Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 2

Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Kantbátarnir í Eyjum drógu netin í gær „Breyttar fyrirskipanir ráðuneytisins bárust of seint“ segir Jóel Andersen á Danska Pétri VE „ÞAÐ BENDIR allt til þess að Eyjabálarnir, sem lögðu net sín austur af Eyjum áður en verkfallið leystist, hafi ætlað að verða við til- mælum okkar um að koma með netin í land,“ sagði Jón Arnalds ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins í gær í samtali við Mbl., „en þar sem við fáum ekki skýrslu frá eftirlitsmönnum okkar sem fóru til Eyja fyrr en í fyrramálið, er erfitt að segja nokkuð um þetta, en eftir að hafa kannað skýrsiurnar tökum við afstöðu til hvers máls fyrir sig. Jón kvað beiðni sem þessa aldrei hafa verið senda út frá ráðuneytinu áður, en hann kvað ráðuneytið hafa fengið margar mm Jóhannes Óli Sæmundsson lát- inn á Akureyri Akureyri, IK. janúar. JÓHANNES Óli Sæmundsson, fyrrver andi námsstjóri, er nýlátinn á Akur eyri. Hann fæddist 10. júlí 1906 í Stærra-Arskógi, sonur hjónanna Sigríð- ar Jóhannesdóttur og Sæmundar Sæ- mundssonar, skipstjóra. Hann tók kennarapróf 1929 og var fyrst kennari og síðar skólastjóri á Arskógsstrðnd 1924 — 1926 og 1929—1953, en námstjóri á Austur- landi 1955—1963 og fræðslufulltrúi KEA 1953-1956. Hann vann mikið að örnefnasöfn- un við Eyjafjörð og ritaði margt, bæði sögur og fróðleiksgreinar af ýmsu tagi. Hann gaf út tímaritið Súlur á vegum Sögufélags Eyfirð- inga og ritstýrði því ásamt öðrum. Hann tók mikinn þátt í margs konar félagsstarfi í heimasveit sinni og einnig á Akureyri eftir að hann fluttist þangað 1953. Hann var m.a. fyrsti formaður Styrktarfélags van- gefinna á Akureyri og átti mikinn þátt í því, að Vistheimilið Sólborg var reist. Hin síðari ár rak hann fornbóka- verzlun og hélt m.a. nokkur bóka- uppboð. Hann lætur eftir sig þrjár dætur. — Sv.P. hringingar frá Þorlákshöfn vegna þessa máls og ráðuneytið teldi að umræddir Eyjabátar hefðu brotið þarna reglur. Eyjabátarnir fóru allir á sjó í gær og sóttu net sín, en Þorláks- hafnarbátar voru þá búnir að leggja net sín víða í Kantinn einnig. Morgunblaðið hafði sam- band við Jóel Andersen skip- stjóra á Danska Pétri í gær, en hann er einn af Kantskipstjórun- um. Hann kvaðst hafa lagt fjórar af átta trossum á Kantinn og þær trossur hefði hann komið með að landi í gærkvöldi, en lagt hinar fjórar. „Eg verð örugglega í einhverjum vandræðum með að koma þessum fjórum niður, á svipuðum slóðum," sagði hann, „en það var nóg pláss fyrir Þor- lákshafnarbátana þarna og ég skil ekki þetta fjaðrafok sem þeir hafa verið með. Við fengum skeyti um að taka upp þau net sem við lögðum og það var allt of seint að vera að senda eitthvert viðbótarskeyti í gær og setja breyttar fyrirskipanir ráðuneyt- isins fram, þá vorum við búnir að vinna okkar vinnu. Annars má geta þess að það er nú ekki allt eins nákvæmt og þeir vilja vera láta hjá ráðuneytinu, því margir skipstjórar héðan hringdu fyrir jól og spurðu hvenær netavertíð hæfist og fengu ávailt sömu svör að það yrði ekki fyrr en 15. janú- ar. Vegna þessa voru margir bát- ar ekki klárir á net hér um ára- mótin, en síðan er gefin út reglu- gerð rétt fyrir áramót um að stunda megi ufsaveiðar í net til 15. jan. og okkur hefur nú borist vitneskja um að upplýsingum um það var komið til Þorlákshafn- arbáta löngu á undan okkur, enda voru þeir allir klárir með steinað niður fyrir áramótin. Mönnum hér þykir lykta illa af þeim áhrifum sem Björgvin Jónsson, eigandi Glettings, hefur á stjórn sjávarútvegsráðuneytis- ins, þar sitja ekki allir við sama borð.“ Þá hafði Mbl. spurnir af öðrum bát, Álsey, sem kom til hafnar um kvöldmatarleytið með net sín og hélt þegar út aftur að leggja. í gær voru bæði flugvél og skip Landhelgisgæslunnar á þessum slóðum, og fylgdust með bátun- um. Lagning netanna á sínum tíma tafði fyrir undirskrift samninga í sjómannadeilunni, og það var ekki fyrr en sjómannafé- lagið Jötunn í Eyjum og Verka- lýðsfélag Hveragerðis og ná- grennis, sem hefur með samn- inga sjómanna í Þorlákshöfn að gera, féllu frá ákvörðun sinni um að standa ekki að undirskrift samnings, að gengið var frá samningum á laugardagskvöld. Þá hafði sjávarútvegsráðuneytið sent þau fyrirmæli til útgerð- armanna bátanna að draga skyldi netin úr sjó, vegna brots á reglugerð, en bátarnir lögðu net- in í verkbanni og verkfalli sjó- manna. Skömmu fyrir klukkan 18 í gær var bifreið ekið á Ijósastaur til móts við Borgartún 21. Ljósastaurinn brotnaði og féll yfir bílinn, en við hann eru tengdar rafmagnslínur. Ökumaðurinn slapp við meiðsli, en Borgartún- inu var lokað fyrir allri umferð af hættu við að staurinn félli alveg niður og leiddi rafmagnsstraum. Mynd Mbl. Július Fasteignamat fbúðarhúsnæðis hækkar um 55% milli ára: Verð einbýlis- og raðhúsa hækk- aði 14% umfram blokkaríbúðir ÍBIIÐARHÚS á landinu öllu hækka almennt um 55% í fasteignamati frá fyrra ári, segir í fréttatilkynningu frá Fasteignamati ríkisins. I Reykjavík hækkar mat íbúðarhúsa í dýrum hverfum þó aðeins meira, 56 til 57%, en í ódýrari hverfum hækkað það minna eða um 53 til 54%. Mat allra annarra fasteigna hækkar um 45%. Qlafur Jóhannesson utanrfkisráðherra: Olíutankarnir fara í Helguvík „ÞKSSIK olíutankar ofan við Keflvík verða fluttir til Helguvíkur. Ég er bú- inn að ganga frá því sjálfur,“ sagði Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann hvort tekin hefði verið ákvörðun í svonefndu llelguvík- urmáli. Ólafur sagðist hafa tekið ákvörð- un í máli þessu samkvæmt þings- ályktunartillögu, sem samþykkt var á Alþingi á sl. vetri, um að utanríkis- ráðherra væri falið að ganga frá málinu. Hann var spurður, hvort hann hefði í huga að leggja málið fyrir ríkisstjórn til samþykktar: „Það geri ég ekki ráð fyrir, en þeir hafa nú sjálfsagt einhverja hug- mynd um það,“ svaraði hann. Utanríkisráðherra sagði einnig, að á þessu ári yrði unnið að hönnun framkvæmda, flutningur geymanna færi fram á næstu árum. Þó tekur atvinnuhúsnæði í Reykja- vík nokkuð breytilega hækkun. Hús- næði á ódýrum lóðum hækkar nokkru minna eða um 40 til 43%, en húsnæði á verðmeiri lóðum hækkar meira eða um 46 til 4H%. í fréttatilkynningunni segir, að hækkun fasteignaverðs hafi fylgt að mestu hækkun byggingarkostn- aðar sé miðað við tímabilið 1. október 1980 til sama dags árið eftir. Hækkunin hafi þó engan veginn verið jöfn og má segja, að mestöll hækkunin hafi orðið í janúar og febrúar annars vegar og í júlí, ágúst og september hins vegar, en að verðið hafi haldizt óbreytt aðra mánuði. Einbýlishús og raðhús hafa hækkað nálægt 14% umfram íbúðir í fjölbýlis- húsum á þessu tímabili. Þá hækk- aði verð á íbúðarhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins meira en í Reykjavík. Þar munar einkum um hækkanir á síðasta ársfjórðungi 1980, sem komu fram úti á lands- byggðinni á meðan verð hélzt óbreytt í höfuðborginni. Greiðslu- kjör hafa ekki breytzt frá fyrra ári, þegar litið er til fyrstu 9 mán- uða áranna beggja. Sú tregða, sem verið hefur á sölu atvinnuhúsnæðis undanfarin ár, hélzt. Hækkun á verði þess hélt ekki í við hækkun byggingar- kostnaðar annað árið í röð. Elín Pálmadóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Skipulagsfólk meirihlutans hefur verið borginni dýrt „VIÐ SKOÐUN kemur í Ijós að á þessu kjörtímabili hefur ekkert gerst og mióað við þessa síðustu fjárhagsáætlun mun ekkert gerast, þrátt fyrir stórhækkaða skatta og meira ráðstöfunarfé,“ sagði Elín Pálmadóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar fyrir nokkru. Sagði Elín að á sumum sviðum hefði framkvæmdum verið hald- ið áfram, sem ákveðnar hefðu verið, en nánast alltaf hefði ver- ið dregið úr framkvæmdahraða. Sagði Elín það eiga m.a. við um áætlunina „umhverfi og útivist". Einnig hefðu áætlanir um fram- kvæmdir við holræsi verið stöðv- aðar algerlega, en með fram- kvæmdum við holræsi hefði átt að hefja hreinsun á fjörum Reykj avíku rborgar. Þá sagði Elín að fjöldi mála hefði verið að velkjast og klúðr- ast allt kjörtímabilið og kvað El- ín Grjótaþorpið dæmi um slíkt mál. Ennfemur sagði Elín að ýmis mál hefðu verið sköðuð verulega, jafnvel óbætanlega. „Má þar nefna ágang á frátekin útivistarsvæði Reykvíkinga framtíðarinnar. Það er jafnvel gengið á Elliðaárdalinn og Laug- ardal, gróður skemmdur og 9000 trjáplöntur eyðilagðar," sagði Elín. Elín kvað ástæðu þessa þá að ekki hefði verið reynt að leysa Keldnamálið árið 1978, þ.e. að afla borginni eignarhalds á landi Keldna, og því hefði borgar- stjórn gengið á dýrmæt svæði. Það hefði verið í andstöðu við hópa borgara, t.d. íbúa heilla hverfa, íþróttamenn, hestamenn, skógræktarmenn, útivistarfólk og fleiri. „Skipulagsfólk meiri- hlutans, sem svo hátt lét í upp- hafi, er búið að vera borginni dýrt,“ sagði Elín Pálmadóttir. Bjartmar Guð- mundsson frá Sandi látinn BJARTMAK Gudmundsson frá Sandi, fyrrverandi alþingismaður, lézt á Ijindspítalanum síðastliðinn sunnu- dag, 17. janúar, 81 árs að aldri. Bjartmar fæddist á Sandi í Aðal- dal 7. júní 1900 og var sonur hjón- anna Guðmundar Friðjónssonar skálds og bónda þar og Guðrúnar Lilju Oddsdóttur frá Hrappsstaða- seli í Bárðardal. Hann nam við ungl- ingaskólann á Breiðumýri 1919 og á Eiðum 1921 til 1922. Hann var síðan bóndi á Sandi frá 1938 til 1960. Hann átti sæti í hreppsnefnd Aðaldæla- hrepps frá 1931 til 1962, hreppsstjóri frá 1944 og oddviti frá 1954. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Þingey- inga frá 1937 til 1961 og var lands- kjörinn þingmaður frá 1959 til 1971. Bjartmar átti sæti í úthlutunar- nefnd listamannalauna 1960 til 1966, var skipaður í endurskoðunarnefnd vegalaga 1961 og í endurskoðunar- nefnd laga um lax- og silungsveiði 1967. Bjartmar ritstýrði Árbók Þingey- inga frá 1958 og ritaði auk þess smá- sögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Eftirlifandi kona Bjartmars er Hólmfríður Sigfúsdóttir frá Múla í Aðaldal. Bjartmar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.