Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 17

Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 __________________:_: l.L.L'A*!..-- 17 1000 ára landnáms Eiríks rauða minnst hér á landi í sumar þessa iönaðar er ávallt togstreita milli hraða og vöruvöndunar. Fólk- inu er borgað því meira sem hrað- inn verður meiri, en síðan gerðar umfangsmiklar ráðstafanir til þess að hindra misfellur. Það dæmi gengur illa upp, en þrátt fyrir mótsögnina í þessu kerfi virðist mér mesta furða hvað flest- um frystihúsunum hefur þó tekizt að halda uppi vöruvöndun. I ofurkappi framleiðslunnar er einn þáttur, þar sem spyrna verður við fótum. Veiðitími margra skip- anna er of langur og þau koma með fisk á land sem er orðinn of gamall til frystingar. Þegar það skeður, er um að ræða afar skammsýna og hættulega eyðileggingu verðmæta. Niðurstaðan skilar sér alltaf og kaliar eftir ráðstöfunum sem duga, hversu strangar sem þær þurfa að vera. Enginn Islendingur sem hlut á að máli, má setja kapp um afköst ofar verndun gæða fisksins. Vöruvöndun verður að vera góð til þess að hægt sé að fá gott verð til lengdar. Yfirleitt er góður skilningur fyrir þeirri staðreynd, og fram að þessu hefur það dugað. Við höfum alltaf verðlagt ísienzk þorskflök á Bandaríkjamarkaði á grundveili velþekktra markaðs- lögmála, og Kanadamenn virðast oftast verðleggja sín þorskfiök þar í einhvers konar lághlutfalii við okkar. Hinir fjölmörgu kaupendur á íslenzkum fiski hafa yfirleitt staðfest með kaupum sínum að mat okkar, sem seljum íslenzk flök í Bandaríkjunum, á verðlagning- unni, hefur ekki verið fjarri lagi. Það mun vera eins nú og áður. Með allri virðingu fyrir tilraun- um sumra kanadískra fiskfram- leiðenda til að hefja sig á hærra svið en áður, þá óttast ég ekki að þeir þrengi markaðinn mikið fyrir okkur, svo framarlega sem við stöndum vörð um vöruvöndun og kostum til þess eins og þarf. Takizt það vel, þá heldur íslenzki fiskur- inn áfram að vera góð kaup fyrir alla vandláta kaupendur, þrátt fyrir hin hefðbundnu hæstu verð.“ f Anna Jóeisdóttir „Veistu hvernig barni þínu líður á sínum vinnustað? Til þess að vita það verður þú að kynnast skólanum. Komdu í heimsókn." Þannig var spurt hér í upphafi og er þá komið að annarri hlið þessarar spurningar, sem eru samskipti heimila og skóla. Til þessa hefur þeim mikilvæga þætti skólastarfsins ekki verið sinnt sem skyldi. Hinir hefð- bundnu foreldradagar hafa til þessa verið helstu tengsl heimila og skóla. Þá gefast fáeinar mínút- ur til að ræða nám og líðan barn- anna. Þótt allir séu af vilja gerðir að nýta tímann sem best, vita bæði foreldrar og kennarar að á þessum fáu mínútum er engan veginn tækifæri til að gefa heil- steypta mynd af því hvernig barn- inu vegnar, hvers konar tækifæri barninu eru veitt í skólanum og hvernig það nýtir þau. Til þess að svo megi vera þarf meira til. „Komdu í heimsókn," segir KÍ. Nú er foreldrum boðið gullið tækifæri til að kynnast vinnustað barna sinna. Notfærið ykkur það. í TILEFNI af 1000 ára land- námi Eiríks rauða á Græn- landi, verður efnt til hátíða- halda á Grænlandi dagana 2.—9. ágúst næstkomandi. Grænlandsvinafélagið á ís- landi, en formaður þess er Guðmundur Þorsteinsson, hefur ýmsar hugmyndir hvað gera mætti á Islandi til að minnast þessa atburðar í sögu Grænlands. „Við höfum hug á því að skipu- leggja dagskrá hér á landi á þeim dögum sem atburðarins verður minnst á Grænlandi," sagði Guðmundur Þorsteinsson. „Af því tilefni viljum við bjóða hingað grænlenskum lista- mönnum og öðrum þeim, sem geta kynnt okkur menningu Grænlendinga og veitt okkur innsýn í lifnaðarhætti þeirra og viðhorf. Það kemur einnig til greina að Grænlandsvinafélagið vinni að dagskrá í samvinnu við Norræna félagið, Norræna hús- ið, ASÍ, Alþýðuleikhúsið, Árbæj- arsafn og danska lektora við Há- skóla íslands, en þessir aðilar starfa nú þegar í nefnd, sem undirbýr dagskrá í tilefni af- mælisins. Þá höfum við í hyggju að gangast fyrir því að grænlensku þjóðinni verði gefin gjöf í tilefni þessa atburðar. Við höfum áhuga á að minnast þessa atburðar ekki aðeins í nokkra daga heldur gera þetta ár hér á Isiandi að eins konar Grænlandsári, þar sem áhersla verður lögð á að auka samskipti og skilning milli þessara tveggja þjóða. Af þessu tilefni vildum við gjarnan beita okkur fyrir því, að komið yrði á ódýrum ferðum milli ísiands og Suður-Græn- lands, eða eins konar skiptiferð- um, þar sem íslendingar gætu farið utan og Grænlendingar komið hingað og dvalið smátima, en það er mjög dýrt að ferðast til Grænlands með SAS-flugfélag- inu, sem heldur uppi ferðum frá Kaupmannahöfn með viðkomu hér á landi. Þá höfum við mikinn áhuga á að greiða götu grænlenskra unglinga hingað til lands til náms, en þeim Grænlendingum, sem stundað hafa nám á íslandi, hefur gengið mjög vel og hafa þeir kunnað afar vel við sig hér á landi,“ sagði Guðmundur. „Við eigum eftir að funda nán- ar um þessi mál í Grænlandsvin- afélaginu og taka endanlega ákvörðun um hvað gert verður í þessum efnum," sagði Guðmund- ur Þorsteinsson að lokum. |appic -tölvukynning DAGAR FORRIT SEM KYNNT VERÐA 15. janúar föstudagur kl. 2.00—6.00 VisiCalc, Visiplot. Mjög öflugt forrit sem er mikiö notaö af banda- rískum kaupsýslumönnum. Tilvaliö fyrir áætlanagerð, útreiknings á sköttum o.s.frv. Mjög auölært. 18. janúar mánudagur kl. 2.00—6.00 Tollvörugeymsluforrit. Forrit fyrir aðflutningsskýrslur. Forrit fyrir veröútreikninga. Forrit fyrir verölista. Þetta er forrit sem sparar mikla vinnu. 19. janúar þriöjudagur kl. 2.00—6.00 VISICALC VISIPLOT 20. janúar miðvikudagur kl. 2.00—6.00 LAUNAFORRIT Geysi fullkomið ff70 n r. ti n n M |mr .iTflTrnmrnfft SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.