Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Filippseyjastjórn viðurkennir árás í flutningavögnunum, sem hér standa í björtu báli, kveiktu franskir bændur sl. fimmtudag á járnbraut- arstöðinni í Perpignan í Suður-Frakklandi. Með íkveikjunni vildu þeir mótmæla þeirri ákvörðun frönsku stjórnarinnar að leyfa innflutning ávaxta og grænmetis frá Spáni. AP-símamynd Mid-Ameríka: Allt logar í óeirðum San Salvador, 18. janúar. Al'. Manila, 18. janúar. AP. TALSMAÐUR ríkisstjórnarinn- ar á Filippseyjum sagði í dag, að flugvélar úr lofther landsins hefðu ráðist á japanska flutn- ingaskipiÓ „Hegg“ sl. lostudag vegna þess, að grunur hefði leik- ið á, að um borð væru hryðju- verkamenn auk vopna og sprengiefna. Sagði talsmaður inn, að skipstjórinn hefði engu skeytt viðvörunarskotum og því hefði verið ráðist til atlögu. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa þagað þunnu hljóði um þennan at- burð í þrjá daga en í dag sagði utanríkisráðherrann, Carlos P. Romulo, að árásin hefði verið Súdanir neita frétt frá Líbýu Kairó, 18. janúar. AP. SÚDANSKIK embætti.smenn báni, sl. laugardag, til baka þær fullyrðingar Líbýumanna, að skotið hefði verið á Numeiri, forseta Súdan, og að mikil ókyrrð væri innan hersins. „Forsetinn er við hestaheilsu og allt með kyrrum kjörum í höfuðborginni," sagði tals- maður forsetans. Jana, hin opinbera fréttastofa Líbýu, sagði frá því sl. laugardag, að skotið hefði verið tvisvar sinnum á Numeiri í átökum, sem brotist hefðu út innan hersins, en greindi ekki frá því hvort hann hefði særst. Salah Labib, talsmaður Numeiris, sagði, að þessar fréttir væru „lævísleg tilraun til að ýta undir ókyrrð í Súdan" og að ekkert amaði að forsetanum enda heraflinn honum trúr. „lögmæt aðgerð til varnar öryggi þjóðarinnar". Hann sagði, að skip- stjórinn á „Hegg“ hefði ekki að- eins látið viðvaranir sem vind um eyru þjóta, heldur hefði hann siglt skipinu eftir ýmsum krókaleiðum eins og til að komast undan. Því hefði verið skotið á skipið en þó ekki fyrr en tíu stundum eftir að eftirlitsskip hafði skotið að því viðvörunarskoti. í yfirlýsingu Romulos sagði, að upplýsingar hefðu borist um að setja ætti á land skæruliða og vopn á lítilli eyju undan Mindanao og þess vegna hefði verið fylgst vel með skipaferðum á þessum slóð- um. Skipstjórinn á „Hegg“ heldur því fram, að japanski fáninn hafi verið uppi allan tímann en því neitar Romulo, utanríkisráðherra Filippseyja. TIL mikilla óláta kom í Tromsö að- faranótt laugardags og sunnudags sl. þegar 300—400 ungmenni lögðu til atlögu við lögregluna vopnuð eldsprengjum, járnstöngum og klakastykkjum. Unglingarnir brutu rúður í 20 verslunum og létu greipar sópa og það var ekki fyrr en 50 mestu óeirðarseggirnir höfðu verið handteknir, að lögreglunni tókst að ná undirtökunum í slagnum. Ólætin hófust á föstudagskvöld STARFSMAÐUR rómverskkaþ- ólsku kirkjunnar í Kl Salvador sagði í dag að 300 manns að minnsta kosti hefðu látið lífið í blóðugum átökum í landinu það sem af væri janúarmán- aðar og ekkert benti til að kosningar í landinu í mars myndu leiða til að þessu ástandi linnti. I Guatemala, öðru Mið-Amer- íkuríkinu, þar sem ólgan hefur með því að nokkur hópur unglinga tók að brjóta rúður í verslunum í bænum. Lögreglan kom brátt á vettvang en þá réðust ungmennin gegn henni og höfðu að vopni járnstengur og klakastykki, sem þau grýttu í lögreglumennina. Unglingahópurinn stækkaði stöð- ugt, um 3—400 þegar mest var, og það var ekki fyrr en lögreglunni hafði borist liðsauki og tára- gassprengjur, að henni tókst að kveða niður óeirðirnar. magnazt siðustu tvö árin, var borgarstjórinn í Champerico skot- inn til bana um helgina og að minnsta kosti fjórir aðrir létust. Borgarstjórinn, Cornelio Sanches, hafði áður orðið fyrir árás skæru- liða og missti þá annað augað. Og í Nicaragua sagði blaðið La Prensa í sunnudagsleiðara að starfsmenn blaðsins væru allir í lífshættu vegna þess að skoðanir Sama sagan endurtók sig á laugardagskvöld og þá gerði það lögreglunni erfiðara fyrir, að fjölda fólks dreif að til að horfa á átökin. Tveimur eldsprengjum var kastað að lögreglunni en til allrar hamingju sprakk hvorug þeirra. Þeir, sem handteknir voru, fengu flestir sektir upp á 2.500—3.200 kr. ísl. en krafist verður fangelsisdóms yfir tíu ung- mennum fyrir þjófnað og ofbeldi gegn lögreglunni. þeirra færu ekki saman við skoð- anir vinstri sinnaðra stjórnenda landsins. Útkoma La Prensa hefur hvað eftir annað verið stöðvuð um tíma undanfarna mánuði og nokkrir starfsmenn þess verið settir í fangelsi. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Svíi hlýtur verðlaunin Tónlistarverðlaunum Norðurlanda- ráðs var úthlutað nú um helgina og féllu þau að þessu sinni í hlut sænsks manns, Ake Hermannson, fyrir hljómsveitarverkið „Utopia". Verð- launin nema 75.000 kr. sænskum. Ake Hermannson er 58 ára að aldri og það var ekki fyrr en hann var kominn á fimmtugsaldurinn, að hann tók sér sæti á norrænum tónskáldabekk. Fram til þess tíma hafði hann ofan af fyrir sér með því að spila á krám og klúbbum og vann lítið að tónsmíðum. Á miðjum sjöunda áratugnum fór hann fyrst að vekja á sér athygli á alþjóða- vettvangi en þá fékk hann verðlaun fyrir hljómsveitarverkið „Innuce“ og einnig fyrir sína fyrstu sinfóníu. Upp frá því gat hann farið að helga sig tónsmíðunum. Tónlistarverðlaunin verða afhent á fundi Noröurlandaráðs í Helsinki 1. mars nk. Trúarbragða- fræðsla tekin upp í Singapore Singaporc. 18. janúar. Al*. TILKYNNT var í Singapore um helg- ina, að ákveðið hefði verið að hætta kennslu í samfélagsfræði í skólum og trúarbragðafra-ðsla sett inn á stund- arskrárnar í staðinn. Aðstoðarforsætisráðherrann og menntamálaráðherra Goh Keng Swee sagði að þetta væri gert til að bjarga þessu dáindis góða lýðveldi frá því að verða þjófum og öðru hyski að bráð og gaf þá væntanlega í skyn að það hefði afleit áhrif á nem- endur að læra samfélagsfræði. Verð- ur nú farið að kenna kristinfræði, búddatrúfræði, islam og hindu. Kvæntist Kristur Magdalenu og á hann afkomendur á lífi? liondon, IH. janúar. Al*. KKISTIIR kvæntist Maríu Magda- lenu og átti barn með henni, setti krossfestingu sína á svið og á aðals- boma afkomendur á lífi, segir í nýrri bók sem rithöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Henry Linc- oln hefur unnið að í tíu ár ásamt bandaríska skáldsagnahöfundinum Kichard læigh og Ný-Sjálendingnum Michael Baigent. „Fjarstæða," segír biskupinn í Birmingham, Hugh W. Monte- fiore, sem er sérfræðingur á þessu sviði. „Bókin er einskis virði og morandi af villum. Það er til marks um úrkynjun vorra tíma að útgefandi eins og Jonathan Cape skuli gefa út þessa bók,“ sagði hann. Lincoln hóf rannsóknina þegar hann viðaði að sér efni í sjón- varpsþátt BBC um franska 19. aldarprestinn Berenger Sauniere, sem komst yfir gögn í kirkju sinni um leynifélagið „Prieure de Sion“. Það var stofnað við upphaf kross- ferðanna á 11. öld til að gæta fats- ins sem Kristur snæddi úr síðustu kvöldmáltíðina — „hins heilaga gradalis". Höfundarnir segja að félagið starfi enn og meðal félagsmanna hafi verið Isaac Newton, André Malraux, Victor Hugo, Claude Debussy og Charles de Gaulle. Höfundarnir segja að orðin „hinn heilagi gradalis" hafi verið röng þýðing á fornfrönsku orðun- um „konungsblóð" og raunveru- legur tilgangur „Prieure de Sion“ sé að gæta meintra, konunglegra afkomenda Jesú og undirbúa að þeir taki völdin í heiminum. Höfundarnir segja enn fremur: — Verið getur að Jesús hafi getað gert tilkall til konungdóms yfir Gyðingum og hafi verið kom- inn af konungsætt Davíðs. — María Magdalena, sem hann gekk að eiga, ól honum a.m.k. eitt barn, sem hún fer með til Gallíu. — Eftir „sviðsetningu" krossf- estingarinnar og upprisuna fór hann úr landi og náði háum aldri. — Ætt Jesú blandaðist Frönk- um og konungsætt Merovinga er komin út af honum. — Aðalsættir nú á dögum í Evrópu eru komnar af Meroving- um, svo að afkomendur Jesú eru á lífi. Noregur: Óeirðir í Tromsö 3—400 unglingar ráðast á lögreglu, brjóta rúður og ræna úr verslunum Osló, 18. jan. Frá frúllarilara Mbl. Spænska lögregl- an bjargar gísli Madrid, 18. janúar. Al*. SPÆNSKU lögreglunni tókst í gær að frelsa úr haldi baskneskra mannræningja Julio Iglesias, föður Tveir mafí- ósar teknir Ciuia Taro. Ítalíu, IX. janúar Al’. FIMM alræmdir mafíuforingj- ar voru handteknir ásamt sex- tán öðrum grunuðum í meiri háttar skyndisókn ítölsku lög- reglunnar gegn Mafíunni, í Gioia Tauro á Suður Ítalíu um helgina. í fréttum segir, að herferð lögreglunnar til að uppræta glæpastarfsemi Mafí- unnar verði haldið áfram. eins kunnasta dægurlagasöngvara á Spáni, en hann hafði verið á valdi hryðjuverkamanna í 19 daga. Dr. Iglesias, 66 ára gömlum kvensjúkdómafræðingi, var bjarg- að af sérþjálfaðri lögreglusveit, sem eingöngu fæst við baráttuna gegn hermdarverkamönnum, eftir að henni höfðu borist upplýsingar um, að hann væri hafður í haldi í litlu þorpi um 150 km frá Zarag- oza á Norðaustur-Spáni. Að sögn lögreglunnar voru fjór- ir menn handteknir í árásinni á aðsetursstað mannræningjanna og eru þeir allir félagar í aðskiln- aðarhreyfingu Baska, ETA, sem berst fyrir sjálfstæði Baskalands og marxísku þjóðskipulagi. ETA er sökuð um að hafa rænt 40 mönnum frá 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.