Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Bayern fór á toppinn - en Ásgeir var ekki með gegn Leverkusen VESTUR-ÞÝSKA deildarkeppnin í knattspyrnu hófst á nýjan leik um helgina, en þó varð að fresta all- mörgum leikjum vegna hins stirða tíöarfars sem ríkt hefur í Þýskalandi sem og víðast annars staðar í Evr ópu. En efstu liðin léku öll og heilla- dísirnar voru liði Bayern Miinchen hliðhollar, liðið vann (>óðan sigur á útivelli en helstu keppinautarnir töp- uðu nær allir. Bayern sótti Bayer læverkusen heim og sigraði örugg- lega með tveimur mörkum gegn engu. Ásgeir slapp ekki í Hðið að þessu sinni, en þeir Morst Dremmlcr og Dieter llöness skoruðu mörk Bayern, bæði komu mörkin í síðari hálfleik. Urslit þeirra leikja sem fram fóru, urðu sem hér segir: Bayer Leverk. — Bayern M. 0—2 Darmstadt — Arm. Bielef. 1—0 Bor. Dortmund — FC Köln 1—0 Fort. Diisseld. — VFB Stuttg. 2—3 Werder Br. — B. Mönch.gladb.O—1 Níirnberg — VFL Bochum 2—1 Braunschweig — HSV 2—1 Leikur Dortmund og Köln var lengi vel í járnum og gekk hvorki né rak upp við mörkin. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka, gerðist það síðan að Klotz skoraði fyrir Dortmund og reyndist það sigur- mark liðsins. HSV fékk einnig skell, en náði þó forystunni gegn Braunschweig á 69. mínútu með marki Danans Lars Batrup. Pahl jafnaði á. 70. mínútu og Ronnie Worm skoraði síðan sigurmarkið á 84. mínútu. Werder Bremen fékk Borussia Mönchengladhach í heimsókn og sigruðu gestirnir með eina marki leiksins sem Kurt Pinkall skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Franski landsliðsmaðurinn Didier Six skoraði sigurmark Stuttgart gegn Dússeldorf þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. í fjörugum leik hafði Thiele náð forystunni fyrir heima- liðið á 21. mínútu, en Kelsch jafn- að á 41. mínútu. Reichert náði síð- an forystunni fyrir Stuttgart á 51. mínútu, en Wenzel náði síðan að jafna á 80. mínútu leiksins. Atli var ekki í byrjunarliði Fortuna að þessu sinni, en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Wéierich og Heidenreich skor- uðu mörk Nurnberg gegn Bochum, en Blau svaraði fyrir gestina. Þá skoraði Mattern sigurmark Darmstadt gegn Bielefeldt. íslandsmótið í blaki: Víkingar sigruðu örugglega ÍSLANDSMOTIÐ í blaki hófst á laugardaginn að loknu jólaleyfi. Leiknir voru þrír leikir, einn í fyrstu deild og tveir í annarri. Eyrsti leikurinn var á milli Vík- ings og UMFL og var hann afburða lélegur. Fyrstu hrinuna unnu Vík- ingar örugglega, 15—6, og var mót- takan hjá UMFL alveg í molum og þar af leiðandi engin sókn. í annarri hrinu var mikill barningur en lélegt blak, Laugdælir unnu þá hrinu 15— 11. Þriðja hrinan var nokkuð furðuleg. Víkingur komst í 4—0 en Laugvetningar snéru blaðinu við og komust í 12—5 en þá voru dæmd nokkur vafaatriði þeim í óhag sem fóru mjög í taugarnar á leikmönnum UMFL og töpuðu þeir hrinunni 16— 14. Fjórðu hrinuna unnu svo Víkingar 15—10 og sigruðu þar með leikinn 3—1. Aðal smassari þeirra Laugdæla, Kári Jónsson, varð að yfirgefa völlinn snemma í fjórðu hrinu vegna meiðsla. Leikinn dæmdi Guðmundur Arnaldsson og var dómgæslan síst betri en leikurinn. Leikur Þróttar B og Samhygðar í annari deild var svipaður að gæðum og leikurinn á undan en mun skemmtilegri á að horfa. Það tók Þróttara aðeins 9 mín. að vinna fyrstu hrinuna 15—3 en næstu hrinu vann Samhygð 15—5. Næstu þrjár hrinur voru æsi- spennandi og skemmtilegar. Þá þriðju vann Samhygð 16—14 en Þróttur tryggði sér sigur með því að vinna næstu tvær 15—11 og 15-10. Bestu menn Þróttar voru Jón Árnason og Björn Benediktsson, einnig átti Haukur Magnússon nokkur góð smöss. Hjá Samhygð bar Jason ívarsson af og Daníel Árnason átti einnig góðan leik. Dómari leiksins var Björgúlfur og dæmdi hann mjög vel. Síðasti leikurinn var á milli Fram og HK. Fyrsta hrinan var mjög jöfn og löng en á endanum hafði Fram betur og vann 18—16. Næstu hrinu vann HK 15—8 og bjuggust nú allir við fimm hrinu leik en Framarar voru ekki á því og gerðu út um leikinn með því að sigra í næstu tveim hrinum 15—6 og 15—6. Bestu menn HK voru Ástvaldur Arthursson og Magnús K. Magnússon. Hjá Fram voru þeir Kristján Már og Sigurður Björnsson bestir. Góður dómari leiksins var Leifur Harðarson.SUS Haukar sigruðu Borgarnes 100-93 IIAUKAR sigruðu Borgarnes 100—93 í 1. deild í.slandsmótsins í körfuknattleik á sunnudaginn, en leikurinn fór fram í Ilafnarfirði. Staðan í hálfleik var 56—44. Var hér um fjöruga og skemmtilega viður- eign að ræða eins og stigaskorið bendir reyndar eindregið til. Voru llaukarnir yfir allan leikinn, en aldrei þó svo mikið að gestir þeirra hefðu getað jafnað með góðum endaspretti. Stigahæstir hjá Haukum voru Dakarsta Webster með 28 stig, Pálmar Sigurðsson með 27, Hall- dór Markússon 14 og Sveinn Sig- urbergsson 10 stig. Carl Pearson skoraði 44 stig fyrir Borgarnes, Bragi Jónsson skoraði 22 stig og Guðmundur Guðmundsson 10 stig. 100. stigið fyrir Hauka skoraði KR-ingurinn gamli Birgir Guð- björnsson, við mikinn fögnuð áhorfenda og félaga sinna í Haukaliðinu. ~ 8R • Paul Mariner, Arnold Muhren og Alan Brazil fagna marki, en þeir skoruðu allir gegn Coventry um helgina. Til hægri má sjá Bobby Robson stíga trylltan dans af gleði, enda stendur lið hans nú lang best að vígi í deildarkeppninni. Þrjú mörk á sex mínútum - og Ipswich er aö ná yfirburðastöðu í 1. deild VETUR konungur var aftur á ferð- inni á Bretlandi um helgina og gerði hinn mesta óskunda í deilda- keppninni. Flestum leikjum helgar- innar var frestað, en þó tókst að hefja fáeina og Ijúka þeim. Er þar helst að geta leiks Coventry og Ips- wich, en Anglíu-liðið vann þar sinn sjöunda sigur í röð og er bæði til alls líklegt næstu vikurnar og í efsta sæt- inu með bestu stöðuna. Það er þó vert að minna á, að um svipað leyti á síðasta keppnistímabili var liðið í svipaðri aðstöðu, en klúðraði öllu saman. Það var þó Coventry sem stefndi í sigur á laugardaginn, reyndar náði John Wark forystunni fyrir Ipswich, en Steve Hunt jafnaði fyrir leikhlé og snemma í síðari hálf- leik náði Gerry Daly forystunni fyrir heimaliðið. En á sex mínútna kafla gerði lpswich út um leikinn, er þeir Arnold Muhren, Paul Mariner og Alan Brazil skoruðu allir og náði ('oventry aldrei að rétta úr kútnum eftir það. Urslit leikja í 1. og 2. deild urðu annars sem hér segir: Brighton — West Ham 1-0 Coventry — Ipswich 2-4 Leeds — Swansea 2-0 Liverpool — Wolves 2-1 Notts County — Aston Villa 1-0 2. deild: Bolton — Chelsea 2-2 Norwich — Rotherham 2-0 Orient — Derby 3-2 QPR — Wrexham 1-1 Sheffield W. — Blackburn 2-2 Watford — Newcastle 2-3 „Við höfum leikið miklu betur en þetta í vetur en tapað samt,“ sagði Bob Paisley framkvæmda- stjóri Liverpool í samtali við AP eftir að lið hans hafði sigrað Wolverhampton mjög naumlega með marki Kenny Dalglish á ell- eftu stundu. Hugh Atkinson náði forystunni fyrir Wolverhampton á 17. mínútu, en 15 mínútum fyrir leikslok tókst Liverpool fyrst að svara fyrir sig og skoraði þá Ronhie Whelan. 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Dalglish sigur- markið með glæsilegu skoti. Lið Swansea gengur illa að brölta upp úr lægðinni sem liðið hefur verið í síðustu vikurnar og enga möguleika átti það gegn Leeds. Byron Stevenson skoraði fyrra mark Leeds frekar snemma í leiknum og snemma í síðari hálf- leik skoraði Aiden Butterworth síðara markið og þaggaði þar með endanlega niður í Swansea. Notts County hefndi rækilega fyrir 0-6 tapið gegn Villa í bikar- keppninni á dögunum með því að vinna 1-0 á heimavelli sínum í mjög lélegum leik. Trevor Christie • Sigurvegarar í tvenndardeild í hnokka- og tátuflokki. Sigurður Stein- dórsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Vilborg Viðarsdóttir, Karl Viðarsson. LjóKm. Á.Á. 60 keppendur tóku þátt BADMINTONFÉLAG Akraness héjt opið meistaramót í drengja- og telpnaflokki og í hnokka- og tátu- flokki, laugardaginn 16.janúar 1981. Keppt var í öllum greinum í þessum flokkum. Tilgangurinn með því að keppa í aðeins tveimur flokkum í cinu er sá að leyfa bestu spilurunum í hverjum flokki að spreyta sig í flokknum fyrir ofan, ekki í þeirra aldursflokki. Þetta hefur gefið góða raun og má geta þess að bæði Árni Hallgrímsson og Snorri Ingvarsson cru í sveinaflokki og þær Ása Páls- dóttir, Guðrún Gísladóttir, María Finnbogadóttir og Ásta Sigurðar dóttir eru í meyjaflokki. Þá má einn- ig geta þess, að sigurvegarinn í tátu- flokki, María Guðmundsdóttir, er aðeins 10 ára en hvorki hún eða Unnur sem lék til úrslita á móti henni komust í úrslit í Akrancs- meistaramóti sem haldið var fyrir nokkrum dögum. Það er því mikil breidd í unglingaflokknum á Akra- nesi. Kcppendur í mótinu voru 28 frá Akranesi, 11 frá TBR og 7 úr Borg- arnesi. Mótið fór í alla staði vel fram og alls voru leikir um 60 talsins. skoraði sigurmark County um miðjan síðari hálfleik. Loks leikur Brighton og West Ham. Hér var um geysilega fjör- uga viðureign að ræða, enda tvö prýðileg sóknarlið á ferðinni. Mörkin urðu þó færri en efrii stóðu til, en þó tókst Andy Ritchie að gera út um leikinn með góðu marki þegar skammt var til leiks- loka. I fyrri hálfleiknum sendi Ray Stewart knöttinn í netið hjá Brighton, en dómarinn dæmdi markið af vegna rangstöðu. Að sögn AP var um strangan dóm að ræða. 2. dcild: Bolton 2 (Foster, Henry) — Chelsea 2(Mayes, Bumstead) Norwich 2 (Deehan, Bertchin) — Rotherham 0 Orient 3 (Moores 2, Godfrey) — Derby 2 (Hall, Fisher sj.m.) QPR 1 (Stainrod) — Wrexham 1 (Edwards) Sheffield W. 2 (McCulloch, Meg- son) — Blackburn 2 (Stonehouse, Keel- ey) Watford 2 (Jenkins, Terry) — Newcastle 3 (Todd 2, Varadi) 1. DEILD Ipswich 13 12 2 4 35 23 38 Manchester (’ity 21 10 5 6 30 23 35 Manchester I td. 19 9 6 4 29 16 33 Snuthampton 19 10 3 6 35 28 33 Swansea (’ity 21 10 3 8 31 33 33 Nottingham Kor. 19 9 5 5 25 24 32 Liverpool 19 8 6 5 29 20 30 Hrii;hlon 20 7 9 4 25 19 30 Tottenhani 17 9 ; > 6 26 19 29 Kverton 20 8 5 7 28 26 29 Arsenal 16 8 3 5 15 12 27 West llam 18 6 8 4 33 26 26 West Hromwich 18 6 6 6 23 19 24 Ix'eds 19 6 5 8 20 32 23 Aston \ illa 20 5 7 8 23 24 22 (’oventry 21 6 4 II 31 36 22 Stoke 19 6 3 10 24 29 21 Notls ('ounty 18 5 5 8 25 31 20 Wolverhampton 19 5 4 10 13 27 19 Hirmingham 18 4 6 8 26 28 18 Sunderland 19 3 5 II 16 33 14 Middleshrough 18 2 6 10 16 30 12 2. DEILD Luton 19 14 2 3 44 20 44 Oldham 22 10 8 4 33 24 38 Watford 20 10 5 5 31 24 35 Q 1* H 21 10 4 7 28 20 34 (’helsea 21 9 6 6 30 29 33 Hlackhurn 23 8 8 7 27 24 32 Sheffield Wed. 19 9 4 6 24 24 31 Harnsley 19 9 3 7 30 21 30 (’harllon 22 8 5 9 30 33 29 Norwich 21 8 4 9 24 30 28 Nowcastle 19 8 3 8 26 21 27 Leicester 19 6 8 5 25 20 26 Cardiff 19 7 3 9 22 29 24 ()rient 21 7 3 11 19 26 24 (’hrystal Palace 17 7 2 8 14 14 23 Shrewshury 18 6 5 7 19 24 23 Derhy 19 6 4 9 25 33 22 Kotherham 18 6 3 9 25 27 21 ('amhridge 18 7 0 II 25 29 21 Holton 21 6 3 12 19 31 21 Wrexham 19 5 4 10 21 27 19 Orimshy 17 4 5 8 18 29 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.