Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 5 10.000 sjúkra- flutningar á ári í SKÝRSLII yfir útköll og sjúkra- flutninga slökkviliðsins í Reykjavík Fann einhver gullhring f Skipholti? Morgunblaðið hefur verið beðið að auglýsa eftir gullhring, sem eldri kona tapaði hér í Keykjavík, sunnudaginn 3. janúar. Konan telur líklegt að hringn- um hafi hún tapað í Skipholti, frá Sjúkrahóteli Rauða krossins að húsinu númer 49. Hringurinn er úr 14 karata gulli með fer- kantaðri plötu þar sem á eru greyptir upphafsstafir konunn- ar, ORJ. Hringurinn er ættar- gripur og konunni mjög dýr- rnætur eins og gefur að skilja. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 86207 eða skila hringnum að Bústaðavegi 4. Góðum fundarlaunum er heitið. fyrir árið 1981 segir að útkallafjöldi hafi aukist sl. ár. Þau urðu 418 ’81 en 353 árið 1980. Fjöldi útkalla þar sem slökkva þurfti eld jókst einnig úr 271 í 317. Fjöldi sjúkraflutninga hefur haldist svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 eða rúmlega 10.000 á ári. Tvö meiriháttar brunatjón urðu á ár inu 1981, en þrír menn fórust í cldsvoða, eins og 1980. Flestir urðu sjúkra- og slysa- flutningar árið 1981 í janúarmán- uði eða alls 977. Slökkviliðið var narrað níu sinnum til að sinna út- kalli, þar sem enginn eldur var. Eldur gaus upp alls 64 sinnum í íbúðarhúsum en 49 sinnum í bif- reiðum. Flestar orsakir eldsvoða árið 1981 voru vegna íkveikju, eða alls 134 sinnum. í 109 tiívikum voru eldsupptök ókunnug. I 215 tilvikum var tjón vegna eldsvoða ekkert. % Geir Friðrik Lárus Davíð Sch. Margrét Almennir fundir um atvinnu- mál: Sigurður Þorsteinn Ragnhildur Geir Athugasemd frá stjórn SVFÍ Þorlákshöfn — Hafnar- fjörður - Reykjavík - Kópavogur — Akureyri Morgunblaðinu hefur borist eftirfar andi athugasemd frá stjórn Slysavarna- félags Islands: „Vegna greinar Hjálmars R. Bárð- arsonar, siglingamálastjóra, í Morg- unblaðinu 16. janúar sl. óskar stjórn Slysavarnafélags íslands að gera eft- irfarandi athugasemd: Af grein siglingamálastjóra má skilja, að SVFÍ hafi í upphafi barist gegn gúmbátum sem björgunartækj- um. Vitnar hann í því sambandi i samþykkt 6. landsþings SVFÍ 1952. Hér er um rangtúlkun að ræöa. Eins og umrædd samþykkt ber greinilega með sér var landsþing Slysavarnafé- lagsins að mótmæla þeirri ráðstöfun að gúmbátar yrðu settir í fiskibáta alfarið í stað hinna eldri björgunar- báta. Menn verða að hafa í huga að gúmbátar voru þá lítt þróaðir og reyndir hér við land og því þótti eðli- legt, að þeir kæmu sem viðbót við önnur björgunartæki á skipum og bátum. Þetta var ekki einungis af- staða Slysavarnafélags Islands á þessum tíma heldur og ýmissa sam- taka sjómanna, sem einnig gerðu ályktanir í þessa átt. Slysavarnafélag Islands hafði frá upphafi mikinn áhuga á gúmbátum sem björgunartækjum og gerði sér sérstakt far um að kynna þá og fylgj- ast með þróun þeirra. Hefur félagið jafnan lagt áherslu á fræðslu meðal sjómanna um meðferð gúmbáta. Þá hefur félagið og ætíð verið mjög áhugasamt um hvers konar úrbætur á þessum bátum og búnaði þeirra og oft hafa frumkvæði um að benda á ýmislegt í því sambandi. Síðustu árin hefur félagið m.a. í samvinnu við Rannsóknarnefnd sjóslysa barist fyrir ýmsum bættum búnaði gúm- báta, svo sem radíóbaujum, sem pakkað verði með bátnum, bættu rekakkeri, öruggari sjósetningarbún- aði o.fl. Sem betur fer virðist nú sem þessi barátta ætli að bera árangur. Ljóst er þó að stöðugt þarf áfram að vinna að endurbótum á þessum þýð- ingarmiklu björgunartækjum til að gera þau hæfari til að gegna hlut- verki sínu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnt til almennra funda um atvinnumál vítt um land undir kjörorðinu: Leið- in til bættra lífskjara. Næstu fundir verða á eftirtöldum stöðum: 1‘orlákshöfn Fundur í dag, þriðjudag, í fé- lagsheimilinu, kl. 20.30. Frum- mælendur verða Sverrir Her- mannsson, alþingismaður, og Margrét Einarsdóttir, form. Sam- bands sjálfstæðiskvenna. Hafnarfjörður Á sama tíma verður fundur í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Þar hefja umræður Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri. Reykjavík I Reykjavík verður fundur í Sjálfstæðishúsinu (Valhöll) nk. fimmtudag, 21. janúar, sem hefst kl. 20.30. Framsögumenn: Lárus Jónsson, alþingismaður, Davíð Sch. Thorsteinson, framkvæmda- stjóri, og Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins. Kópavogur Sama dag, fimmtudag, verður fundur í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, kl. 20.30. Málshefjendur verða Ragnhildur Helgadóttir, varaþingmaður, og Geir Haarde, formaður SUS. Akureyri Á fimmtudag verður einnig fundur að Hótel Varðborg, Akur- eyri. Þar tala Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður Sj álfstæði sflokksins. Adam Smith og sérhyggjan Eftir Ólaf Björnsson í Morgunblaðinu 15. þ.m. er frá- sögn af fundi í Félagi áhugamanna um hcimspeki, sunnudaginn 10. þ.m., þar sem Hannes Gissurarson flutti erindi er hann nefndi „Osýnilega höndin" og fjallaði það um heim- speki- og hagfræðikenningar Adam Smiths. í frásögninni er vikið að fáum orðum er ég sagði þar að erindi loknu og er þar m.a. sagt frá tilvís- un minni í erindi, er Sigurður Guð- mundsson skólameistari á Akur- eyri flutti við uppsögn skólans vor- ið 1929, en erindi þetta birtist í safni þeirra gagnmerku erinda, er Sigurður oft flutti við slík tæki- færi, en það kom út árið 1948 undir titlinum „Á sal“. Þótt ekki verði sagt að ummæli mín á þessum fundi séu á neinn hátt rangfærð, þá geta þau án nánari skýringa auðveldlega misskilist þeim, sem hvorki hafa heyrt né lesið erindi Sigurðar og er það tilefni þessara lína. Erindi Sigurðar, er hann nefndi „Misskilningurinn mikli“, var gagnrýni á sérhyggjuna, eða þá kenningu, að mikilvægasta hvöt einstaklinganna til athafna og dáða sé sú, að hlúa sem bezt að eigin hagsmunum. Þessi gagnrýni Sigurðar er enn í fullu gildi, þótt rúmlega hálf öld sé liðin síðan er- indið var flutt. Það var í fullu samræmi við ríkjandi skoðanir á þeim tíma, að Sigurður vitnaði í Adam Smith sem höfuðpostula sérhyggjunnar. Hann gat þess þó, að í riti sínu, „Theory of Moral Sentiment“, ger- ir Smith hinsvegar samúðina að undirstöðu siðfræðikenninga sinna og bætir því við að „sumum hafi virzt hann að þessu leyti ekki al- gerlega samsaga". í erindi sínu færði Hannes ítarleg rök fyrir því að sú skoðun sé röng, að Smith hafi verið sérstakur formælandi sérhyggju og því sé í rauninni ekki um neitt misræmi að ræða milli siðfræði- og hagfræðikenninga hans. Um þá niðurstöðu er ég Hannesi sammála. En ástæðan til þess að ég vitnaði í þessu efni í erindi Sigurðar var einmitt sú — þótt það komi ekki nógu skýrt fram á því sem ég sagði á fundin- um — að hin varlegu ummæli Sig- urðar um misræmið í kenningum Smiths, sé eðlilegt að túlka þannig, að Sigurður hafi skyggnzt dýpra í þessi mál en almennt var, a.m.k. á þeim tima er hann flutti erindi sitt. En eins og fram kom í erindi Hannesar hefir það einmitt verið hin hefðbundna skoðun, að algert misræmi sé milli siðfræði- og hag- fræðikenninga Smiths. Vitnaði Hannes því til stuðnings í ýmsa þekkta höfunda, m.a. hinn merka fræðimann á sviði heimspeki, Ág- úst H. Bjarnason, prófessor. Olafur Björnsson I Ritsafn Guómundar Daníelssonar I Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari Í48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn, Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; ogskrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. SSR? ^ WWk V.V .55 Í5T 55T ^ * 'T-' ■ ■— •SS'; ta t) D 3> 0 0 $ 0 0 >» • ^ <3* <**> 5« lögberg Bókaförlag Þingholtsstræti 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.