Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 ntmmn "Verbix SQnngjam! Honn bah pig tvisvar ab taka hann olan." «-o ... auyna-bón, sem þú get- ur ekki neitad. TM Ftec U.S Pat Otf.-all rights resarved e 1981 Los Anjetes Times Syndlcate Reyndar og í trúnadi sagt: Ég trúi ekki á Guð! HÖGISTI HREKKVÍSI 600/ j'f /.of nsÆ’/Æ’ MA/&./??Á) Suz/Ayc/O ö á (VA7 „LÍFSFJÖTRAR“ GÓÐUR ÞÁTTUR Pálína Kjartansdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hlustaði á þátt í útvarpinu á mánu- dagskvöld, „Lífsfjötrar" hét hann, og fjallaði um stöðu fjölfatlaðra í þjóð- félaginu. Þetta var mjög góður þátt- ur og svo athyglisverður að mér finnst full ástæða til að hann verði endurfluttur, ekki síst vegna þess hve seint hann var á ferð, eða klukk- an rúmlega hálfellefu. Ef af endur- flutningi yrði, sem ég vona að verði, ætti að mínum dómi betur við að vera fyrr á ferðinni með þáttinn. Frá sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Reykjadal, f.v.: Sigurjón, l’órhallur og Björn. Ætti að leyfa Jóhönnu að taka að sér saltfisksölu Einar Freyr skrifar í Gautaborg 16. nóv.: „Kæri Velvakandi. Élg sé það í Morgunblaðinu að frú Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason hefur lent í blásveðri blaðaskrifa vegna saltfisksölumála. Áhugi frú- arinnar er lofsverður og áreiðan- lega þess virði að nefnd alþing- ismanna úr öllum flokkum verði látin rannsaka þetta mál niður í kjölinn. Eitthvert alvarlegasta vandamál hverrar þjóðar er einmitt útflutn- ingsverzlunin. Auðvitað er það ekki nægilegt að fá sem hæst verð fyrir fiskinn, ef slíkt kostar að vöruinn- flutningurinn verður þeim mun dýrari. En hækkað verð fyrir út- fluttan fisk án hækkunar á inn- fluttum vörum eru gæðakostir. Gagnrök Friðriks Pálssonar 12.11. sl. eru ekki nægilega á hreinu. Þess vegna verða greinar frú Jóhönnu ennþá áhugaverðari. Mér finnst að frúin ætti að fá tæki- færi til að sýna hæfileika sína á þessum sviðum og ætti að leyfa henni að taka að sér sölu á saltfiski til útlanda eitthvert tímabil til reynslu. Konur eru engu síðri sölu- menn en karlar. Heilbrigð tortryggni á SÍF er einnig nauðsynleg, og ef SÍF hefur hreint mjöl í pokanum ætti ná- kvæm rannsókn ekki að skaða þessi samtök. Með beztu kveðjum." (Enn um saltfískinrí 1 Eftir Fridrik i Pálsson hreinn uppspuni. Hvernig á að tala við fólk af þessu Ugi7 Þessi síðasta grein Jóhönnu, sem birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember sl., undirstrika. ítrekað tal þennan undirboðssamning, seml virðist vera henni trúaratriði, 1 hefur gert það að verkum aðj bi'm naoj- hvpn ' ' Bragðgóð dúsa það Ilúsmóðir skrifar: „Ég ætla að vona að hann Eyjólfur hressist, þegar hann sér greinargerð mína og fær skýringu á þessari áráttu minni að tala helst um heims- kommúnismann. Maður stendur líka svo vel að vígi í þessu tilliti, því að stefnu þessari verður best lýst með orðum mannsins sem sagði: „Komm- únisminn er svona útbreiddur á Vesturlöndum vegna þess að þar er ekki fæddur sá maður, sem getur látið sig dreyma um, hversu hræði- legur hann er í framkvæmd.“ Ég held samt sem áður, að hver maður ætti að geta gert sér grein fyrir því, hvað þarna er á ferðinni, og þurfi þess vegna ekki að láta áróðurs- meistarana biekkja sig. Tollir ekki á handarbakimínu Eyjólfur sagði líka, að hann ætlaði ekki að afsaka gerðir Kremlherr- anna. Það er heldur ekki heiglum hent. Ég var svo heppin að ég gjör- þekkti stokkfreðinn stalínista og vissi hvernig hann brást við, þegar ég var að segja honum sögur af af- reksverkum þeirra Leníns og Stal- íns. Það var eins og að skvetta vatns- dropa á gæsahóp. Það sem sá góði maður frá skaparans hendi hefði ekki gertfyrir marxismann, það toll- ir ekki á handarbaki mínu. Er það svo furða, þó að maður sé hræddur? Þeir eru engu betri trúuðu marxist- arnir heldur en Kómeini, en mörg eru kamelljónsins klæði. Ég er svo matgírug að ég vil að stjórnvöld geti vel brauðfætt fólkið. Ef þau geta það ekki, þá eiga þau að breyta um efna- hagsstefnu eða fara frá og lofa öðr- um að bæta um. Virðast ekki vera „stéttvísir menn“ Nú er best að snúa sér að andleg- um málum Rússa, og þar finnst mér að ríki algert hungur, sem er afleið- ing af banni kerfisins á frjálsri hugsun og skoðanamyndun. Stalín lét taka Maxim Gorki af lífi. Og hvað var gert við hin Nóbelsskáldin? Bannað var að sýna leikrit Solzhen- itsyns, og Pasternak fór eins og hann fór. Og allir aðrir eru í fanga- búðum. Frá þeim sem skrifa eftir flokksuppskriftinni kemur varla stafur til annarra landa. Menningar- frömuðirnir hérna, sem sjá um fjöl- miðlana, þeir eru ekki að troða þeirri Jósef Stalín ásamt Krúsjeff árið 1938: „Stundum er ekki hægt að fram kvæma það góða nema í gegnum það illa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.