Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 11 The Kings. Give the people what they want. ARISTA 203 943 The Kinks var stofnuð í Lon- don 1964. Ray Davies stundaði listnám og á kvöldin spilaði hann í hinum ýmsu klúbbum í London. Lítil plata var tekin upp, en hún hafði að géyma lagið „Long Tall Sally", hún seldist ekki neitt. Þeir tóku um aðra og hafði hún að geyma lagið „You do something to me“, hún seldist í 127 eintökum. „You really got me“, var þriðja litla platan og hún fór í 1. sæti breska vinsæld- arlistans og í 7. sætið á listanum í Bandaríkjunum. Þetta er upp- hafið á glæsilegum ferli Kinks og hafa þeir ekki neitt látið á sjá Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson viðbótar öllu því sem komið var. Ekki alls fyrir löngu kom svo út ný stúdíó-plata. Hún heitir „Give the people what they want“ og hefur að geyma 11 ný lög, öll eftir Ray Davies. Þessi plata uppfyllir allar þær vonir sem ég gerði til hennar, þó á allt annan hátt en búast mátti við. Platan er full af ferskleika og krafti en samt er ekkert nýtt að finna. Þetta kanna að hljóma undarlega en svona er það samt. T.d. kemur „Lola“ í heimsókn í Gamlir, en hljóma sem nýir þótt árið 1982 verði 18. starfsár hljómsveitarinnar. Þeir hafa notið hvað mestra vinsælda sem hljómleikahljómsveit en átt allt- af vinsælt lagt á lista með reglu- legu millibili. Fáar hljómsveitir hafa haft jafn mikil áhrif og Kinks. Tónlist þeirra hefur mót- að ótalinn fjölda tónlistarmanna og ekki síðri eru þau áhrif sem forsprakkinn, Ray Davies hefur haft, bæði á samtíð og framtíð með textagerð sinni og lagasmíð. Honum hefur verið tamt að semja um eitt og annað er mætti kalla þjóðfélagslegt og er sem hann vanti aldrei yrkisefni. Áhrifin er tónlist Kinks hefur haft, koma einna best fram í þeirri tónlist er í dag er kölluð nýbylgja. Ef vel er hlustað þá má heyra glöggt hvaðan sumir lagahöfundar nýbylgjunnar fá efni í hugmyndir sínar. Þvi gæti verið fróðlegt fyrir alla þá ungu tónlistarunnendur að kanna og kynna sér gamlar Kinks-plötur ef þeirra uppáhald (eitt eða fleiri) væru meðal þeirra er flokkuðust undir nýbylgju. í fyrstu átti The Kinks miklu fylgi að fagna meðal samlanda sinna en þetta er nú allbreytt því að í dag má segja að Kinks sé ein allra vinsælasta hljómleika- hljómsveit í Bandaríkjunum og á móti kemur dvinandi fylgi á heimaslóðum, Englandi. Þessu hafa þeir gert sér grein fyrir og þess má sönnur finna í textagerð Ray Davies. í stað þess að fjalla um sérbresk fyrirbrigði þá er yrkisefnið eitt og annað sem finna má í Ameríku einni, Holly- wood-stjörnur og Superman. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á hljómsveitinni frá því Kinks sló í gegn. Nýju félagarnir eru Jim Rodford sem spilar á bassa og Ian Gibbons, hljóm- borð. I fyrra gáfu Kinks út tvöfalt hljómleikaalbúm. Þessi plata sýndi fram á það að þeir voru engan veginn að linast þótt gamlir væru. Þetta albúm, „One for the road“ þótti gefa fyrirheit um að einhvers góðs mætti vænta í framtíðinni af Kinks til laginu „Destroyer“ og riþminn er fenginn að láni úr „All day and all of the night“. Samt er „Destroyer" eitt besta lag plöt- unnar. Fleiri álíka dæmi má finna. „Back to front" er 3. lag á 2. hlið og þar kemur kunnugleg- ur frasi fyrir. Næsta lag þar á eftir er „Art lover", rólegt lag með stórgóðum texta sem R. Davies flytur eins og honum ein- um er lagið. „A little bit of abuse“ er millirokkari (hvorki rólegur né hraður) og þar er einnig eins og eitthvað gamalt sé fært í nýjan búning. „Better things" er síðasta lag á 2. hlið og það kom út nokkru á undan plöt- unni á lítilli plötu. Eftir að hafa hlustað á plöt- una nokkrum sinnum þá er hún eins og samansafn af gömlum, góðum frösum sem The Kinks hafa sent frá sér í gegnum árin, en þó hljómar platan engan veg- inn eins og safnplata.Til þess er hún of fersk og kraftmikil. Segja má að á þessari plötu hafi Kinks fært sig í gamla „sándið", að þeir hljómi eins og þeir gerðu hér á árum áður nema nú eru tækin betri. Það er fátt sem finna má þessari plötu til foráttu. Á henni eru róleg lög eins og t.d. „Killer’s Eyes“ og „Art lover“ og upp í góð rokklög eins og t.d. „Give the people what they want“ og allt þar á milli.' Sem Kinks-plata er „Give the people what they want“ góð, en samt ekki eins góð og margar hinna. En sem ein af öllum þeim plötum sem koma út nútil dags, er hún mjög góð. Það verður að teljast afrek hvað Kinks hefur tekist að halda sér ferskum eftir 18 ára samstarf. Þess eru reynd- ar ekki dæmi ef Rolling Stones eru undanskildir. Óhætt er að mæla með nýj- ustu Kinks-plötunni við hvern þann sem hefur gaman af vel fluttu og góðu rokki og ekki ættu gamlir Kinks-aðdáendur að láta þessa plötu framhjá sér fara séu þeir búnir að afskrifa þá, því svo virðist sem nú sé nýtt blóma- tímabil í vændum. FM/AM Bundnar innstæður í Seðiabanka vegna bindiskyldu: Jukust um 837 milljónir króna, eða 89%, árið 1981 BUNDNAR innstædur í Seðla banka íslands vegna bindiskyldu jukust um 837 milljónir króna á sl. ári, cða um 89%, en þar af stafa um 310 milljónir króna af vaxtafærslu. Vextir og verðbætur bundinna inn- stæðna námu alls um 450 milljón- um króna, en þar af voru um 140 milljónir króna færðar á viðskipta- reikning og koma því fram í lausa- fjárstöðunni. Árið 1980 voru vextir bundinna innstæða 253 milljónir króna og var um helmingur þeirra færður á viðskiptareikning í lok þess árs. Endurkeypt afurðalán jukust um 46,7% á síðasta ári, sem er tiltölulega lítil aukning í sam- anburði við ýmsar stærðir. Árið 1980 jukust endurkaupin um 69%, en siðan dró nokkuð úr aukningu þeirra, einkum vegna birgðalækkunar í landbúnaði. Hækkun gjaldtaxta vegna skref- mælingar ekki merkjanleg - segir Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur Pósts og síma „NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem gerð var á vegum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, þar sem bornir voru saman reikningar fyrir nóvember 1980 og nóvember 1981, sýna að hækkun gjaldtaxta vegna skrefamælingar bæjarsímtala er ekki merkjanleg. Við áttum heldur ekki von á því, vegna þess að á móti tekjuaukningu, sem tímamæling bæjarsamtala leiðir af sér, kemur lækkun á langlínutöxtum og lenging á tíma, nætur og helgartaxta,“ sagði Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma. En þessa dagana eru símnotendur að fá reikninga fyrir september, október og nóvember á síðasta ári, en eins og menn muna, þá hófst skrefatalning þann 1. nóvember 1981. Þorvarður sagði ennfremur: „Tímamæling bæjarsímtala fer þannig fram, að talning fyrsta skrefs kemur ætíð við svar. Næsta skref mælist einhvern tímann á næstu 6 minútum, sem jafngilda einni skrefalengd. Eftir það telst skref 6 mínútur. Meðallengd bæjarsímtala á höf- uðborgarsvæðinu hefur mælst um það bil 2,6 mínútur. Líkurnar á því að simtöl af þeirri tímalengd telj- ist tvö skref eru því 0,43. Þetta þýðir að 43 af hverjum 100 símtöl- um, sem taka 2,6 mínútur hvert, mælist tvö skref, en 57 eitt skref og 100 símtöl verða þá 143 skref. Þannig telst símtal, sem er ná- kvæmlega 6 mínútur tvö skref og 12 mínútna símtal þrjú skref. Aðal rökin fyrir þessum breyt- ingum eru meðal annars þau, að þær draga úr mun á gjöldum milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýl- isins og milli stærri og minni sím- stöðva í dreifbýlinu. Breytingarn- ar hvetja til flutnings símaum- ferðar frá tímum dagtaxta til tíma nætur- og helgartaxta og bæta þar með nýtingu á símakerf- inu. Og þar eð aðeins 14—18% sím- notenda geta talað samtímis er því réttlátt að þeir greiði notkun samtalsleiðanna í samræmi við notkunartíma. Á höfuðborgarsvæðinu eru 65% símnotenda og í dreifbýlinu 35%. Fyrir breytinguna greiddu not- endur höfuðborgarsvæðisins 44% umframskrefagjaldsins og dreif- býlið 56%, en eftir þessar breyt- ingar er áætlað að höfuðborgar- svæðið komi til með að greiða 52% umframskrefagjaldsins og dreif- býlið 48%,“ sagði Þorvarður Jóns- son, yfirverkfræðingur Pósts og síma. Steindórsstöðvarmálið: Starfsmannafélag Bæjarleiða harmar seinagang yfirvalda FYRIR hönd starfsmannafélags Bæjarleiða lýsum við því yfir, að við erum sammála aðgerðum út- hlutunarnefndar atvinnuleyfa, um að rekstur Bifreiðastöðvar Steind- órs sé ólöglegur og beri að stöðva. Við hörmum þann seinagang, sem hefur orðið á lokun stöðvarinnar. Stjórn Starfsmannafélags Bæjarleiða. Míchelln radial snjódekk endast lengur Fást á næsta hjólbarðaverkstæði , UMBOÐ'. ISDEKK HF. Smiðjuveg 32 - 200 Kópavogur SÍMI: 91-78680 OPIÐ13-17 Mlchelin snjódekk gefa besta gjrip i snjóoghálku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.