Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 20
/4‘« < 20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakið. Látið undan báðum Fimmtudagskvöldið 14. janúar var sjávarútvegsráðherra Stein- grímur Hermannsson sannfærður um, að hið eina rétta í fisk- verðsmálum væri að ákveða það með fulltrúum fiskkaupenda, það er fiskvinnslunni. Lá þá fyrir ákvörðun um fiskverð, sem tekin var af sjávarútvegsráðherra í samvinnu við fulltrúa fiskkaupenda í yfir- nefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, Föstudagskvöldið 15. janúar var sami sjávarútvegsráðherrann, Steingrímur Hermannsson, sannfærður um, að hið eina rétta í fiskverðsmálum væri að ákveða það með fulltrúum fiskseljenda, það er sjómönnum og útgerðarmönnum. Að vísu þýddi það meiri gengis- fellingu, tefði fyrir í baráttunni við verðbólguna, en hverju skipti það svo sem, þegar hagur sjómanna og útgerðarmanna væri annars vegar? A þeim sólarhring, sem sjávarútvegsráðherra kúventi í afstöðu sinni til fiskverðsins, hafði 900 manna fundur sjómanna lýst van- trausti á hann og fulltrúi sjómanna í yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins lýst því, að ráðherrann hefði gengið á bak orða sinna, þegar hann ákvað fiskverðið með fiskkaupendum. Hvað stendur svo eftir, þegar sjávarútvegsráðherra hefur látið undan báðum aðilum að fiskverðsákvörðun? Jú, fiskvinnslan hefur fengið gengisfellingu til að standa undir fiskverðinu, sem ákveðið var á fimmtudag, og loforð um hratt gengissig til að standa undir fiskverðinu, sem ákveðið var á laugardag. Hvers vegna þurfti að stöðva flotann, segja upp þúsundum manna um land allt, taka upp atvinnuleysisskráningu og hefja greiðslu atvinnuleysisbóta, úr því að ríkisvaldið taldi skynsamlegast að láta undan kröfum beggja aðila? Líklega hefur deila um keisarans skegg aldrei leitt til jafn mikils óskunda í íslensku þjóðarbúi. Hefði farið betur á því, að stjórnarherrarnir og þá ekki síst sjávarútvegsráðherra hefðu spar- að allar yfirlýsingar og sett sig þess í stað strax í upphafi inn í málavexti. Eða á að álykta sem svo, að hin endanlega fiskverðs- ákvörðun sé dæmi um algjöra uppgjöf ríkisstjórnarinnar við stjórn efnahagsmála? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði um rík- isstjórnina hér í blaðinu síðastliðinn föstudag: „Ríkisstjórnin hefur svikið öll sín loforð og misst allt frumkvæði og vald á þróun mála. Þótt ríkisstjórnin sitji eitthvað áfram er hún vitagagnslaus, gerir illt verra og er raunar aðeins til sýnis, eins og hún hefur verið frá upphafi vega sinna, — sýndarmennskan einber." Réttmæti þessara orða hefur svo sannarlega verið staðfest undanfarna daga — hið kaldhæðnislegasta við fiskverðsákvörðunina er svo, að allt brölt sjávarútvegsráðherra og uppgjöf hans fyrir báðum aðiium dugar ekki til að sjósókn hefjist alls staðar á landinu. Gleði kommúnista Um helgina lét Steingrímur Hermannsson, formaður Framsókn- arflokksins, þess getið við fréttastofu útvarpsins, að menn skyldu nú vara sig á þvi, að í blöðum væri gert of mikið úr ágrein- ingi innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum. Þetta var svo sannarlega undarleg yfirlýsing úr þessari átt, því að á laugardaginn réðst Steingrímur Hermannsson hárkalega á sam- ráðherra sinn, Ragnar Arnalds, í Tímanum og á föstudaginn sam- þykkti þingflokkur framsóknarmanna, að efnahagstillögur Ragnars Arnalds gengju alltof skammt. Taldi Steingrímur Hermannsson, að það hrikti í ríkisstjórninni, þegar sýndir væru slíkir „efnahagsmála- pakkar", sem Ragnar Arnalds kynnti í Þjóðviljanum síðastliðinn föstudag. Ummæli Steingríms Hermannssonar í útvarpinu verður líklega að skoða sem afsökunarbeiðni af hans hálfu í garð Alþýðubanda- lagsins, ráðherrar kommúnista hafa vafalaust sagt við framsókn- armenn: Við tölum ekki við ykkur, ef Steingrímur dregur ekki í land. Útgönguleið Steingríms er svo að kenna fjölmiðlum um sín eigin orð! Á meðan Steingrímur Hermannsson dvaldist erlendis um nokk- urra vikna skeið í desember sl., kom til harðra orðaskipta milli Tómasar Árnasonar og kommúnista um efnahagsmál. Var látið að því liggja í forystugrein Tímans, að árásir kommúnista á Tómas væru vísbending um að „vissir aðilar séu að undirbúa samstarfsslit" í ríkisstjórninni. Taldi Tíminn af og frá, að til þess ráðs væri gripið og friðmæltist við kommúnista með þessum orðum: „... getur því enginn flokkur fengið allt sitt fram, heldur verður að koma á mála- miðlun". Kommúnistar sáu í fiskverðsdeilunni, að ekki þurfa menn nema byrsta sig við formann Framsóknarflokksins, þá hverfur hann frá öllu því, sem hann hafði áður sagt. Innan ríkisstjórnarinnar hefur forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen einatt tekið afstöðu með kommúnistum, þegar þeir sýna framsókn í tvo heimana. Það þarf því engan að undra, j)ótt kommúnistar séu ánægðastir með þá stjórn, sem nú situr á Islandi. HVAÐ SEGJA ÞEIR UM FISKVERÐIÐ OG SJÓMANNASAMNINGANA? Óskar Vigfússon formaður SSÍ: „Öllum aðilum ljóst, að sjómenn á stóru togurunum eru illa launaðir“ „ÞAÐ var Ijóst, að ekki var haegt að ganga frá fiskverði án þess að kaup- endur kæmu þar við sögu og það myndi því á einhvern hátt verða rýr ara fyrir hluta af okkar hópi og sú varð raunin á, sagði Oskar Vigfús- son, formaður Sjómannasambands íslands í samtali við Mbl. aðspurður um fiskverðið og nýgerða kjara- samninga. „Sjómenn á stóru togurunum eru illa launaðir og það er öllum aðilum að málinu ljóst og hefur verið ljóst lengi, ekki hvað sízt þeim útgerðarmönnum, sem gera þessi skip út. Þeir hafa viðurkennt þessa staðreynd, en hins vegar ekki talið sig geta gert neitt til að bæta úr. Við vissum það fyrir- fram, að svona myndi fara með samninga sjómanna á stóru togur- unum, en í stöðunni var tæpast um annað að ræða, en að, skrifa undir", sagði Óskar. „Markaðslögmál gildir í þessu eins og öðru, og sannleikurinn er sá að lélegi fiskurinn er tiltölulega í meira verði heldur en betri fisk- urinn eins og sést á því, að betur hefur gengið að fá verð fyrir skreið og saltfisk, heldur en fryst- an fisk. Þess vegna er nú hægt að greiða hærra verð fyrir óslægðan fisk heldur en áður. Á síðustu ár- um hefur hallað mjög á bátaflot- ann, á meðan fyrsta flokks togar- afiskur, sem fór í frystingu, var í sem hæstu verði. Fyrir sjómenn á hátaflotanum hefur orðið um nokkrar úrbætur að ræða, en sjó- menn hafa ekki fengið leiðréttingu eins og þeir telja sig eiga rétt á miðað við verkafólk í landi. Það þurfti mikil átök til að ná þessu, sem við þó fengum, en við eigum enn talsvert eftir“, sagði óskar Vigfússon. I nýgerðum kjarasamningum var samið um 10% launahækkun fyrir sjómenn á stóru togurunum, en þeir eru á föstu kaupi, en fá síðan „premíu" eftir aflabrögðum. Þeir fengu um 10% hækkun á fastakaupið og hækkaði það úr 5.440 krónum í 6.022 krónur, en þeir samningar voru felldir í Reykjavík og Hafnarfirði. Stóru togararnir, sem eru í verkfalli eru Ögri, Vigri, Karlsefni, Viðey, Eng- ey, Snorri Sturluson, Ingólfur Arnarson og Bjarni Benediktsson, allir frá Reykjavík, og Júní og Apríl frá Hafnarfirði. Frá Akur- eyri eru gerðir út 4 skuttogarar af stærri gerðinni, þar voru samn- ingarnir samþykktir á fundi og at- kvæði greidd um samningana sameiginlega. Einn stóru togar- anna er gerður út frá Grindavík og annar frá Keflavík, á þessum stöðum voru samningar sam- þykktir sameiginlega eins og á Akureyri. I bátakjarasamningunum, sem gilda fyrir sjómenn á bátum og minni togurunum, var samið um 7% hækkun á kauptryggingu, en til greiðslu á henni kemur ef afla- hlutur nær ekki tryggingu. Frí sjómanna voru aukin með samn- ingunum. Á minni skuttogurunum er nú réttur til 4ra frídaga í mán- uði, samið var um helgarfrí fyrir sjómenn á netabátum og eiga þeir nú rétt á einum frídegi um hverja helgi allt árið. Loks fá sjómenn á loðnuskipunum rétt á 48 tímum í heimahöfn skips einu sinni í mán- uði, en var áður einu sinni á ver- tíð. Guðmundur Hallvarðarson formaöur Sjómannafélags Reykjavíkur: Hallar mjög á okkur Reykvík- inga miðað við ýmsa aðra „ÉG TRÚI því, að við finnum ein- hvern flöt i áframhaldandi viðræð- um við útgerðarmenn og fáum þá leiðréttingu, sem við teljum okkur eiga samanborið við sjómenn viða annars staðar á landinu," sagði Guð mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, meðal annars í samtali við Mbl. í gær. Sjó- mannafélag Reykjavíkur felldi bæði bátakjarasamninga og samninga sjó- manna á stóru togurunum á félags- fundi á sunnudag. Fyrrnefndu samn- ingarnir hafa alls staðar annars stað- ar verið samþykktir, en í Hafnarfirði voru samningar fyrir stóru togarana einnig felldir. Af hverju fella sjómenn í Reykjavík bátakjarasamninga. „Meginmálið í þessu er það, að menn eru óánægðir með þetta fiskverð og þann mun, sem gerður er á slægðum og óslægðum fiski og telja að verið sé að borga minna fyrir 1. flokks vöru og vöru, sem mikið er haft fyrir að koma með sem slíka að landi,“ sagði Guð- mundur. „í annan stað er það líka, að við stöndum frammi fyrir því vandamáli, að samningarnir eru mjög misjafnir eftir því hvort við erum í Reykjavík eða á Vestfjörð- um eða Austfjörðum svo dæmi séu Fulltrúar deiluaðila ganga frá samningum. Við borðsendann eru meðal annars Vilhelm Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og Geir Gunnarsson sáttanefndarmaður. nefnd. Þar hallar mjög á okkur Reykvíkinga. Við getum t.d. bent á það, að skuttogarar fyrir vestan eru inni um jól og nýár. Fyrir austan eru þeir inni frá Þorláks- messu og fram til 2. janúar. Hér eru skipin inni yfir jól, en síðan er rokið út. Það er svona sitt af hverju tagi, sem safnazt hefur saman. Um stóru togarana er það að segja, að þar er óánægja manna með kjörin mjög afgerandi og ef til vill átti maður von á þessu. ég var formaður samninganefndar- innar, sem fjallaði um samning sjómanna á stóru togurunum. Ég hafði ekki sérstakan fyrirvara á við undirskrift, en staðan var hins vegar þannig þegar þessi sáttatil- laga kom frá sáttasemjara, að ekki var um margt að velja. Þarna var samspil milli verðlagningar og kjarasamninga. Annars vegar var að gera kjarasamning við útgerð- ina og standa síðan með henni í sambandi við fiskverðsákvörðun. Til þess að útgerðin stæði að fisk- verðsákvörðun þegar þetta plagg var komið fram þá lá fyrir, að við urðum að samþykkja það allt eða ekkert. Við skoðuðum þetta vel og lengi í nefndinni og vorum alls ekki ánægðir með plaggið, en með það í huga að þarna voru allir aðilar ásáttir við tillöguna um báta- kjarasamningana, töldum við ekki, að við gætum gert annað í stöðunni en að ganga inn á þetta og láta síðan reyna á það hjá fé- lagsmönnum hvað þeir vildu. Það sem vakti i fyrir okkur líka var að ef Sjómannafélag Reykjavíkur hefði eitt staðið að því að fella þennan kjarasamning, þá hefði það dregið alvarlegan dilk á eftir sér í sambandi við verðlagningu og annað. Fiskverðið, ef það hefði verið ákveðið, hefði orðið mun lé- legra og bezta fiskverðið, sem hægt var að ná í stöðunni, hefði kannski orðið að engu. Við hefðum auk þess getað orðið þess vald- andi, að skip annars staðar frá hefðu ekki róið. Við töldum því bezta kostinn að skrifa undir þetta og láta félagsmennina síðan segja til um hvað þeir vildu gera. Þeirra vilji fer ekki á milli mála. Það hefur reyndar sýnt sig, að sjómenn víðar en í Reykjavík eru óánægðir með sína samninga. Þeir hafa hins vegar skilað auðu og greinilega talið sig tilneydda að samþykkja og hefja róðra upp á kjör, sem þeir eru alls ekki sáttir við,“ sagði Guðmundur Hallvarðs- son. Að sögn Guðmundar fréttu af því á sunnudag, að einn eða tveir af togurum ísbjarnarins væri að halda úr höfn. Hann sagði, að menn hefðu brugðið mjög hart við, fjölmenn niður á bryggju og kom- ið í veg fyrir að skipin létu úr höfn. „Verkfallsvakt hefur verið skipulögð allan sólarhringinn og menn eru ákveðnir að standa sam- an,“ sagði Guðmundur. Margir sátu hjá, en samningar þó samþykktir Samningar fyrir stóru togarana og bátakjörin felldir í Reykjavík Friörik Pálsson framkvæmdastjóri: „Heimsiglingar verkföll og verkbönn raska öllu jafnvægi í Verðlagsráðiu „VINNSLAN I heild má ef til vill sæmilega við þessi málalok una, enda þótt lausnin sé talsvert dýrari fyrir þjóðarbúið en ég tel að skyn- samlegt hefði verið," sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda og annar fulltrúi kaupenda í Verðlags- ráði sjávarútvegsins, þegar Morgun- blaðið spurði hann álits á fiskverðs- ákvörðuninni. „Á hinn bóginn er ég afar ósátt- ur við það hvernig málið þróaðist og tel ekki aðilum málsins til sóma,“ sagði Friðrik ennfremur. Þá sagði hann, að auðvitað hefði gengið verið fallið löngu fyrir ára- mót og útreikningar Þjóðhags- stofnunar hefðu átt að liggja fyrir miklu fyrr en þeir gerðu, „en ég held að samkomulag með okkur kaupendafulltrúunum strax 2. eða 3. janúar, að mestu byggt að hugmyndum Steingríms, hefði þrátt fyrir allt verið skynsamleg- ur kostur. Á þeim tíma voru sjó- menn og útvegsmenn ekki búnir að móta sínar kröfur og enginn hiti hlaupinn í deiluaðila, en strax eftir þá helgi fóru hjólin að snúast nokkuð skrykkjótt. SAMNINGAR um bátakjör voru alls staðar samþykktir nema í Reykja- vík, en þar og í Hafnarfirði voru samningar um kjör á stóru togurun- um einnig felldir. Stórir skuttogarar eru gerðir út frá Reykjavík, Hafnar- firði, Grindavík, Keflavík og Akur eyri, alls 16 skip, og eru 10 þeirra enn við bryggju vegna verkfallsins. Sáttafundur hafði ekki verið boðað- ur í gær, en búist var við honum síðdegis í dag. Þátttaka í atkvæða- greiðslum sjómanna var yfirleitt all- góð nema í Reykjavík, en þar eru yfir 200 skráðir félagsbundnir sjó- menn. Hér fara á eftir úrslit í at- kvæðagreiðslu þeirra félaga, sem fjallað höfðu um samningana í gær: Sjómannafélag Reykjavíkur, samningar sjómanna á stóru tog- urunum: 1 já, 23 nei. Bátakjara- samningarnir: 14 já, 26 nei, 2 auðir og ógildir. Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Samningar sjómanna á stóru tog- urunum voru felldir, en bátakjara- samningarnir voru samþykktir: 20 já, og 5 nei. Akranes: 41 já, 19 nei, 2 ógildir. Aftureldingá Hellissandi: 20 já. Verkalýðs- og sjómannafélagið Jökull í Olafsvík: 17 já, 8 nei. Stjarnan, Grundarfirði: 20 já, 5 sátu hjá. Verkalýðsfélag Stykkishólms: Samþykkt samhljóða með 26 at- kvæðum. Á Vestfjörðum voru sjómenn ekki í verkfalli. Skagaströnd: 12 samhljóða at- kvæði. Skagafjörður: 14 já, 2 nei, 1 ógildur. Siglufjörður: 18 já, 22 sátu hjá. Sjómannafélag Akureyrar: Sameiginleg atkvæðagreiðsla um samningana fyrir stóru togarana og bátakjarasamningana að ósk fundarins: 56 já, 36 nei, auðir og ógildir 2. Á Húsavík, Þórshöfn og Rauf- arhöfn var ekki verkfall, en hins vegar futl samstaða með sjómönn- um í verkfalli. Austfjarðafélögin hafa öll af- lýst verkfalli, en skrifað var undir með fyrirvara um samþykki Al- þýðusambands Austurlands og fjallar það á næstu dögum um samninginn. Á Austfjörðum hafa sjómenn sérstaka samninga við vinnuveitendur. Á Fáskrúðsfirði voru samningarnir teknir fyrir og samþykktir með 2 atkvæðum, en 24 sátu hjá. Höfn, Hornafjörður, stjórn og trúnaðarráð tók afstöðu, 12 já, 1 sat hjá. Jötunn, Vestmannaeyjum: 44 já, 6 nei, 2 auðir og ógildir. Eyrarbakki: 13 samhljóða. Stokkseyri: Þar voru sjómenn ekki í verkfalli, en studdu aðgerð- ir. Þorlákshöfn: 37 já, 3 nei, 1 auð- ur. Grindavík: 47 já, 27 nei. Sandgerði: 10 já, 3 nei. Garður: 7 já, 1 nei, 2 auðir og ógildir Vélstjórafélag Suðurnesja og Sjómannaféiagið í Keflavík voru með sameiginlegan fund og sam- eiginlega atkvæðagreiðslu um samningana: 40 já, 15 nei, 3 auðir og ógildir. Matsveinafélag Sjómannasam- bandsins: Felldi samninga um kjör á stóru togurunum: 1 sagði já, 13 sögðu nei. Það fjallaði ekki um bátakjarasamninga að öðru leyti en því, að það aflýsti verkfalli og er opin atkvæðagreiðsla á skrif- stofu Matsveinafélagsins til 12. febrúar. Vélstjórafélag íslands: Sameig- inleg atkvæðagreiðsla, 45 já, 17 nei, 5 auðir og ógildir. Þegar loks um miðjan janúar, sjómenn og útvegsmenn í verkfalli og verkbanni en ná saman um fiskverðskröfu og oddamaður fær ekki einhuga stuðning ríkisstjórn- ar til að ganga frá þeim, var auð- sýnt að ekki gátum við Eyjólfur einir afgreitt verðið,“ sagði Frið- rik. Þá sagði hann, að sú 2% geng- isfelling eða þar um bil, sem til hafi komið á síðasta stigi málsins skrifaðist því að sjálfsögðu á reikning fulltrúa sjómanna og út- vegsmanna. „Vinnuveitendur hafa tekið upp þá nýbreytni að boða verkbönn á móti verkföllum. Það virðist gefa þá góðu raun, að báðir aðilar semji nokkuð á jafnréttisgrund- velli. Nýgerðir samningar um fisk- verð voru ekki háðir með jafna vígstöðu eins og allir hljóta að sjá. Tilkynning Verðlagsráðs um fiskverðsákvörðun Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins á laugardag varð samkomulag um almennt fiskverð, sem gildir frá 1. janúar til 28. febrúar 1982. Verðákvörðunin felur í sér að meðaltali 17,9% hækkun á fiskverði. Gert er ráð fyrir að olíugjald á árinu 1982 verði 7%. I þessari meðalhækkun er meðtalin sérstök hækkun á óslægðum þorski og ýsu. Þannig er hækkun á slægðum þorski 16,4% en óslægðum 23,3%. Slægð ýsa hækkar um 9,3% en óslægð um rúmlega 23%. Aðrar tegundir hækka um 15,8%. Fulltrúar fiskkaupenda gerðu svohljóðandi grein fyir atkvæði sínu. Á fimmtudag sl. varð samkomulag milli fulltrúa fiskkaupenda og sjávarútvegsráðherra um tiltekna meðalhækkun fiskverðs. Að beiðni sjávarútvegsráðherra höfum við nú fallist á frekari hækkun fiskverðs til samkomu- lags milli aðila í yfirnefnd Verðlagsráðs, þar sem fyrir liggur loforð sjávarútvegsráðherra um að kostnaðarauki vegna þessa, sem nemur nær 2% af tekjum, verði fiskvinnslunni að fullu bættur með aðlögun gengis eða öðrum jafngildum hætti innan tveggja til þriggja vikna. I yfirnefndinni eiga sæti: Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem er oddamaður nefndarinnar, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson, fulltrúar seljenda og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Friðrik Pálsson, fulltrúar kaupenda. Yfirnefndin mun síðar ákveða fiskverð frá 1. mars til 31. maí. Ég tel að það hljóti að verða að íhuga hvort fiskvinnslan á fram- vegis að taka þátt í samningum um nýtt fiskverð, á sama tíma og sjómannasamningar eru í gangi. Það ægivald, sem heimsiglingar, verkföll og verkbönn gefa sjó- mönnum og útvegsmönnum við þessar kringumstæður raskar öllu jafnvægi í Verðlagsráði og hlýtur reyndar að stofna framtíð þess í fullkomna hættu," sagði Friðrik að lokum. Árni Benediktsson: „Einhver von til þess að vinna upp tap síðasta ársu „HVAÐ varðar sjálfa fiskverkunina, þá held ég að hún megi sæmilega við una með það fiskverð, sem ákveðið hefur verið," sagði Árni Benedikts- son hjá Framleiðni þegar rætt var við hann. „Hvað frystinguna varðar, þá er hún á núlli, en hinar greinarnar standa betur, þannig að einhver von er til þess að hægt verði að vinna upp það tap, sem varð á síð- astliðnu ári. Það er einnig já- kvætt, að við gengisfellinguna nú, er ekki tekinn gengishagnaður af birgðum og því batnar staða síð- asta árs við það,“ sagði Árni ennfremur. Kristján Ragnarsson: „Ekkert sem réttlætir verkfalls- aðgerðir sjómanna í Reykjavíku „ÉG FAGNA þessari lausn á fisk- verðinu og að fiskverðið skuli hafa verið ákveðið með samþykki allra aðila, en ég met það mikils að það náist samkomulag um fiskverð milli kaupenda og seljenda. Allt tókst þetta með viðunandi hætti og sömu sögu er að segja um samningana," sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenzkra útvegs- manna, þegar rætt var við hann. „Á hinn bóginn harmar maður niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna samninganna í Reykjavík og vegna stóru togaranna í Hafn- arfirði. Máliö lítur nú þannig út að búið er að samþykkja samningana fyrir stóru togarana á Akureyri, en þar eru þeir 4 og 1 í Keflavík. Það er venjulega svo, að þegar að- ilar gera með sér kjarasamning, þá treysta menn á, að með undir- skrift viðkomandi sé verið að mæla með samningi. Ég hef hins vegar fyllstu ástæðu til að draga í efa, að í Reykjavík hafi samning- arnir verið kynntir með þeim hætti, sem venja er til,“ sagði Kristján. „Þá standa málin þannig, að við erum skuldbundnir þeim, sem bú- ið er að semja við og samþykkt hafa samningana, um að verð- launa þá ekki sem fella samning- ana með því að gera eitthvað meira fyrir þá. Við teljum okkur skuldbundna um að gera engar breytingar á samningunum í Reykjavík og Hafnarfirði, hvað varðar stóru togarana. Með hlið- sjón af því hve fáir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni vonast ég til að Sjómannafélag Reykjavíkur endurskoði afstöðu sína. Sjómenn í Reykjavík eiga enga þá sérstöðu í þessu máli, sem réttlætir það að þeir haldi verkfallsaðgerðum áfram einir,“ sagði Kristján ennfremur. Matthías Bjarnason alþingismaður: Stjórnvöld þekktu ekki sinn vitjunartíma „ÉG FAGNA því að fiskverð er komið og samningar hafa náðst, en ég tel að ef stjórnvöld hefðu þekkt sinn vitjunartíma og játað staðreyndum hefði aldrei þurft að koma til þessarar löngu deilu og mikla tjóns sem þjóðin hefur orðið fyrir," sagði Matthías Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í samtali við Mbl. „Ég harma það hins vegar að Þá var Matthías Bjarnason samkomulagið hefur ekki verið spurður álits á ummælum Svav- samþykkt af öllum aðilum, en treysti mér ekki til þess að fara út í ákveðin atriði né gagnrýna einstaka menn,“ hélt Matthías áfram, „það er sjáanlegt að rík- isstjórnin hefur séð það sem flestir voru búnir að sjá að það var ekki hægt að halda genginu föstu eins og 1980, með þremur undantekningum þó, þegar kostnaðarhækkun útflutnings- framleiðslunnar nam um 50—60%. Þá harma ég hvernig komið er fyrir Verðjöfnunarsjóði þrátt fyrir mjög hagstætt ár í saltfiskverði, en ekkert var greitt í sjóðinn, aðeins úr hon- um. Þar er um algjört fyrir- hyggjuleysi að ræða. Þá má einnig deila á þá stefnu sem tek- in er upp að minnka bilið milli slægðs fisks og óslægðs, en þá hafa menn þau rök að frystingin á nú mjög í vök að verjast og vissulega eru þau rök að nokkru haldbær, en hitt vegur mjög þungt á metunum að þá á að greiða hæsta verð fyrir bezta hráefnið og stefna þar með að aukinni vöruvöndun." ars Gestssonar á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið gegn samkomulagi í deilu sjó- manna: „Ég get aðeins talað um sjálf- an mig, en það er sama hvort ég er í stjórn eða stjórnarandstöðu, ég er ákaflega mótfallinn verk- föllum og verkbönnum. Menn eiga að ganga til frjálsra samn- inga og skilja stöðu hver annars svo ekki þurfi að grípa til þess- ara bitru vopna. Allir þeir menn úr forystu Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef rætt við, hafa verið sama sinnis og þessi ljótu um- mæli Svavars Gestssonar hljóta því að vera sprottin af því að hann og hans flokkur hugsa öðruvísi en við því þar beita þeir skemmdarstarfsemi af mikilli hörku og óþjóðhollustu eins og gert var með útflutningsbanninu 1978 og er ekki ástæðan þá hjá Svavari að vera með slíkar get- sakir, sú að hann heldur innræti annarra vera með eitthvað lík- um hætti og hjá honum sjálfum og hans nánustu fylgifiskum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.