Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
11
„Hverfum frá niður-
skurðarsteftiu sl. árs“
- segir Pétur Guð-
finnsson framkvæmda-
stjóri Sjónvarps
„Við hverfum frá þeirri nidur
skurðarstefnu sem einkenndi
árið 1981 og vinnum innan svip-
aðs ramma og var 1980 og fyrr,“
sagði Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri sjónvarps í sam-
tali við Mbl. „Vetrardagskrá
verður í ár til 1. júní og byrjar
aftur 1. október, og lokað verð-
ur vegna sumarfría í júlí mán-
uði. A síðasta ári tókst okkur að
stytta skuldahala stofnunarinn-
ar, afnotagjöld fylgdu nokkurn
veginn verðbólgu og auglýsingar
voru heldur meiri en búist hafði
verið við þannig að við búum við
bætta fjárhagsstöðu og getum
gengið út frá heldur rýmri
dagskrárgerð en síðastliðið ár,
þar sem verulegt tap var á árun-
um 79 og ’80.“
Framkvæmdir hjá Lista-
og skemmtideild
Hinrik Bjarnason forstöðumaður
Lista- og skemmtideildar sagði að
árið ’82 liti út fyrir að verða betra
ár en það sem liðið er. Meðal
skemmtiefnis sem deildin kemur til
með að vinna á árinu nefndi hann
tvo myndaflokka, annar yrði unn-
inn úr áramótaskaupum fyrri ára
og þættirnir sendir út hálfsmánað-
arlega frá byrjun þessa árs. Hinn
er í sex þáttum, heitir „Félags-
heimilið" og verður tekinn upp
fyrir sumarlokun og sýndur seinni
hluta ársins. Að auki er gert ráð
fyrir um fimm stökum skemmti-
þáttum, sem teknir verða upp og
sendir út á tyllidögum.
Barna- og unglingaefni verður
með svipuðu sniði, Stundin okkar
heldur áfram, ákveðið er að taka
upp eitt barnaleikrit, sem sýnt hef-
ur verið í leikhúsunum, og ein smá-
saga verður kvikmynduð.
Þá er ætlunin að vinna þrjá 20
mínútna tómstundaþætti fyrir
börn og fullorðna.
Skonrokk heldur áfram í svipuðu
formi, og auk þess verða gerðir átta
20 mínútna þættir með íslenskum
hljómsveitum.
Fyrirhugað er að taka upp fimm
leikrit í sumar, sem sýnd verða
næsta vetur eða ár. Þar af eru þrjú
ný verk sem sérstaklega eru skrif-
uð fyrir sjónvarp og eru afrakstur
höfundanámskeiðs, sem haldið var
á vegum sjónvarpsins 79 en þau
eru: „Þú skalt ekki stela" eftir
Böðvar Guðmundsson, „Hver er
sinnar gæfu smiður" eftir Þorstein
„Leggjum mikla áherslu á gerð þátta um pólitíska baráttumenn á fyrri hluta aldarinnar og hefur Útvarpsráð
samþykkt að unnið verði að heimildarþætti um Jónas frá Ilriflu á árinu,“ sagði Baldur. „Að auki eru fyrirhugaðir
þættir um Ólaf Thors og Jón Baldvinsson." Frá vinstri: Baldur Hermannsson, Pétur Guðfinnsson og Hinrik
Bjarnason. Ljósm. Mbl. Krisiján
Marelsson, og verk eftir Ásu Sól-
veigu, sem enn hefur ekki hlotið
nafn. Þá verða tekin upp tvö leik-
rit, sem sýnd hafa verið í leikhús-
unum, hugmyndir eru um „Stund-
arfrið“ og „Ofvitann" en það er þó
ekki ákveðið enn. Að auki mun
sjónvarpið endursýna nokkur verk,
bæði leikrit og annað efni.
Einnig verða teknir upp fjórir 30
mín. þættir með Sinfóníunni og
aiitað sjö 20 mínútna þættir með
einsöngvurum og einleikurum, þrír
þættir verða með kórum og tveir
með jasstónlist.
Vaka verður með svipuðu sniði
og áður, en einnig verða gerðir sjö
myndlistarþættir ýmist um ein-
staka myndlistarmenn eða aðferðir
þeirra. „Ef Ríkisútvarpið gerir
samning um flutning á Listahátíð
verða eflaust 5—6 þættir í því sam-
bandi,“ sagði Hinrik, „en það er þó
ekki ákveðið enn.“
Að auki er hugsanleg dagskrá
vegna afmælis Halldórs Laxness
23. apríl nt., en Hinrik sagði að
ekki væri farið að ræða fyrirkomu-
lag á slíku við skáldið enn.
Frétta- og fræðsludeild
Baldur Hermannsson sagði að
fastir þættir yrðu óbreyttir á árinu
og að auki yrðu unnar stakar heim-
ilda- og fræðslumyndir. Framhald
verður á þáttum um atvinnumál,
en fyrsti þátturinn um mjólkuriðn-
að, „Mjólk í mál“, var sýndur í
byrjun desember sl. Þættir þessir
verða um 30—40 mínútna langir,
um fimm talsins, og verða tveir um
stóriðju, einn um tölvuvæðingu,
annar um nýtingu jarðvarma og
einn um starfsemi verðlagsstofn-
unar.
Þá sagði hann að samþykktar
hefðu verið ýmsar hugmyndir um
félagsmál en ekki ákveðið enn hvað
tekið verður fyrir, en m.a. hefur
verið rætt um heimildarmynd um
Landspítalann, félagsaðstöðu fyrir
unglinga og fleira.
Varðandi menntamál er ætlunin
að fjalla töluvert um skóla, kynnt-
ar nýjar hugmyndir sem fram hafa
komið, bæði í formi fræðslu- og
umræðuþátta.
Þá hefur komið upp hugmynd
um að gera mynd um ýmis tækni-
leg atriði varðandi handritin, svo
sem hvernig blek var búið til,
hvernig skinn voru unnin, hvernig
handritin hafa varðveist og hvern-
ig þeim er haldið við.
Fyrirhugaður er þáttur um
byggð á Islandi fyrir landnám,
minjar Papa hér á landi, og komið
fram með kenningar þar að lút-
andi, þar sem ekki er miklum stað-
reyndum fyrir að fara til að byggja
á.
Samþykkt hefur .verið af Út-
varpsráði að gera mynd um Jónas
frá Hriflu, en sjónvarpið hefuf þeg-
ar sýnt þætti um Brynjólf Bjarna-
son og Óskar Garibaldason. Síðar
er hugmyndin að gera sambærilega
þætti um Ólaf Thors og Jón Bald-
vinsson. Baldur lagði áherslu á
mikilvægi þátta sem þessara, þar
sem rætt er við samtíðarmenn
þessara manna er búa yfir ógrynni
af vitneskju sem ekki má glatast.
Árið 1983 eru 200 ár síðan Skaft-
áreldar hófust og verður unnið að
heimildarmynd um þá atburði á ár-
inu og myndin síðan sýnd 1983.
Gerðar verða þrjár útilífs- og
náttúrumyndir, og lokið við mynd
um Viðey.
Þættir verða um lögfræðileg
málefni, „Réttur er settur“, sem
tekur fyrir húsaleiguákvæði, og
auk þess verða gerðir tveir þættir í
samvinnu við laganema um fast-
eignaviðskipti og bílaviðskipti.
Þátturinn Maður er nefndur
verður sendur út í mars og að þessu
sinni verður rætt við Eirík Kristó-
fersson. Að auki eru þrír þættir um
nýjar eða endurvaktar búgreinar,
hér á landi, laxeldi, loðdýrarækt og
kornrækt, langt komnir í vinnslu
og verða sýndir fljótlega.
„Þessi upptalning er engan veg-
inn tæmandi, en þetta er það helsta
sem við komum til með að fást við,“
sagði Baldur að lokum.
Kosningar í
Tyrklandi ’83
Ankara. Al*.
KENAN Evren, hæstráðandi Tyrkl-
ands, skýrði frá því í nýjársboðskap
sínum, að stjórn hans hygðist efna
til almennra þingkosninga síðla árs
1983. Evren sagði, að kjördagur
hefði ekki verið ákveðinn enn en
það myndi gert með hliðsjón af
hvernig gengi að semja nýja stjórn-
arskrá fyrir landið. Evren sagðist
vilja fullvissa landa sína og banda-
menn Tyrkja um að herforingja-
stjórnin væri staðráðin í að beita sér
fyrir því, að horfið yrði að nýju til
lýðræðis.
Stjórn Evrens hefur sætt mikl-
um þrýstingi frá ríkisstjórnum í
Vestur-Evrópu um að tilkynnt
yrði, hvenær herforingjastjórnin
myndi láta af völdum og efna til
kosninga. Efnahagsbandalagið
hefur dregið að láta Tyrklandi í té
600 milljóna dollara efnahagsað-
stoð vegna þessa. Evren sagði í
ávarpi sínu, að enda þótt mikið
hefði áunnizt á árinu 1981, væri þó
ekki raunhæft að halda því fram
að tekizt hefði að koma á fullkom-
inni reglu og lögum. En batahorf-
ur væru góðar, bæði í efnahags-
legu og pólitísku tilliti.
Evren skýrði einnig frá því að
þjóðaratkvæðagreiðsla yrði í
Tyrklandi á árinu 1982 um nýja
stjórnarskrá sem myndi ryðja
brautina fyrir myndun nýrra
stjórnmálaflokka og kosninga-
laga.
15. janúar
Umboösmenn HHÍ eru um land allt. Peir svara fúsir öllum
spurningum þínum um vinningslíkur, miöaraðir langsum og þversum,
trompmiöa, endurnýjun, vinningsupphæöir, - Já, hvaöeina
sem varöar starfsemi HHÍ.
Kynntu þér hvaða umboðsmaður hentar þér best
reykjavík: .fyrjr -| 5 janúar
Aöalumboöið, Tjarnargötu 4, sími 25666
Verslunin Búsport. Arnarbakka 2—6. simi 76670
Bókabúðin Álfheimum 6. sími 37318
Bókabúö Fossvogs. Grímsbæ, sími 86145
Bókabúð Jónasar Eggertssonar. Rofabæ 7, sími 83355 ,
Bókaverslun Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150. simi 38350
Frímann Frímannsson. Hafnarhúsinu. sími 13557
Neskjör, Ægissíöu 123, sími 19832
Ölöf Ester Karlsdóttir, c/o Rafvörur. Laugarnesvegi 52. simi 86411
Verslunin Straumnes. Vesturbergi 76. sími 72800
Þórey Bjarnadóttir. Kjörgarði. sími 13108
KÓPAVOGUR:
Anna Siguröardóttir. Hrauntungu 34. sími 40436
Borgarbúöin, Hófgerði 30, sími 40180
Blómaskálinn v/Nýbýlaveg, sími 40980
GARÐABÆR:
Bókaverslunin Gríma. Garöaflöt 16-18, simi 42720
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafkaup. Reykjavíkurvegi 66. sími 52979
Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326
Verslun Valdimars Long. Strandgötu 41. simi 50288
MOSFELLSSVEIT:
Bókaverslunin Snerra s f . Þverholti, sími 66620
KJÓS:
Hulda Sigurjónscjþttir, Eyrarkoti
UMBOÐSMENN Á REYKJANESI:
Grindavík Ása Einarsdóttir. Borgarhrauni 7. simi 8080
Hafnir Guölaug Magnúsdóttir, Jaðri. sími 6919
Sandgerði Hannes Arnórsson, Víkurbraut 3, simi 7510
Keflavík Jón Tómasson, sími 1560
Flugvöllur Erla Steinsdóttir. Aöalstööinni. sími 2255
Vogar Halla Árnadóttir, Hafnargötu 9. sími 6540
UXí rr<;\ anu''
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn