Morgunblaðið - 13.12.1981, Side 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
I-----t
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Væntanlega láta flestir sér
nægja búðarsælgætið á öðrum
árstímum en í jólatíðinni. Þá er
gjarnan svo mikið haft við að
auk þess að baka kökur er búið
til sælgæti. Hér á eftir fylgja
nokkrar hugmyndir að hentugu
jólasælgæti (þó auðvitað eigi
það vel við á öllum öðrum árs-
tímum ...).
Góða skemmtun!
Súkkulaðikrem
Krem úr suðusúkkulaði
(dökku súkkulaði), feiti og eggj-
um er einfalt að allri gerð og
auðlagað. Það bíður auk þess
upp á ýmsa möguleika. Kreminu
er hægt að hella í form og skera
niður þegar það er orðið kalt.
Það er einnig hægt að setja það í
toppa í lítil form eða sprauta þvi
með kökusprautu. Og svo er.
hægt að blanda ýmsu góðgæti
saman við. Hér má nefna val-
hnetur, heslihnetur eða möndl-
ur, rúsínur og aðra þurrkaða
ávexti, mjúkt núggat og rifið
marsípan eða marsípan í litlum
bitum, vín til bragðbætis ef ykk-
ur sýnist svo. Já, þið látið bara
hugmyndaflugið komast á
flug...
Súkkulaði í kökur á yfirleitt
að vera dökkt súkkulaði, þ.e.
með miklu kakói í og ekki of
miklum sykri. Hér fæst ýmislegt
útlent dökkt súkkulaði þar sem
kakómagnið er gefið upp á pakk-
anum. Það á helzt að vera um
50%. Því miður hafa íslenskir
súkkulaðiframleiðendur ekki séð
ástæðu til að veita neytendum
sínum þessar mikilvægu og
sjálfsögðu upplýsingar.
200 gr. dökkt súkkulaði
100 gr. palmín (eða ósalt smjör)
2egg
1. Bræðið súkkulaðið og feit-
ina yfir lágum hita. Súkkulaði
bráðnar við um 40°, og verður
mun betra ef það fær að bráðna
hægt við lágt hitastig. Annars
er hætta á að sykurinn í súkku-
laðinu hlaupi í kekki og það
verði þykkt og illviðráðanlegt.
Látið bráðna súkkulaðiblönduna
kólna, án þess þó að storkna.
2. Þeytið eggin létt og ljós.
Hellið volgri súkkulaðiblönd-
unni út í og þeytið vel þar til
blanda er orðin fremur þykk.
Notið hana eins og ykkur sýnist
bezt og lystilegast.
Jóla-
sælgæti
Karamellur
Hvers kyns karamellur eru
vinsælt sælgæti, ekki sízt hjá
krökkum. Hér fylgir ekki upp-
skrift, en nokkrar ábendingar.
Hnetur, t.d. val- og heslihnetur,
og svo möndlur eru góð bragðbót
í karamellur og þeim er hægt að
bæta í allar karamelluuppskrift-
ir. Þær eru þá fyrst grófsaxaðar
og þeim síðan bætt í karamellu-
blönduna í lokin. Sesamfræ eru
líka fjarska góð í karamellur.
Þau fást í heilsufæðisbúðum og í
heilsuhornum verzlana í stórum
og ódýrari pökkum heldur en í
litlum glösum innan um krydd.
Þau eru fallegust ef þau eru af-
hýdd, þ.e. ljós.
Ef þið hugsið ykkur til hreyf-
ings í karamellugerð, er það
mjög til þæginda og öryggis að
fjárfesta fyrst í hitamæli sem
þolir þann hita sem karamellu-
blanda getur mest verið hituð í,
þ.e. um 175°C. Slíkir hitamælar
fást helzt í apótekum.
Marsípan
Marsípan fæst nú í flestum
búðum á nokkuð hagstæðu verði,
pakkað í lofttæmdar plastum-
búðir. Það er því hægt um vik að
útbúa marsípansælgæti. Þar eru
vissulega margir möguleikar.
Valhnetur, heslihnetur, möndl-
ur, saxað súkkulaði, mjúkt núgg-
at, þurrkaðir ávextir, sultuð
kirsuber (kokteilber), súkkat,
engifer í sykurlegi og vin, allt er
þetta býsna góð viðbót í marsíp-
an. Auk þess að búa til litla
mola, er það ljómandi hugmynd
að útbúa rúllur, sem eru síðan
sneiddar niður eftir þörfum. Það
er einfalt og fljótlegt fyrirkomu-
lag. Fyllingu er hægt að hnoða
saman við eða setja í útflatt
marsípan. Rúllurnar getið þið
síðan hjúpað súkkulaði eða velt
þeim upp úr kakói, e.t.v. blönd-
uðu kaffidufti. Ef ekki rúllur, þá
getið þið búið til nokkurs konar
lagkökur, þ.e. þrýst eða flatt út
marsípan, eða fyllingu á, mars-
ípanlag ofan á, og e.t.v. aftur
fyllingu og marsípanlag. Þessar
kökur getið þið síðan hjúpað
súkkulaði eða kakói eftir smekk.
Þið getið svo sett heitar eða sax-
aðar möndlur/hnetur utan á
rúllurnar eða saman við súkku-
laðihúðina utan á rúllurnar/
.,kökurnar“.
Marsípanið er yfirleitt ágætt
að blanda með flórsykri til
helminga, t.d. 100 gr af flórsykri
saman við 200 gr af marsípani.
Nokkrir dropar af vökva, t.d.
vatni, ávaxtasafa eða víni, eru
þá nauðsynlegir svo allt loði vel
saman. En þið prófið ykkur
áfram með hvað ykkur líkar
bezt.
Hjúpsúkkulaði
Hér á eftir fer uppskrift af
ágætu hjúpsúkkulaði. Þetta er
venjulegt dökkt súkkulaði bland-
að feiti og kakói. Ef ykkur sýnist
svo er gott að bragðbæta súkku-
laði með örlitlu af kanel. Það er
með hjúpsúkkulaöi eins og ann-
að súkkulaði sem er notað í mat
að það þarf að innihalda um
50% kakó svo það sé verulega
gott. Auk þess þarf það að vera
sæmilega þunnt, eftir að það er
bráðnað, svo gott sé að eiga við
það og storknað súkkulaðilagið
verði ekki allt of þykkt.
Litlum bitum er dýft ofan í
bráðið súkkulaðið, en þið þurfið
e.t.v. að ausa yfir stærri bita.
Athugið að allt súkkulaði sem
fer fram hjá er hægt að skafa
upp, bræða og nota aftur. Bezt
er að láta súkkulaðihjúpað sæl-
gæti þorna á smjörpappír.
Fondue-gafflar eru mjög hand-
hæg verkfæri þegar verið er að
dýfa molum í súkkulaði.
í stað þess að nota uppskrift-
ina hér á eftir til að hjúpa með
sælgæti og kökur getið þið búið
til sælgæti með því að setja
brytjaða eða heila þurrkaða
ávexti og/eða valhnetur, hesli-
hnetur eða möndlur í bráðið
súkkulaðið og búið til litlar
sælgætishrúgur á smjörpappír,
eða sett þær í lítil form.
100 gr súkkulaði
15 gr palmín-jurtafeiti
2 Lsk kakó
(um Vi tsk kanell)
1. Bræðið súkkulaðið á vægum
hita eins og lýst er að ofan
ásamt feitinni. Bætið kakói og
e.t.v. kanel saman við, blandið
vel og hjúpsúkkulaðið er tilbúið.
Um sykraðan
ávaxtabörk
Ég hef stundum minnzt á
súkkat, zitronat og þess háttar.
Það hefur greinilega ekki verið
nógu skilmerkilega gert því ég
hef fengið fyrirspurnir þar að
lútandi. Nöfnin á pökkunum eða
pokunum í búðunum fara auðvit-
að eftir því hvers lenzk varan er.
Það er bæði til sykraður súkk-
atbörkur, sem er grænn börkur
af ávexti, eingöngu ræktuðum
vegna barkarins. Ávöxturinn er
af sítrusættinni. Á dönsku kall-
ast þetta sukat, en á þýzku
Sukkade eða Zitronat. Og svo er
til sykraður börkur af appelsínu-
tegund, pommerans, pommer-
ansskal á dönsku en Orangeat á
þýzku. Sá danski er beizkari og
bragðmeiri. Danski börkurinn er
i pokum frá Báhnckes en sá
þýzki í litlum plastboxum frá
Udo og Schwartau. Þetta fæst í
flestum nýlenduvöruverslunum.
Ef þið eigið aðeins aðra teg-
undina getið þið notað hvort sem
er grænan eða appelsínugulan
börk, eða blandað þeim saman. í
sælgæti gefur danski pommer-
ansbörkurinn mest brqgð,
t.d. í appelsínumarsípan.
BMW518
BMW315
Komib og reynsluakiö BMW518 og315
Á þessu ári hafa veriö seldar meir en 400 BMW bifreiöar og sýnir þaö best hinar miklu vinsældir BMW hér á landi.
Þar sem BMW verksmiöjurnar hafa ekki getaö annaö eftirspurn höfum viö átt í erfiöleikum meö aö fullnægja
þeim pöntunum sem okkur hafa borist aö undanförnu. Tekist hefur aö fá viöbótarsendingu BMW bifreiöa sem
koma til landsins íþessari viku og getum viö þvíafgreitt flestar geröir BMW nú þegar. Grípiö tækifæriö og festiö
kaup á BMW á föstu veröi meö því aö gera pöntun strax. Vandiö valiö BMW gæöingurinn er varanleg eign, sem
alltaf stendur fyrirsínu. Komiö og reynsluakiö BMW 315 og 518.
BMW ánægja í akstri.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633