Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 5 Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti ASÍ, og Ólafur Björnsson, pró- fessor og fyrrum formadur BSRB, ræða málin. Aftar Snorri Jónsson, fyrrverandi forseti ASÍ, Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri og Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB. (Ljósm. Kristján.) Fjölmenni í afmæli 6SRB NOKKUÐ á annað þúsund manns mætti í kaffisamsæti, sem haldið var á sunnudag í tilefni af 40 ára afmæli BSRB. Meðal gesta voru fulltrúar stjórnmálaflokka og ríkisins og margir eldri félags- menn BSRB og fyrrum forystu- menn í samtökunum. Þá var á sunnudag opnuð sýning að Grett- isgötu 89 og sýnir hún svipmyndir úr starfi bandalagsins í 40 ár og raunar frá fyrstu samtökum opin- berra starfsmanna, sem stofnuð voru árið 1915. Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, flutti ávarp og greindi frá því, að hann hefði fyrr um daginn undirritað reglugerð um samstarfsnefndir hjá stofnunum þar sem eru 15 starfsmenn eða fleiri. Þessi reglugerð hefur ver- ið í undirbúningi um nokkurt skeið og var eitt þeirra atriða, sem samið var um í samningun- um 1980. Þá færði fjármálaráð- herra bandalaginu hljómflutn- ings- og upptökutæki fyrir orlofsheimilin í Munaðarnesi. Er hugmyndin að nota tækin á fundum og ráðstefnum, sem þar fara fram. Einar Ólafsson flutti ávarp og afhenti bandalaginu, fyrir hönd Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, fána með merki bandalags- ins, en BSRB hefur ekki áður átt slíkan fána. Elín Ólafsdóttir tal- aði fyrir hönd annarra ríkis- starfsmannafélaga, sem samein- uðust um að gefa pianó í fund- arsal BSRB að Grettisgötu 89. Þórhallur Halldórsson talaði fyrir bæjarstarfsmannafélaga, sem gáfu skrautlegan grip með merki bandalagsins. Loks flutti Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ávarp og gaf blómakörfu. Ungir og eldri félagar í BSRB mættu í hófið á sunnudag. Sambandið sel- ur Litlafell OLÍUSKIPIÐ Litlafell hefur nú ver ið sett á söluskrá. Hafa Sambands- fréttir það eftir Axel Gíslasyni, fram- kvæmdastjóra skipadeildarinnar, að fyrir þessu séu tvær ástæður. Annars vegar hefðu verkefni við strand- flutning á olíu minnkað vegna minnkandi loðnuveiða og loðnu- bræðslu, sem og vegna aukinna hita- veituframkvæmda. Hins vegar, segir Axel, hafa lýs- isflutningar dregist saman í kjöl- far samdráttar í loðnuveiðum, og sömuleiðis hefði ásókn erlendra leiguskipa í lýsisflutninga aukist mikið, enda skortir verkefni er- lendis fyrir tankskip. Af þeim sök- um gæti olíuskipið Stapafell nú eitt sinnt þeim þörfum, sem væru hér heima, fyrir tankflutninga, og því hefði verið talið tímabært að setja Litlafellið í sölu. Litlafell var byggt árið 1964, en Sambandið og Olíufélagið hf. keyptu það 1968. Stapafell var byggt árið 1979. útsölumarkaður í Sýningarhöllinni (Húsgagnahöllinni) Bíldshöfða OPIÐ FRÁ KL. 1-6 í DAG Fatnaöur — Efni — Hljómplötur — Kassettur — íþróttavörur — Hljómtæki — Undirfatnaöur o.fl. Sértilboð fyrir sumarið: Jakkar, buxur, hnébuxur, stuttbuxur í hvítu, gulu og fleiri litum. 50 kr Kjólar «JU kr. Dömuullarjakkar 120 Gallabuxur 150 Allar stæröir. Fermingarföt kr. 499 Gott úrval. Allar stærðir. Bjóðum sérstaklega lítil númer. Prjónakjólar kr. 200 nc 250 Mikið úrval af peysum 80-150 Herraskyrtur 50-70% afsláttur. Fyrir börnin: Barnabuxur 110 Háskólabolir 80 kr. Bolir 30 kr. kr. Peysur 00 kr. Efni í miklu úrvali Vattefni, ullarefni, kakhi, terylene, o.fl. Verö frá 10 kr. metrinn. I Hljómplötur, kassettur. Æðisgengið úrval. Mörg hundruð titlar. Aldrei annað eins. Sportblússur, vatteraöar 290 kr. og 350 kr. Allar stæröir. MAD^ESS 7 Hljómtæki — biitæki — Bílhátalarar — Bílloftnetakassettur — Ferðatæki — Heyrnartæki — Sjónvörp — Reiknivélar — Klukkur — Vasadiskó — o.m.fl. íþróttavörur — Undirfatnaður — Sloppar. Karnabær, allar deildir Steinar hf., Belgjagerðin, Ólafur H. Jónsson heildv., Ólympía o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.