Morgunblaðið - 12.01.1982, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Kirhildur l»ork*if.sdóllir
Ak-xandcr Maschal
Kri.xtinn DamVlsson
Malldór VilhelmNNon iohn Speight
Klísabet Krlingsdóllir
æyintýri
Ásrún Davíðsdóttir
(•unnar Kjarnaxon
Dóra Kinarsdóttir
Kristinn Sigmundssíin
(íardar ('ortes
Tónlíst
Jón Ásgeirsson
Opnun Islensku óperunnar
með aðsetri í Gamla bíói er
slegin slíkum ævintýrabjarma
að vart mun verða jafnað til
nokkurs annars viðburðar í ís-
lensku tónlistarlífi. Um tilurð
þess að íslenska óperan gat
fest kaup á Gamla bíói og
einnig hversu fjöldi fólks hef-
ur lagt nótt við dag til að full-
gera bæði húsið og sýninguna
fyrir 9. janúar, hefur verið tí-
undað rækilega svo að litlu er
þar við að bæta. Það sem nú
blasir við er viðgangur fyrir-
tækisins og framtíðin en þar
skiptist fólk.í fylkingar sem þó
sameinast í þeirri einlægu ósk
að íslenska óperan verði blóm-
legt fyrirtæki til heilla fyrir
land og lýð.
Óperettan Sígaunabarón-
inn, eftir Jóhann Strauss, er
tæplega samklædd tilefninu
en líkleg til skemmtunar og
ánægju fyrir þann stóra hóp
er ann léttri og líflegri tónlist.
Jóhann Strauss var snillingur
í lagsmíði og hafði auk þess
mikil áhrif á samtíð sína með
frjálslegu og leikandi hljóð-
falli. Allt var þetta fellt í fal*
legan hljómsveitarbúning, svo
vel, að tónlist hans, sem risin
er upp úr danstónlist, heldur
velli þrátt fyrir allar svipt-
ingar sem sveigt hafa tónlist-
arsmekk og danshegðan al-
mennings, síðan valsinn var
mest í tísku fyrir aldamótin
síðustu. Þó tónlistin í Síg-
aunabaróninum sé ekki djúpt
skorin og heldur léttvæg,
nema þar sem tónskáldið kem-
ur því við að spinna sínar fal-
legu og snjöllu laglínur, er
óperettan skemmtilegt og
leikandi verk.
Að velja vinsælt og
skemmtilegt verk felur í sér
þá hættu að flutningurinn nái
ekki að hylja fáfengilegt inni-
hald og er reynsla margra
góðra Íistamanna sú, að þá
fyrst reyni á hvort glæsileik-
inn í flutningi geti yfirskyggt
það sem á vantar í gerð verks-
ins.
Sá listamaður í sýningu Síg-
aunabarónsins, sem skapar í
rauninni lifandi sviðsverk og
slær í gegn, er leikstjórinn
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Þröngt og óbifanlegt leiksvið
hússins verður lifandi mann-
lífsiða undir hennar stjórn.
Þeir sem stóðu að sýningunni
við hlið Þórhildar í gerð sviðs-
verksins, Gunnar Bjarnason,
höfundur leikmyndar, ljósa-
meistari hússins, Kristinn
Daníelsson, og Dóra Einars-
dóttir, er sá um búninga, eiga
ekki lítið í þessari eftirminni-
legu sýningu. Það er ekki nóg
að Kristinn hafi staðlað ljós-
virkni sýningarinnar, heldur
hefur hann einnig haft veg og
vanda af því að kaupa og setja
upp ljósaútbúnaðinn. Aðstæð-
ur þær sem Dóra vinnur við
eru slíkar að árangurinn er
hreint ótrúlegur, þrátt fyrir
ýmsa galla, eins og t.d. húfu-
leysi hermannanna, og
ósmekklegan kjól Saffi í loka-
atriði óperettunnar. Kristinn
er, að þvi er undirritaður best
veit, starfsmaður Þjóðleik-
hússins. Það gæti orðið bæði
Þjóðleikhúsinu og íslensku
óperunni til gagns, að sam-
starf þessara stofnana yrði
sem margþættast. Vinnuað-
staða og verktækniþjálfað
starfslið Þjóðleikhússins gæti
orðið íslensku óperunni mikils
virði og á móti ætti Þjóðleik-
húsið að geta haft gagn af
söngliði og húsnæði óperunn-
ar, Gamla bíói, til sérstakra
leiksýninga. Þrátt fyrir slíka
samvinnu gætu þessi fyrir-
tæki keppt um hylli almenn-
ings, keppt saman að því marki
að gera veg óperunnar sem
mestan hér á landi. Fram-
gangur sýningarinnar er
ávallt í höndum hljómsveitar-
stjórans sem að þessu sinni er
Austurríkismaður og heitir
Alexander Maschat. Það var
ávallt gott jafnvægi í samspili
hljómsveitar og söngvara með
litlum undantekningum, eink-
um á samskeytum söngatriða,
sem voru þó svo litil að hvergi
spillti til hlustunar. Það sem
skiptir einnig miklu máli fyrir
heild sýningarinnar, er hraði
hennar og undir stjórn Masch-
at var „tempóið" gott.
Það er ekki auðvelt verk að
þýða texta, sem er niðurnegld-
ur er varðar áherslur og fjölda
atkvæða við tónlist, er í mjög
litlu má breyta. Egill Bjarna-
son þýddi textann er verkið
var frumflutt hér á landi fyrir
20 árum og í samanburði við
gamalt æfingahandrit frá
þeim árum hafa verið gerðar
nokkrar breytingar til bóta, þó
enn séu setningar, sem eru
))Það er í rauninni
margt skylt með Garð-
ari Cortes og Barinkay í
sígaunabaróninum.
Báðir finna þeir fjár-
sjóð og gefa hann þjóð
sinni. Vonandi getur
þjóðin endurgoldið
fjársjóðinn eftir að
hafa ávaxtað hann í Is-
lensku óperunni. Er það
ekki stórkostlegt ævin-
týri?U
hálfgert „Tarzan“-mál og auð-
veldlega hefði mátt breyta,
jafnvel þó víkja yrði til nótu
og nótu. Val á söngfólki er
vandasamt verk og er ljóst að
við þessa sýningu hefur
heimafólk verið valið, sem vel
er skiljanlegt vegna þeirrar
vinnu er fylgt hefur öllum
undirbúningi og því lítil nýt-
ing á aðkomufólki, sem aðeins
kæmi til að syngja.
Viðfangsefnið hefur mikið
að segja varðandi aðsókn en
einn veigamesti þátturinn um
aðsókn og athygli manna á
óperuflutningi hefur, um allan
heim og á öllum tímum, verið
tengdur glæsilegum flytjend-
um, nema í örfáum tilfellum
þegar um flutning nýs lista-
verks er að ræða. Operan er og
verður fyrst og fremst til í
glæsilegum söng og án áhrifa
söngvárans er leikhús óper-
unnar að mestu tóm vitleysa,
óraunveruleg tilgerð og í besta
falli falleg tónlist. Sá áhuga-
hópur sem unnið hefur að
framgangi óperunnar er eðli-
lega fremstur í flokki sýn-
ingarfólks.
Ungt óperufyrirtæki þarf að
eiga áhuga ungra söngvara og
það eru gleðileg tíðindi hversu
kór óperunnar er vel mannað-
ur ungu söngfólki, en úr þeim
hópi sungu og spiluðu nokkrir
smá strófur eða léku önnur
hlutverk. Signý Sæmundsdótt-
ir (Irma) og Þórdís Þórhalls-
dóttir (Katicza) sungu „brúð-
artertulagið" mjög fallega.
Stefán Guðmundsson söng
hlutverk Ottókar og opnaði
óperuna. Stefán er enn í
söngnámi og því lítið hægt að
segja annað en að hann stóð
sig vel sem elskhugi Arsenu,
er sungin var af ungri, lítt
reyndri söngkonu, Ásrúnu
Davíðsdóttur. Ásrún hefur
fallega en litla rödd og gerði
margt vel bæði í leik og söng.
Sá af nýliðunum, er vakti
mesta athygli og var meira
fagnað en öðrum söngvurum
sýningarinnar, var Kristinn
Sigmundsson, er fór með hlut-
verk Homonay greifa. Krist-
inn er stórefnilegur söngvari
og verður fróðlegt að fylgjast
með honum í framtíðinni,
sérlega ef hann þorir að leggja
allt að veði til að verða söngv-
ari. Czipra, „sígaunakerling-
in“, var sungin af Önnu Júlí-
önu Sveinsdóttur, og eins og
segja má um Elísabet Erlings-
dóttur, er söng hlutverk Mira-
bellu, er sönghlutverkið á
lægsta registri þeirra og náði
þrátt fyrir ágætan söng og
leik ekki að hljóma nógu
skýrt. Aðalhljómstyrkur Önnu
Júlíönu og Elísabetar liggur
hærra en gert er ráð fyrir í
hlutverkum þessara heiðurs-
kvenna. Carnero greifi var
kostuleg „týpa“ í útliti og
flutningi John Speight. Á
þeim tíma, sem óperettan er
samin, er fulltrúi siðgæðisins
hlægilegur og eðlilega sá eini
sem bíður lægri hlut. Þrátt
fyrir næstum of kátlegt gervi
skilar John Speight sinu hlut-
verki mjög veí. í svona kátlegu
gervi verður hlutverkið vara-
samt og erfitt. í mildara gervi
hefði hlutverkið leyft að spilað
væri meira á kómískan leik-
máta. Að vera bæði kómískur
í útliti og í leik er erfitt án
þess að yfirdrífa og þar með
skjóta yfir markið, sem John
Speight tekst auðveldlega að
forðast. Zsupán svínabóndi er
sunginn af Halidóri Vilhelms-
syni með miklum glæsibrag.
Halldór hefur sterka tilfinn-
ingu í þá átt að yfirdrífa, en
með meiri þjálfun í leiktækni
gæti hann orðið frábær óperu-
söngvari. Sígaunastúlkan Saffi
er sungin af Ólöfu Kolbrúnu
Harðardóttur. Ólöf er frábær
söngkona en bætti ekki neinu
við það sem allir vita og ætlast
til af henni. Það er ekki ónýtt
fyrir óperuna að hafa á að
skipa slíkri söngkonu til að
takast á við erfið sönghlut-
verk. Síðast en þó fyrst skal
nefna til sögu þessarar mann-
inn, sem hefur staðið í farar-
broddi og magnað með fólki
slíkan áhuga að það hefur nær
því selt sál sína, klifið með
honum þrítugan hamarinn og
flett blaði í tónlistarsögu
okkar fámennu þjóðar, magn-
að með fjölda manns trú á til-
tæki, sem margir telja ófram-
kvæmanlegt og dæmt til að
mistakast. Það er í rauninni
margt skylt með Garðari
Cortes og Barinkay í Sígauna-
baróninum. Báðir finna þeir
fjársjóð og gefa hann þjóð
sinni. Vonandi getur þjóðin
endurgoldið fjársjóðinn eftir
að hafa ávaxtað hann í ís-
lensku óperunni. Er það ekki
stórkostlegt ævintýri? Forseti
íslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, las upp úr dagbók Magnús-
ar Stephensen í ávarpi sínu.
Magnús segir þar frá er hann
hlustaði á Töfraflautuna eftir
Mozart og þar sem Mozart er
fyrsta tónskáldið sem nefnt er
á nafn á hinu nýja óperuleik-
sviði íslendinga, flaug það í
hug undirritaðs, að gaman
væri að heyra Garðar Cortes
syngja Mozart sem næsta
verkefni. Þessi fyrsta hátíð-
arsýning við opnun óperunnar
er fagnaðarstund og af því til-
efni var Jón Nordal beðinn að
semja hátíðarforleik. Jón
nefnir verk sitt Tileinkun.
Verkið er látlaust, hljómfal-
legt en helst til viðburðalítið
til samanburðar við tilefnið
eða þá hátíðarstemmningu er
ríkti í sölum „Reykjavíkur
Biografteater". íslensku óper-
unni er óskað alls góðs í fram-
tíðinni og að í starfi hennar
eigi íslensk söngmennt eftir
að blómstra með miklum
glæsibrag.