Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 45 Opið bréf til Kópavogsbúa Menntaskólinn í Kópavogi eftir Ingólf A. Þorkels- son skólameistara - 3. grein Byggingarnefnd MK gerði ýtarlegar tillögur um fjöl- brautaskóla í Kópavogi Margur orðkappinn teygði tungu sína lengra en þekking hans náði, er rætt var um framhalds- skóla í Kópavogi á liðnum haust- dögum. Þó keyrði um þverbak, er því var haldið fram, að skóla- .meistari MK hefði ekkert gert til að koma á fót fjölbrautaskóla í Kópavogi. Raunar hefur Stefnir Helgason, er sæti átti í byggingar- nefnd MK, þegar hnekkt þessum rógi í ágætri grein, sem birtist í Morgunblaðinu 3. október sl. Sannleikurinn er sá, að bygg- ingarnefnd MK gerði ýtarlegar til- lögur um fjölbrautanám í Kópa- vogi og barðist fyrir byggingu árum saman, og skal ég nú finna þessum orðum stað. Eins og greint var frá í 2. grein, skipaði ráðherra byggingarnefnd, er skyldi sam- kvæmt skipunarbréfi gera tillögur um framtíðarskipulag mennta- skólans og um byggingu fyrir starfsemi hans. I nefndinni áttu sæti: Andri ísaksson, prófessor, Ingólfur A. Þorkelsson, skóla- meistari (formaður), Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi, Páll Theo- dórsson, eðlisfræðingur og Stefnir Helgason, bæjarfulltrúi. 1978 tók Rannveig Guðmundsdóttir sæti í nefndinni, Benjamín Magnússon, arkitekt, var ráðinn til starfa með nefndinni 1976. ara fjármuna, sem til eru orðnir vegna starfa fólks í tveimur að- skildum fylkingum. Þessum fjármunum ber að skila til baka eftir sömu forsendum og þeir komu í sjóðinn. Við annað verður ekki unað. Sótt um lán til að standa við skuldbindingar Eins og íslenskir ráðamenn vita þá ér afrakstur góðæra í hvaða tegund sjávarútvegs sem er notað- ur til uppbyggingar og eflingar fyrirtækjanna, svo mun einnig vera í þetta sinn. Fyrir þessa sök hafa bankastjórar átt erfitt með að gera upp við sig hvort hlægja beri eða gráta, þegar hnípinn saltfiskverkandi í vanda biður um lán þegar fjárfestingaráætlun hans er hrunin, þar sem peningar hans hafa verið teknir og færðir frystingunni. Segja má að tillaga þessi sé í rauninni engu betri en þegar bændum var boðið upp á að skera hestana og gefa þá kúnum í hey- leysinu hérna um árið. Lokaorð Þessi mótmæli eru að sjálfsögðu skrifuð á eigin ábyrgð. Þrátt fyrir það leyfi ég mér að vona að ég tali fyrir munn fjölmargra manna, sem eiga hagsmuna að gæta í þessu grundvallarmáli. Segja mætti að ekki taki því að rembast um of út af þessari summu, sem að sjálfsögðu er smá- aurar þegar á heildina er litið. Það virðist þó vera álit ráðamanna að frystingunni muni um þetta lítil- ræði, verður því vandséð að salt- fisks- og skreiðarframleiðendur komist betur af án þeirra. Aukin heldur verður það að telj- ast álitamál, hvort vandi fryst- ingarinnar verði leystur með 10,3 milljónum saltfiskframleiðenda, fremur en heyleysi bænda var leyst með niðurskurði hrossa til fóðrunar klaufpenings forðum. Við tillögugerð sína leitaði byggingarnefnd víða fanga — bæði hérlendis og erlendis. Hún lauk störfum í ofanverðum nóv- embermánuði 1977 og skilaði ýtar- legu áliti til menntamálaráðherra og bæjarstjórnar Kópavogs. Þetta álit er raunar heil bók, 44 vélritað- ar síður að stærð, með eftirfar- andi efnisyfirliti: 1. Formáli 2. Bréf menntamálaráðherra. 3. Greinargerð byggingarnefnd- ar. 4. Greinargerð um íbúa- og nem- endafjölda. 5. Tillaga um námsbrautir. 6. Skipting nemenda á náms- brautir og áætlaður fjöldi deilda og námshópa. 7. Verklýsing. 8. Námsbrautir. 9. Tafla A. Kennslumagn ein- stakra brauta og heildar- kennslumagn. 10. Tafla B. Heildarkennslumagn og rýmisþörf fyrir 12 og 24ra nemenda hópa. 11. Tafla C. Aætluð rýmisþörf fyrir nýbyggingu MK. 12. Greinargerðir. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er gert ráð fyrir, að í skólan- um verði menntaskólabrautir, iðjubrautir og flestar eða allar eftirtaldar sérhæfðar námsbraut- ir: viðskiptabraut, mynd- og hand- menntabraut, matvælaiðjubraut, uppeldisbraut, heilsugæslubraut. Ekki er þörf á því að tíunda hér nánar tillögur byggingarnefndar. Þær sjálfar tala skýru máli. Eng- ar aðrar heildartillögur eru til um fjölbrautaskóla í Kópavogi. Barist fyrir bygg- ingu árum saman Á árunum 1975 til 1979 háði byggingarnefnd MK harða bar- áttu fyrir því að byggt yrði yfir starfsemi væntanlegs fjölbrauta- skóla í Kópavogi. Hin mikla þörf skólans fyrir byggingu var ræki- lega rökstudd í fjölda bréfa og álitsgerða til menntamálaráðu- neytis og fjárveitinganefndar Al- þingis. Rúmsins vegna er ekki unnt að birta öll bréfin hér. Ég læt nægja máli mínu til sönnunar að birta eftirfarandi bréf, sem lagt var fram á fundi með fjárveitinga- nefnd 15. nóvember 1978: Til fjárveitinganefndar Alþing- is. Fyrir hönd Menntaskólans í Kópavogi (MK) leyfi ég mér að vekja athygli fjárveitinganefndar á eftirfarandi: 1. Menntaskólinn í Kópavogi var settur á stofn í júnímánuði 1973, og tók til starfa í ofan- verðum septembermánuði sama ár. 2. Hann fékk leigt húsnæði fyrir starfsemi sína í Kópavogs- skóla. Þetta húsnæði var ætl- að til bráðabirgða og stefnt var að því, að byggt yrði yfir starf skólans hið fyrsta. 3. Þrengsli eru mikil í skólanum og skortir mjög á viðunandi aðstöðu til starfa fyrir nem- endur, kennara og annað starfsfólk. Samkomusalur er enginn í skólanum, nemendur hafa ekkert sérstakt húsnæði til félagsstarfa, og kennarar hafa ekkert vinnuherbergi, svo að eitthvað sé nefnt. Kennt er frá kl. 8 til kl. 18.30 hvern skóladag. 4. Engin fjölgun nemenda getur orðið í skólanum vð þessar að- stæður. 5. Byggingarnefnd skólans (skip- uð í júlímánuði 1974) hefur samið ýtarlegar tillögur um framtíðarskipulag hans og hefur menntamálaráðuneytið fallist á tillögurnar í megin- atriðum. „Bestu hjálparhellur byggingarnefndar á þessum árum voru al- þingismennirnir, Axel Jónsson, Jón Armann Héðinsson og Jón Skaftason. Hafi þeir heila þökk fyrir. Þessir heiðursmenn vita gerst, hve fast byggingarnefnd sótti málið, hve mörg spor nefndarmenn áttu á þeirra fund til fullting- is — og þeir eru allir með tölu reiðubúnir að staðfesta það.“ 6. Teikningar byggingarnefndar eru nú fyrir hendi og hafa þær verið lagðar fyrir byggingar- nefnd Kópavogskaupstaðar. 7. 30 milljónir króna voru veittar á fjárlögum yfirstandandi árs til hönnunar skólans og byrj- unarframkvæmda. 8. Ég hef fyrir hönd skólans (sbr. bréf til ráðuneytisins, dags 28. apríl 1978) óskað eftir því, að menntamálaráðuneytið leggi fyrir fjárveitinganefnd Al- þingis beiðni um myndarlega fjárveitingu handa skólanum á fjárlögum 1979 til að standa straum af kostnaði við bygg- ingarframkvæmdir á árinu 1979. 9. Að þrem til fjórum árum liðn- um — e.t.v. fyrr — þarf Kópa- vogsskólinn á öllu sínu hús- næði að halda. Menntaskólinn verður þá á götunni með starfsemi sína, ef ekkert er að gert. 10. Samkvæmt framansögðu ber brýna nauðsyn til að byggja fyrsta áfanga hins nýja skóla á næstu 3—4 árum. Virðingarfyllst, Ingólfur A. Þorkelsson, (sign) Og ekki var látið sitja við bréfa- skriftir einar, hedur var þeim fylgt eftir með viðræðum við full- trúa ráðuneytis og fjárveitinga- nefndar. Ósjaldan varð að knýja fast á dyr fjárveitinganefndar. Stundum dugði ekki minna en at- beini alþingismanna til að fá áheyrn. Bestu hjálparhellur bygg- ingarnefndar á þessum árum voru alþingismennirnir, Axel Jónsson, Jón Ármann Héðinsson og Jón Skaftason. Hafi þeir heila þökk fyrir. Þessir heiðursmenn vita BVGOIMGARNEFMD M6NNTASKÓLANS i KOPAVOGI TIUÖGUR UM FRAMTÍÐARSKIPUIAG MENNTASRÓLANS i KÓPAVOGI kómvoqi i sovcmmrvianodi wr gerst, hve fast byggingarnefnd sótti málið, hve mörg spor nefnd- armenn áttu á þeirra fund til full- tingis — og þeir eru allir með tölu reiðubúnir að staðfesta það. Aðspurður myndi Geir Gunn- arsson, alþingismaður, þá formað- ur fjárveitinganefndar, naumast neita því, að byggingarnefnd sótti fast eftir fjármagni. Allir, sem til þekkja, vita, að byggðarlögin berj- ast um fjárveitingarnar. Sam- keppnin er geysilhörð. Þegar þetta er haft í huga, er ljóst, að bygg- ingarnefnd náði góðum árangri. Henni tókst „að koma skólanum á fjárlög“, eins og sagt er, þ.e. fá fjárveitingu til byggingarinnar. Fjárveiting fékkst þrisvar: 1978, 1979 og 1980, samtals 80 milljónir gamalla króna. Um þessa fjárveit- ingu segir í athugasemdum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1979 (bls. 190): „Fjárveiting til framkvæmda er óbreytt frá fjár- lögum 1978, 30.000 þús kr., sem verja á til framhalds hönnunar og byrjunarframkvæmda við nýtt kennsluhús." Menn taki eftir því, að hér stendur ekki einungis til hönnunar, heldur til byrjunarfram- kvæmda við nýtt kennsluhús. Hvort sem þetta er rætt lengur eða skemur, kemur allt í einn stað niður. Byggðarnefnd vann vissu- lega vel, lá ekki á liði sínu og hafði erindi sem erfiði. Þegar nýkjörin bæjarstjórn tók við stjórnartaum- unum í Kópavogi sumarið 1978, ríkti alger einhugur um fram- haldsskólamálið: 1. Ýtarlegar tillögur byggingar- nefndar MK um framtíðar- skipulag skólans lágu á borðinu hjá bæjarfulltrúum og ráð- herra. 2. Búið var að úthluta lóð undir bygingu fyrir starfsemi skól- ans, og lagði bæjarstjórn á það mikla áherslu (sbr. áður birta samþykkt 13. febr. 1975), að skólinn yrði staðsettur a mið- bæjarsvæðinu. 3. Ráðuneytið samþykkti tillögu byggingarnefndar og bæjar- stjórnar um stærð skólans og staðsetningu (sbr. áður birt bréf ráðherra, dags 21. maí 1976). 4. Teikningar, af skólahúsinu voru tilbúnar. Benjamín Magn- ússon, arkitekt, sýndi teikn- ingarnar á ráðstefnu um skipu- lag miðbæjarins í desember 1978. 5. Fé til byggingarinnar er veitt á fjárlögum 1978, kr. 30 milljónir. Með röggsamri baráttu og ágætri aðstoð fyrrnefndra al- þingismanna tókst að fá fram- lagið hækkað úr 15 milljónum í 30. Nú er eðlilegt að menn spyrji: Úr því einhugur ríki um málið og fé hafði fengist til framkvæmda, hvers vegna var ekki byggt? Samstaðan í bæjar- stjórn brestur 1978 Eftir kosningarnar 1978 brast samstaðan í bæjarstjórninni og sundurlyndisfjandinn tók völdin. Nýr bæjarfulltrui, Guðmundur Oddsson, rauf friðinn og samstöð- una um málið. Hann gerði það opinberlega í einkamálgagni sínu, Alþýðublaði Kópavogs, 8. tölu- blaði 1978. Grein hans í því tölu- blaði nefndist: „Er Borgarholtinu hætta búin?“ Eins og fyrirsögnin ber með sér, beinist gagnrýnin, ef gagnrýni skal kalla, að staðsetn- ingu skólans. I þessari ritsmíð er því m.a. haldið fram, að skólinn muni skyggja á kirkjuna (kirkju- gólfið sjáist ekki!) og spilla Borg- arholtinu. Til þess að sýna, á hvaða stigi þessi gagnrýni er, birti ég hér eftirfarandi kafla úr grein- inni: „Þegar Menntaskólanum var út- hlutað lóðinni, var gert ráð fyrir, að efsti punktur hússins væri í sömu hæð og kirkjugólfið, en sam- kvæmt nýjustu breytingum á teikningum er hæsti punkturinn orðinn 180 sm hærri en kirkjugólf- ið er. Þarna þarf auðvitað að spyrna við fótum, svo að náttúru- fegurð Borgarholtsins haldist. Ég fæ því ekki betur séð, en bygg- ingarnefndin sé að fyrirgera þeim rétti að skólinn verði staðsettur samkvæmt úthlutun, og er það vel. Því var haldið fram, að skóli á miðbæjarsvæðinu myndi mjög auka lífið í bænum, en hitt virðist hafa gleymst, að skóli og verslanir fara aldrei saman svo vel sé, eða halda menn virkilega að það lyfti bæjarbragnum á hærra plan að hafa verslanir fullar af skóla- krökkum í öllum frímínútum?" En meginrökin í grein þessa rit- snillings eru þau, að bygging sé tímaskekkja, leita beri annarra lausna — eða eins og hann segir orðrétt: „Við höfum hér ýmsa möguleika varðandi bóknámið með þeim húsakosti sem fyrir er. Það má m.a. benda á að nemendum í Vest- urbænum fer ört fækkandi og það þýðir, að innan tiltölulega fárra ára mun Kársnesskóli vaxa upp í heilsteyptan grunnskóla og þá myndi Þinghólsskóli standa auð- ur. Þar mætti þess vegna hafa bóknámið í framhaldsskólanum. Þetta sýnir, að fyrirhuguð bygging á miðbæjarsvæðinu er tíma- skekkja sem að sjálfsögðu þarf að leiðrétta.“ Hér fer ekkert á milli mála. Bæjarfulltrúinn gerir það að til- lögu sinni, fyrstur manna opin- berlega, að bóknámið í framhalds- skólanum, menntaskólanámið, verði flutt í Þinghólsskóla. Tillag- an um töku Þinghólsskóla er því tillaga Guðmundar Oddssonar. Fróðlegt var að sjá síðar, hvernig hinn hugdjarfi bæjarfulltrúi brást við, er tillaga hans mætti and- stöðu! Með margnefndri grein var sáð til sundurlyndis í því máli, sem einhugur var um áður í bæjar- stjórn. 1979 voru haldnir tveir þorgarafundir, svonefndir, úm miðbæjarskipulagið í Kópavogi, í öndverðum maí og júní. 60—70 manns voru á fyrri fundinum, þeg- ar flest var, en rúmlega 100 á þeim síðari. Ekki var áhuginn nú meiri á málinu í 13 þúsund manna bæ. Þótt fámennt væri á fundinum, var hávaðinn þar því meiri, hver höndin upp á móti annarri. Ómurinn af þessari misklíð um miðbæjarskipulagið barst inn í sali Alþingis — til fjárveitinga- nefndar. Umræddar deilur örfárra manna urðu til þess, að synjað var um meira fé til framkvæmda, fé til að byggja framhaldsskólann í Kópavogi. Þessi vinnubrögð á vordögum 1979 voru af sumum talin sérlega lýðræðisleg! Það er kunnara en frá þurfi að segja, að einhugur heimamanna, einhugur um hverja fjárbeiðni, er forsenda fyrir fjárveitingum ríkisins til framkvæmda í bæjar- félögum. Skerist einn fulltrúi sveitarfélags úr leik, er forsendan brostin. Margnefndar deilur gátu, að ég tel, tafið málið, en naumast gengið af byggingaráformum dauðum. En hvað var það þá, sem fyllti mælinn, rak endahnútinn á, að byggingaráformin voru lögð á hilluna? Um það verður fjallað í næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.