Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 23
Símtal
við
Indriða
Indriði G. Þorsteinsson?
Já.
Þetta er á Morgunblaðinu.
Nújá.
Hann Ólafur K. Magnússon tók af
þér mynd á dögunum, þar sem þú
stendur við bílinn þinn.
Jæjajá.
Helvíti mikill dreki.
Dreki! — Þetta er minni gerð af
bíl. Ég felli mig ekki við þetta
drekatal.
Mér sýnist þú vera í Vonarstræt-
inu.
Já, ætli ég hafi ekki verið að fara
á Borgina. Þegar ég hef lokið mínu
dagsverki, slæ ég mér stundum und-
an brekkunni og fer í kaffi á Borg-
ina. Þar hittir maður útgerðarmenn
og spekinga, kaupmenn og pott-
orma.
Og hvað spjalliði?
Stundum er verið að fella ríkis-
stjórnina, stundum bara talað um
þjóðlegan fróðleik. En það er jafnan
býsnast yfir ýmsu í kaffinu á Borg-
inni. Við erum þar andspyrnumenn
á ýmsan ófarnað, bæði í austri og
vestri.
En hvað ertu að brasa helst þessa
dagana?
Ja, ég er nú bara í mínum verkum
ýmsum. Annars er ég latur um
þetta leyti árs. Það er í manni hríð-
ar- og vetrarkvíði og maður vinnur
nú ekki andskoti mikið með það yfir
sér.
Ekkert sérstakt á döfinni?
Jú. Núna er ég að byrja að velta
fyrir mér frumdrögum að nýrri
skáidsögu, sem á að heita Pappírs-
veislan. Þá er ég að ganga frá kvik-
myndahandriti um Daníel Bruun og
svo er í farvatninu bók um Finn
Jónsson listmálara. Heilinn er
semsé alltaf á hreyfingu.
Jæja, þakka þér Indriði...
Heyrðu, þið eigið ekki að láta
hann Óla ganga svona lausan í mið-
bænum. Maður kemur dauðþreyttur
úr sínu dagsverki á gömlum bíl að
fá sér kaffi og þá er bara Óli K. þar
mættur og tekur myndir!
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 71
Mor^funblaðið/ól.K.M.
Morjfunblaðið/Kristján.
Mor^unblaðið/Rax.
Hin haga
Þegar blaðamaðu: Morgunhlaðsins (E.Pá.) var á ferð í Þnrlákshöfn fyrir
skömmu gekk hann fram á slúlku eina kófsveitta við trésmíðar í verksmiðju
MAT þar í plássi. Stúlkan heitir Ingibjörg og er Ketilsdóttir. Hún lauk prófi
frá Verslunarskólanum, en söðlaði svo um og gerðist nemi í trésmíðum í
Iðnskólanum. Hér til forna fóru sögur af konum sem skáru út í tré og fengu
þá gjarnan að viðurnefni „hin haga“. Ingibjörg sagði að sér líkaði vel
trésmíðin.
Lítið
varið í Reykjavík
Tvær ungar stúlkur voru í starfs-
kynningu svonefndri hér á Morgun-
blaðinu í síðustu viku. Þær eru
komnar alla leið úr Húnavallaskóla,
eru þar við nám í 9da bekk grunn-
skóla. Þær heita Hildur Ágústsdótt-
ir, Geitaskarði og Gerður Dagný
Pétursdóttir, Hólabæ. Báðar fimm-
tán ára gamlar og kváðust velja hér
hjá ættingjum og hafa borgað ferðir
sínar hingað suður sjálfar.
Hvernig líst ykkur á dagblaðið?
Okkur líst ágætlega á okkur. Við
höfum skoðað okkur lítillega um, en
það er nú mest lítið sem við höfum
gert. Skrifuðum að vísu stutta grein
um starfskynninguna, sem kannski
birtist einhvern tímann.
Það hefur ekkert komið ykkur á
óvart hér?
Nei, þetta var mest líkt því sem
við höfðum gert okkur í hugarlund
norður í Húnavatnasýslu. Nema
tölvurnar. Við kunnum ekki á svo-
leiðis vélar.
Hvernig líst ykkur á Reykjavík?
Það er lítið varið í Reykjavík. Jú,
við höfum nú komið hér áður. Ég átti
heima hérna einu sinni, segir Hildur
og Dagný bætir við: Eg hef komið
hingað einu sinni áður.
Þið kunnið betur við ykkur í sveit-
inni?
Já, það er miklu betra að vera í
sveitinni. En það er svo sem ekki víst
að við gerumst bóndakonur. Við gæt-
um alveg hugsað okkur að verða
blaðamenn ...
eyinga sem voru píndir í þræla-
sölu. Eg hefði ekkert á móti því
að það færi þangað, þetta mál-
verk.
Þú ert einbúi, Eggert?
Eg er einbúi, já — eins og er.
Bý að Bjargi, farðu rétt með það,
góði, ég bý að Bjargi við Nesveg
og kann vel við mig þar. Það er
ágætt að dunda við það í ellinni
að mála. Annars er ekki veðrátta
til þess nema á sumrum. Flestir
vilja, sko, mála í dagsbirtu. Það
nýtur sín betur á fletinum í
fullri dagsbirtu. Og það er nú
ekki nema á sumrin sem það er
svoleiðis veðrátta á Islandi.
Nú eru hér tvær teikningar
eftir systur þína á sýningunni —
er listhneigð í ættinni?
Ja, þær teikna ágætlega, syst-
ur mínar tvær, svo var hann
frændi minn, hann Guðmundur í
Miðdal. Móðuramma mín var
systir Piinars í Miðdal. Og það er
nú sonur hans Guðmundar sem
er með þessa feikna fleti útum
allar álfur — hann Erró. Já,
þetta er frændfólk mitt, en það
er á allt annarri línu auðvitað en
ég.
Þeir kalla þig naívista, Egg-
ert?
Já, ég er svona realisti, segir
Eggert Magnússon, Bjargi.
Sýningu hans í Djúpinu lýkur
á morgun, mánudag, svo nú eru
síðustu forvöð að sjá verk Egg-
erts Magnússonar, sem listrýnir
Morgunblaðsins, Bragi Ásgeirs-
son, segir að „eigi eftir að festast
í sessi á íslenzkum myndlistar-
vettvangi, hvort heldur sem
hann heldur áfram að mála eða
lætur hér staðar numið“.
Já, ég er svona realisti
Það er litadýrð í Djúpinu. Þar
sýnir Eggert Magnússon, Bjargi
við Nesveg. Nkrítinn kall og vill
óður og uppvægur selja myndir sín-
ar. Sjómaður í mörg ár, nú kominn
í land og spyrðir fisk hjá Matthíasi
í Bæjarútgerðinni.
Já, ég hef unnið í skreiðar-
verkuninni, segir hann; en er nú
heima eins og er. Hef verið veik-
ur svolítið í auga og svo var
okkur nú sagt upp vegna fisk-
leysis. Fáum samt kauptrygg-
inguna. Ég er með vélstjóra-
skírteini upp á vasann og var
lengi vélstjóri á línuveiðurum,
bátum og togurum. Fæddist í
Reykjavík 1915. Fer semsé að
komast á ellilaun og kannski ég
geti þá farið að mála af ein-
hverju viti. Ég fæ ellilaun í mars
og þá kannski hægist eitthvað
um hjá mér.
Hefurðu málað lengi?
Ja, ætli það séu ekki tíu ár —
þetta hefur lengi blundað í mér,
en ég hef ekki haft aðstöðu til
þess. Alltaf til sjós. Málað svolít-
ið á sumrum í frítíma mínum, en
ekki meir. Það þarf ekkert, vin-
ur, að skrifa um það — Bragi er
búinn að skrifa um þessa sýn-
ingu og svo er hún að verða búin.
Það er ekkert að skrifa um hana.
En það spillir kannski ekki fyrir.
Nei, ætli það spilli nokkuð fyrir.
Annars er mér sagt að þetta sé
EM
síðasta sýningin hér í Djúpinu,
það á að fara að breyta hér í
kaffihús, eða brennivínssölu,
held ég. Jú, það er kannski rétt
að þú segir lítillega frá þessum
myndum. Það gæti bara reddað
töluverðu, ef það kæmi í blaðinu.
Auglýsingar hafa mikil áhrif.
Og þetta hérna er Tyrkjarán-
ið, segir Eggert og stendur á
Morifunblaðiö/OI.K.M.
fætur: Mér þykir verst að geta
ekki selt það. Mér finnst nú, að
Vestmannaeyingarnir ættu að
kaupa þessa mynd. Svona til
minningar um 400 Vestmanna-