Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
31
þátttakenda var Michel Lechat,
prófessor við Miðstöð faraldsfræði
slysa (Disaster Epidemiology
Centre) við Louvain-háskólann.
Hann varpaði fram þeirri hug-
mynd að e.t.v. myndi heilbrigðis-
kerfið nýtast best ef starfsfólki
þess og tækjum yrði komið fyrir í
djúpum byrgjum. Nokkrum vikum
eftir árás gæti starfsfólkið, ef á
lífi, komið upp á yfirborð jarðar
með tæki sín, ef í lagi og
óskemmd, og tekið til við lækn-
ingar. Þyrfti því e.t.v. að endur-
skoða hefðbundna siðfræði lækna-
stéttarinnar.
Alþjóðleg samtök lækna
I desember 1980 voru stofnuð í
Sviss alþjóðleg samtök lækna
gegn styrjaldarhættunni (Inter-
national Physicians for the Pre-
vention of War). Var þetta á ráð-
stefnu þar sem mættir voru m.a.
læknar frá báðum stórveldunum.
Niðurstaða ráðstefnunnar var sú
að læknum sem til staðar væru
eftir kjarnorkuárás væri ómögu-
legt að hjálpa sjúkum og slösuðum
svo vel færi. Ennfremur var það
niðurstaða ráðstefnunnar að jafn-
vel þótt kjarnorkuvopn yrðu aldrei
notuð væri kjarnorkuvígbúnaðar-
kapphlaupið það dýru verði keypt
að það drægi til sín fjármagn frá
verkefnum til lausnar fátækt og
margvíslegum sjúkdómum.
Nýlega héldu þessi alþjóðlegu
samtök lækna sína fyrstu ráð-
stefnu. Var hún haldin í Airlie
House sunnan við Washington
D.C. í Bandaríkjunum. Þar voru
mættir tæplega 100 læknar frá
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum,
Japan, Englandi, Frakklandi,
Hollandi, Kanada, V-Þýzkalandi,
Svíþjóð og Noregi.
Aíleiðingar
kjarnorkustyrjaldar
Reynt hefur verið að draga upp
raunhæfa mynd af því sem gæti
gerst í kjarnorkustyrjöld milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
um miðbik áttunda áratugarins.
Það, sem virðist augljóst, er, að:
1. rúmlega 200 milljónir manna
yrðu drepnar á augabragði.
2. rúmlega 60 milljónir munu
slasast alvarlega, þar af 30 millj-
ónir af geislaveiki, 20 milljónir af
áverkum og bruna og 10 milljónir
munu vera brenndar, með áverka
og geislaveiki.
3. heilbrigðiskerfið mun ekki
hafa möguleika á að hjálpa í
nokkrum mæli, því 80% lækna
munu deyja og 80% sjúkrarúma
eyðileggjast og þar með birgðir af
blóði til blóðgjafa, sýklalyf og
verkjalyf; vatn og matur eitrast;
og flutnings- og fjarskiptakerfið
yrði óstarfhæft.
4. áhrifin á umhverfið eru óút-
reiknanleg.
5. almannavarnir munu ekki
geta breytt tölu dauðsfalla og
áverka í nokkrum mæli.
6. styrjöldin hefði ýmsar aðrar
afleiðingar: matvælaframleiðslan
breyttist algerlega; geislavirkt úr-
felli yrði stöðugt vandamál; þeir
sem eftir lifðu hefðu minna mót-
stöðuafl gegn sjúkdómum og
stæðu frammi fyrir fæðuvanda-
máli og byggju í heiisuspillandi
umhverfi, stöðugt í hættu fyrir
lífshættulegum sýkingum.
7. miklar loftslagsbreytingar
vegna minnkunar á ózónlaginu
munu hafa áhrif á allt líf á jörð-
inni.
8. meðal eftirlifenda kæmi
fram aukin tíðni hvítblæði og ann-
arra illkynja sjúkdóma, sérstak-
lega hjá börnum.
Með allt þetta í huga er ekki
undarlegt að læknar um allan
heim skuli margir hverjir álíta að
hættan á kjarnorkustyrjöld sé
okkar stærsta heilsugæsluvanda-
mál. Við því vandamáli þurfum
við að bregðast.
Fyrirbyggjandi aðgerdir
Nútima læknisfræði kennir
okkur ákveðna hluti: þegar með-
ferð ákveðins sjúkdóms er ófull-
nægjandi eda þar sem kostnaður-
inn er óbærilegur, þá verður að
beina athyglinni að fyrirbyggj-
andi aðgerðum eins og dr. Hiatt
bendir á. Hvort tveggja á við um
kjarnorkustyrjöld: meðferð væri
tilgangslaus og kostnaðurinn him-
inhár.
Eg fæ tæpast skilið að stóraukin
framleiðsla gereyðingarvopna sé
einn liður fyrirbyggjandi aðgerða.
Þó heyrist slíku fleygt nú um
stundir. Ef stórveldin hafa í raun
áhuga á að semja um takmörkun
kjarnorkuvopna ættu þau fræði-
lega séð að geta samið um algert
afnám þeirra. Það væri hin eina
og sanna fyrirbyggjandi aðgerð.
Hin brennandi spurning verður
því: getum við treyst á frumkvæði
þeirra sem líta á aukningu gereyð-
ingarvopna sem fyrsta skref af-
vopnunar?
Ps: Lesið bls. 575 í símaskránni
1981.
Ileimildir:
(Udráttur úr skjölum einnar undirnefndar old
ungadcildar Handaríkjaþings, 19. júní I9K0.
The Lancet, leiðari 15. nóv. 1980 (breskt lækna
tímarit)
iAIMA, leiðari JI. nóv. 1980 (bandarÍMkt lækna-
tímarit)
Koston Sunday (ilobe, 7. des. 1980 (bandarískt
dagblað)
Nordisk mt-dirin, 8—9/81, vol. %: bls. 213—215
(samnorrænt læknatímarit)
Höfn, 14. okt. 1981
9. — Rxb4, 10. Rd6+ — Ke7, 11.
Rxc8+ — Dxc8, 12. Rc3 — Hd8, 13.
I)b3
13. — Dc4! 14. Hcl Mótbragðið 14.
Rd5+!? — Dxd5, 15. Dxb4+ - Ke8,
16. e4 — Rc6! leiðir einnig til hag-
stæðs endatafls fyrir svart.
14. — Dxb3, 15. axb3 — R8c6, 16.
Bg2 — Ra5, 17. Ra4 — Hac8, 18. 0-0
— Ilxcl, 19. Hxcl — Hd2, 20. Bf3 —
15. 21. Hc5 — b5, 22. Rc3 - Kd6, 23.
Hc8 — Hxb2, 24. e4 — Kd7, 25. Hc5
— Hc2, 26. exf5 — Rxb3, 27. f6+ —
gxf6, 28. Bg4+ — Kd6, 29. Hc8 —
Rc5, 30. Rdl — Hcl, 31. Kg2 Síð-
asta gildran — ef 31. — Hxdl?? 32.
Hd8+.
31. — Rc2, 32. Bf5 — Rd4 og hér
gafst hvítur upp enda staðan auð-
vitað gjörsamlega vonlaus.
Hvítt: Conquest (Knglandi)
Svart: Guðmundur Sigurjónsson
Ben-Oni-byrjun
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 — c5,
4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3
- g6, 7. Bg2 - Bg7, 8. Rf3 - 04), 9.
0-0 — a6, 10. a4 — Rbd7, 11. Rd2 —
He8, 12. e4 — Hb8, 13. Rc4 — Re5!?
Hér er 13. — Rb6 talið öruggara.
14. Rxe5 — Hxe5, 15. f4 — He8, 16.
Khl? Of hægfara. Til greina kom
16. a5,16. h3 og einnig 16. e5!
16. — b5, 17. axb5 — axb5, 18. e5
Þetta þekkta uppbrot lítur enn
nokkuð vel út, því ef riddarinn á f6
hörfar fær hvítur e4-reitinn fyrir
riddara. Guðmundur á aftur á
móti sterkan millileik sem tryggir
honum frumkvæðið.
18. — b4! 19. Ka4 - Bg4, 20. Db3 —
Rd7, 21. Hel? — dxe5, 22. d6 —
Be6, 23. I)c2 - c4, 24. Be3 - I)c8,
25. Hacl - I)a6, 26. Rc5 - Rxc5,
27. Bxc5 — exf4, 28. gxf4 — Db5, 29.
Df2 — Bxb2, 30. Hbl — Bc3, 31.
Hecl — Bf5, 32. Hxc3 — Bxbl, 33.
Hh3 c3, 34. Dh4 — h5 og hvítur
gafst upp.
Neyðast Færeyingar til
að draga úr laxveiðum?
Imrshöfn, 8. janúar frá
frólUriUra Mbl. Jovan Arjje.
FÆREYSKA landsstjórnin er nú und-
ir miklum þrýstingi bæði heima fyrir
og erlendis vegna stefnu sinnar í
laxveiðimálum við Færeyjar, og hefur
Paul Kllefsen, lögmaður, sagt, að
landsstjórninni sé nauðugur einn kost-
ur að draga í land varðandi laxveið-
arnar, ef einhvert samkomulag á að
takast með Færeyingum og EBE,
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Landsstjórnin er undir sérstökum
þrýstingi bæði frá Norðmönnum og
Islendingum og frá Íslandi hefur
hún fengið boð um að taka þátt í
alþjóðlegri laxaráðstefnu í Reykja-
vík 18. janúar nk. Landsstjórnin
hefur hins vegar ekki tekið ákvörð-
un um, hvort hún hyggst taka þátt í
umræddri laxaráðstefnu, en skrif-
stofustjóri landsstjórnarinnar, Arni
Olafsson, fer til Reykjavíkur 17.
janúr nk.
Færeyingar hafa í þessari viku
átt viðræður við EBE um fiskveiði-
málin á árinu 1982, en á þeim fund-
um hefur engin niðurstaða fengizt.
Fulltrúar aðila munu hins vegar
hittast á fimmtudag í næstu viku til
að freista þess að ná samkomulagi.
Það eru einkum viðræður um
laxamálin, sem allt strandar á. EBE
gerir kröfu um, að Færeyingar
stórminnki veiðar sínar á laxi og
veiði á þessu ári aðeins um 40% af
því, sem þeir veiddu á sl. ári. Lands-
stjórnin hefur nýverið gefið út leyfi
til færeyskra báta til að veiða 1600
tonn af laxi í ár, en talið er næsta
víst að þau verði ýmist dregin til
baka, eða í það minnsta minnkuð.
Innan EBE er það einkum írland,
sem stendur fast á þvC að laxveiðar
Færeyinga verði að minnka.
Landsstjórnin hefur lagt fram
kröfupakka á hendur EBE til mót-
vægis við kröfur bandalagsins um
minnkandi laxveiðar, en EBE hefur
hafnað þessum kröfum Færeyinga,
sem m.a. ganga út á aukin fiskveiði-
réttindi þeim til handa innan fisk-
veiðilögsögu bandalagsins við
Grænland.
Stórútsölu-
markaðurinn
heldur áfram
HRIKALEG VERÐLÆKKUN
AFSLÁTTUR
60-S0Z
Fatnaöur á börn og fulloröna.
Skór. Skrautvörur og ýmislegt fleira.
Stórútsölumarkaóurinn
Kjörgarði
KjaHar^lA J
V
09 gerið ^
superkaup
á súpervörum