Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 hrettándajíleði í \ estmannaeyjum: Á hverju ári koma fram ný tröll á þrettándagleði Vestmanneyinga. Þessi er einn af þeim nýjustu og mun heita „Videosníkir". I.jósmynd Sigurjíeir. Púkarnir atast í álfameyjunum. Ljó.smynd Sipirgeir. Alfar, púkar, tröll og jóla- sveinar léku á als oddi VESTMANNEYINGAR brenndu út jólin á þrettándan eins og þeir hafa gert um áraraðir. Knattspyrnufélag- ið Týr annaðist undirbúning og framkvæmd hátíðahaldanna og bær inn lagði til flugelda og fleira. Há- tíðahöldin hófust klukkan 20.00 um kvöldið með því að jólasveinarnir 13 gengu á fjöll og tendruðu stórt og mikið merki knattspyrnufélagsins Týs og logaði það fram á nótt. Síðan gengu þeir niður á Há og var þar mikil og skrautleg flugeldasýning. Þá gengu jólasveinarnir með blys um bæinn í loruneyti Grýlu og lA-ppalúða og fleiri slíkra förunauta. Gengið var að elliheimilinu og þaðan á knattspyrnuvöllinn í bænum þar sem kveikt var í miklum bálkesti og héldu álfar og púkar, tröll og forynj- ur ýmis konar upp þar miklum ærsl- um. Að því loknu var liði fylkt til sjúkrahússins og lauk þar göngunni. Síðan dönsuðu Vestmanneyingar fram eftir nóttu. Yngri kynslóðin fékk einnig sitt ball þar sem Eyverj- ar héldu þeim árvisst grímuball. Þátttaka þar var mikil og búningar skrautlegir, vandaðir og frumlegir. Einhliða afvopnun andmælt Hvers vegna er deilt um afvopnun? Deilan snýst um stríð og frið. Sérhver einstaklingur verður að taka afstöðu í svo alvarlegu máli. Við lifum á kjarnorkuöld, enn ein heimsstyrjöldin gæti orðið skapa- dægur mannkyns. Höfuðmáli skiptir að koma í veg fyrir, að Vþriðja heimsstyrjöldin brjótist út. '• Þeir, sem krefjast einhliða afvopnunar, telja, að hin mikla áhersla, sem lögð er á fjárframlög til framleiðslu á vígtólum, hljóti að leiða til styrjaldar. Vilji Sovétmenn ekki verða þátttakendur í gagnkvæmri afvopnun, segja einhliða afvopnunarsinnarnir, á Vestur-Evrópa að afvopn- ast einhliða. Stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru þeirrar skoðunar, að eina leiðin til að koma í veg fyrir styrjöld sé, að friðsamar þjóðir standi þétt saman og fæli þannig sérhvern árásaraðila frá illum áformum sínum. Stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins rökstyðja réttmæti skoðana sinna með vísan til þess, að bandalagið hafi verið stofnað í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, að þau mistök yrðu endurtekin, er leiddu til tveggja heims- styrjalda á þessari öld. Báðar hófust þessar styrjaldir vegna þess, að árásaraðiJinn taldi sig geta haft betur. Nú á tímum vita sovéskir ráðamenn og herforingjar, að þeir næðu ekki vilja sínum fram í Evrópu með því að beita hervaldi. I Atlantshafssáttmálanum, stofnskrá NATO, seg- ir, að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll. Sovétmenn hafa virt þessa yfirlýsingu, þeir hafa aldrei ráðist til atlögu gegn neinu NATO-ríki. Sovétmönnum hefur verið haldið í skefjum, það hefur tekist að fæla þá frá árás. Einhliða afvopnun gæti raskað þessu friðarkerfi. Hér verður svarað nokkrum spurningum um stríð og frið, sem hæst ber í umræðum í Evrópu um þessar mundir. 1. Kjarnorkuvopn eru hryllileg (ietum við ekki gengið fram með góðu fordæmi og kastað þeim fyrir róða? Kjarnorkuvopn hljóta að vekja hrylling hjá öllum mönnum. Líklega verður þeim þó aldrei útrýmt af jörð- unni, úr því að þau hafa verið fundin upp. Við stöndum frammi fyrir þessari döpru staðreynd, og við getum ekki annað en brugðist við henni. Þá hljótum við fyrst að spyrja: Hvernig getum við best tryggt, að þessum vopnum verði aldrei beitt? Þau rök hljóma ekki sannfærandi, að Sovétmenn myndu eyðileggja sín kjarnorkuvopn, af því að Norðurlandaþjóð- irnar lýstu því yfir, að þær yrðu aldrei varðar með kjarn- orkuvopnum, eða Hollendingar hreinsuðu land sitt af kjarnorkuvopnum og Bretar köstuðu öllum kjarnorkuvopn- um sínum. Nú eru um 4,8 milljónir manna í sovéska hernum, helm- ingi. fleiri en í þeim bandaríska, og hefur sovéskum her- mönnum fjölgað um þriðjung undanfarin 10 ár. Frá 1968 og fram á síðustu ár hafa Bandaríkjamenn dregið úr hernað- arútgjöldum sínum, á sama tíma hafa Sovétmenn aukið útgjöld sín til vígbúnaðar að raunverulegu verðmæti. Sovéski flotinn sækir út á heimshöfin, skipum í honum fjölgar óðfluga. Fyrir tilstilli Sovétríkjanna hefur verið gripið til vopna í Angóla, Eþíópíu, Suður-Jemen, Kambódíu og Laos, sjálfir hafa Sovétmenn ráðist inn í Afganistan. Með einhiiða afvopnun myndu lýðræðisríkin ekki ná neinum árangri. Hitt er þó verra, að einhliða afvopnun gæti stofnað heimsfriðnum í hættu, hún myndi veikja NATO, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. 2. Ógna ekki öll bandalög heimsfriðnum? í spurningunni kemur fram röksemd, sem kommúnistum er kær: Það á að leggja NATO og Varsjárbandalagið að jöfnu. Slíkur samjöfnuður á ekki rétt á sér. NATO er samtök frjálsra þjóða. Varsjárbandalagið er kerfisbundin útfærsla á skipunarvaldi Kremlverja yfir leppríkjum sín- um. Er einhver þeirrar skoðunar, að bandarískum herafla yrði beitt til að halda Hollandi í NATO? Öll munum við eftir því, sem gerðist í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi, þegar þjóðir þessara ríkja sýndu við- leitni til að brjótast undan kúgun sovéska heimsveldisins. Með hervaldi og kúgun er Pólverjum haldið í Varsjár- bandaiaginu. 3. Hvernig er unnt ad rökstyðja það, að NATO hafi stuðlað að varðveislu friðar? Til dæmis má nefna þrjár staðreyndir: A. Síðan NATO var stofnað hafa hörmulegar styrjaldir verið háðar víða um heim, 30 milljónir manna hafa týnt lífi í þeim. Á þessum tíma hefur aldrei komið til stríðs- átaka í Evrópu. Hver er skýringin á þessu? B. Sovétmenn réðust inn í Afganistan um jólin 1979. Hvaða tryggingu geta einhliða afvopnunarsinnar veitt okkur fyrir því, að Sovétmenn myndu ekki haga sér nákvæmlega eins í Evrópu, ef NATO leystist upp? C. Á árunum 1914 og 1939 var engin stefna í Evrópu, sem jafnast á við varnarstefnu NATO, þá höfðu engar þjóðir myndað samtök um að fæla hugsanlegan árásaraðila frá illum áformum sínum með öflugum varnarviðbún- aði. Einræðisöflin þóttust 1939 hafa í fullu tré við ná- granna sína. Nú á tímum kemur NATO í veg fyrir slíkan misskilning. 4. Er NATO ekki hernaðarsinnuð alþjóðastofnun í litlum sem engum tengslum við hinn almenna borgara? Þvert á móti. Hér á landi hefur bandalagið, störf þess og stefna, verið lifandi umræðuefni og deilumál í stjórnmál- um síðan 1949, þegar Island gerðist stofnaðili þess. Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur styðja eindregið aðild Islands að bandalaginu. Flokkarn- ir vilja einnig, að á grundvelli aðildarinnar sé fram haldið þeirri tvíhliða varnarsamvinnu við Bandaríkin, sem stofn- að var til með varnarsamningnum 1951. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa að vísu báðir saman (1956) og hinn síðarnefndi einn (1971) lagt til, að varnarsamstarfinu við Bandaríkin verði rift eða dregið úr því í áföngum. Þau sjónarmið eiga ekki málsvara í forystuliði flokkanna nú, og er því Alþýðubandalagið einangraðra en oft áður, þegar það heldur á loft andstöðu sinni við NATO og varnarliðið, en þá stefnu telur flokkurinn falla saman við sjónarmið einhliða afvopnunarsinna annars staðar í Norðurálfu. í öllum NATO-ríkjunum 15 geta kjósendur ákveðið með atkvæði sínu, að land þeirra hætti þátttöku í NATO. Síðan 1949 hefur engin slík ákvörðun verið tekin, hins vegar eru líkur á því, að Spánn verði fljótlega 16. aðildarríki NATO. Þeir, sem styðja aðild landa sinna að NATO, taka skýra afstöðu. Hinir, sem vilja leggja bandalagið niður, geta ekki svarað þessari spurningu: Hvernig viljið þið koma í veg fyrir styrjöld og treysta heimsfriðinn? 5. Er ekki unnt að draga úr hernaðar útgjöldum og nota það fé, sem þannig sparast, til að draga úr hungri eða í þágu almennra mannbótamála? Ekki fer á milli mála, að í þeim löndum, sem verja stórum fjárfúlgum til hermála, er hart deilt um hvern skilding — auðvitað vilja menn meira fé til félagsmála og skera niður hernaðarútgjöld. En hvers virði eru „félags- málapakkar", ef menn geta ekki notið þeirra í friði og frelsi? Hve mikið má skera niður varnirnar án þess að stofna örygginu í voða? Næðist krafa afvopnunarsinna um einhliða kjarnorkuafvopnun fram, myndi hún ekki leiða til lægri hernaðarútgjalda? Sovétmenn ráða yfir tvöfalt fleiri skriðdrekum og sprengjuflugvélum í Evrópu en lýðræðis- ríkin. NATO hefur jafnað þennan mikla mun með kjarn- orkuvopnum. Sé ætlunin að styrkja stöðu Vesturlanda með venjulegum vopnum, sparast ekki fé, því að þau eru dýrari en kjarnorkuvopn. Hlutlaus ríki, eins og Svíþjóð og Sviss, verja hlutfallslega meira fé til varnarmála en aðildarlönd NATO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.