Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 63 „Pönnu- kakan“ Ævintýri eftir Moe og Asbjörnsen IÐUNN hefur gefið út norska ævintýrið „Fönnukökuna“, úr safni þeirra P. Chr. Asbjörnsen og Jörgen Moe. Teikningar með ævintýrinu hefur gert danski teiknarinn Svend Otto S. í fyrra gaf Ið- unn út bókina „Fimm Grimmsævintýri" með teikn- ingum hans. - Þorsteinn frá Hamri þýddi „Pönnukökuna“ eins og Grimmsævintýrin í fyrra. „Pönnukakan" er gaman- samt ævintýri um pönnuköku sem kona bakar handa sjö svöngum börnum sínum, en hún stekkur ofan af pönnunni og „valt eins og hjól út um dyrnar og þaðan út á þjóðveg- inn“. Lendir hún síðan í ýms- um ævintýrum. Bókin er gefin út í samvinnu við Gyldendal í Danmörku og prentuð þar í landi, en sett í Odda. A*bj«*msen og Moc Pönnukakan Tcikningar effir Svend Otto S. t'orsicinn fni fiamri IslcttskaAi láta reisa þar margra hæða stein- bákn, til þess eins að loka fyrir útsýni almennings í landinu? Vill ekki Jóhannes heldur snúa við og hjálpa okkur til að koma í veg fyrir þessi helgispjöll? Islendingar verum minnugir þess, að Seðlabankinn, sem reynd- ar ætti að heita og vera Þjóðbanki íslands, undir beinni stjórn Al- þingis og ríkisstjórnar, þarf nauð- synlega fyrir fólkið í landinu, að reisa hús sín á öðrum heppilegri stað en þessum helga reit. Seðlabankinn á kost á mörgum sinnum heppilegri og betri stað fyrir byggingar sínar miðsvæðis í borginni eða austar, þannig aö hann geti gengt hlutverki sínu eft- irleiðis með meiri sóma en verið hefur. Seðlabankanum eru allir vegir færir, hann á kost á að kaupa lóðir og hús miðsvæðis í bænum til dæmis gagnvart hagræðingu, svæðið milli Barónsstígs og Vita- stígs, Laugavegs og Hverfisgötu, þann ferkant, á því svæði getur hann byggt mörg sambyggð stór- hýsi. Því neðan við Hverfisgötuna andspænis, allt frá Vitatorgi í sömu breidd og það er má rýma til fyrir bifreiðastæðum alla leiðina inn að Barónsstíg, á þessu svæði eru bara gamlir kumbaldar, sem best fer á að rífa, því eðlilegt er að lengja Lindargötuna alla leið inn að Barónsstíg. í þessum læsta fer- kanti ofan við Hverfisgötu milli Vitastígs—Barónstígs og Lauga- vegs, þyrfti sem fyrst að reisa myntsláttu-, seðla-, verðbréfa- og frímerkjaprentsmiðju. Þannig að þjóðin gæti flutt þennan síðasta þátt fullkomins sjálfstæðis síns inn í landið, þá yrði hún fær um að framleiða sjálf verðbréf sín og slegna mynt, eins og aðrar sjálfstæðar menningar- þjóðir gera, og þannig getur hún komist á hærra stig og þurrkað að ■ Úr nýbyggingu bakarísins. Við borðið standa Gunnar Hjaltason, kaup- maður, og Jón Reynisson, bakarameistari. Reyðarfjörður: 200 manna veizla í stækkuðu bakaríi Keydarfirði 10. nóvember. FYRIR tveimur árum breytti Gunnar Hjaltason kaupmaður gömlu húsi, sem er 80 fermetrar að stærð í bakarí. Fyrsta bakaríið, sem hefur verið starfandi hér. Réði hann bakarameistara frá Akureyri, Jónas Reynisson, sem er alveg frábær bakari, enda hafa brauð frá Gunnarsbakaríi selst hér um allt Austurland, og líkað mjög vel. Þar sem mikil eftirspurn var af brauðum og mikil vinna hjá fyrirtækinu, var alltof þröng og lítil vinnuaðstaða í húsinu og eftir verslunarmannahelgina í sumar hóf Gunnar viðbyggingu við gamla bakaríið. Reist var 132 fermetra stálgrindarhús og fékk Gunnar til þess með sér harð- duglegan smið, Jörgen Hrafn- kelsson, og luku þeir við húsið á þrem mánuðum. Sunnudaginn 8. nóvember buðu hjónin Halla og Gunnar öllum Reyðfirðingum til kaffi- drykkju í nýja bakaríið. Þar var á boðstól þriggja fermetra stór rjómaterta, kaffi og gosdrykkir. Má með sanni segja, að þetta var stórviðburður hér í plássinu okkar og þáðu 200 manns veit- ingar og skoðuðu húsakynni. 10 manns starfa í bakaríinu, en nú eftir viðbyggingu hússins munu fleiri verða við vinnu þar. Þökk- um við Reyðfirðingahjónum höfðingjalegt hoð og ógleyman- legan dag. Gréta Nýjar bækur frá Iðunni IDUNN hefur sent frá sér nokkrar nýjar bækur og má nefna þar fyrsta nýja bók eftir Sigrúnu FJdjárn sem hún nefnir „Kins og í sögu“, og sem- ur Sigrún bæði söguna og teiknar myndirnar. Bókin fjallar um krakk- ana Eyvind og Höllu sem sagt var frá í fyrri bók Sigrúnar, Allt í plati, sem út kom í fyrra. Þá komast þau í kast við Loft lyftuvörð og vin hans sem er dreki. Eins og í sögu er 34 blaðsíður og mynd á hverri síðu. l’rentrún prentaði. Þá hefur Iðunn einnig gefið út fjórar litlar myndlistarbækur um jafnmarga höfuðsnillinga heims- listarinnar Leonardo, Rembrandt, Goya og Van Gogh Bækur þessar eru ítalskar að uppruna, hönnuður þeirra nefnist Bruno Nardini, og voru þær prentaðar í Flórens í samvinnu við ítalskt útgáfufyrir- tæki. Aðalsteinn Ingólfsson og Sonja Diego þýddu og endursögðu texta bókanna, nema hvað Aðalsteinn frumsamdi formála að bókinni um Leonardo. Bækurnar eru í flokki sem einu nafni kallast Djásn. Þær eru fáanlegar í rauðri öskju allar saman og einnig hver um sig. Hver bók er 156 blaðsíður að stærð. Oddi setti textann. Iðunn heldur einnig áfram að gefa út í nýrri útgáfu hinar svonefndu Ævintýrabækur Enid Blyton. Sögur þessar, sem eru átta talsins, komu út á sjötta áratugn- um og urðu þá afar vinsælt lestr- arefni hjá börnum og unglingum. Hafa þær verið ófáanlegar um langt skeið. — Nú koma á ný fimmta og sjötta bókin, Ævin- týrafjallið og Ævintýrasirkusinn. Myndir í bækurnar teiknaði Stuart Tresilian. Aðalpersónur Ævintýrabókanna eru krakkarnir fjórir, Finnur, Dísa, Jonni og Anna og páfagaukurinn Kíkí. Lenda þau í margs konar háska og svaðilförum, og kemur þá vinur þeirra, leynilögreglumaðurinn Villi, jafnan við sögu. — Sigríður Thorlacius þýddi Ævintýrabæk- urnar. Ævintýrafjallið og Ævin- týrasirkusinn eru liðlega 200 blað- síður hvor um sig. Prisma prent- aði. (Fréltatilkynning) nokkru burt myrkur liðinna alda, og séð sjálf, að veruleiki sjálfstæð- is er samsettur úr mörgum hlut- um, sem tengdir eru hver öðrum og mynda þannig eina heild, sem er mikilvæg fyrir samfélagið. Það er ekki skammlaust, að pen- ingaútgáfan, framleiðsla gjald- miðla fyrir íslenzka ríkið á þessari öld tækninnar, skuli enn að mestu vera í höndum útlendinga. Ég held að við hljtum öll að geta verið sammála um, að nauðsynlegt sé að flytja þennan undirstöðuþátt sjálfstæðis, sem fyrst inn í landið, þó ekki væri til annars, en að tryggja fullt öryggi og eftirlit í gjaldmiðilsútgáfu þjóðarinnar. Reykvíkingar og aðrir landsmenn, sameinist um að koma í veg fyrir svartnættisbyggingu Seðlabank- ans á Arnarhóli og þau helgispjöll sem henni fylgja. Komum öll í veg fyrir óvættina á glugganum, loppu þeirra sér- h.vggjumanna, sem vilja útiloka almenning, til þess að skapa sjálf- um sér einkaleyfi á útsýninu af Arnarhóli. Einhver kann kannski að segja, einhverstaðar verði vondir að vera með svartnætti sitt. En svar landsmanna verður: Það má ekki henda fjallkonuna, að svartnættismenn hreiðri um sig á fótstalli fæðingar hinnar íslenzku þjóðar, óvættin má ekki fá sér sæti á sjálfu háaltari hinnar ís- lenzku menningar. Ef valdamenn bregðast í þessu máli, er eina vonin að skólaæskan taki það að sér, og komi í veg fyrir að musteri hins illa anda rísi á Arnarhóli. Því það er óskráður réttur ís- lenzku þjóðarinnar sjálfrar og hennar einnar, að taka ákvarðanir um nýtingu helgistaða þjóðarinn- ar í þágu almennings. Sigurjón Sigurðsson, 7970—3079. Tvær nýjar bækur Kenn- araháskólans ogIðunnar ÚT ERU komnar (vær nýjar bækur í flokki Smárita Kennaraháskóla ís- lands og Iðunnar, 7. og 8. ritið í þeim flokki. Ritin eru „Breytingar á fram- burði og stafsetningu“ eftir Björn Guðfinnsson, önnur útgáfa, og „Úr sögu kennaramenntunar á Is- landi“ eftir Lýð Björnsson sagn- fræðing. lii Jens Munk eftir Thorkild Hansen f BOK Thorkild Hansens, „Jens Munk“, er komin út í íslenskri þýð- ingu. I fréttatilkynningu frá útgefanda, sem er Bókaútgáfa Menningarsjóðs, segir m.a.: „Bók þessi er heimildasaga um sæfarann og könnuðinn Jens Munk (1579—1628) og byggist á dagbókarbrotum úr örlagaríkri háskaför í norðurveg, en Thorkild Hansen eykur við staðreyndatalið upplýsingum um ævi og tíma hins dáðrakka og víðförla en ósigur- sæla manns eftir ýmsum öðrum heimildum, m.a. Reisubók Jóns Olafssonar Indíafara, og spinnur söguna af þeim toga. Jens Munk lagði upp frá Kaupmannahöfn 1619 í leiðangur 65 manna á íslenskri tveimur skipum og ætlaði að brjótast útnorðurleiðina norður fyrir Ameríku í þeirri von að finna nýja og styttri siglingaleið til Kína. Hafði leiðangurinn vetur- setu við Hudson-flóa í Kanada og hrundi niður úr skyrbjúg og harð- rétti. Komst Jens Munk þó sumar- ið eftir austur til Noregs á öðru skipinu við þriðja mann að öllum hinum félögum sínum dauðum en féll í ónáð hjá Kristjáni konungi IV. eftir ófarir sínar. Dó hann átta árum síðar vonsvikinn öreigi. Thorkild Hansen er í hópi viður- kenndustu og víðlesnustu samtíð- arhöfunda Dana, fæddur 1927. Hann stjórnaði rannsóknarleið- angri til Hudson-flóa 1964 ásamt þýðingu starfsbróður sínum Peter Seeberg. Fundu þeir Munkshöfn, vetursetu- stað Jens Munk frá 1620, og hófst Thorkild Hansen þá handa að vinna úr efniviði bókarinnar sem kom út árið eftir og hefur verið þýdd á margar tungur. Thorkild Hansen fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1971. Þýðingin á Jens Munk er eftir Magnús heitinn Kjartansson rit- stjóra, alþingismann og ráðherra. Lauk hann henni skömmu fyrir andlát sitt, og mun hún síðasta ritverk frá hans hendi. Jens Munk er 391 bls. að stærð, og prýða bók- ina margar ágætar og sjaldgæfar nyndir. Hún er sett, prentuð og bnndin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.