Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Ár fatlaðra — Ár aldraðra: Er hér eitthvað til úrbóta? eftir Sifffú.s J. Johnsen „Ef við eigum hér lausn, þar sem báðir að- ilar geta notið tilveru og lífdaga í hinu venjulega blandaða samfélagi, þá ber okkur að stefna þá leið.“ Nú að ári faltaðra liðnu og með tilkomu ársins 1982 sem tilnefnt hefir verið ár aldraðra er eðlilegt og rétt að við íslendingar lítum til baka yfir liðið ár, en jafnframt horfum fram á veginn á nýhöfnu ári. Skoðum hvað áunnist hefur á liðnu ári fyrir fatlaða og hvert við viljum stefna á hinu nýja ári mál- efnum aldraðra til framdráttar. Á liðnu ári hefi ég átt þess kost að kynna mér hvað nágrannaþjóð- ir okkar gera, hafa gert og ætla sér að gera í þessum málaflokkum nú á næstu misserum. Fyrir til- stuðlan Evrópuráðsins og British Council hefi ég átt þess kost að kynna mér þessi mál í Evrópu, sérstaklega í Bretlandi, Belgíu og Frakklandi. Mun ég í grein þessari að mestu styðjast við framkvæmd þessara málaflokka eins og þeir koma mér fyrir sjónir í Bretlandi. Það stafar af því að þeir hafa borið gæfu til að notfæra sér í nokkrum sýslum landsins þá bestu reynslu, er þeir hafa aflað frá nágrannaþjóðum, s.s. Þjóðverjum, Belgum og Frökk- um. Fyrir okkur er sérstök ástæða til að hefja opna umræðu um þessi mál ekki hvað síst þar sem nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um málefni fatlaðra, mál nr. 145. Frumvarpsdrög þessi eiga' sér langa forsögu. Það var árið 1976 sem 31. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að lýsa því yfir að árið 1981 skyldi verða al- þjóðlegt ár fatlaðra. 30. október 1979 skipar svo þáverandi félags- málaráðherra þriggja manna nefnd, svokallaða Alfanefnd, sem síðan er svo endurskipulögð í sept- ember 1980 og skipuð sérstök framkvæmdanefnd. Nú hefir frumvarpið séð dagsins ljós. Það var lagt fyrir Alþingi nú í desember. Skv. frumvarpinu er landinu skipt í átta starfssvæði og skal á hverju starfssvæði starfa 7 manna svæðisstjórn. I hverri svæðisstjórn skulu vera fræðslu- stjóri, héraðslæknir og 5 menn skipaðir af ráðherra. Tveir þeirra skulu skipaðir skv. tilnefningu svæðisbundinna samtaka sveitar- félaga, og skal annar þeirra vera úr fulltrúaráði eða stjórn viðkom- andi samtaka. Hér er einmitt í fjórðu og fimmtu grein 1. kafla laganna komiðað tveim veigamiklum þátt- um, sem ég teldi að betur mætti fara. Miklu bákni skal á komið án þess að gert sé ráð fyrir að verk- svið starfsnefnda þessara geti eða hljóti að skarast við hliðstæð verkefni þeirra er um málefni aldraðra hljóta að fjalla hverju sinni. Verst af öllu er þó það að ekki eru í þessu frumvarpi skapaðir lögboðnir möguleikar fyrir hina fötluðu til að hafa sjálfir beina meirihlutaaðstöðu í þessum starfsnefndum til að koma eigin málum á framfæri. Til þess eru þó hinir fötluðu í mörgum tilfellum öllum öðrum hæfari til að meta aðstæður á raunhæfan hátt. Er þó; ekki kastað rýrð á hæfni fjöl- margra annarra. Má þessu til stuðnings nefna dæmi. Þegar Tryggingastofnun ríkis- ins eðli málsins vegna verður að hlutast til um breytingar á aðbún- aði fatlaðs manns jafnt innan húss sem utan. Hugsum okkur þar mann í hjólastól, sem þarf á breytingum og lagfæringum að halda í íbúðarhúsnæði sínu. Hver væri þá hæfari til mats og ráð- gjafar um væntanlegar breytingar til úrlausnar og bóta, en einmitt hinn fattaði sjálfur. Það nær því ekki átt að þessir aðilar skuli ekki lögum samkvæmt eiga forgang og meirihluta í ráðgefandi nefndum og starfshópum er um þeirra mál- efni eiga að fjalla. Þrátt fyrir margvíslegt ágæti frumvarpsdraga þessara verður að segjast að lítið fer þar fyrir nýj- ungum, en meira ber á að verið er að samræma gömul lög og draga í ein, sem að sjálfsögðu er mjög til bóta. En nýmælin og ferskleikann vantar í frumvarpið. Þá vantar og stóraukið frumkvæði hinna fötl- uðu, sem um leið gæti skapað nokkrum fjölda fatlaðs fólks vinnu við ýmsa efnisþætti frum- varpsins s.s. í 2. kafla laganna 6. gr. í 6. kafla laganna um húsnæðis og atvinnumál og í 7. kafla lag- anna um kynningu á málefnum fatlaðra og víðar og víðar. Hér sem endranær ber að virkja hinn fatlaða öðrum fremur enda hann í langflestum tilfellum hæfastur til raunhæfrar ályktunar málefninu til framdráttar. Hér eru að sjálf- sögðu undanskildir mjög þroska- heftir. Dregur nokkur í efa hæfni hins andlega heilbrigða hjólastóls- bundna manns um mat hans á lag- færingum í umhverfi hans um- fram okkur er hlaupum um ófötl- uð. Dregur nokkur í efa hæfni hins aldna til ákvörðunar um eigin dvalarstað. Hér á ég við val hans milli stofnunar eða eigin heimilis, sé honum sköpuð aðstaða til að dvelja lengur en ella á eigin heim- ili sínu. Dregur nokkur í efa þörf okkar íslendinga til að draga úr notkun langlegu-sjúkrarúma þeirra ein- staklinga sem með öðrum hætti og betri aðbúnaði í eigin húsnæði gætu þar með losað um sjúkrar- ými margyfirsetinna sjúkrahúsa okkar. Svo ekki sé nú á það minnst að dagdvöl á Borgarsjúkrahúsinu er í dag kr. 1923,00 eða um 57.690,00 krónur á mánuði, þ.e. 5,7 milljónir gamalla króna á mánuði. Ef við kynnum að eiga færar leiðir til að brúa þau bil sem að dómi okkar margra hafa um of langan tíma verið óbrúuð þá er það þess virði að skoða nokkuð af því er aðrar þjóðir hafa talið til bóta og sannarlega að gagni kom- ið. Því er það að ég nefni hér nokk- ur dæmi er verða mættu til um- aunar og athugunar. Því ekki ur dregið í efa að allir sem einn, stjórnvöld sem þegnar, kjósa að velja hinar hæfustu og farsæl- ustu leiðir er til úrbóta má telja. Vík ég nú að tveim megin þátt- um er þessi mál varða. Á síðasta ári komu saman nokkrir ungir menn, er allir áttu það sammerkt að hafa lifað lífi hins ófatlaða frjálsa manns, en urðu síðan fyrir því af slysförum eða öðrum orsök- um að verða skyndilega sviptir mætti til gangs og eðlilegrar hreyfingar. Þessir ungu menn mynduðu með sér samtök er þeir nefna SEM, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Þar sem ég hefi átt þess kost að vinna með þessum hópi fatlaðra manna frá. því í september, er fyrst var fjallað um að koma á fót þeirra eigin samtökum sem nú hafa þegar verið stofnuð. Þá leyfi ég mér að vísa hér til frumdraga að markmiðum samtakanna ásamt greinargerð þeirra. SEM Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra Markmið félagsins: 1. Félagsráðgjöf og aðhlynning. 2. Húsnæðis- og umhverfismál. 3. Atvinnumál. 4. Fyrirbyggjandi aðgerðir. 5. Fjárhags- og áætlanagerðir. 6. Trygginga- og lögfræðileg að- stoð. Greinargerð: 1. Félagsráðgjöf er fólgin í því, að verði einn eða fleiri fyrir slysi eða óhappi, sem leiðir til skertrar starfsorku eða fötlun- ar á einhvern hátt, t.a.m. bynd- ist hjólastól og þurfi þar af leiðandi að breyta um lifnað- arhætti, þá er nauðsynlegt að viðkomandi aðili fái leiðbein- ingar um rétt sinn gagnvart tryggingarkerfinu og fleiri stofnunum. Þá er líka nauð- synlegt að til komi aðili eða að- iiar, sem hafa öðlast þekkingu á málinu í gegnum svipaða reynslu, og geti stutt og leið- beint viðkomandi og hjálpað honum að læra nýja lifnaðar- hætti. Samtökin SEM munu veita þá aðstoð sem að ofan greinir og leita úrlausna á þeim vandamálum sem skjóta upp kollinum við slíkar aðstæður hverju sinni. 2. Húsnæðismál eru með stærstu vandamálum sem fatlaðir ein- staklingar, sérstaklega í hjóla- stólum, þurfa að glíma við og því er mjög mikilvægt að svona samtök vinni að könnun og út- vegun húsnæðis fyrir slíkt fólk. Það fer því miður lítið fyrir því að húsnæði sé hentugt fyrir fólk í hjólastól. Stofnanir eiga að vísu rétt á sér en við teljum það illa nauðsyn að hópa fötl- uðu fólki svona saman, og slík- ar stofanir bjóða ekki upp á að- stöðu fyrir fjölskyldufólk. Sam- tökin SEM munu stefna að því að hafa menn á réttum stöðum í sambandi við úthlutanir á þeim íbúðum sem byggðar eru á félagslegum grundvelli. 3. Atvinnumál fatlaðra er tvímæl- alaust . annað stórvandamál, sem þarf að leysa. Verndaðir vinnustaðir leysa vissan vanda, Sigfús J. Johnsen en ekki nærri því allan, því í mörgum tilfellum treystir fólk sér ekki til að fara á slíkan stað, vegna ótta um einangrun og jafnvel vissa stöðnun and- lega. Samtökin SEM verða með atvinnumiðlun fyrir það fólk sem æskir eftir að komast út á hinn almenna vinnumarkað. Fatlaðir eiga oft við ýmsa fylgi- kvilla að stríða fyrstu árin, svo sem sár, nauðsynlegt er fyrir viðkomandi vinnuveitendur að vera fullkomlega upplýstir um þau vandamál, sem upp geta komið, þannig að viðkomandi öryrki hljóti ekki skaða af, t.d. missi vinnuna. 4. Samtökin SEM munu mark- visst vinna að því að halda uppi fræðslu eða kynningum í skól- um og fleiri stofnunum, þar sem því verður við komið, um vandamál fatlaðra og erfiðleika þeirra í þjóðfélaginu í dag, hvað sé til bóta og hverju þurfi að breyta, t.d. hvaða afleiöingar bílslys getur haft í för með sér, tökum sem dæmi hvað verður um mann sem lendir í bílslysi og hlýtur af því varanlega löm- un, og verður að breyta algjör- lega um lifnaðarhætti. 5. Samtökin munu vera með fjár- hags- og áætlanagerðir fyrir fatlað fólk sem á því þarf að halda. 6. Tryggingafræðilega og lög- fræðilega aðstoð. Hliðstætt við SEM-samtökin hér heima á íslandi hafa Bretar tekið upp það sem þeir kalla Crossroads Project en ég hefi leyft mér að kalla Gagnvegi. Hér getur verið um að ræða nokkra hliðstæðu við okkur því starfsemi þeirra nær til álíka margra einstaklinga í Cam- bridge-héraði og fjöldi okkar Is- lendinga er. Má því ætla að um nokkra hliðstæðu sé að ræða hvað varðar tíðni tilfella og þörf hverju sinni. Þó ber að sjálfsögðu að taka slíkan samanburð með fullri varúð. Reynslan ein sker úr um gildi slíkra áætlanagerða hvað okkar aðstæður varðar. Ef við nú í reynd viljum styðja við bakið á þessum ungu mönnum, er fyrst og fremst hafa að mark- miði að vinna sjálfir að velferðar- málum sínum og annarra, þá er hér tæknærið fengið. Verði þeim gert mögulegt að verða driffjöður- in í því að mynda Gagnvegaþjón- ustu hér á landi, sem þá um leið yrði miðstöð fyrir hin ýmsu frjálsu félög, sem á svo margvís- legan hátt hafa stutt og vilja styðja að bættum hag fatlaðra og aldraðra. Þannig tækist að samræma hin margvíslegu frjálsu félög og stofn- anir er á einn eða annan hátt vildu leggja málinu lið. En tengilið slík- an sem þennan hefir um árabil vantað til samræmingar og sam- taks hinna ýmsu aðila. Hér er fyrst og fremst um að ræða að vinna með þessu fatiaða fólki og leggja því lið, en ekki ver - ið að vinna fyrir það, með eigin forsjálni okkar hinna ófötluðu í huga, heldur að vinna að og eftir fyrirhyggju þeirra og út frá þeirri reynslu er þeir sjálfir hafa orðið að upplifa og því dómbærastir á úrlausnarefnin er að gagni megi koma. Þessi meginstefna er vissulega nýbreytni frá núverandi kerfi. Hún hefir sannað gildi sitt í ná- grannalöndum okkar. Því skyldi hún ekki reynast okkur farsæl hér? Hvað eru Gagn- vegir? (Crossroads Project) Gagnvegir Mörgu fötluðu fólki er gert kleift að dvelja heima einungis vegna þess að þeir njóta aðstoðar Góður bfll gerir fötluðum manni margt kleift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.