Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 „'Attu mfelungs-stórcx sólsKríkju ?" ©1980 Jf IX'IO ást er... ... ad lofa henni að hvíla sij/ smástund. TM Reo U S Pat Off — aM ngtits reserved • 1981 Los Angetes Times Syndcate Nú skil ég hvers vegna þetta var ódýrasta Terðin sem ferdaskrifstof- an gat boðið uppá. Með , _ rnorgxinkculinu ó'T i Jæja. Þá er jólafríi sonarins ber- sýnilega lokið. HÖGNI HREKKVÍSI „ . M'ss" hxsCttO/ /*/&&&*//04 £r/rr//?/rA/tA//p/ • „ MjÁ, P/P, /?*//?. Hvers vegna setja menn ekki tappann f flöskuna Þeir, sem hafa átt því láni að fagna að eiga góða ömmu, gleyma henni aldrei. Amma var svo væn og góð og eina þrá hennar var að geta leiðbeint barninu um vegi veraldarinnar þannig að árekstrar yrðu sem minnstir. Keltan hennar ömmu var dásamlegur heimur. Þar leið mér svo vel. Sögurnar hennar, versin og fyrirbænirnar voru þannig að þær læstu sig inn í hugskot lítils barns. Þessarar gæfu varð ég aðnjótandi við mín fyrstu spor hér í heimi og oft skýt- ur myndinni hennar upp í huga mér og ekki síst þegar ég verð að vega á milli ýmislegs sem mætir. Oft fór hún amma mín með þessi erindi: l nglingur kann t kki að stýra, vmsar stefnur knörrinn tekur, fk*stir meta farminn dýra fyrst |M-Kar upp á skerið rekur. Ilafðu á hálnum heslu tja-lur, heygðu ei í kjölfar hinna, mundu það að mamma gra*lur mölvirðu fleyið vona þinna. Og svo útskýrði hún þetta fyrir mér og lét mig syngja þetta með sínu lagi. Nú rifja ég þetta upp þegar ég lít yfir daginn í dag. Alla þessa tískuvinda þar sem hver Árni llelgason beygir úr sínu eiginlega kjölfari í kjölfar hinna og ég sé að þetta kjölfar hinna er breiði vegurinn sem frelsarinn var alltaf og er enn að vara okkur við. Þegar barn kemur í heiminn er gleði foreldranna mikil. En hvern- ig er svo þessi gleði varðveitt? Það er mikil ábyrgð sem hvílir á hverju heimili og á því byggist mikið hvernig förin í gegnum þennan synduga heim verður. Enga foreldra þekki ég sem ekki vilja veg barna sinna sem mestan og allir þekkja móðurástina. Þessvegna er vaka hvers foreldris aðalatriðið. Það er talað um unglingavanda- mál, en er ekki oft á tíðum með því verið að fela vandamál foreldra og heimilis? Líti hér hver í sinn barm. Þegar unglingur lendir á villigötum verður þá ekki einmitt þeim sem önnuðust uppeldið fyrst fyrir að horfa til baka og litast um? Það er gaman að sjá glaðan barnahóp. I augunum má lesa svo margt og margt og oft þegar ég mæti þessum elskulega hóp verður mér á að hugsa: Hvert liggja spor- in? Við, hver og einn, getum tals- vert til leiðbeiningar þeim yngri ef við viljum. Fordæmið er sterkt. Heimilin eru hornsteinar en því miður fjölgar alltaf þeim heimil- um sem leysast upp og vandamál streyma inn. Það mætti segja mér að 90% af þessari upplausn séu tengd áfengisveitunni. Það er vandamálið í dag og þegar svo mikið er í húfi verður sú spurning áleitnari: Hversvegna setja menn ekki tappann í flöskuna og hvers- vegna þurfa opinberir aðilar að ryðja þessa breiðu braut. Vilja þeir heldur fjölmennt lögreglulið en heilbrigða menn og konur? Ég minni því enn á ljóðið sem hún amma kenndi mér og bið allt hugsandi fólk að lesa það gaum- gæfilega. Jóhannes úr Kötlum spyr í sínu gullfagra ljóði um barnið: Hver verndar þennan glaða æskuljóma? Og ég spyr, hverju vilt þú fórna fyrir velferð barnsins þíns. Viltu láta eiturefn- in róa? Þetta er spurning dagsins hvort sem þú viðurkennir það eða ekki. Árni llelgaxon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.