Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 37

Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 85 Kristján Einarsson, Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd af „Ragtime Bob" í vikunni er leið, þar sem hann skemmti gestum í Óðali. „Ragtime-Bob“ er kominn til landsins. Og hver er sá maður? Jú, hann er fæddur í Alaska og spilar ragtime- tónlist öðrum betur. Hann hefur samið um 300 lög og gefið út átta hljómplötur hjá United Artist — allt saman rag- time. Hann er einn tíu manna í þessum heimi, sem hafa það að aðalatvinnu að spila ragtime-tónlist, næst elstur þeirra og sá eini sem ferðast um milli borga og landa og spilar. Og nú er hann kominn til íslands, Alaskamaðurinn Bob Durch — Ragtime-Bob. „Já, segir hann, ég er Alaskamaður, og þess vegna kemur hún mér ekkertta óvart þessi veðrátta hér. Vindur áþekkur þessum sem var hér í gær (þriðjudag), gengur undir nafninu Taku í minni heimabyggð. Það er komið úr indíánamáli og þýðir sterkur vindur. Nei, nei, það er enginn indíáni í mér. Faðir minn er enskur og móðir mín þýsk. Þau fluttu til Alaska árið 1917, en ég er fæddur í Detroit, því í þann tíma voru engir læknar og engin sjúkrahúsin í Alaska.“ Bob gaf sig snemma að tónlistinni og ragtime-músíkin átti hug hans allan. En hann var aðeins tvítugur að árum, þegar hann fékk boð um að ganga i herinn í seinna stríði, 1940. Svo tók hann þátt í Kóreu-stríðinu og losnaði ekki úr hernum fyrr en 1953. Þá var hann orðinn yfirmaður þar, en tónlistarmaður vildi hann verða, og var kannski alltaf, og lagði á hilluna allan frama í hernum. En af hverju leikur maðurinn aðeins ragtime-tónlist? „Mér fannst hún snemma spennandi,“ segir hann „og svo er það nú ekki á hvers manns færi að spila hana. Og fólk kann að meta þessa tónlist, af því það heyrir hana ekki of oft. Það kynntist henni ef til vill fyrst af myndinni frægu The Sting. Ég lék síðast í Færeyjum á sjö stöðum og kynnti tónlistina og ég held það hafi ekki verið nema einn maður, sem vissi að ég var ekki að spila spánnýja músík.“ Nú vildi Ragtime-Bob koma með innlegg úr tónlistarsögu: „Ragtime verður til í kringum 1896“, segir hann, „og lifir góðu lífi fram undir 1920, en fellur þá í dvala meðal almenn- ings fram til 1973, að kvikmyndin The Sting gerði þessa tegund tónlistar aftur fræga. Þessi dvalaár var samt mikil gróska i ragtime-músíkinni meðal þeirra sem gáfu sig að henni. Blúsinn verður til 1906 og jassinn 1915. Raunar hét það „Jas“ upphaflega en það þýddi „sex“ í götumáli svartra, svo mönnum varð Ijóst að það varð að breyta nafninu. 1916 var það „Jass“, 1917 „Jasz“, 1918 „Jaz“ og loks 1919 „Jazz“ og hefur heitið það síðan. Af jassi leiðir svo: Dixieland (1915), Boogie (1920), Sophisticated (1922), Swing (1932), Bebop (1940), Progressive (1946) og Rock & Roll (1953) — hvað kemur næst er ómögulegt að segja. Þess konar hluti kenni ég í fyrirlestrum mínum, og athugaðu það, að ragtime er klassísk tónlist, það er að segja, að til þess að það heiti ragtime sem þú spilar, þá verðurðu að leika tónlistina eins og hún var skrifuð, ef þú breytir lítillega útaf, þá ertu orðinn jassisti.“ Ragtime-Bob er maður efnaður, raunar sagðist hann vera „well-off“, en það segja ríkir menn jafnan, til að sýnast hógværir. Hann kom í fyrsta skipti til íslands árið 1979 og stoppaði þá í fjóra daga. Hann hafði kynnst íslendingi einum í Toronto í Kanada, sem kallaði sig Fred Miller og hafði lært til prests í Englandi, og þessi maður gaf honum heimilisfang náinna skyldmenna sinna á íslandi, því þangað var Ragtime-Bob áfjáður í að koma. „Skyldmenni Fred Mill- ers eru mestu öðlingar,“ segir Bob, og vildi koma á framfæri þakklæti til þess ágæta fólks. Hann vill gjarnan að það komi fram líka, að hann langar til að spila ragtime-tónlist í íslenskum skólum; hann hefur gaman af því að kynna þessa músík æskufólki, og myndi gera slíkt endurgjaldslaust. Frá því í september hefur hann komið fram á 71 stað víðs vegar á Norðurlöndum og gerði sænska sjónvarpið þátt með hon- um, sem sýndur verður í janúar. Hann segir að allt innan- húss í skemmtistaðnum Oðali í Reykjavík sé upp á kúreka- vísu og það falli vel að þeirri tónlist sem hann leiki, og honum liki það sérlega vel að spila þar þrjár stundir á kvöldi framundir jól. En í lokin spyrjum við Ragtime-Bob: Hvað finnst þér sérkennilegast og merkilegast á íslandi, sem þaulreyndum heimsflakkara? „Ja, hér er nú margt líkt og í minni heimabyggð i Alaska, nema hér er þvílík bílamergð, að það er eins og maður sé kominn til Los Angeles. Þá eru verslanir flestar fyrsta flokks hvað varðar vðruúrval, en merkilegast finnst mér nú heita vatnið í jörðinni og hvernig þið nýtið ykkur jarðork- una. Svo finnst mér sjálfum ánægjuefni, hvað mörg ung- menni íslensk, þekkja til ragtime-tónlistar og fyrir alla muni láttu það koma fram, að ég sé reiðubúinn að spila í skólum og kynna nemendum ragtime-tónlistina." Þeir komu til að taka ljósmyndir, en voru myndaðir sjálfir: Þrír jaxlar í ljósmyndara- stétt heilsa uppá forsætisráðherra. Fyrstan skal frægan telja Ólaf K. Magnússon, þá Bjarnleif Bjarnleifsson, ljósmyndara á Dagblaðinu & Vísi og Guðjón Einarsson, ljós- myndara á Tímanum (situr). Þeir hafa gegnum árin tekið marga myndina af Gunnari Thoroddsen, og þegar hin nýja samstalsbók þeirra Ólafs Ragnarssonar var kynnt blaðamönnum, áritaði Gunnar bókina fyrir þá. Kirkjur í Seljasókn! Efnilegir athafnamenn efndu til hlutaveltu fyrir skömmu og færðu sóknarnefnd Seljasóknar allan ágóðann að gjöf í kirkju- sjóðinn, en enginn kirkja er sem kunnugt er í sókninni. Sókn- arstarfið er samt mjög öflugt og nýlega festi sóknin kaup á húsnæði, þar sem verður skrifstofa fyrir prestinn og seinna meir aðstaða fyrir æskulýðsstarfsemi. Þá hefur verið ráðinn arkitekt til að teikna hina fyrirhuguðu kirkju, Valgeir Ástráð-sson er prestur í Seljasókn og er messað í Olduselsskóla. En strákarnir á myndinni heita: Þorsteinn Ö. Finnbogason, Guðbjartur Auðunsson, Steindór Eggertsson, Eggert Hjelm og Guðjón Ásmundarson. Hús Stephans G. T4ú standa yfíf miklar endur- bætur á húsi Stephans G. Steph- anssonar í Alberta-fylki í Kan- ada. Fylkisstjórnin stendur fyrir endurbótum ásamt ýmsum einkaaðilum og er Jane McCracken, ungur sagnfræðing- ur, í forsvari fyrir endurbótum þessum. Hún hefur meðal ann- ars komið hingað til íslands að safna munum í húsið og kynna sér ýmislegt varðandi Stephan. Segir í Lögbergi tjeimskringlu að endurbótunum verður lokið næsta sumar og ætlunin er að opna húsið í ágústmánuði 1982, en Stephan Íést aðfaranótt 10. ágúst 1927, hátt á 74. aldjursári. Það var árið 1889 sem Stephan G. Stephansson nam land í þriðja sinn í Vesturheimi og þá í Alberta-fylki í Kanada, skammt frá Markerville. Bjó hann þar til dauðadags. Þar voru óbyggðir miklar og nóg landrými, þegar Stephan fluttist þangað, og hafði Árni Elfar leiknaði eitt sinn þessa mynd af húsi skáldsinx. hann miklar mætur á þeim slóð- um, svo sem meðal annars má sjá í kvæðinu Sumarkvöld í Al- berta. Tvö síðustu erindin hljóða svo: En mér er auðnin þessi þú.sund sinnum kærri en þröngbýlið í sveitum, þeim auðugri og xtærri, því svigrúm lífs er þar svo þrengt á allar lundir, að þriðjungur af mönnum er bara troðinn undir. Ég ann þér, vestræn óbyggð láðið lífs og bjargar, með landrýmið þitt stóra, sem rúmar vonir margar, því án þín móti þrældóm væri hvergi vígi og vesturheimska frelsið ævintýr og lygi. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.