Morgunblaðið - 12.01.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.01.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 27 Ljó.sm. Kmilía. Sönghópurinn flytur braginn um Borgarleikhúsið undir stjórn Sigurðar Rún- ars Jónssonar. Þorsteinn Gunnarsson flytur ávarp sitt. Hægra megin við Þorstein stendur Jón Hjartarson, en vinstra megin Stefán Baldursson og Baldvin Tryggvason. Ilvað segja íslendingar búsettir í NorðurEvrópu og Bandaríkjunum um þaó kuldakast, sem ríkt hefur á þessum slóðum að undanfórnu? „Kaldasti vetur í Danmörku í 150 ár“ „MIKLAR frosthörkur hafa farið yfir Danmörku að undanförnu og segja Danir, að veturinn nú sé einn sá kaldasti í 150 ár en frost hefur farið í <-20°,“ sagði Einar Ágústsson sendiherra í Kaup- mannahöfn. „Snjókoma er ekki mikil um þessar mundir í Kaupmannahöfn, en snjónum er rutt af götunum jafnóðum og hann fellur til jarðar, svo færð er ekki erfið af þeim sök- um. Það er fremur hálkan sem — segir Einar Ágústs- son sendiherra í Kaupmannahöfn valdið hefur umferðartöfum en í Danmörku er ekki leyfilegt að aka á negldum dekkjum né á dekkjum með keðjum. Annars mundum við Islendingar ekki tala um erfiða færð eins og hún er nú í Kaup- mannahöfn. Ástandið er aftur á móti mun alvarlegra á Jótlandi þar sem geysað hafa slæm veður og færð verið afar erfið. Hafnir og sund í kringum Danmörku eru nú ísilögð svo að ísbrjótar hafa ekki við að halda þeim opnum. Ég hef verið í jólaleyfi og kom til Dan- merkur aftur 7. janúar, þannig að ég hef ekki fylgst gjörla með veð- urfarinu nema síðustu daga,“ sagði Einar Ágústsson sendiherra. „Vatnið fraus í leiðslum og klósettskál“ „ÉG TALAÐI við einn íslenskan skólabróður minn í gær, sem býr í útjaðri London, stendur nokkuð hærra en miðborgin. Sagði hann mér að vatnið hefði frosið í leiðsl- unum svo og í klósettskálinni, þar sem hann leigir. Þegar hann þurfti að fara niður í miðborgina tók það hann 4 klukkutíma, en venjulega tekur ferðin ekki nema rúmlega einn klukkutíma,“ sagði Þorkell Jóelsson, sem nemur tón- list í London ásamt unnustu sinni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. „Við sem búum hérna í mið- borginni verðum ekki eins vör við þetta kuldakast, sem gengið hefur yfir Bretland að undanförnu. Það — rætt við Þorkel Jóelsson, sem stund- ar tónlistarnám í London er þó fremur kalt í húsunum, en við getum kynt upp í íbúðinni, sem við leigjum. En við höfum ekki gert það heldur klæðst gömlu, góðu lopapeysunum. íslendingum þætti snjókoman ekki mikil hér, en ætli það sé ekki um 5 cm snjólag á götunum og frost er um 10°. Bretarnir eru bara svo illa búnir undir svona veðráttu og hefur það skapað ýmis vandræði. Umferð- artafir og óhöpp hafa orðið vegna þess að bílarnir hafa ekki verið á snjódekkjum eða öðrum búnaði sem hæfir í snjó. Ofanjarðarlest- irnar hafa einnig tafist en neðan- jarðarlestirnar hafa gengið eðli- lega. I fyrstu held ég að Englend- ingarnir hafi verið svolítið stoltir yfir því að fá snjó. Þeir höfðu þá líka eitthvað til að tala um á „pöbbunum". En nú held ég að þeir séu að verða hálfleiðir á veðr- inu. Allt útlit er fyrir að kuldun- um sé að linna, því spáð er batn- andi veðri,“ sagði Þorkell Jóelsson. „20—30° frost í New York undanfarið“ „UNDANFARNA daga hefur frost í New York verið milli 20° — 30°, en engin snjókoma og er hér um kaldasta tímabil í sögu Bandaríkjanna að ræða síðan far- ið var að halda skrár yfir veðurfar hér í landi,“ sagði ívar Guð- mundsson, sendiráðunautur í New York. „Snjókoma hefur ekki verið í sjálfri New York borg og hér er nú heiðskírt og fallegt veður. En í — segir ívar Guð- mundsson sendiráðu- nautur í New York norðurhluta New York fylkis eða í Buffalo hefur verið talsverð snjó- koma. Fólk hefur kvartað undan því hér, að húsin séu ekki nógu vel upphituð, en það er í lögum að ákveðið hitastig verður að vera í leiguíbúðum. Það hafa ekki borist neinar spurnir af því að íslend- ingar, sem hér dvelja hafi átt í vandræðum vegna kuldans. Það er víðar en í New York, sem er kalt um þessar mundir, er það einkum í Miðríkjunum, sem kuld- ar hafa geysað og í gærmorgun mældist frost í Norður-Flórída, sem er mjög sjaldgæft,“ sagði ívar Guðmundsson sendiráðunautur. „Færðin slæm, bflar skildir eftir heima“ „í MOSKVU hefur snjóað mikið að undanförnu en veður hefur verið stillt en færðin slæm. Reynt hefur verið að ryðja snjónum af götun- um jafnóðum, en það gengið mis- jafnlega vel. Greinilegt er að borg- arbúar skilja farartæki sín eftir heima, en ferðast með almenn- ingsvögnum eða neðanjarðarlest- unum, því lítið er um einkabíla á götunum," sagði Estrid Brekkan ritari og skjalavörður íslenska — segir Estrid Brekkan ritari í íslenska sendi- ráðinu í Moskvu sendiráðsins í Moskvu. „Miklar frosthörkur hafa verið samhliða snjókomunni og frost farið í 30°. Það virðist þó vera að draga úr kuldunum, því frost var ekki nema 11° í gær og liggur við að okkur finnist bara heítt núna,“ sagði Estrid. „I Moskvu dvelja tveir íslenskir stúdentar og höfum við ekki heyrt að væst hafi um þá í þessum kuld- um. I okkar húsakynnum er góður hiti en við vitum ekki hvernig ástandið er hjá hinum almenna borgara. Enda þótt kalt sé í veðri kippa Rússarnir sér ekki upp við það, því þeir eru vanir slíku," sagði Estrid Brekkan. „Fór á gönguskíðunum í vinnuna“ ið straum af kostnaði við nauðsynlega undirbúningsvinnu áður en fram- kvæmdir hófust, og það reiddi í fyrra sumar af hendi allt tiltækt fé úr hús- byggingarsjóði sinum í von um, að ekki þyrfti að koma til frekari stöðv- unar á byggingarframkvæmdum. í byggingarmálum Leikfélagsins hafa borgaryfirvöld jafnan sýnt fé- laginu traust og samstöðu, og virt þau rök Leikfélagsmanna að leiguhúsnæði félagsins í Iðnó væri fyrir löngu orðið úrelt sem leikhús, og raunar ósam- boðið bæði leikendum og áhorfendum. Án þessa trausts værum við eflaust enn skemur á veg komin en raun ber vitni. En betur má ef duga skal! Það er skoðun Leikfélagsmanna, að til þess að áætlun byggingaraðila eigi að geta ræst, verði borgaryfirvöld að auka fjárveitingar sínar til bygg- ingarinnar frá því sem verið hefur. Um leið og Leikfélag Reykjavíkur fagnar þeirri viðleitni, sem fram kom við aðra umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar nú fyrir skemmstu, skorar leikhúsráð Leikfé- lagsins á alla viðstadda, og alla sem unna íslenskri leikmenningu, að beita sér fyrir því af einurð að áætlanir standist og leikhúsið verði vígt 18. ág- úst 1986!“ „í BUFFALO snjóaði mikið um helgina og er jarðfallinn snjór um hálfur metri. Allar samgöngur tepptust og fór ég því á gönguskíð- um í vinnuna," sagði Auðólfur Gunnarsson, læknir, sem kynnir sér skurðlækningar á krabba- meinssjúklingum i Buffalo í New York fylki. „Hér er líka óvenju kalt eða — rætt við Auðólf Gunnarsson, sem dvel- ur í Buffalo í New York- fylki og kynnir sér krabbameinsskurð- lækningar 20° og hefur ekki verið svona kalt á þessum slóðum síðan um 1883. Fólk er hvatt til að halda sig innan dyra og vera ekki að fara út nema nauðsyn beri til. Skólum var lokað í gær svo og flestum versl- unum. Nú er verið að ryðja göt- urnar, svo ástandið er óðum að batna,“ sagði Auðólfur Gunnars- son. að dórs um 45 er ólögleg og allt tal um annað sé endaleysa. Bílstjórar stöðvarinnar hafi haldið akstri áfram eftir að atvinnuleyfin hafi verið innkölluð og þeim bannað að aka frá og með klukkan 14 síðast- liðinn laugardag. Það væri lögbrot, sem skylt væri að stöðva og því væri gripið til þessara aðgerða. Hvað varðaði bannið við afgreiðslu gjaldmæla í bifreiðar stöðvarinnar sagði Brynjólfur, að þar sem bíl- stjórar hefðu verið sviptir at- vinnuleyfunum, hefðu þeir ekki lagalega heimild til að vera með slíka mæla í bifreiðum sínum. Því væri eðlilegt að koma í veg fyrir að þeir fengju slíka mæla. Morgunblaðið hafði samband við lögreglustjórann í Reykjavík, Sig- urjón Sigurðsson, og staðfesti hann að umrætt bréf hefði borizt embætti lögreglustjóra. Sagðist hann á þessu stigi ekki geta tjáð sig um málið, bréfið hefði borizt til sín rétt fyrir lokun í gær og því ekki gefizt tími til að ákveða við- brögð vegna þessa máls, en það yrði líklega gert í dag. „Við teljum að ráðuneytisstjóri hafi nú farið nokkuð út fyrir valdsvið sitt. Það að banna ákveðnu fyrirtæki að veita okkur þjónustu sína, fellur ekki undir hans ráðuneyti, heldur undir lög- reglustjóra, sé það ljóst að við- skiptin séu ólögleg. Þá teljum við það hæpnar aðgerðir að ætla að stöðva okkur með lögregluvaldi. Það yrðu líklega einhverjar mestu lögregluaðgerðir, sem um getur ef á að reyna slíkt,“ sagði Guðmund- ur Ásmundsson, einn af stjórnar- mönnum Bifreiðastöðvar Stein- dórs sf. í samtali við Morgunblað- ið. Þá sagði Guðmundur, að bíl- stjórar stöðvarinnar hefðu ætlað að kaupa gjaldmæla, bæði nýja og til endurnýjunar og hefðu verið með ákveðið tilboð frá Gjaldmæla- þjónustunni. Þegar að afgreiðslu hefði átt að koma, hefði Kristinn Gunnarsson, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu, hringt í Gjald- mælaþjónustuna og bannað henni að afgreiða bifreiðastöðina. Ekki fékkst þó skrifleg tilskipun um af- greiðslubannið og þætti eigendum stöðvarinnar slík vinnubrögð lúa- leg og benda til þess að staða ráðu- neytisins í málinu væri ekki jafn sterk og menn þar vildu láta líta út fyrir. Þá hefði það frá upphafi verið einlægur vilji eigenda bifreiða- stöðvarinnar að dómstólar skæru úr um málið. Það væri ljóst að verulegur ágreiningur væri um málið og því eðlilegast að svo yrði gert og rekstri stöðvarinnar haldið áfram þar til niðurstaða fengist og þá áfram væri hún stöðinni í vil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.