notað hefur verið fyrir hreyfilamað fólk og andlega þroskahefta. Við hittum fyrir Ingibjörgu Símonardóttur, tal- kennara, og spurðum hana hvað þetta nýja táknmál væri og hver hefði fundið það upp. „Táknmál þetta er nefnt Bliss og er kennt við Charles Bliss, en hann var austurískur gyðingur sem fæddist 1897 rétt við rúm- önsku landamærin. Hann ólst upp í umhverfi þar sem mörg tungumál voru töluð, og sá að þetta leiddi til námsörðugleika og torveldaði mannleg sam- skipti. Bliss lærði síðan efna- verkfræði og kynntist þar al- þjóðlegum táknum. Formúlan H20 táknar t.d. um heim allan vatn, og skilgreinir um leið hvað vatn er. Bliss dvaldi síðan 6 ár í Shanghai og hreifst þar af kín- verskum rittáknum, en þótt mál- lýskur séu margar í Kína, geta allir skilið sama ritmálið. Þetta leiddi hug Bliss að því að reyna að koma fram með alþjóðlegt táknmál og vann hann að því á árunum 1942—49. Þetta táknmál hans náði þó ekki neinum vin- sældum því um svipað leyti kom Esperanto fram á sjónarsviðið og náði meiri útbreiðslu. Bliss gaf út bók eina stóra og mikla með öllum táknum sínum, og hvernig það er byggt upp og má segja að sú bók hafi rykfallið á bókasöfnum nokkuð lengi. 1971 tóku nokkrir sérkennarar í Tor- onto, Kanada, bókina fram úr bókaskáp bókasafnsins og veltu fyrir sér möguleikum á að nota ræma námið. Hér á landi nota nú um 15—20 manns Bliss-kerfið og er það aðallega hreyfilamað fólk sem ekki getur talað og and- lega þroskaheftir." Við lítum í kring um okkur í fundarsal Norræna hússins og búið er að skipta þáttakendum niður í litla hópa sem hver um sig notar ákveðin tákn til tjá- skipta innan hópsins. Sumir ein- staklingar geta t.d. ekki tjáð sig nema með einstökum hreyfing- um, á gólfinu í einum hópnum er spjald með táknum á og eru þátttakendur í þeim hóp að nota fæturnar til að segja frá ein- hverju, þ.e. benda með tánni á ákveðin tákn á spjaldinu og get- ur þá sá sem „talað" er við skilið hvað við er átt. I öðrum hópnum er unnið með stórt spjald, sem á eru skrifaðir tölustafir og er hver tölustafur tákn fyrir ákveðið orð eða setn- ingu. Sumir hreyfilamaðir geta ekki notað neitt nema augn- hreyfingar til að tjá sig og með því að horfa á ákveðinn tölustaf er hægt að skilja hvað viðkom- andi á við. Við hittum einnig fyrir Guð- rúnu Árnadóttur iðjuþjálfa og sagði hún að komið hefði í ljós, að margir þeir sem áður voru taldir vangefnir vegna tján- ingarörðugleika, hefðu nú sýnt að þeir væru búnir venjulegri greind og með þessu táknmáli kæmust þeir í sambandi við aðra sem þeir hafa ekki átt kost á áður. þetta táknmál fyrir fjölfötluð börn. Það reyndist árangursríkt og síðan hefur Bliss-kerfið verið tekið upp á fleiri stofnunum í Kanada, Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi og ýmsum Evrópulönd- um þ.á m. Englandi og Svíþjóð, og eru nú um 25—30.000 manns sem nota Bliss-kerfið í heimin- um.“ „Hvernig kom þetta kerfi hingað til lands og hve margir nota það í dag hér á landi?“ „Hér á landi hófst tilrauna- kennsla í athugunar og meðferð- ardeildinni að Kjarvalsstöðum haustið 1977 og var fyrsti nem- andinn 6 ára fjölfatlaður dreng- ur. Þetta tókst vel, en ýmis kennslugögn vantaði og höfðum við þá samband við Svíþjóð og haldið var námskeið í kennslu Bliss-táknmáls fyrir starfsfólk frá stofnunum afbrigðilegra barna og endurhæfingarstöðv- um. Eftir námskeiðið var stofn- uð íslensk Bliss-nefnd og eru í henni auk mín Sigrún G. Magn- úsdóttir, sérkennari, Guðrún Árnadóttir iðjuþjálfari og Sig- ríður Ólafsdóttir kennari. Nefndin hefur m.a. unnið að þýð- ingum og við að útbúa verkefni. Reynt er að samræma námsefni á öllum Norðurlöndunum og var stofnað norræn Bliss-nefnd 1978, sem í eiga sæti 2 fulltrúar hinna 5 Norðurlanda og hittist nefndin 1 til 2 sinnum á ári til að sam- Mánasilfur - þriðja bindi komið út ÚT KR komið hjá Iðunni þriðja bindi Mánasilfurs, en það er úrval úr íslenskum endurminningum og sjálfsævisögum sem Gils Guð- mundsson hefur tekið saman. í þessu bindi eru þættir eftir 31 höf- und. Klstir eru tveir höfundar, fædd- ir á seinni hluta sextándu aldar, ann- ar Jón Olafsson Indíafari sem talinn er höfundur fyrstu íslensku sjálfs- ævisögunnar. Yngsti höfundurinn, Jón Thor Haraldsson, er fæddur ár ið 1933, en átta aðrir höfundar voru á liTi þegar frá bókinni var gengið. Kinn þeirra hefur andast síðan, Þór leifur Bjarnason. Allt efnið er frum- samið á íslensku nema þáttur Onnu Borg. Um efni þessa bindis segir svo í kynningu forlagsins: „Hér stíga fram karlar og konur úr ýmsum stéttum, reyndir rithöfundar, menntamenn og forkólfar, en einnig alþýðufólk sem engu síður kann að segja frá. Og frásagnar- efnin eru margs konar: frá bernskudögum í sveit á öldinni sem leið til listsigra á erlendu leiksviði, — frá örlagastundum í IOUNN jviÁJS^s, SILFUR SAFN ENDURMINNINGA III CilS GUOMUNDSSON VALDI EFNIO þjóðarsögu til samvista við eftir- lætishestinn, — frá dvöl í belgísku klaustri til lestrarnáms á Hornströndum, — og er þá fátt eitt talið." Mánasilfur, þriðja bindi, er 284 blaðsíður. Oddi prentaði. Ljóð Einars Más gefin út í Danmörku VINDROSK-forlagid í Danmörku hefur gefið út bók sem hefur að geyma danska þýðingu Ijóða eftir Kinar Má Guðmundsson. Það er Krik Skyum-Nielsen sem hefur þýtt Ijóðin, en útgáfan er m.a. styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Bókin nefndist Frankensteins Kup og hef- ur að geyma þýdd Ijóð úr bókunum Sendisveinninn er einmana (1980), Kr nokkur í kórónafötum hér inni? (1980) og Róbinson Krúsó snýr aftur (1981). Frankensteins Kup er 80 bls. að stærð. Kinar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson er fæddur árið 1954 og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974. Einar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Dóra og Kári UT KR komin hjá Iðunni unglinga- sagan Dóra OG Kári eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þetta er önnur útgáfa sögunnar sem kom út fyrst árið 1947. Ragnheiður Gestsdóttir teikn- aði myndir í söguna. Dóra og Kári er þriðja sagan í bókaflokknum um Dóru sem nú er verið að gefa út í annað sinn. Hin- ar fyrri voru Dóra og Dóra í Alf- heimum. — Ragnheiður Jóns- dottir var meðal kunnustu barna- og unglingasagnahöfunda á sinni tíð og voru Dórubækurnar fyrsti bókaflokkur hennar handa ungl- ingum. — Sögurnar gerast í Reykjavík á stríðsárunum og rétt eftir stríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.