Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
47
Amnesty International byrj-
ar aðgerðir gegn kúgunarað-
ferðinni „mannshvarfi44
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Amnesty
International:
Amnesty-félagar og stuðningsmenn í yfir 100 löndum sameinast um að
vekja athygli á kúgunaraðferð, sem ýmsar einræðisstjórnir beita til að ryðja
úr vegi meintum andstæðingum.
Amnesty International hefur
byrjað alþjóðlegar aðgerðir gegn
„mannshvarfi". Standa þær til
mánaðarloka og er Islandsdeild
Amnesty þátttakandi í þeim.
Með þessari skjótvirku og út-
breiddu aðferð hafa þúsundir
manna verið numdir á brott og
látnir „hverfa" á undanförnum ár-
um að undirlagi yfirvalda — jafn-
vel hafa stundum einkennisklædd-
ir lögreglumenn eða hermenn
framkvæmt mannránið. Misrétti
þetta bitnar á fjölskyldu og vinum
hins „horfna" og heldur öðrum,
sem stjórnin grunar um græsku, í
skefjum.
Heimildir sýna glögglega að
„mannshvarfi" hefur verið beitt í
einu landinu á fætur öðru á und-
anförnum áratug — í Chile, Arg-
entínu, Guatemala, E1 Salvador,
Eþíópíu, Guineu, á Filippseyjum, í
Alþýðulýðveldinu Yemen og í öðr-
um löndum. Auk fjöldamorðanna,
sem áttu sér stað í Kampútseu
undir Khmer Rouge og í Úganda á
valdatímum Idi Amin, voru einnig
fjöldamargir látnir „hverfa".
Aðaleinkenni kúgunaraðferðar
ÍSLANDSDEILD
amnesty
international
Pösthólf 7124. 127 Reykiavik
”MANNSHVARF”1982
þessarar er, að enginn kann skil á
hinum handteknu, þeir eru
„horfnir" án vegsummerkja og
stjórnvöld segjast enga vitneskju
hafa um dvalarstað þeirra eða
ferðir. Vitaskuld er óttast um líf
fjölda fórnarlambanna.
Aðstandendum er jafnvel einnig
varnað að syrgja hinn „horfna",
fjölskylda hans verður að búa við
stöðuga óvissu. Það ber við að fjöl-
skylda „horfins" manns fær fregn-
ir um, að hann hafi sést í fanga-
búðum, t.d. getur komið fyrir að
fangi, sem látinn hefur verið laus,
geti skýrt frá slíku. Oftast líða þó
vikur, mánuðir og ár án nokkurra
frekari fregna.
I Guatemala, þar sem þúsundir
manna hafa horfið, hafa mörg lík
fundist, sem hafa verið sködduð,
svo að þau þekkist ekki. í Argent-
ínu hafa, að því að talið er, „horf-
ið“ fimmtán þúsund manns síðan
stjórnarbylting varð 1976. Tók þá
herforingjastjórn við völdum og
stofnaði hún fjöldamargar leyni-
búðir í ýmsum héruðum landsins.
Pyntingar voru algengar og marg-
ir fanganna eru taldir af, enda
þótt stjórnvöld neiti enn að gera
grein fyrir þeim.
Meðlimir Amnesty Internation-
al um allan heim vilja með bréf-
um, beiðnum, plakötum, fundum
og öðrum ráðum beina athygli
manna að allmörgum hinna
„horfnu" fanga. Má þar nefna
verkalýðsleiðtoga á Filippseyjum,
verslunarmann í Zaire, trúarleið-
toga í Eþíópíu, kennara í Alþýðu-
lýðveldinu Yemen.
í sumum öðrum löndum hafa
stjórnir, sem ekki eru lengur við
völd, beitt „mannshvörfum", t.d. í
Afganistan, Brasilíu, Austur-
Timor, Sýrlandi, Morokkó, Mexíkó
og Namibíu.
Þessi herferð Amnesty Inter-
national hefur það einnig að
Lögreglustöð í Derb Moulay Cherif, Casablanca, Marokkó. Margir fangar,
sem Amnesty International hefur fylgst med, t.d. fólk frá Sahara, hafa verið
þarna í einangrunarklefum í mjög langan tfma.
markmiði að auka og efla viðleitni
annarra aðila, sem leitast við að
hamla gegn kúgunaraðferð þess-
ari: Sameinuðu þjóðirnar líta al-
varlegum augum á vandamálið.
Hafa þær skorað á ríkisstjórnir
aðildarrríkja að hafa samstarf um
að finna fórnarlömbin og að binda
endi á mannréttindabrot af þessu
tagi. Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna hefur komið á fót
vinnuhópi, sem safnar gögnum og
krefur yfirvöld um upplýsingar.
Þegar að fyrsta starfsári liðnu
skýrði vinnuhópurinn frá, að
nokkrir þeir fangar, sem hann
hefði leitað að, hefðu fundist og
verið látnir lausir.
24 ára maður valdur að bruna
24 ARA gamall maður var valdur að bruna í verzluninni Uppsetningabúðinni
að Hverfisgötu 74 þann 20. desember síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í
gæzluvarðhald þann 3. janúar síðastliðinn. Miklar skemmdir urðu í Uppsetn-
ingabúðinni, sem er í fjögurra hæða húsi, en búið er á þremur efstu hæðun-
um.
Talsverður eldur logaði þegar arar fóru inn og fundu eld á þrem-
slökkvilið kom á vettvang og lagði ur stöðum. Um klukkustund tók að
frá honum mikinn reyk. Reykkaf- ráða niðurlögum eldsins.
/ Laugardalshöll
12.janúar kl. 2030/ 13. janúar Id. 2030/14. janúar kl. 20
Siggi Sveins á fullri ferð’
Tekst íslandi að sigra O/ympíu-meistarana aftur?
Heiðursgestur: Valur Arnþórsson stjórnarformadur Sambandsins
Aðgöngumidahappdrætt/ - glæsilegur vinningur
W HSÍ er handhafi íþróttastyrks
fj Sambands íslenskra samvinnufé/aga 1982
Dregið í leikhléinu