Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 Nngfréttir í stuttu máli — Ný þingmál — Mngfréttir í stuttu máli — Ný þingmál — I>ingfréttir í Allur sjúkra- húsarekstur inn á Qárlög? Tvö ný stjórnarfrumvörp voru lögð fram á dögunum. Hið fyrra felur í sér heimildir til að taka sjúkrahús (ótilgreind) út af daggjaldakerfi og færa inn í ramma fjárlaga, þ.e. að fjár mögnun rekstrar fari fram með beinum fjárlagafjárveiting- um. Ríkisspítalar voru teknir út af daggjaldakerfi frá og með árinu 1977. Öll önnur sjúkrahús eru í dag fjármögnuð með daggjöldum, sem ákveðin eru af sérstakri nefnd, daggjalda- nefnd, og greidd um sjúkrasamlög og Tryggingastofnun ríkis- ins. Ríkissjóður ber 85% daggjaldakostnaðar en sveitarsjóðir 15% og segir í athugasemdum með frumvarpinu, að hafa verði þá kostnaðarskiptingu í huga, ef frumvarpið verður samþykkt, þegar til framkvæmda kemur. Síðara frumvarpið fjallar um kostnað af tryggingaeftirliti (breyting á lögum nr. 50/1978 um vátryggingarstarfsemi). í 1. grein frumvarpsins segir: „Kostnaðinum skal jafna á vátrygg- ingarfélög þau, sem um ræðir í lögum þessum, í hlutfalli við iðgjöld þeirra næstliðið reikningsár. Gera má vátryggingarfé- lögum að greiða allt að 2,5 prómill af frumtryggingariðgjöld- um og endurtryggingargjöldum. Gjöldin skulu greidd árs- fjórðungslega. Valdatafl Sumir kalla stjórnmálin valdatafl, sem þá er að hluta til teflt í sölum Alþingis. í „kringlu“ þinghússins er og stundum brugdið upp venjulegu taflborði. Hér teflir Halldór Blöndal (fyrir Sjálfstæðisflokkinn) og Garðar Sigurðsson (fyrir Alþýðubandalagið). Nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, kannar vígstöðuna. Tillaga til breytinga á Efling almannavarna Friðrik Sophusson (S), Helgi Selj- an (Abl), Kiður Guðnason (A) og Guðmundur Bjarnason (F) hafa flutt tillögu til þingsályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera áætlun um efl- ingu almannavarna í landinu, m.a. með eftirfarandi markmið í huga: • 1. Almannavarnir ríkisins verði efldar og þeim tryggður nægur mannafli til að annast aðalverkefni í almannavörnum, þ.e. upplýsingastarfsemi, skipulagsmál, áhættumat, fræðslu- og þjálfunarmál og birgðahald. • 2. Þjálfaðir verði umsjónar- menn almannavarna í hverju kjördæmi landsins, er verði fulltrúar Almannavarna ríkis- ins í viðkomandi kjördæmi. • 3. Komið verði á fót birgða- stöðvum almannavarna í hverju kjördæmi landsins fyrir neyðarbirgðir á sviði slysa- hjálpar, vistunar heimilis- lausra, fjarskipta og neyðarlýs- ingar. • 4. Lokið verði við uppsetningu á viðvörunar- og fjarskipta- kerfi Almannavarna ríkisins. • 5. Með aðstoð ríkisfjölmiðl- anna verði skipulögð almenn- ingsfræðsla um varnir gegn náttúruhamförum og annarri vá. • 6. Starfs- og hjálparlið al- mannavarna verði þjálfað á kerfisbundinn hátt samkvæmt nánari áætlun þar um. • 7. Endurskoðuð verði lög um verkefna- og kostnaðarskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, vegna almannavarna." Verdur þing- sköpum breytt? Benedikt Gröndal (A) hefur flutt frumvarp til laga um breytingu á þingsköpum. Frumvarpið spannar þrjá þætti þingstarfa: umræður utan dagskrár, fyrirspurnir og til- lögur til þingsályktunar. Þessar breytingar felast í frumvarpinu: „1) Tillögum til þingsályktunar er skipt í tvo flokka eftir efni þeirra. Fjalli þær um stjórn- skipan, utanríkis- eða varn- armál eða staðfestingu fram- kvæmdaáætlana (t.d. vegáætl- unar) er gert ráð fyrir þingsköpum óbreyttri meðferð, tveim um- ræðum og nær ótakmörkuðum ræðutíma. Um allar aðrar til- lögur skal fara fram ein um- ræða. Flutningsmaður fái 10 mínútur til framsögu, en síðan verði tillögunni vísað til nefndar án frekari umræðu. Þegar nefnd hefur afgreitt málið fer fram umræða um það, og fá framsögumenn nefndar og flutningsmaður 10 mínútur, en síðan er ræðutími takmarkaður við 5 mínútur. Þingsályktunartillögur verði aðeins leyfðar í sameinuðu þingi. Sá heildartími, sem þær taka, mundi við þessa breyt- ingu styttast verulega. 2) Varðandi afgreiðslu fyrir- spurna verði sú breyting gerð, að einungis fyrirspyrjandi og ráðherra, sem svarar, taki til máls. Við þetta styttist sá tími, sem þarf til afgreiðslu á hverri fyrirspurn, og ættu þá aðrar fyrirspurnir að fá af- greiðslu mun fyrr. Óvíst er að tími til fyrirspurna í heild ^ styttist, en fleiri fyrirspurn- um yrði svarað. 3) Sett verði í fyrsta sinn ákvæði í þingsköp um umræður utan dagskrár, en þær hafa á síðari árum orðið veigamikill og nauðsynlegur þáttur þing- starfa. Gert er ráð fyrir, að slíkar umræður fari aðeins fram í sameinuðu þingi, enda ekki eðlilegt, að önnur deildin ræði ein „aðkallandi mál, sem ekki þola bið“. Settar eru Sjálfstæðisflokks: „Iðnþróun á grundvelli fríverzlunar og athafnafrelsins“ NÍTJÁN þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar um iðnaðarstefnu — og er Friðrik Sophusson fyrsti flutningsmaður. Tillagan er svohljóðandi: I. Markmið „Vegna líklegra breytinga í at- vinnulífi landsmanna á næstu ár- um og vaxandi hlutdeildar iðnaðar í atvinnuöryggi og lífskjörum þjóðarinnar ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir framkvæmd iðnaðarstefnu sem hafi eftirfarandi megin- markmið. 1. Að skapa iðnaðinum almenn skilyrði fyrir arðbæran rekstur fyrirtækja og að byggja iðnþróun á grundvelli fríverslunar og at- hafnafrelsis og örva til nýrra átaka á sviði nýjunga í fram- leiðslu. 2. Að örva framleiðni í íslensk- um iðnaði þannig að framleiðni- stig hans verði sambærilegt við það, sem gerist í helstu viðskipta- löndum, og skilyrði skapist fyrir bætt lífskjör. 3. Að stuðla að hagkvæmari fjárfestingu í iðnaði til þess að hann verði undirstaða bættra lífskjara og stuðli þannig að at- vinnuöryggi þeirra, er við hann starfa, og skapi jafnframt ný at- vinnutæki. 4. Að leggja sérstaka áherslu á að efla iðnað á þeim sviðum þar sem innlendir samkeppnisyfir- burðir geta nýst til arðbærrar framleiðslu á vörum og þjónustu jafnt fyrir heimamarkað sem til útflutnings. 5. Að nýta sem best þá mögu- leika til iðnaðarframleiðslu, sem felast í innlendum orkulindum, og efla innlenda aðila til forystu á því sviði. Orkufrekur iðnaður verði þáttur í eðlilegri iðnþróun í land- inu og leitað verði eftir samvinnu við erlenda aðila eftir því sem nauðsynlegt og hagkvæmt er á hverjum tíma. Jafnframt verði áhersla lögð á úrvinnsluiðnað í tengslum við þann orkufreka iðn- að og stóriðju sem fyrir er í land- inu og efnt verður til. 6. Að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnu- stöðum í samstarfi og samráði við samtök launþega og atvinnurek- enda í iðnaði. Ennfremur að koma í veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landsins og umhverfi. II. Leiðir Ofangreindum markmiðum verði náð m.a. með eftirfarandi leiðum: 1. Bætt verði aðstaða til iðn- rekstrar með því að búa iðnaði sömu starfsskilyrði og öðrum höf- uðatvinnuvegum. I því skyni verði m.a. tekinn upp virðisaukaskattur, álagning aðstöðugjalds og iauna- skatts samræmd milli atvinnu- vega og endurkaupakerfi rekstr- arlána verði látið ná að fullu til iðnaðar. 2. Við gengisákvarðanir verði tekið tillit til samkeppnisaðstöðu iðnaðarins jafnt á heimamarkaði sem erlendis. 3. Lánasjóðir iðnaðarins verði efldir með því að rýmka verulega heimildir til lántöku. Þeim verði þannig gert kleift að takast á við stærri verkefni og að auka veru- lega þátttöku sína í fjármögnun á umbótum og nýsköpun í iðnaði. Arðsemi fjárfestinga sé ráðandi við veitingu fjárfestingarlána. 4. Fjármagn til rannsókna- og þróunarstarfsemi verði aukið og fyrirtæki örvuð til aðgerða í þeim efnum. 5. Starfsemi þjónustustofnana iðnaðarins verði efld og löguð að breyttum þörfum hans. Áhersla verði lögð á fræðsluhlutverk stofnananna, möguleika þeirra til framleiðniaukandi aðgerða, ný- sköpunar í iðnaði og útflutningi iðnaðarvara. Áhrif samtaka iðn- fyrirtækja á stjórnun stofnana verði aukin. 6. Ríkisvaldið stuðli að upp- byggingu fjármagnsfreks nýiðn- aðar, m.a. orkufreks iðnaðar er hagnýti innlenda orku og hráefni. Slíkur iðnaður taki mið af æski- legri atvinnu- og byggðaþróun og umhverfisvernd. Hugsanlegir samningar við erlenda aðila um eignaraðild að stóriðjufyrirtækj- um geri ráð fyrir þeim möguleika, að íslenskur almenningur eignist fyrirtækin á ákveðnum tíma og að þau lúti íslenskum lögum. 7. Nýting orkulinda og verð- lagning orku miði að því að skapa innlendum iönaði vaxtarmögu- leika og bætta samkeppnisað- stöðu. 8. Stjórn á iðnrekstri ríkisins verði samræmd og gerð mark- vissari með tilliti til iðnþróunar. Þannig verði skipulagslegt for- ræði slíks iðnaðar í höndum aðila er hafi fjárhagslegt bolmagn til að undirbúa og standa fyrir arðvæn- legum nýiðnaðarverkefnum. Al- menningi verði gefinn kostur á að gerast beinn eignaraðili að iðnfyr- irtækjum sem nú eru í eigu ríkis- ins. 9. Stuðlað verði að iðnþróun í landshlutum, m.a. með starfsemi iðnþróunarfulltrúa á vegum sam- taka sveitarfélaga. 10. Iðngarðar verði byggðir með lánafyrirgreiðslu til sveitarfélaga eða samtaka í iðnaði. 11. Utflutningsviðleitni fyrir- tækja verði örvuð, m.a. með skattalegum aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.