Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
Neftidarstörf vegna
máleftia aldraðra
- eftir Pál Sigurðsson
ráóuneytisstjóra
I tilefni af umræðum á Alþingi í
gær, 20. október, tel ég nauðsyn-
legt að koma á framfæri upplýs-
ingum um störf nefndar sem vinn-
ur annars vegar að undirbúningi
lagasetningar um málefni aldr-
aðra og hins vegar að framkvæmd
árs aldraðra hér á landi og að und-
irhúningi fyrir heimsráðstefnu
um öldrun, sem Sameinuðu þjóð-
irnar halda á næsta ári.
Hinn 24. júlí sl. skipaði heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra sjö manna nefnd, sem fékk
annars vegar það hlutverk að gera
tillögur til ráðherra um samræm-
ingu á skipulagi á heilbrigðisþjón-
ustu fyrir aldraða með tilliti til
félagslegra og heilsufarslegra
sjónarmiða og hins vegar að ann-
ast undirbúning árs aldraðra í
samræmi við ályktun Sameinuðu
þjóðanna (A/Res/35/129) frá 11.
desember 1980. I nefndina voru
skipuð Aðalheiður Bjarnfreðsdótt-
ir, formaður Sóknar, tilnefnd af
ASI, Þórarinn V. Þórarinsson,
lögfræðingur, tilnefndur af VSÍ,
Pétur Sigurðsson, alþingismaður
og Hrafn Sæmundsson, báðir án
tilnefningar auk stjórnar Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra. I þeirri
stjórn eiga sæti Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri, Adda Bára Sig-
fúsdóttir, borgarfulltrúi, tilnefnd
af Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga og Gunnhildur Sigurðardótt-
ir, hjúkrunarforstjóri, tilnefnd af
Öldrunarfræðafélagi íslands.
Formaður nefndarinnar var
skipaður Páll Sigurðsson.
Nefndin kom fyrst saman 9.
september sl. og hefur haldið
fimm fundi. Fundir eru nú haldnir
vikulega.
Eins og fyrr segir er hlutverk
nefndarinnar tvíþætt. Skal fyrst
vikið að undirbúningsvinnu fyrir
heimsráðstefnu um öldrun.
A allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 1978 var ákveðið að
halda heimsráðstefnu um málefni
aldraðra á árinu 1982. Nafni
ráðstefnunnar var síðan breytt á
„Vonir standa til ad
samningu frumvarps
verdi lokið á árinu.“
allsherjarþinginu 1980 og ákveðið
að hún skyldi heita heimsráð-
stefna um öldrun (World As-
sembly on Ageing) til að minna á
þau tengsl sem eru á milli aldr-
aðra einstaklinga og hækkandi
aldurs íbúa. I framhaldi af þessu
var þeim tilmælum beint til allra
aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna
að skipuð yrði í hverju landi fram-
kvæmdanefnd til að annast undir-
búning og þátttöku í ráðstefnunni
þannig að á árinu 1982 yrði sér-
stök áhersla lögð á málefni aldr-
aðra í öllum aðildarríkjunum. Is-
lensk stjórnvöld urðu við þessum
tilmælum, enda hafði Island á sín-
um tíma verið meðflytjandi tillög-
unnar um heimsráðstefnuna.
Búið er að tilkynna Sameinuðu
þjóðunum um skipun fram-
kvæmdanefndar af Islands hálfu
og er nefndin nú í bréfasambandi
við skipuleggjendur ráðstefnunn-
ar og framkvæmdastjóra hennar,
William Keérigan. Þá hefur
nefndin og haft samband við ýmis
félagsamtök og aðra aðila, sem af-
skipti hafa af málefnum aldraðra
og óskað samstarfs vegna undir-
búnings árs aldraðra. Undirbún-
ingsvinna af hálfu nefndarinnar
hvað þetta atriði snertir er því í
fullum gangi.
Hvað varðar hitt hlutverk
nefndarinnar-, þ.e. samningu
frumvarps til laga um málefni
aldraðra, þá er forsaga þess máls
sú, að þann 17. apríl 1979 skipaði
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, Magnús H. Magnússon,
nefnd til að gera tillögur um nýja
löggjöf varðandi heilbrigðis- og
félagslega þjónustu fyrir aldraða.
í nefnd þessari áttu sæti Ólafur
Ólafsson, landlæknir, formaður,
Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar-
fulltrúi, Pétur Sigurðsson, stjórn-
arformaður Hrafnistu, dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna og
Þór Halldórsson, yfirlæknir. Auk
þess sat Ársæll Jónsson læknir í
nefndinni um tíma. Nefndin lauk
störfum í ársbyrjun 1980 og skil-
aði til ráðherra frumvarpi til laga
um öldrunarþjónustu. Frumvarp
þetta var síðan til meðferðar í
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og er Svavar Gests-
Páll Sigurðsson,
son tók við embætti heilbrigðis-
ráðherra fól hann ráðuneytis-
stjóranum að endurskoða nefnt
frumvarp. Var það gert í sam-
vinnu við Þór Halldórsson, yfir-
lækni. Til þess að ná samstöðu um
málið innan stjórnarflokkanna
voru síðar til kallaðir alþingis-
mennirnir Guðmundur G. Þórar-
insson og Guðrún Helgadóttir, auk
Odds Ólafssonar fyrrverandi al-
þingismanns. Unnu þau ásamt
Ingimar Sigurðssyni, deildarlög-
fræðingi, út frá þeim tveimur
frumvarpsdrögum er fyrir lágu,
frumvarp til laga um heilbrigðis-
og vistunarþjónustu fyrir aldraða,
sem lagt var fram á síðasta Al-
þingi.
Strax við 1. umræðu á Alþingi
kom í ljós að ágreiningur var um
frumvarp þetta og í nefndaráliti
heilbrigðis- og trygginganefndar
Alþingis var lagt til að skipuð yrði
nefnd til að endurskoða stjórnar-
frumvarpið ásamt fram komnum
breytingartillögum auk frumvarps
þeirra Péturs Sigurðssonar,
Matthíasar Bjarnasonar og Hall-
dórs Blöndal um sérhannað hús-
næði aldraðra og öryrkja. Þá var
og á þessu þingi vísað til ríkis-
stjórnarinnar þingsályktunartil-
lögu Jóhönnu Sigurðardóttur,
Árna Gunnarssonar, Magnúsar M.
Magnússonar, Karls Steinars
Guðnasonar og Karvels Pálma-
sonar um heilbrigðis- og félags-
lega þjónustu fyrir aldraða, í
trausti þess að við samningu nýs
frumvarps um málefni aldraðra,
yrðu þeir þættir, sem umrædd
þingsályktunartillaga fól í sér,
teknir til greina.
Það var því í samræmi við vilja
Alþingis, sem nefnd um málefni
aldraðra fékk það hlutverk að
semja frumvarp til laga um mál-
efni aldraðra. Því verki nefndar-
innar miðar vel og er við samning-
una höfð hliðsjón af þeim laga-
frumvörpum, sem samin hafa ver-
ið auk framangreindrar þings-
ályktunartillögu. Vonir standa til
að samningu frumvarps verði lok-
ið á árinu þannig að nýtt frum-
varp til laga um málefni aldraðra
gæti legið fyrir Alþingi í byrjun
árs aldraðra.
í tillögu til þingsályktunar um
ár aldraðra, sem rædd var á Al-
þingi 20. okt. er látið að því liggja
að eina verkefni þeirrar nefndar,
sem hér hefur verið skýrt frá, sé
að „vinna að lagasetningu um
heiibrigðis- og vistunarþjónustu
fyrir aldraða". Svo sem fram kem-
ur hér að framan verður aðalverk-
efni nefndarinnar á árinu 1982 að
vinna að málefnunj aldraðra í
samræmi við samþykkt Samein-
uðu þjóðanna og undirbúa af Is-
lands hálfu þátttöku í heimsráð-
stefnu um öldrun, sem haldin
verður í Vinarborg dagana 26. júlí
til 6. ágúst 1982.
Reykjavík, 21. október 1981,
Eignaupptaka
eftir Siguró R.
Þf'tróarson Ei/rarbakka
„Saltfiskverkunin rekin á
núlli,“ sagdi Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóri SÍF. Fær
frystingin 10,3 millj. kr. í
formi endurgreiðslu frá salt-
fiski og skreið?
(Morgunblaðið, 30. október I9HI).
Frá því á sl. vetrarvertíð og vori
hafa farið miklar tröllasögur af
„gróðanum" í saltfisks- og skreið-
arverkun. Hafa fjölmiðlar keppst
um að birta hinar ýmsu tölur mál-
efninu til staðfestingar.
Vegna skyldieika míns við téða
verkunaraðferð, hafa fréttir þess-
ar vakið mér mikinn óhug og spáði
ég því fyrir alllöngu, að svo kynni
að fara að þessi góða afkoma yrði
sýnd veiði en ekki gefin.
Spádómurinn rætist
Nú virðast þeir hlutir vera að
fara eftir að æðri máttarvöld sjái
ástæðu til að stinga á gróðakýlinu
hjá saltfisk- og skreiðarverkend-
um.
Það er samdóma álit margra
manna, sem stunda sjálfstæðan
atvinnurekstur, að ef einhvers
staðar sjáist batamerki í frjálsum
atvinnurekstri, sé það af hinu illa,
og það sé heilög skylda hagstjórn-
aryfirvalda hverju sinni, að kippa
viðkomandi atvinnugrein niður í
svaðið á ný.
Með öðrum orðum að koma
starfseminni niður á hinn nafn-
togaða „núllpunkt".
Eignaupptaka?
I baksíðuviðtali í Morgunblað-
inu þann 30. október sl., kemur
fram í viðtali við Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóra SIF, að áform-
að sé að færa frystihúsarekstrin-
um 10,3 milljónir kr. í formi
endurgreiðslu gengishagnaðar frá
saltfiski og skreið.
Slvaóa peningar eru þetta
og hverjir eiga þá?
Til skýringar fyrir þá rúmlega
220 þúsund Islendinga sem ekki
eru fæddir með slor á milli tánna,
þá gengur fiskverkunin fyrir svo-
kölluðum afurðar- og rekstrarlán-
um frá Seðlabanka Islands.
í stuttu máli virkar kerfið þann-
ig, að fyrir framleiðslu á tilteknu
magni af freðfiski, saltfiski, skreið
eða öðru, fær framleiðandinn lán
úr Seðlabankanum, sem nemur
u.þ.b. 45% af væntanlegu sölu-
verði vörunnar. Vegna þess tíma
sem oft tekur að fullvinna vöruna,
svo og aðstæðna í markaðsmálum,
líður oft nokkur tími frá því að
varan er framleidd og lánið góða
tekið, þar til varan hefur verið af-
sett og greiðsla fengist.
Á þessu umrædda tímabili sem
oftlega skiptir mánuðum, hafa
nær alltaf átt sér stað allnokkrar
breytingar í gengismálum á gjald-
eyrismarkaði þjóðarinnar. Hefur
þessi þróun verið kölluð ýmsum
nöfnum s.s. gengissig, hratt geng-
issig í einu stökki eða jafnvel
gengisfelling.
Sameiginlegt einkenni þessarar
slagsíðu í gengismálum kannast
almúginn við af fréttum um að
nokkrir ráðherrabílár hafi verið
leystir út í skyndingu. Tryllist þá
almúginn í hamslausu kaupæði og
„Hver eru siðferðileg
rök fyrir upptöku fjár-
muna saltfisks- og
skreiðarframleiðenda til
að færa þá frystihúsa-
mönnum. I»essi tillaga
er siðleysi og ef hún nær
fram að ganga fyrir Al-
þingi íslendinga, verður
sú samþykkt fullkomið
virðingarleysi fyrir eign-
arrétti manna og fyrir-
tækja.“
hreinsar út birgðir heildsalanna
af eldavélum og ísskápum. I hita
leiksins virðast allir una nokkuð
glaðir við sitt.
Sé hins vegar litið á viðskipti
Seðlabanka og slordónans (fisk-
framleiðandans), þá kemur upp úr
dúrnum að gengishagnaði, sem til
hefur orðið frá því að lánið var
tekið og þar til varan er seld, er
ekki skilað til framleiðenda, held-
ur settur í frystigeymslur Seðla-
banka íslands.
Hundakúnstir
Með tilvísun í fyrrgreint viðtal
við Friðrik Pálsson, kemur fram
eftirfarandi orðrétt: Morgunblað-
inu er kunnugt um að af þeim
rúmlega 41 mllj. kr. sem reiknað
er með að Seðlabankinn endur-
greiði, séu 34,2 milljóffir kr. hlutur
frystingar, söltunar og herslu.
Gengismunurinn myndaðist þann-
ig:
frá frystingu 15,7 milljónir
frá herslu 10,9 milljónir
frá söltun 7,6 milljónir
„Og þannig ber að skila geng-
ismuninum,“ sagði Friðrik.
Hann sagði, að ef breytingartil-
laga sú, sem nú væri fyrir Alþingi
um þessi mál næði fram að ganga,
þá sýndist sér að
frystingin fengi 26,0 milljónir,
herslan fengi 4,8 milljónir,
söltun fengi 3,4 milljónir
eða með öðrum orðum, 10,3 millj-
ónir sem myndast hefðu af salt-
fiski og skreið yrðu teknar af salt-
fisk- og skreiðarframleiðendum og
færðar frystihúsunum. Tilvitnun
lýkur.
Hvers eigum við að gjalda?
Hver eru siðferðileg rök fyrir
upptöku fjármuna saltfisks- og
skreiðarframleiðenda til að færa
þá frystihúsamönnum. Þessi til-
laga er siðleysi og ef hún nær
fram að ganga fyrir Alþingi Is-
lendinga, verður sú samþykkt full-
komið virðingarleysi fyrir eign-
arrétti manna og fyrirtækja.
Alvarlegustu afleiðingarnar
munu þó verða þær, að með að-
gerðum af þessu tagi er dregið úr
vilja og mætti einstaklinga til að
bera ábyrgð á og reka fyrirtæki af
hagsýni. Tillagan miðar að því
einu að draga alla niður á plan
meöalmennsku og ræfildóms.
Á þessu plani ríkisforsjár og
sveitarstyrkja er allt í rusli og
með auknum afskiptum opinberra
aðilja er enn minni von til að
ástandið batni. Ef tillögur af
þessu tagi ná fram að ganga er
vísast að tugir annarra fyrirtækja
sláist í helför eyðimerkurgöng-
unnar í svartnætti núllpunktsins,
ásamt fjölda sveita- og ríkisrek-
inna frystihúsa og útgerða vítt og
breitt um landið.
Sigurður R. Þórðarson, Eyrarbakka.
Meirihluti saltfisks- og skreið-
arverkunarstöðva í landinu eru
reknar af einstaklingum. í fjölda
tilfella eru rekin frystihús á sama
stað, með eignaraðild sveitarfé-
lagsins og þeim hlunnindum sem
slíkt samkrull býður upp á.
Nær jafnoft standa þessi fyrir-
tæki í harðri samkeppni um hrá-
efni og vinnuafl. Vegna þessara
aðstæðna verður framkomin
hugmynd um 10,3 milljóna króna
eignaupptöku hjá salftisks- og
skreiðarframleiðendum til björg-
unar frystiiðnaðinum, til muna
ófyrirleitnari.
Áskorun til Alþingis
Islendinga
Ég skora á alla alþingismenn
þjóðarinnar að líta í eigin barm
þegar þeir afgreiða tillögu þessa
og athuga vel hvers sé hvað.
Sömuleiðis bið ég þá að athuga vel
eðli þessa máls og uppruna þess-