Morgunblaðið - 12.01.1982, Side 16

Morgunblaðið - 12.01.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 20 millj. $ tapi Flugleiða 1979 snúið í hagstæðan rekstur ’81 „Jú, ég tel, að okkur hafi midað taisvert áleiðis við að rétta félagið af eftir þau miklu áföll sem við urðum fyrir 1979 og 1980 og þetta hefur tekizt þrátt fyrir veru- lega neikvæða utanaðkomandi efnahags- lega þróun og á ég þar við hávaxtastefnu erlendis, neikvæða þróun í gengismálum, þ.e. sterka stöðu dollarans en veika stöðu Evrópugjaldmiðils, sem hefur verulega rýrt tekjur okkar í evrópskum gjaldmiðli. íslenzka krónan er tengd dollara og öll okkar útgjöld eru annað hvort í íslenzkum krónum eða dollurum, eins og til dæmis allt eldsneyti, vaxtagreiðslur, afborganir og svo framvegis, en ef þessi óhagstæða gengisþróun hefði ekki komið til, þá hefði tekjumyndun okkar á sl. ári orðið 3 millj- ónum dollurum meiri en raun ber vitni,“ sagði Sigurður Helgason í upphafi sam- tals okkar um afkomu Flugleiða og stöðu fyrirtækisins á líðandi stund. Hann benti jafnframt á, að auk þeirra neikvæðu þátta sem hann hefði talið, væri rétt að bæta innanlandsfluginu við, því það væri rekið með verulegum halla, en hins vegar væri ekki hægt að kalla það utanaðkomandi áhrif, þvf þau væru heimatilbúin. „Samstaða með starfsfólki hefur haft gífurlega þýð- ingu,“ segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða Ég spurði Sigurð hvað hefði orsakað svo jákvæða þróun á ekki lengri tíma, að snúa taprekstri upp á 20 milijónir dollara 1979 og 8 milljónir dollara 1980 upp í rekstur á sléttu, á sama tíma og flest önnur flugfélög á sömu leið- um væru rekin með stórfelldu tapi. „Það eru nokkrar meðvirkandi ástæður," svaraði Sigurður, „fyrir því að okkur hefur skilað nokkuð á leið. í fyrsta lagi skal telja endur- skipulagningu rekstur sem nú er farinn að skila sér, en til slíkra aðgerða eru einmitt mörg flugfé- lög að grípa fyrst nú. I öðru lagi skárum við niður kostnað á öllum sviðum og starfsfólk félagsins hef- ur unnið mjög vel og dyggilega, við höfum náð afkastaaukningu og flutningar hafa verið heldur meiri en við höfðum gert ráð fyrir, sér- staklega á Norður-Atlantshafs- ieiðinni og að lokum hafa erlend verkefni verið nokkur stoð og það, sem er mikilvægast, er, að við höf- um getað haft allt tækniþjálfað fólk í starfi, því hefur ekki fækk- að. Erlenda starfsemin hefur aðal- lega verið í Líbýu, Nígeríu fyrir Air India og í Alsír. Þetta hefur fyrst og fremst létt undir með að halda öllu tæknimenntuðu fólki í starfi, en eitthvað hefur það einn- ig gefið af sér og hjálpað til að greiða hluta af fastakostnaði. Þá höfum við leigt flugvélar tii Saudi-Arabíu sem við hefðum ekki haft verkefni fyrir ella. Margt af þessum rekstri stendur þó í járn- um rekstrarlega séð og þótt við sleppum til dæmis þegar á heild- ina er litið með leiguflugið fyrir Air India þá var tap á fluginu á tímabili í surnar." „Nú hafið þið leigt aðra Boeing 727-100 til hins nýja flugfélags í Nigeríu." „Við leigðum flugvél frá Afgh- anistan og endurleigðum síðan til Nígeríu, en þær tvær vélar sem við leigjum þangað fljúga álíka marga flugtíma og báðar þoturnar hér heima á Bretlands- og Norður- landaleiðum. Rekstur flugvélanna í Nígeríu hefur gengið ágætlega, en fyrri vélin er leigð Kabo-félag- inu á kaupleigusamningi." „Þið hafið unnið að því að hefja farþegaflug í samvinnu við Kabo Travel milli Nigeríu og Luxem- borgar." „Það er ekki búið að ganga formlega frá leyfum vegna flugs- ins milli Nigeríu og Luxemborgar, en við vonum að það geti orðið af því snemma á þessu ári og þá verður það rekið með DC-8 vél í tengslum við Norður-Atlantshafs- flugið.“ „Hvað jíður hugmyndum um að taka upp rekstur á breiðþotu aftur á Norður-Atlantshafsleiðinni?" „Við tókum þá ákvörðun í haust að halda áfram rekstri á DC-8 vél- um næsta sumar og sú ákvörðun var tekin eftir mjög ítarlega at- hugun á öllum aðstæðum og miðað við þann árangur sem við náðum á sl. sumri, töldum við það skyn- samlega niðurstöðu. Við höfðum vænst þess að ástandið á Atl- antshafinu myndi batna og far- gjöld hækka, en því miður hefur það ekki orðið. Það er mikill þrýst- ingur á hækkun fargjalda af hálfu flestra flugfélaga og sem dæmi má nefna að þeir bankar sem hafa verið að semja um framlengingu lána gagnvart Laker, hafa komist að þeirri niðurstöðu að 20% hækk- un þyrfti að koma til á fargjöld- um. Laker tapar nú 1 milljón punda á mánuði, eða um 1,8 millj- ónum dollara. Þá er ennþá gífurlegt offramboð á sætum og flutningamagni á þessari leið og ég tel varhugavert að vera of bjartsýnn á að það verði veigamikil breyting á fargjöldum þótt þær hljóti að verða einhverj- ar. í dag eru 100 breiðþotur á sölu- lista. Verðið á þeim hefur farið lækkandi og því er spáð að það verði áfram lágt a.m.k. fram á þetta ár, þannig að þegar og ef rofar til, og menn telja batnandi möguleika varðandi Atlantshafs- flugið, þá er mögulegt að afla slíkra tækja til dæmis fyrir vorið 1983. Það ýtir á í þessu efni nauð- syn að endurnýja flugvélakostinn á þessari leið m.a. vegna hávaða- takmarkana sem taka gildi 1985 er ekki unnt að nota okkar áttur. Það kostar 15 milljónir dollara að breyta vél þannig að hún verði gjaldgeng á þessum leiðum í far- þegaflugi og við stefnum ekki í það. Við verðum með tvær DC-8 þotur á Norður-Atlantshafinu næsta sumar. Evrópuflugið hefur gengið vel í ár, það hefur orði aukning á far- þegum þrátt fyrir aukna sam- keppni í leiguflugi og áætlunar- flugi annarra flugfélaga, því þó það sé stundum verið að núa okkur því um nasir að við höfum einokun á flugi milli íslands og annarra landa, má benda á að fyrstu 9 mánuði ársins 1981 voru önnur flugfélög með 445 ferðir í áætlunarflugi milli íslands og annarra landa og 427 leiguflug- ferðir, en þetta er um 28% af öllu millilandafluginu sem er á vegum annarra en Flugleiða. Varðandi Evrópuflugið höfum við styrkt þá áætlun í vetur og fljúgum nú daglega til Evrópu. Þá var Stokkhólmi bætt við með 2 ferðir í viku og við teljum að hér sé um verulega framför að ræða, bæði aukin tíðni ferða og flogið alla daga. Þá hefur fjöldi ferða til Bandaríkjanna í vetur verið auk- inn með því fyrirkomulagi að tengja saman farþega- og vöru- flutningaflug. Þetta hefur gefist mjög vel og við höfum aukið flutn- ingana um leið og við getum sinnt þeim betur. I innanlandsfluginu hefur hins vegar orðið samdráttur í flutning- um, en þar er við þann vanda að glíma að við rekum flugið með verulegum halla. Það vekur þó von að stjórnvöld hafa gefið okkur fyrirheit um að heimiluð verði verðlagning í innaniandsflugi i samræmi við kostnað. Það má ekki gleyma því að af- koma félagsins verður fyrst já- kvæð á sl. ári þegar tillit hefur verið tekið til endurgreiðslu þeirra gjalda frá ríkisstjórnum íslands og Luxemborgar sem til falla vegna Ameríkuflugsins." „Er aðal tapreksturinn áfram bæði á Ameríkuleiðinni og í inn- anlandsfluginu?" „Mest er tapið á Ameríkuleið- inni og síðan á innanlandsfluginu, það er ekki breyting þar á, far- gjöld á Norður-Atlantshafsleið- inni eru ekki minna en 10—15% of lág og það er eitthvað svipað í innanlandsflugi." „Stefnið þið í áframhaldandi prílagrímaflug næsta haust?" „Við munum gera tilraun til að halda pílagrímafluginu áfram, en á þessu ári byrjar það fyrr en áð- ur, eða 1. september. Rekstur píla- grímaflugsins hefur verið veru- lega jákvæður og við munum reyna a halda áfram að nýta okkur tæknikunnáttu okkar og reynslu á þessum vettvangi sem öðrum erlendis. Þetta starf bygg- :st á reynslu liðlega 40 ára og grunnurinn er orðinn góður og traustur. Vanþróuð lönd á þessu sviði líta gjarnan til þess að hafa viðskipti við minni lönd, fremur en stærri sem hafa á sér pólitísk- an stimpil. Við erum lítið félag, sveigjanlegir og fljótir til að koma hlutunum í kring og afgreiðsla mála tefst ekki hjá okkur eins og mörgum sem eru stærri í sniðum." „En hvað er að segja um stefn- una í náinni framtíð?" „Það er ennþá samdráttur í efnahagslífi Vesturlanda og það hlýtur að setja svip á alla starf- semina, en við erum með verulegt átak í framkvæmd við að fjölga komu erlendra ferðamanna til Is- lands, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og við vonum að það beri árangur. Víð teljum það mikilvægt til þess að standa undir þeirri tíðni í ferðum sem nauðsynleg er, til og frá landinu, en það er erfitt að réttlæta þá tíðni vegna íslendinga eingöngu og aukinn ferðafjöldi lækkar að sjálfsögðu kostnaðinn. Starfsmönnum hefur ekki fækkað síðan 1979 og ’80 þegar fækkaði um 700 manns. Endurskipulagn- ing er nauðsynleg i hverju fyrir- tæki með vissu millibili til þess að stöðnun eigi sér ekki stað og við gengum í gegn um erfitt tímabil með uppsögnum og öðrum ráðstöf- unum, en það hefur þrátt fyrir allt verið okkur holl reynsla sem er að skila sér í vaxandi árangri og sam- staðan og samhugurinn með starf- sfólkinu hefur haft gífurlega þýð- ingu fyrir Flugleiðir. Þótt okkur hafi skilað áleiðis erum við ennþá ekki komin yfir alla erfiðleika og fjárhagsstaða félagsins er ennþá veik.“ 3 millj. dollara tekjutap 1981 vegna óhagstæðr- ar þróunar í stöðu Evrópugjaldmiðils 28% millilandaflugsins á hendi annarra en Flugleiða Stefnt að breiðþotu- rekstri vorið 1983 (ilrein: Arni Jnhnsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.