Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 Árni Garðar opnar gallerý Á notalegum stað á Seltjarnar- nesi hcfur Árni Garðar Kristinsson húiA um sig með konu sinni og málar hverja myndina á fætur ann- arri. Ilann vill kalla sig sjálfan frí- stundamálara. — I>ad er enginn alvoru listamadur, segir hann, nema hann hafi gefið sig óskiptur list sinni árum saman og helst fengið vióurkenningu. Og þad er erfitt; það geta engir aukvisar. Ég er svo sem enginn fúskari; ég hef gengió í skóla hér heima og feróast víóa um lönd og skoóaó söfn, sótt fyrirlestra og átt samræður við fróóa menn. Samt finnst mér ég hafi ekki efni á því aó kalla mig listamann. Listin er heldur ekki skólaganga eða feróalög, hcldur vinna og aftur vinna. Frístunda- málari er líka ágætt nafn, þaó þarf enginn aó skammast sín fyrir jiaó aó vera frístundamálari, segir Árni 'Garóar og hlær. Árni lofaði mér að koma til sín og skoða kjallarann hjá sér. Þar málar hann og nú hefur hann búið þar til lítið einkagall- erý undir myndir sínar. — Mig hefur lengi langað til þess, segir Árni, að setja hér upp iítið gall- erý, sem hæfir mér og minni list, og nú hefur semsé orðið af því. Það komast einar 30 myndir hér fyrir með góðu móti, og það er yfrið nóg fyrir fólk að melta á einni kvöldstund. Með þessum kjallara mínum get ég leyft fólki að koma til mín eftir klukkan fimm á daginn að fylgjast með því sem ég er að gera, hafi ein- hver áhuga á því. Eg á orðið myndir í heila sýningu, en það eru fáir sem vita af mér, og vilji maður mála, þá verður maður að selja. Það er óhjákvæmilegt, eins og dýrtíðin er orðin. Hugsaðu þér að 10 metrar af lérefti kosta kannski tvöhundruð þúsund gamlar krónur og allt eftir þessu. Já, maður minn, það þýðir ekki annað en barma sér, eins og allir aðrir. En ég vil semsé koma myndum mínum á framfæri og það er lítil aðstaða til slíks í Reykjavík — maður treður nú ekki prófessíonalmönnum um tær í þessum bransa. — Þú lærðir í gamla daga, var það ekki, Árni? — Jú, ég lærði í gamla daga og vona að ég sé enn að læra. En það var árið 1945 sem ég var ráð- inn auglýsingastjóri að Morgun- biaðinu á góðum launum. Þá var nú líf í tuskunum á Mbl. og allir unnu þar baki brotnu og mis- kunnarlaust. Það var erfitt starf sem ég tók að mér, þó ég segi sjálfur frá. Þá voru fáir menn í iandinu, en góðir, sem fengust við auglýsingateikningu, og jafn- hliða því að safna auglýsingum í harðri samkeppni, varð ég um tíma að teikna flestar auglýs- ingarnar í biaðið sjálfur. Og þá var nú engin nútímatækni. Vinn- unni lauk jafnan ekki i þá daga fyrr en Iangt var liðið á nóttu, og ég snerti varla á pensli í þrjátíu ár. Mig langaði samt alltaf innst inni; ég losnaði aldrei undan draumnum. Það hefur verið 1971, held ég, sem við Ragnheiður flytjum í þetta hús hér á Nesinu. Ragn- heiður fann þá gamla mynd eftir mig og hvatti mig til að byrja aftur að mála. Og fyrst ég hafði möguleika til þess, gerði ég þennan þrjátíu ára draum að veruleika. Nú eru börnin flogin úr hreiðrinu og ég notaði tæki- færið og iagði undir mig kjallar- ann að mestu, en konan heldur dauðahaldi í þvottaherbergið. Við stofnuðum með okkur klúbb hér á Nesinu, nokkrir áhugamenn í listinni, og höfum ráðið þekkta málara til að leið- beina okkur. Við höfum haft það að reglu, klúbbmenn, að sýna á 2ja ára fresti, en þar að auki hef ég sýnt á nokkrum stöðum ein- samall, síðan ég skellti mér útí þetta á nýjan ieik, bæði í Árni í gallerýi sínu. Ég vil það sé sólskin í minum mi/ndiim l-jósm. Mbl. Kristján Kinarsson. Reykjavík og úti á landi. Þessar litlu sýningar hafa verið mér hvatning; ég hef getað keypt mér efni og haldið ótrauður áfram. Það er hrikalega dýrt, skal ég segja þér, að mála. Einfaldasti rammi utanum mynd kostar jafnvel tvö til fimm hundruð krónur. Ég er ákaflega þakklát- ur þeim sem hafa keypt af mér málverk og hjálpað mér með þeim hætti að halda áfram. Málverkið er orðið mitt annað líf, segir Árni Garðar. Mér þykir gaman að mála, og það er verst að maður skuli ekki hafa nema kvöldin og helgarnar. Ég reyni að nýta allan þann tíma sem gefst og það kemur vitanlega niður á heimilislífinu, en ég á góða konu, sem tekur þessu öllu með jafnaðargeði. Það er enginn tími orðið til að drekka brenni- vín, fjárinn hafi það. Ég sietti þó í mig annað veifið — svo blóðið storkni ekki, sko. Blóðið má ekki storkna. Árni gengur um galierý sitt og sýnir mér myndirnar sínar. Hann segist gera allt fríhendis. — En ég hef ailtaf verið dálítið skotinn í ljósmyndavélinni, bæt- ir hann við. Ég kann nú ekki enn að taka myndir, því er nú verr, en það getur komið sér vel, þegar kalt er úti. Þá drægi maður upp skissu og gæti svo tekið nokkrar Ijósmyndir í lit. Mér finnst ekk- ert skemmtilegra en liggja úti og mála í góðu veðri, en það er bara svosjaldan sem það er reglulega gott veður á íslandi. Þess vegna kæmi Ijósmyndavélin að góðum notum. — Þú ert ekki gefinn fyrir abstraktið, Árni? — Ja, það veit ég ekki. Ég málaði nú abstrakt á mínum skólaárum og kannski hafa það verið mínar bestu myndir. Því miður hef ég nú tapað þeim flestum. Ég er semsé alls ekki fráhverfur abstraktlist, og kannski ég taki einhvern tímann uppá því að mála abstrakt, hver veit. Teikningin er undirstaðan að allri myndlist og þegar maður hefur hana svona sæmilega á valdi sínu, eru manni flestir veg- ir færir. En þó ég máli landslagsmynd- ir, þá er það nú svo með natúral- ismann, að maður verður að skálda til þess að gera góða nat- úralíska mynd. Og ég held ég haldi mig við landið og sjóinn það sem eftir er, það passar mér ágætlega. Náttúran er dásam- lega falleg og síbreytileg. Það þarf enginn að skammast sín fyrir það að mála myndir úr lif- andi náttúru. Hér er ég með nokkrar olíu- myndir, segir Árni, og dregur stórar myndir úr rekka; þetta er einhver þrákelkni í mér að fást við oiíuna. Mér finnst eiginiega ég ráði ekki við hana, en hvenær ræður maður fullkomlega við málverkið. Ég er ennþá að leita svona fyrir mér. Og á meðan maður er að leita, þá er maður hálf hræddur og fylgir manni fiðringur innst inni: Tekst mér eða tekst mér ekki. Stundum vona ég að ég losni við þennan fiðring og verði öruggur um mig og finni mig í einhverjum ákveðnum stíl, en jafnóðum læð- ist að manni sú hugsun, að það sé fiðringurinn sem geri gæfu- muninn. Að það sé hann sem hleypi lífi í myndirnar, og þá verður maður hræddur við að missa fiðringinn. Það er hættu- legt að vera of öruggur um sig, og þó ég sé aðeins frístundamál- ari, þá held ég, þegar allt kemur til alls, að maður verði að vera hræddur og vandlátur til að geta skapað. Ég er bjartsýnismaður, segir Árni Garðar. Og ég vona þú sjáir það í myndunum mínum. Ég held það sé hægt að sjá skapgerð málarans í myndum hans. Eða hvað? Finnst þér þetta ekki róm- antískar myndir? Ég er ákaflega rómantískur maður og myndir mínar eru rómantískar. Það er ekkert illt við það, held ég, þó það falli ekki í kramið alls stað- ar. Ég vil að það sé sólskin í mín- um myndum, og ég vona ég gangi ekki fram af þér að vera svona gamaldags, en þar sem er sól, þar er gleði og þar sem er gleði, þar er sól. J.F.Á. Bókin Utlaginn KOMIN er út hjá Prenthúsinu sf. bókin „Útlaginn“, byggð á Gísla sögu Súrssonar og kvikmyndahand- riti Ágústs Guðmundssonar leik- stjóra. Bókin er samnefnd kvik- myndinni, sem sýnd er um þessar mundir, og hefur Indriði G. Þor steinsson tekiö saman texta hennar. Aftast í bókinni er svo útdráttur á norsku, ensku og þýsku. Bókin er skrýdd fjölda litmynda úr kvik- myndinni. í frétt frá Prenthúsinu segir meðal annars: „Saga Gísla Súrssonar er dæmi- gerð um siðvenjur fornaldar, hin hörðu lög hefndarinnar, ætta- böndin og hetjulundina, sem menn óluí brjóstum sér og var sam- hljóma þeirri vitund, að vopn- dauðir menn einir gistu hetjuhöll annars lífs. Þessi einkenni koma mjög við sögu í Útlaganum. Gísli Súrsson stígur fram búinn öllum þeim venjum sem samtími hans setti honum. Þó er hann mannleg- ur og skiljanlegur nútímafólki, al- veg eins og hver ein Islendinga- saga er í dag og annað og meira en fornt handrit. Hún er lifandi saga.“ Jón Bjarman Daufir heyra ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Skjaldborg á Akureyri, bókin Daufir heyra, sögur úr þjónustu, eftir Jón Bjarman. Á bókarkápu segir m.a.: „Hér er skáldverk á ferð, sem á sér ekki stoð í veru- leikanum. í því er ekki rofinn trúnaður við einn eða neinn, ekki sagt frá lifandi fólki eða látnu. Þó er hér allt sannleikanum sarm kvæmt... í fyrri bók sinni, I óljósri mynd, sýndi Jón Bjarman lesendum æskustöðvar sínar, Ak- ureyri um 1950. í þessari bók, Daufir heyra, er brugðið upp allt annarri mynd, sjónarhorni ungs prests í Reykjavík. í sjö sjálfstæð- um þáttum lýsir Jón högum og vanda þeirra sem leita eftir þjón- ustu prestsins, þar er vissulega ekki allt sem sýnist." Bókin er 134 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Káputeikn- ing er eftir Bernharð Steingríms- son. Jólakökubasar hiá KR-konum tí ÍVs ■*r X KR-KONUR halda sinn árlega Jóla- kökubasar í KR húsinu við Frosta- skjól, sunnudaginn 29. nóvember kl. 14.00. í vetur hafa KR-konur starfað af miklum krafti að ýmsum verk- efnum, auk hinna mánaðarlegu funda með margskonar fræðslu- og skemmtiefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.