Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Þorsteinn Gíslason framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corp.: Enginn íslendingur má setja afköst ofar gæðum „Mér er kunnugt um þennan samanburð, sem er mjög til bráða- birgða, og þótt hann hafi bent til þess, að fiskur frá sumum framleið- endum á íslandi hafi ekki verið í lagi, þá reyndist fiskur frá mörgum öðrum vera góður,“ sagði Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Cold- water Seafood ('orporation, sölu- fyrirtækis SH í Bandaríkjunum, í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður um viðtal það, sem út- varpið birti nýlega við einn af for ráðamönnum Long John Silver’s, fisksala í Bandaríkjunum, sem mik- ið hefur skipt við íslenzku fyrirtæk- in. Þar sagði hann, að fyrirtækið myndi auka mjög kaup sín af Kan- adamönnum á þessu ári. Þorsteinn kvað þá könnun, sem Long John Silver’s-fyrirtækið hefði látið fram fara á gæðum fisks, hafi útilokað mjög stórt fisksölufyrirtæki í Kan- ada, en auðvitað væri þetta „alvar leg viðvörun” fyrir íslendinga. Þorsteinn Gíslason sagði: „Kanadamenn hafa lengst af ekki verið færir um að keppa vel við okkur um söiur á þorskflökum í Bandaríkjunum vegna ófullnægj- andi gæða og lélegrar sölustarf- semi. Nú eru í gangi talsverð til- þrif til þess að bæta fiskfram- leiðsluna í Kanada, eða einhvern hluta hennar, og hafa Kanada- menn jafnvel ráðið til sín íslend- inga í von um að læra af þeim ein- Segir könnun Long John Silver’s vera alvarlega viðvörun fyrir íslendinga Vöruvöndun er afar mikilvæg í ísienzkum frystihúsum. hverjar aðferðir sem okkur hafa reynzt vel. Árferði hefur verið mjög lélegt fyrir kanadískan fiskiðnað í seinni tíð, og því eru þessar tilraunir til verðmætaaukningar mikilvægar fyrir þá, ásamt því að fá stóraukin framlög af opinberu styrktarfé. Vandamál kanadískra fiskfram- leiðenda eru hins vegar miklu djúpristari en svo, að þau verði leyst á stuttum tíma, þar mun einnig við að etja gamalgróið, lé- legt hugarfar um meðferð á fiski almennt, auk þess sem sumt af þeim fiski sem Kanadamenn veiða er þannig, að hann verður ekki góður þótt hann fái beztu meðferð. Til viðbótar er svo það, að Kanada- menn keppa hver við annan án allrar samstöðu, en það hefur áreiðanlega staðið þeim fyrir þrif- um. Nýlegar fréttir um viðtal við mjög stóran kaupanda íslenzks fisks í Bandaríkjunum, Long John Silver’s, gáfu til kynna að vænt- anleg aukning á innkaupum þeirra á næsta ári yrðu aðallega frá Kanada, vegna þess hve verð á ís- lenzkum þorskflökum sé miklu hærra en verð á kanadískum. Þetta hafi einkum komið til af því, sem gæðasamanburður hafi leitt í ljós, að þrátt fyrir verðmuninn, séu kanadísku flökin sízt lakari. Mér er kunnugt um þennan sam- anburð, sem er mjög til bráða- birgða, og þótt hann hafi bent til Þorsteinn Gíslason þess að fiskur frá sumum fram- leiðendum á íslandi hafi ekki verið í lagi, þá reyndist fiskur frá mörg- um öðrum vera góður. Þessi sam- anburður varð einnig til þess að útiloka mjög stórt fisksölufyrir- tæki í Kanada frá frekari sölum til Long John Silver’s, en fyrir íslend- inga var þetta auðvitað alvarleg viðvörun. Eitt af því, sem hefur gert að- stöðu íslendinga sterka í sölum freðfisks á Bandaríkjamarkaði, er það að mistök liðinna ára hafa ávallt verið notuð til þess að læra af þeim. Sölusamtökin hafa mik- inn mannafla, sem vinnur að bætt- um vörugæðum, og yfirleitt næst góður árangur þegar tilefni er til strangra aðgerða. Þegar tillit er tekið til þess, hvernig hamast er áfram með af- köst í frystihúsunum, með bónus- kerfum og öllum hugsanlegum ráð- um til að auka nýtingu og hraða, þá er ekki mikil furða þótt stund- um verði misfellur í vöruvöndun. Vegna sífellds efnahagsvanda Veist þú hvernig barni líÖur á sínum yinnustað? eftir Önnu Jóelfidóttur Þannig hljóðar ein af 12 spurn- ingum sem Kennarasamband ís- lands beindi til aðstandenda skólabarna sl. haust og ætla ég að gera hana að umtalsefni hér. Menn gera sér sífellt betur grein fyrir því að líðan á vinnu- stað er mikilvægur þáttur í rekstri stofnunar. Líkur eru á því að ánægður starfsmaður sé góður starfsmaður. Það er ótal margt, sem hefur áhrif á líðan fólks, starfsgetu og starfsgleði. Sumt er erfitt viðfangs (g.s. persónuleg vandamál) en annað er þess eðlis að hægt er að hafa talsverð áhrif til hins betra með tiltölulega litl- um tilkostnaði og fyrirhöfn. Þar má nefna þætti eins og aðbúnað, samskipti og eðli þeirrar umbun- ar, sem stofnun veitir starfs- mönnum sínum. Gerð stofnunar og hlutverk ræður því, hvernig þessir þættir eru nýttir. Grunn- skólinn er stofnun, sem hefur þá sérstöðu að þar starfa bæði börn og fullorðnir. Til þess að gera skóla að góðum vinnustað verður að mæta þörfum beggja hópa. En hvað er góður vinnustaður? Hvaða þættir í skólastarfi og skólaumhverfi geta stuðlað að því að gera skólann að þroskandi vinnustað, þar sem börnum líður vel? Um þetta eru skiptar skoðanir, en ég er í hópi þeirra sem telja að eftirfarandi atriði stuðli að því að gera skóla að góðum vinnustað: Aukin þekking á þroskaferli barna hefur breytt viðhorfum skólamanna bæði til kennsluað- ferða og viðfangsefna sem nem- endum er ætlað að fást við. Viður- kennt er að einstaklingar eru mis- jafnir. Skólastarfinu verður að haga í samræmi við þarfir og hæfileika hvers og eins. Nemendur á ólíkum aldri með ólíkan þroska ættu að vinna sam- an. Þannig læra nemendur um- burðarlyndi og verða hæfari til að umgangast ólíka einstaklinga. í blönduðum hópi eru meiri líkur á að hver og einn finni félaga við hæfi en þegar samsetning náms- hóps ræðst af aldri eingöngu. Þannig er lífið sjálft. Áhugi, virkni og reynsla eru grundvallarhugtök í námi. Mikil- vægt er að nemendur sjái tilgang með því sem þeir fást við og geti tengt námið reynsluheimi sínum. Fjölbreytileg viðfangsefni sem höfða til sem flestra þátta skynj- unar og hugsunar og tengjast reynslu og umhverfi stuðla að öllu jöfnu að þroska nemandans. Samfélag okkar er flókið og hverjum manni er nauðsynlegt að geta brugðist við síbreytilegum aðstæðum. Veigamikið hlutverk skólans er að gera nemendur læsa á umhverfi sitt. Það verður best leyst af hendi með því að nemend- ur læri að afla sér upplýsinga og vega þær og meta á gagnrýninn hátt. Samstarf við aðra gefur kennur- um tækifæri til að þroskast með starfi sínu. Þannig gefst tækifæri til frjórrar umræðu og til að kynn- ast hugmyndum annarra. Með samvinnu verður hlutverk kenn- ara fremur að skipuleggja og leiðbeina en að skipa fyrir. Skólaumhverfið verður að örva alhliða þroska nemenda vitsmuna- legan, tilfinningalegan og félags- legan. Vistlegt og hlýlegt um- hverfi eykur vellíðan og ýtir undir vinnugleði. Skólastarfið verður líka að vera alhliða þroskandi. Auk þess að búa yfir þekkingu er hverjum einstaklingi mikilvægt að þekkja eigin tilfinningar og geta veitt þeim útrás á eðlilegan hátt. Einnig er mönnum nauðsynlegt að geta mótað sér skoðun og gert grein fyrir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.