Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 3 T oy ota-varahlutaumboðið, Ármúla 23, sími 81733. Kjarakaup á kostagrip Kjarakaup á kostagrip TOYOTA 5500 SAUMAVÉLIN Sr. Harald Hopc Sr. Harald Hope látinn LÁTINN er í Noregi íslandsvinur inn sr. Harald Hope. Var hann 68 ára að aldri, en Hope hefur um lang- an aldur látið ýmis íslensk málefni til sín taka. Sr. Harald Hope þjónaði sem sóknarprestur í Noregi. Hóf hann störf á stríðsárunum og þjónaði síðast í Finnaas, en hafði látið af því embætti. Árið 1949 kom hann fyrst til íslands og var þá í hópi norskra skógræktarmanna, en hann lét skógrækt mjög til sín taka. En sérstakan áhuga hafði hann þó á kirkjumálum Islands og um 1950 þegar ákveðin var endur- reisn Skálholtsstaðar stóð hann fyrir fjársöfnun í heimalandi sínu, fyrst til kirkjubyggingarinnar og síðar til skólans. Einnig hefur hann staðið fyrir fjársöfnun vegna Hallgrímskirkju. Enn má nefna að sr. Harald Hope þýddi Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar á norsku og komu þeir út fyrir 3 árum. Hrauneyjafossvirkjun: er frábært verkfæri Toyota 5500 með saumaarmi er fullkomin þægileg vél, sem leikur í höndunum á þér. Sjálfvirkur teygju- saumur, fjölsporasaumur, kappmellusaumur, blind- földun og hnappagatasaumur, zig-zag allt að 7 mm. Við eigum nokkrar vélar á sérstöku verði aðeins 3.445 krónur með tveggja ára ábyrgð og sauma- námskeið innifalið í verðinu. Hja orIv'ÚT ?r viðurkennd viðgerðar- og varahluta- þjónusta. Kynnid ykkur Toyota-saumavélafjölskylduna áöur en þið verzlið annars staðar. Hjá okkur er fjölbreytt úrval við allra hæfi. Seinni vélin gang- sett á fimmtudaginn Slæm vatnsstaða á hálendinu „VIÐ gerum ráð fyrir því, að önn- ur vél Hrauneyjafossvirkjunar verði tekin í rekstur nk. fimmtu- dag, eða fljótlega upp úr því, sem er nokkuð á undan áætlun, sem gerði ráð fyrir gangsetningu 1. febrúar nk.,“ sagði Halldór Jóna- tansson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, í samtali við Mbl. Með tilkomu annarrar vélar- innar eykst afl virkjunarinnar úr 70 megawöttum í 140 mega- wött. Síðan gera áætlanir ráð fyrir, að þriðja vélin komist í gagnið fyrir lok þessa árs. — Það er ekki hægt að neita því, að vatnsstaðan á hálendinu er frekar slæm um þessar mundir, reyndar mun verri en við höfðum reiknað með í okkar áætlunum í haust, enda hefur veðrið verið óhagstæðara en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Eg get hins vegar ekki sagt til um stöðuna nákvæm- lega, þar sem verið er að skoða þessi mál einmitt nú. Þrátt fyrir þetta slæma ástand hefur ekki orðið nein breyting á orkuafhendingu til viðskiptavina Landsvirkjunar og ekki hægt að segja til um það hvort þar verður breyting á fyrr en athugun okkar er lokið, sagði Halldór Jónatansson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar að síðustu. Ljósm. Kmilía Um 50 þátttakendur sitja ráðstefnuna um laxastofna í NorðurAtlantshafi, sem standa mun þessa viku. Ráðstefna um laxastofna í NorðurAtlantshafi: Vilja samræma rann- sóknir og verndun ALÞJÓÐLEG ráðstefna um vernd- un laxastofna á NordurAtlantshafi stendur nú yfir í Reykjavík og að sögn Tómasar Karlssonar, deildar stjóra í utanríkisráðuneytinu, er stefnt að því með henni að sam- ræma rannsóknir og í framhaldi af þeim aðgerðir til verndunar laxa- stofninum í NorðurAtlantshafi. Ráðstefnu þessa sækja full- trúar frá Bandaríkjunum, Efna- hagsbandalagi Evrópu, Dan- Karl með biðskák við Saeed KARL Þorsteins á nú biðskák við Saeed frá Dubai, en hann er stigahæsti einstaklingur alþjóð- lega unglingamótsins í Brazilíu. Staðan er óljós, en Karl á vinningsmöguleika. Zuninga frá Perú hefur forustu í mótinu, með 10 vinninga að loknum 13 skákum, en þeir Karl og Saeed hafa 9'/2 vinning og biðskák. D’Lugy frá Bandaríkjunum hef- ur 9 vinninga og biðskák. Karl tapaði mjög óvænt í 12. umferð fyrir Taterson frá Brazilíu. Hann yfirspilaði andstæðing sinn og hafði náð gjörunninni stöðu þegar hann lék af sér manni í tímahrakinu og þar með skákinni. Biðstaðan í skák Karls og Saeed er. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Saeed. Svartur á biðleik. mörku fyrir hönd Færeyja, ís- landi, Kanada, Noregi og Svíþjóð. 1 frétt frá utanríkisráðuneytinu segir, að stefnt sé að því að ganga frá milliríkjasamningi um vernd- un laxastofna, sett verði á lagg- irnar milliríkjastofnun sem stuðli að samvinnu ríkja í þessu máli. Ráðstefnan hófst í gær- morgun og setti hana Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra. Guðmundur Eiríksson þjóðrétt- arfræðingur var kjörinn forseti ráðstefnunnar, en hann er for- maður íslensku nefndarinnar. Auk hans sitja í henni: Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, Haukur Ólafsson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og Þor- steínn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum. Varaforsetar ráðstefnunnar voru kjörnir Janus Paludan, sendiherra Danmerkur í Reykjavík, og Larry Snead, þeir eru báðir formenn sendinefnda landa sinna. 150.019 farþegar komu til íslands ALLS komu 150.019 farþegar til fs- lands árið 1981, þar af 77.825 ís- lendingar og 72.194 útlendingar. Er þetta nokkur aukning frá 1980 en þá kom alls 135.191 farþegi til landsins. Langflestir farþegar komu frá Bandaríkjum Norður-Ameríku eða samtals 17.904 en næstir á eft- ir Bandaríkjamönnum eru Vest- ur-Þjóðverjar, alls 9.901 farþegi. Þá komu 8.135 farþegar frá Dan- mörku, 7.880 frá Stóra-Bretlandi, 6.303 frá Svíþjóð, 5.062 fá Noregi, 3.354 frá Sviss, 1.569 frá Hollandi og 1.391 frá Finnlandi. Fæstir farþeganna komu frá Ruanda, Toga, Vatíkaninu, Víet- nam, Fiji-eyjum, Eþíópíu, Kýpur, Bermuda, Guineu, Nicaragua, Ug- anda og Tonga eða einn farþegi frá hverju landi. 18 farþegar komu til Islands ríkisfangslausir árið 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.