Morgunblaðið - 13.12.1981, Side 21

Morgunblaðið - 13.12.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 69 Meðal þessara hópa er... söfnuður eitilharðra dómsdagstrúarmanna sem rekur skóla, þar sem einkennisklæddir nemendur hafa biblíuna í annarri hendi, en byssuna í hinni (Sjá HRINGAVITLEYSA) HÍBÝLI Nýi bærinn verður all- ur úr leir NÆSTA vor munu fjörutíu franskar fjölskyldur flytjast inn í leirhús. Þessi hús verða svipuð venjulegum húsum að allri gerð, en notkun þurrkað- ra jarðefna til húsagerðar hef- ur farið þverrandi á undan- fornum árum. Þetta byggingar efni á sér samt býsna langa sögu, en fyrstu leirhúsin eru talin hafa verið gerð í Jeríkó fyrir 10 þúsund árum. Húsin verða reist í nýjum bæ í Suður-Frakklandi, er nefnist L’Isle d’Abeau og eru þau liður í byggingarlistar- sýningu í París, sem raunar mun teygja anga sína um heim allan. Munu sýning- armunir verða sendir til iðn- ríkja og landa þriðja heims- ins, og á sú ferð að taka fimm ár. Sá sem skipulagt hefur þetta mikla framtak er Jean Dethier. Fyrir skömmu valdi hann tæplega 30 arkitekta til að vinna að áætluninni um nýja bæinn. Tilgangurinn með henni er að sýna að leir sé ódýrt og hagkvæmt bygg- ingarefni, sem hægt sé að nota jöfnum höndum með steinsteypu og tígulsteini. Höfuðstöðvar sýningar- innar verða í hinni nýstár- legu Pompidou-Beau- bourg-menningarmiðstöð í Odýrt og hentugt byggingarefni París. Þar mun verða lögð áherzla á varanleika leirhús- anna svo og þá kosti sem þau geta haft í fagurfræðilegu tilliti. Einn helzti kostur þeirra er góð einangrun, og er það mikils um vert á tím- um orkukreppu. A sýningunni verður kennt hvernig unnt er að gera leir- inn styrkari með því að bæta í hann örlitlu sementi eða kalki. Auk þess verður sýnt fram á, að þurrkaður leir getur verið eins endingar- góður og sement eða tígul- steinn. Litríkustu og athyglis- verðustu hlutirnir á sýning- unni eru frá löndum þriðja heimsins, einkum Arabaríkj- um. Hins vegar eiga bygg- ingar úr þurrkuðum jarðefn- um sér langa hefð í Evrópu. Fimmtán prósent bygginga til sveita í Frakklandi eru úr þurrkuðum leir og einnig er talsvert af leirhúsum í bæj- um og borgum, t.d. í Lyon og Toulouse. Mikilsverðasta markmið sýningarinnar er að gera leir aftur eftirsóknarvert bygg- ingarefni í löndum þriðja heimsins, en þar hafa bygg- ingarefni frá Vesturlöndum rutt sér mjög til rúms að undanförnu. 3,6% heildar- þjóðartekna Afríkuríkja renna til kaupa á innfluttu byggingarefni, sem er þre- falt meira en fyrir sjö árum, og enn eykst eftirspurn eftir steinsteypu og tígulsteini, jafnvel hjá blásnauðu fólki. Skipuleggjendur sýningar- innar segja, að barátta þeirra fyrir hagnýtingu leirs til húsagerðar sé „í þágu lýð- ræðis, gegn skrifræði og gegn miðstýringu". Þeir geta líka máli sínu til stuðnings bent á að byggingar úr þurrkuðum jarðefnum allt frá Kínamúrnum til fornra húsa á Norðurlöndum hafi staðizt tímans tönn. En að auki hafa þeir nærtækt dæmi um brigðulleik nútíma byggingarefna. Það er nefni- lega sjálf Pompidou-menn- ingarmiðstöðin í París, stálslegin og rammgerð. Bygging hennar er ein stór- fenglegasta tilraunin sem gerð hefur verið í nútíma- byggingarlist. En eftir að- eins fimm ára notkun er hún mjög illa farin af ryði. — PAUL WEBSTER FUNDIÐ FÉ Gersemarnar hennar Lucy Nú fyrir skemmstu voru seld- ar á uppboði síðustu gersemarn- ar, sem fundust í „Aladínshell- inum“ hennar Lucy Booth, gam- allar konu í Ilkley í Vestur Yorkshire. Frú Booth var 78 ára gömul þegar hún lést og þegar farið var að skoða húsið hennar í Benn Rhydding, þar sem hún hafði búið, gaf heldur betur á að líta. Húsið var sneisafullt í orðsins fyllstu merkingu. Þar voru hundruð dósa af niður- soðnum mat, dagblöð í stórum stöflum, næstum eitt þúsund skópör, dyngjur af alls kyns fatnaði og gardínuefni, 25.000 bækur og nóg af skartgripum til að fylla fimih stórar kistur, sjö ferðatöskur og fjöldinn all- ur af venjulegum plastpokum. Lucy Þegar uppboðshaldararnir könnuðu húsið urðu þeir að smeygja sér eftir 15 þumlunga breiðum göngum hvort sem farið var upp stigana eða herbergin, sem eitt sinn höfðu verið, og það var ekki fyrr en eftir langa mæðu, að þeim tókst að komast að því hvar gamla konan hafði sofið. Rúm- ið reyndist vera í eina afdrep- inu í öllu húsinu, sem ekki var yfirfullt af hinum aðskiljan- legustu hlutum. Fyrir nokkru hafði upp- boðshöldurunum tekist að selja öll húsgögnin, bækurnar (fyrir 320.000 kr.), glæsilega Morris Isis-bifreið, árgerð 1930, sem fannst í kjallaran- um (fyrir 128.000 kr.), 550 skartgripi og silfurmuni fyrir tæpa milljón króna og margt annað. Búist var við, að það, sem þá var eftir, færi nokkr- um dögum síðar en þ.á m. voru 342 skart- og silfurgripir. Gert var ráð fyrir að fyrir þá fengj- ust 500—700 þús. kr., sem mun þýða það, að hún Lucy gamla var búin að sanka að sér verð- mætum fyrir 3,2 milljónir kr. eða 320 milljónir gkr. — MICHAEL PARKIN Albanía er ekki aðeins fátæk- asta og einangraðasta land í Evr ópu heldur eina landið í heimin- um þar sem trúarbrögðum hefur algerlega verið úthýst. Það var árið 1967, að Enver Hoxna, ein- ræðisherra, lét Alþýðuþingið svokallaða samþykkja lög, sem bönnuðu guðsdýrkun, og kom á fót sérstökum dómstólum þar sem kirkjunum var lýst sem „köngulóarveP* og klerkarnir út- hrópaðir sem „sníkjudýr, arð- ræningjar og svikahrappar". Trúarhátíðir voru forboð- nar, helgir dagar máðir út úr almanakinu en aðrir frídagar settir í þeirra stað. Guðshús- HOXHA: kirkjunum breytt í krár. ALBANÍA Kristnihald undir Hoxha unum var lokað, þau eyðilögð eða gerð að kvikmyndahúsum eða bjórkrám. I albanska útvarpinu sagði frá því á sínum tíma, að sumir hefðu verið svo óskammfeilnir og vitlausir að tregðast við að gefa „hjátrúna" upp á bátinn umyrðalaust og að þá hefðu þeir verið teknir þeim tökum, sem við átti: sendir í vinnubúð- ir til „endurhæfingar" eða drepnir. Þegar farið er frá Elb- asan til Korcha, má enn sjá nauðungarvinnubúðirnar þar sem „hinir hjátrúarfullu" eyða ævidögunum við að brjóta grjót. Albanir hafa lotið yfirráðum margra þjóða, Rómverja, Serba, Tyrkja, Itala og Þjóð- verja. Tyrkir, sem réðu land- inu í fimm aldir, neyddu flesta Albani til að játast Múhameð, spámanninum frá Mekka, og skildu auk þess eftir þann arf, sem þjóðin hefur goldið fyrir æ síðan: stöðnun, ólæsi og sam- félag þar sem farið var með konur sem hver önnur húsdýr. Kommúnistar héldu því fram, að trúin stæði í veginum fyrir framförum og að það væri henni að kenna hve landið væri frumstætt. Því til stuð- nings bentu þeir á, að kristnir og múhameðskir prestar hefðu jafnan haft ágætt, samstarf við útlenda kúgara þjóðarinnar og einkum var þeim uppsigað við kaþólsku kirkjuna vegna tengsla hennar við Vatikanið og „hin heimsvaldasinnuðu og árásargjörnu" Vesturlönd. Ofsóknirnar náðu þó ekki að- eins til þeirra, heldur líka til múhameðstrúarmanna og þeirra, sem tilheyrðu Ortþod- oxa- eða rétttrúnaðar- kirkjunni. Þeir, sem neituðu að afneita trúnni, voru brenni- merktir sem „óvinir fólksins“. Erfitt er að meta hve trúar- ofsóknirnar voru árangursrík- ar, því að í Albaníu er það bannað með lögum að ræða við útlending og þeir sem það gera eru umsvifalaust teknir til yf- irheyrslu hjá lögreglunni. Þrátt fyrir það tókst mér að tala við nokkra menn, sem sögðu mér, að enn fyndist fólk, sem rækti sína trú á laun. Börn, sem ég spurði um guð, litu hins vegar á mig eins og naut á nývirki. Sagt er, að sums staðar séu leynileg herbergi full af helgi- myndum, en opinber trúartj- áning er af skiljanlegum ást- æðum mjög fátíð. Það eitt að gera krossmark getur nefni- lega kostað fólk fimm mánaða vist í nauðungarvinnubúðum. Þrátt fyrir það er alls konar orðrómur á kreiki um leikm- enn, sem hafi annast skírnir, um að biskupar hafi verið ley- nilega vígðir og fyrrverandi prestaskólanemar hlotið prestsvígslu. Þeir, sem nást, fá líka að borga það dýru verði. Árið 1972 varð maður að nafni Shtefan Kurti uppvís að því að hafa skírt barn, en í stað þess að gefa honum það að sök við réttarhöldin, var hann sagður breskur njósnari og skotinn. Skemmra er síðan aldraður biskup var staðinn að því að flytja messu í þrælabúðunum, þar sem honum var haldið og af þeim sökum var honum mis- þyrmt svo hroðalega, að hann lést daginn eftir. Talið er, að í Albaníu séu um 40.000 manns í nauðungar- vinnubúðum og margir fyrir sakir trúar sinnar. Lífið er erf- itt í þessum búðum, en þrátt fyrir það hafa margir þraukað þar í 15 eða 16 ár og ekki er talið ólíklegt, að sumum verði sleppt bráðlega, enda orðnir aldraðir menn. Þegar kommúnistar komust til valda í Albaníu, játuðu um 70% þjóðarinnar múham- eðstrú og hefur kommúnistafl- okkurinn tekið upp ýmis ströngustu ákvæðin úr sið- fræði þeirrar trúar. T.d. er al- gjörs skírlífis krafist af körl- um og konum áður en þau ganga í hjónaband og skilnað- ur kemur ekki til greina. — GILL BROWN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.