Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
Texti: Hallur Hallsson
Kinlandia-byggingin í Helsingfors,
en þar fór ráðstefnan fram. í baksýn
má greina þinghúsið.
urlandabúa innan Norðurlanda.
Kunnir athafnamenn fluttu er-
indi. Þeirra á meðal Anders Wall,
stjórnarformaður Volvo-Beijer og
Jan Carlzon, forstjóri SAS, sem
flutti erindi um, hvernig þróa
megi markaðinn og auka ferðalög
innan Norðurlanda. Jan Carlzon
er kunnur í Svíþjóð fyrir störf sín
á þessu sviði. Þegar hann stjórn-
aði Linjeflyg í Svíþjóð, jók félagið
farþegaflutninga í innanlands-
flugi um 44% og ágóðann um 25%.
SAS fékk augastað á þessum at-
hafnamanni og réð hann sem for-
stjóra markaðsmála.
Anders Wall, forstjóri Volvo-
Beijer, flutti erindi og ræddi um
þátt ferðamála frá sjónarhóli
efnahagslífsins og mikilvægi
ferðamannaþjónustunnar. I máli
hans kom fram, að sænskir ferða-
menn eyða um 8 milljörðum
sænskra króna erlendis á sama
tíma og tekjur af erlendum ferða-
mönnum í Svíþjóð nema um 3
milljörðum; „hallinn" nemur því
Norræna ferðamálaárið 1982
ÍBÚAR Norðurlanda hafa um langt
árabil ferðast til sólarstranda S-Evr
ópu í suurlanda. íbúar norðursins
hafa leitað til hlýrri staða til að njóta
sóiar. Þó vissulega hafi margir ferð-
ast innan Norðurlanda, þá hafa þeir
verið tiltölulega fáir; straumurinn
hefur legið til suðurs. Norrænir
ferðamenn voru þrátt fyrir þetta fjöl-
mennasti hópur erlendra ferða-
manna á síðastliðnu ári á fslandi,
eða rétt tæp 30% af heildarfjölda
ferðamanna hingað til lands, en það
er hins vegar íhugunarefni, að þeim
fækkaði frá árinu áður. Hingað
komu árið 1980 rétt tæplega 20 þús-
und ferðamenn frá Norðurlöndum,
en áreiðanlega má gera miklu betur
og víst er, að Norðurlandabúar hafa
áhuga á að ferðast innan Norður
landa, og þá er ísland meðtalið.
í því skyni að auka áhuga íbúa
Norðurlanda á að ferðast innan
þeirra, hafa norræn ferðamálayf-
irvöld ákveðið að gera stórátak og
næsta ár verður helgað ferðalög-
um innan Norðurlanda undir kjör-
orðinu „Ferðist um Norðurlönd",
og árið 1982 verður helgað nor-
rænum ferðamálum. Teikn eru á
lofti um, að hugsanlega séu að
eiga sér stað breytingar á ferða-
venjum Norðurlandabúa. Þar eiga
stóran þátt kostnaðarhækkanir í
sólarlöndum, ekki síst Spáni og
eins auðvitað, aukinn áhugi íbúa
Norðurlanda á að ferðast innan
Norðurlanda.
Norræni ferðamarkaðurinn
í september síðastliðnum var
haldin ráðstefna í Finnlandia-
húsinu í Helsingfors í Finnlandi
og nefndist hún „Internordisk
Resemarknad" eða „norræni
ferðamarkaðurinn". Þar var leit-
ast til að svara spurningunni:
hvernig má auka ferðalög Norður-
landabúa innan Norðurlanda?
Ráðstefnuna sóttu tæplega 600
manns, framámenn ferðamála-
stofnana Norðurlanda og fulltrúar
ferðaþjónustunnar. Norræni
ferðamarkaðurinn var sameigin-
legt verkefni ferðamálaráða Norð-
urlandanna fimm og naut stuðn-
ings Norðurlandaráðs og ráð-
herranefndarinnar, en ferðamála-
stofnun Finnlands annaðist undir-
búning ráðstefnunnar.
Ráðstefnan var tvíþætt. Annars
vegar ráðstefnudagur, þar sem
reynt var að leita svara við því,
hvernig auka megi ferðalög Norð-
um 5 milljörðum sænskra króna.
Svipað er ástatt í Noregi. „Hall-
inn“ í ferðamannaþjónustunni þar
nemur um 4 milljörðum norskra
króna en í Danmörku er „hallinn"
um 1,3 milljarðar danskra króna.
Finnar eru eina Norðurlandaþjóð-
in, sem hefur meiri tekjur af
ferðamönnum, en eyðir sjálf er-
lendis.
Anders Wall minntist að vísu
ekki á ísland, en við eyddum
meiru erlendis en erlendir ferða-
menn hér á landi. Tekjur af ferða-
mönnum námu á síðasta ári lið-
lega 23 milljörðum gkróna í bein-
Steftia ber að aukn-
ingu ferðamanna
frá Norðurlöndum
„HINGAD á norræna ferðamarkað-
inn, lnternordi.sk Resemarknad,
eru mættir um 560 fulltrúar frá
Norðurlöndum, til að hlusta á erindi
um ferðamál, bjóða fram vöru sína,
sjá hvað aðrir bjóða, um flutning á
fólki, gistingu, almennt allt, sem við-
kemur ferðamálum. Káðstefnan
skiptist í tvennt. Annars vegar er
þetta sölusýning og hins vegar um
hvernig auka megi ferðamanna-
straum innan Norðurlanda," sagði
Ludvig Hjálmtýsson, ferðamála-
stjóri, í samtali við blaðamann á
lnternordi.sk resemarknad í Finn-
landi.
„Hingað eru mættir fulltrúar
frá ferðaskrifstofum, flugfélögum,
járnbrautum, hótelum, öilum
greinum ferðamannaþjónustunn-
ar. Frá íslandi eru mættir full-
trúar Flugleiða og Arnarflugs, Úr-
vals, Útsýnar, Samvinnuferða-
Landsýnar, Ferðaskrifstofu stúd-
enta, Úlfari Jacobsen, Guðmundi
Jónassyni og frá Hótel Loftleið-
um. Þá erum við þrjú frá Ferða-
málaráði. Ferðamálaráð hafði for-
ustu og sá um undirbúning ráð-
stefnunnar heima. Þá var þeim
boðið, sem ekki sáu sér fært að
senda fulltrúa hingað til Finn-
lands, að senda sín kynningarrit
og hæklinga um ferðir og starf-
semi.
Upphaf að merku átaki
Þessi ferðamarkaður er upphaf
að merkilegu átaki, sem er undir-
búningur norræna ferðamálaárs-
ins 1982. Hugmyndin um norrænt
ferðamálaár er Bertil Harrysons,
ferðamálastjóra Svíþjóðar. Hann
kom hugmyndinni á framfæri í
Nordisk Touristrád. Það er að
löndin kynni sig hvert öðru sem
ferðamannalönd; að gert verði
sameiginlegt átak allra Norður-
landanna til að fá Norðurlanda-
búa til að ferðast innan Norður-
landa. Það hefur því miður verið
allt of sjaldgæft að Norðurlanda-
búar ferðist innan Norðurlanda.
Þeir hafa fremur leitað til suð-
rænna sólarstranda.
I því augnamiði að fá Norður-
landabúa til að ferðast innan
Norðurlanda, verða gefnir út
bæklingar, auglýsingar í stórblöð-
um undir fyrirsögninni Res i
Norden. Þá munum við reyna að
virkja norrænu félögin, sem eru
mjög öflug. Að þau sjái um kynn-
ingu, skipuleggi ferðir og svo
framvegis. Þá er hugsanlegt að
kynning geti farið fram í skólum,
fjölmiðlum og svo framvegis.
Möguleikarnir eru miklir. Af ís-
lands hálfu er verið að vinna að
skipulagningu norræna ferða-
málaársins og enn er of snemmt
að segja frá einstökum þáttum.
Hitt er ljóst, að þátttaka okkar
verður minni en æskilegt telst, og
þá vegna þess hve krepptir við er-
um með fé. Ahugi er fyrir hendi
hjá Ferðamálaráði íslands að gera
eins vel og kostur er og einnig hjá
stjórnvöldum. Þessi mál eru eink-
um í höndum markaðsstjóra
okkar, Birgis Þorgilssonar.
Þetta er önnur ráðstefnan um
ferðamál innan Norðurlanda, sem
haldin hefur verið. Hin fyrri var
haldin fyrir þremur árum í Kaup-
mannahöfn og var kölluð Scand-
inavian Resemarknad. Nú er
ráðstefnan kölluð Nordisk Rese-
marknad. Birgir Þorgilsson flutti
tillögu heima um að fella niður
nafnið Scandinavian og hana
endurflutti ég í Norræna ferða-
málaráðinu. Þar var tillaga okkar
samþykkt.
Höfum lagt of lítið
upp úr ferðamönnum
frá Norðurlöndum
Það er staðreynd, að við höfum
lagt of lítið upp úr markaði á
Norðurlöndum. A þessu svæði búa
um 20 milljónir manna og ekki má
gleyma því að Norðurlandabúar
eru fjölmennasti hópur ferða-
manna, sem hingað til lands kem-
ur. Vegna sameiginlegrar arfleifð-
ar, menningar, löggjafar á ýmsum
sviðum, samvinnu Norðurlanda,
þá eigum við meiri samleið með
Norðurlöndum en öðrum þjóðum,
því skulum við ekki gleyma.
Sumir halda að á norrænum
þingum séu menn bara að hittast
til að halda fallegar ræður, éta og
drekka brennivín. Þetta er mikill
misskilningur og lýsir vanþekk-
ingu á norrænni samvinnu.
Samvinna á sviði ferðamála er
ein grein á meiði norrænnar sam-
vinnu. Samvinna um ferðamál
hefur verið milli Norðurlanda síð-
an 1923. Þá hófst samvinna ferða-
málayfirvalda fjögurra þjóða,
Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og
Finnlands.
ísland kom ekki af krafti inn í
norræna samvinnu um ferðamál
fyrr en með stofnun Norðurlanda-
ráðs fyrir tæpum aldarfjórðungi.
Þá tókum við þátt í starfsemi
stofnunar, sem kölluð var Nordisk
Tourist Traffik Kommitee, NTTK.
Þessu heiti var breytt í fyrra í
Nordisk Touristrád, Norræna
ferðamálaráðið.
Norræna ferðamálaráðið er
talsvert stór stofnun en í sjálfu
ráðinu sitja ferðamálastjórar
Norðurlandanna. Eitt landanna
hefur aðalritara þrjú ár í senn og
stjórnar fundum. Það er talsverð
starfsemi og fjárfrek og Island
hefur því miður ekki haft ráð á að
eiga aðalritara. En þessi stofnun
+ Rætt við Ludvig
Hjálmtýsson,
ferðamálastjóra
vinnur mikilsvert starf og ferða-
málastjórar Norðurlanda hittast
nokkrum sinnum árlega til að
ræða ferðamál á breiðum grund-
velli, í Evrópu og Bandaríkjunum.
Norræna ferðamálaráðið rekur
skrifstofu í Bandaríkjunum og
heitir hún Scandinavian Tourist
Office. Á vegum íslands starfar
Unnur Kendall. ísland greiðir 1%
af rekstrarkostnaði en 5% af
kostnaði af kynningarbæklingum
um Norðurlönd. Þar er íslands
getið að jöfnu á við önnur Norður-
lönd. Þetta er upplýsingaskrif-