Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 34
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
Umsjón: Séra Karl Siffurbjömsson
Séra Auður Eir ViUíjálmsdóttir
A U DROTTINSDEGI
Söfnun Hjálparstofnun kirkjunnar:
Brauð handa
hungruðum heimi
Söfnun á jólaföstu
Frá fyrstu tíð hefur Hjálpar-
stofnun kirkjunnar efnt til fjár-
söfnunar meðal landsmanna á
jólaföstu. Er þá safnað til hjálp-
arverkefna, sem ofarlega eru á
baugi innanlands sem utan.
Þessar safnanir eru um sama
leyti og landsmenn eru að huga
að jólagjafakaupum og öðrum
undirbúningi jólanna. En að-
ventan er jólafasta — tími sjálfs-
afneitunar og íhugunar. Mörgum
er jólahaldið kostnaðarsamt. En
samrýmist það boðskap hans,
sem jólin minna á, frelsarans?
Allar okkar jólagjafir spretta af
þeirri gjöf, sem HANN er, öll
raunveruleg jólagleði endurskin
þeirrar gleði, sem HANN gefur.
Hjálparstofnun kirkjunnar vill
með söfnun sinni hjálpa okkur
að minnast þess. Og hjálpa
okkur að láta eitthvað af hendi
rakna til hjálpar þeim, sem sá
sem jólin minna á, kallaði sína
„minnstu bræður", þá sem eru
hjálparþurfi, hrjáðir, hungraðir.
Og það er svo sannarlega enginn
hörgull á þeim.
Þríþætt verkefni
Að þessu sinni eru þrjú verk-
efni, sem safnað er til. Fyrst má
nefna þróunarverkefni í Súdan, og
bygging sjúkraskýlis á íslensku
kristniboðsstöðinni í Cheparería
í Kenýa og loks hjálp til Pólverja.
Sjúkraskýli kristni-
bodsstöðvarinnar
Landsmenn allir þekkja til
hins mikla starfs, sem kristni-
boðsfélögin hafa unnið í Eþíópíu,
og fyrir nokkrum árum haslaði
kristniboðið sér völl á nýju
starfssvæði í Cheparería í
Kenýa. Þar er nú blómlegt starf.
En nú er brýn þörf á að reist
verði sjúkraskýli því læknishjálp
er mjög af skornum skammti og
mikið leitað til kristniboðanna
um aðstoð i þvi sambandi.
Súdan
í fyrra hóf Hjálparstofnun
Frá Súdan.
kirkjunnar samstarf við Hjálp-
arstofnun norsku kirkjunnar við
þróunaráætlun í Súdan. Beinist
hún einkum að 4 þáttum:
1. Heilsugæslu, þar sem áhersl-
an er lögð á þjálfun starfsliðs til
heilsuverndarþjónustu, og al-
menna fræðslu um hreinlæti og
heilsuvernd og svo mæðra- og
ungbarnaeftirlit.
2. Borun eftir fersku vatni, þar
sem hundruð þúsunda manna
búa við ódrykkjarhæft vatn, og
áveituvatn er af skornum
skammti. Nú þegar njóta 250
þúsund manns góðs af brunnum,
sem grafnir hafa verið fyrir til-
stilli þessarar þróunarhjálpar
kirknanna á Norðurlöndum.
Áveituframkvæmdir og aukin
ræktun hafa þegar komið í veg
fyrir árvissa hungursneyð í stór-
um héruðum.
3. Aukinni menntun, með stór-
aukinni lestrarkennslu og al-
mennri verkmenntun, svo og
þjálfun kennara.
4. Bættu mannlífi — þar koma
til orkumál, bætt jarðræktun-
artækni og fleiri atriði, sem
hjálpa íbúunum að nýta betur
gæði lands síns og auka mat-
vælaframleiðslu og stuðla að
betri líðan almennings.
Pólland
Öllum er kunnugt hið alvar-
lega ástand sem ríkir í Póllandi.
Þaðan hafa borist ítrekað hjálp-
arbeiðnir til alþjóðlegra hjálpar-
stofnana, og hafa þær sent mikið
magn hjálpargagna þangað.
Hjálparstofnanir kirknanna á
Norðurlöndum hafa í samvinnu
við Lútherska heimssambandið
haft umfangsmikla fjársöfnun
til stuðnings Pólverjum. Hér á
landi munu Hjálparstofnun
kirkjunnar, Alþýðusambandið
og Kaþólska kirkjan á íslandi
sameinast um almenna fjársöfn-
un í þessu skyni. Er ljóst að ís-
lendingar geta hér veitt virka
hjálp. Talið er að um 3 milljónir
Pólverja þarfnist aðstoðar. Jafn-
vel hefur verið talað um yfirvof-
andi hungursneyð í þessu frjó-
sama landi í Evrópu miðri.
Efnahagskerfi landsins er allt í
molum og vöruskortur geigvæn-
legur, jafnvel hvað varðar brýn-
ustu lífsnauðsynjar. Fólk verður
að bíða tímum saman í löngum
biðröðum, jafnvel heilu næturn-
ar, til að geta fengið matvæli út
á skömmtunarseðla sína, og svo
er iðulega ekkert til, loks þegar
búðirnar opna!
Helst eru það 3 hópar fólks,
sem verða illa úti vegna þessara
aðstæðna, en það eru konur með
ungbörn, aldraðir og fatlaðir.
Vítamín og næringarrík mat-
væli, þurrmjólk og margvísleg
lyf er það sem helst skortir.
Hin frjálsu verkalýðssamtök
„Samstaða", munu annast dreif-
ingu hjálpargagna í Póllandi, en
Islendingar sjá um kaup og
sendingu þeirra til landsins,
samkvæmt nánari óskum Pól-
verja.
Allir íslendingar munu fá
senda gíróseðla, þar sem auðvelt
verður að koma framlögum til
þessara brýnu hjálparverkefna.
Munum, að hér er um að ræða
neyðarkall frá bræðrum okkar
og systrum! Lítið framlag,
nokkrir molar af allsnægtum
okkar, getur skipt sköpum um líf
og heilsu fjölmargra.
Biðröð við matvöruverslun í Póllandi.
Efastu?
3. sunnudag í aöventu - Matt. 11.2—11
Þriðji sunnudaffur í aðventu. Presturinn er í fjólu-
bláum skrúða eins og síðasta sunnudag, lit iðrunar og
yfirbótar. Textar dagsins hljóða sem aðrir aðventutextar
um það, sem var, er og verður í ríki Guðs. Lexía Gamla
testamentisins stendur í Jesaja 1*0. 1—5, pistillinn íl Kor.
I 1—5.
Guðspjallið er um Jóhannes skírara. Hann var útval-
inn til að uppfylla spádóma Gamla testamentisins um
þann, sem myndi koma á undan Frelsaranum, jafna
hólana og fylla upp dœldimar. Jóhannes skoraðist ekki
undan ábyrgðinni. Hann bugaðist ekki þótt sannleikur
hans þætti harður og ofmetnaðist ekki þótt prédikun hans
stofnaði til fjöldavakningar. Hann sœtti sig við að
minnka svo að Frelsari hans mœtti stækka af starfi hans.
Og nú er komið að lífslokum Jóhannesar. Hann er í
fangelsi, dauðinn yfirvofandi. Lærisveinar hans margir
orðnir lærisveinar Jesú. Jóhannes söng ekki lofsöng í
fangelsinu. Hann efaðist. Það les ég að minnsta kosti út
úr guðspjallinu. Var Jesús áreiðanlega Frelsarinn? Eða
hafði hann, Jóhannes, byggt lífsstarf sitt á misskilningi?
Var barátta hans, sjátfsafneitun og lífshætta unninfyrir
réttan mann? Var Jesús alls þessa virði?
Víkjum frá Jóhannesi til okkar. Við efumst stundum.
Stundum finnst okkur við hafa gefið Guði ofmikið. Þær
stundir koma kannski að okkur finnst Guð hafa gefið
okkur fulllítið, ýmsum óverðugri hefur hann gefið alltof
mikið. Við, sem viljum fylgja Kristi, hljótum að eiga
efasemdir og baráttu í trú okkar á stundum. Minnumst
þá Jóhannesar skírara. Hann, sem Jesús kallaði mestan
þeirra, sem af konum eru fæddir, efaðist líka. Þegar
efinn þrengir að okkur, skulum við minna hvert annað á
að flóknar aðstæður koma alltaf upp í lifi þeirra, sem
fylgja Jesú. En svarið frá Jesú kemur líka. Verum viss.
Guðgefi okkur góða aðventu.
í dag kveikjum viö á 3. kerti aöventukransins. Þaö
er stundum kallaö „Hiröakertiö“ og minnir á þá
sem fyrstir fengu fregnina sem berst nú út um alla
heimsbyggöina. Hiröarnir fundu barniö í jötunni
og veittu því lotningu, og sneru síöan aftur og
vegsömuöu og lofuöu Guö fyrir allt þaö, sem þeir
höföu heyrt og séö. Jólahátíöin vill beina sjónum
þínum aö barninu í jötunni. Þaö er frelsarinn,
frelsarinn þinn.
3. kertid á aðventukransinum