Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Bayern tapaði óvænt 1—4 ÁSGEIK Sigurvinsson var raunar heppinn að fá ekki ad leika með Bayern Miinchen á laugardaginn, liðið sótti Karlsruhe heim, eitt af neðstu liðum deildarinnar, og lá marflatt 1-4. Karlsruhe leiddi 0-2 í hálfleik, Emanuel Guther skoraði markið á 44. mínútu. Þannig stóð þangað til á 67. mínútu, en l’aul Breitner janfaði metin. En Adam var ekki lengi í Paradís, Dittus náði forystunni fyrir Karlsruhe á nýjan leik, aðeins mínútu síðar og liðið lét að þessu sinni kné fylgja kviði, Guther skoraði þriðja markið og Gross það fjórða áður en yfir lauk. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Kaisersl. — B. Mönchengl. 3-2 Bor. Dortmund — Stuttgart 2-3 Niirnberg — Duisburg 0-0 1. FC Köln — Hamburger SV 1-1 Werder Bremen — Darmstadt 4-4 Fort. Dússeldorf — B. Leverk. 5-1 E. Frankfurt — VFL Bochum 0-1 Karlsruhe — Bayern Múnchen 4-1 Borussia Mönchengladbach tap- aði á útivelli gegn Kaiserslautern og Bayern hélt því efsta sætinu þrátt fyrir skellinn gegn Karls- ruhe. Kurt Pinkall færði BMG tveggja marka forystu, en síðan fór að syrta í álinn hjá liðinu. Briegel minnkaði muninn úr víta- spyrnu á 60. mínútu og Hubner jafnaði átta míútum síðar. Sigur- markið skoraði síðan Funkel á síð- ustu mínútu leiksins. Bæði liðin yfir 100 stig Haukar sigruðu Grindavík 110—100 í I. deild íslandsmótsins í körfuknattleik um helgina, staðan í hálfleik var 54—53 fyrir Hauka. Leikur þessi bauð upp á mikinn hraða og ágætan sóknarleik eins og tölurnar gefa til kynna. Sveinn Sig- urbergsson skoraði 37 stig fyrir Hauka, Ilakarsta Webster skoraði 25 stig og Pálmar Sigurðsson 24 stig. Mark Holmes skoraði 28 stig fyrir UMFG, Ólafur skoraði 24 stig og Hreinn 20 stig. Köriuknaltielkur _____________________J Köln og HSV mættust i inn- byrðis viðureign toppliða og var sannarlega hart barist. Fátt var um marktækifæri, varnarleikur beggja liða afar sterkur. En bæði liðin herjuðu út vítaspyrnur og úr þeim voru bæði mörk leiksins skoruð, Manfred Kaltz skoraði fyrir HSV, en Reiner Bonhof fyrir Köln. Borussia Dortmund fékk frekar óvæntan skell á heimavelli gegn Suttgart. Heimaliðið byrjaði þó ljómandi vel, náði forystu strax a 10. mínúta með marki Marfred Burgsmuller. Stuttgart svaraði fyrir sig fyrir leikhlé, en þá jafn- aði Didier Six úr víti og síðan skoraði Kurt Allgower, Dortmund sótti án afláts framan af síðari hálfleiknum og tókst loks að jafna með fallegu marki frá Kesers. Gestirnir snéru þá vörn í sókn, sóttu fram og áður en langt um leið hafði Hadewic skorað það sem reyndist vera sigurmarkið með þrumuskoti af 20 metra færi. Mikil markahátíð var háð í Bremen, þar sem Werder Bremen og Darmstadt 98 áttust við. 4-4 urðu lokatölurnar í fjörugum leik og var það heimaliðið sem jafnaði naumlega þremur mínútum fyrir leikslok. Stjarna leiksins var fyrirliði Darmstad 98, Cestonaro, sem lék sinn fyrsta leik eftir langt hlé vegna meiðsla og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins. Bern- ecker skoraði fjórða markið, en Werder Bremen sýndi mikið kæruleysi í leik sínum, leiddi 2-0 um tíma, síðan 3-2. Kostedde, Mayer, Reinders og Gruber skor- uðu mörk Werder Bremen. Fortuna Dússeldorf skaut sér af mesta hættusvæðinu með stór- sigri gegn Leverkusen. Atli Eð- valdsson skoraði ekki þó hann léki allan leikinn, Thomas Allofs, Thiele og Wenzel voru meðal markaskorara Fortuna. Lítum að lokum á stöðuna í deildinni: Itayurn Miinchun 21 14 2 5 52:31 30 Hor. Mönchonj;l. 22 II H 3 44:31 30 1. K< Koln 21 12 5 4 42:19 29 llamburjtiT SV 20 II 5 4 59:26 27 WcrdiT Bremc n 20 9 6 5 35:33 24 ltorus.sia Dorlmund 22 10 4 H 39:29 24 Kinlr. Frankfurl 20 10 2 H 50:39 22 Kinlr. Braunschwfij; 20 II 0 9 37:33 22 VFB Siullt;arl 20 H 6 6 32:30 22 \ FK Bochum 21 7 6 H 30:30 20 F( KaiscTslaul. 19 6 7 6 39:39 19 Forl. Dússc ldorl 22 6 5 II 37:53 17 FC NurnberK 21 6 4 II 29:46 16 Darmsiadl 21 4 7 10 26:47 15 SC Karsruhc IH 5 4 9 29:36 14 BaycT Ix'vcrk. 19 4 5 10 23:43 13 Arminia Biclcf. 21 4 5 12 20:35 13 MSV Duishurj; 20 4 3 13 24:47 II • Manfred Kaltz skoraði gott mark fyrir Hamborg S.V. er liðið gerði jafntefli um síðustu helgi. Gréta hljóp einum - en setti samt glæsilegt NORSKA stúlkan Grete Waitz setti um helgina nýtt og glæsilegt heimsmet í 3000 metra hlaupi inn- anhúss. Hún var meðal keppenda í Citizen-leikunum í Ottawa. Skrýt- ið atvik skaut upp kollinum í tengslum við hlaup þetta, því tími Grétu eftir hlaupið reyndist vera 9:15,6 mínútur, eða mun lakari tími heldur en heimsmet hennar 8:56,8 sett í Noregi 1980. En þá kom í ljós að stúlkurnar höfðu hlaupið einum hring of mikið. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég hring of mikiö heimsmet keppi í innanhússhlaupum í Norður-Ameríku og tvisvar hefur þetta gerst, ég skil þetta hreinlega ekki,“ sagði Waitz pirruð mjög er þetta kom á daginn. Það er hins vegar ljóst, að ef síðasti hringurinn væri dreginn frá væri líklegt að um heimsmet væri að ræða og fljótlega koma í ljós að þrír tímatökumenn höfðu skráð réttan tíma eftir 3000 metra. Þá kom í ljós að Gréta hafði hlaupið á 8:55,5, nýtt heims- met. Enn tapar IS og fall að verða staðreynd STÚDENTAR töpudu enn einum leiknum í úrvalsdeildinni í kórfu- knattleik er KR lagði þá ad velli, 85:81 (44:41) í íþróttahúsi Hagaskól- ans á sunnudag. Með þessu tapi má segja fallið blasi við Ktúdentum, þeir verða að vinna þá 4 leiki sem liðið á eftir til að ná ÍR að stigum og þá má !K ekki vinna fleiri leiki. Leikurinn var á köflum þokka- lega leikinn og nokkur spenna í síðari hálfleiknum er liðin skipt- ust á um að hafa forystuna, en KR-ingar voru sterkari á enda- sprettinum. KR-ingar höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfleik, náðu for- ystunni strax og komust mest 10 stig yfir um miðjan hálfleikinn. Stúdentar gáfust þó ekki upp enda til mikils að vinna og náðu þeir að minnka muninn í 3 stig, 44:41 í leikhléi. A 6. mínútu síðari hálfleiks náðu stúdentar að jafna 52:52 og náðu síðan tveggja stiga forystu. KR náði að komast yfir, 57:54, en síðan komust stúdentar aftur yfir 58:57 og 62:59 um miðjan hálfleik- inn. Þá tóku KR-ingar góðan sprett komust yfir 73:70 og eftir það héldu þeir forystunni til leiksloka og unnu með 4 stiga mun 85:81. Hjá KR bar að venju mest á þeim Stu Johnsson, Jóni Sigurðs- syni og Garðari Jóhannssyni. Hjá stúdentum bar mest á Pat Bock og Gísli, Árni og Ingi áttu einnig þokkalegan leik. Stig KR: Stu Johnsson 33, Garð- ar Jóhannsson 16, Jón Sigurðsson 15, Stefán Jóhannsson 8, Ágúst Líndal 7, Páll Kolbeinsson 4 og Guðjón Þorsteinsson 2. Stig ÍS: Pat Bock 35, Árni Guð- mundsson 13, Ingi Stefánsson 12, Gísli Gíslason 10, Guðmundur Jó- hannsson 8 og Bjarni Gunnar Sveinsson 3. - HG Evrópumet SOVÉKKI sundmaðurinn Alexander Kidorenko setti um helgina nýtt Evr ópumet í 200 metra fjórsundi, en hann keppti á alþjóðlegu móti f Moskvu. Tími Sidorenkos var 2:02,85. Gamla metið átti sami mað- ur, það hljóðaði upp á 2:03,41. Staðan í Leikur öflugra varna þegar UMFN sigraði lið Fram 76—75 UMFN — Fram, 76—75 (70—70) (37—32) SJALDAN eða aldrei hefur reynt jafn mikið á taugar áhorfenda og líka leikmanna í íþróttahúsinu í Njarðvfk og á föstudagskvöldið, þegar UMFN, efsta liðið í úrvalsdeildinni og núverandi íslandsmeistarar, kepptu við Fram, næst efsta liðið. Liðin skiptust á um forustuna og lengi vel virtust heima- menn ætla að vinna örugglega, en undir lokið náðu Frammarar tveggja stiga forustu, 70—68 og innan við mínúta eftir af leiktímanum. Menn héldu niðri í sér andanum þegar hinn óviðjafnanlegi Danny Shouse, fékk þrjú vítaskot og jafnaði metin fyrir UMFN, 70—70. Þær sekúndur sem eftir voru dugðu hvorugu liðinu til að skora — knötturinn dansaði hvað eftir annað á hring- um, enda leikið meira af kappi en forsjá. í framlengingunni reyndust heima- menn heldur sterkari og mörðu sigur með einu stigi, 76—75, með því að stinga niður knettinum seinustu 29 sekúndurnar, á meðan áhorfendur risu á fætur af spenningi, — það er að segja þeir sem ekki höfðu þolað álagið og yfirgefið áhorfendapallana áður en leikslokamerkið var gefið. Með sigrinum hafa Njarðvíkingar losað sig við „skuggann", Frammarana, sem fylgt hefur þeim nær allt mótið. Sex stiga forskot ætti alveg að geta nægt UMFN til að halda titlinum svo allar horfur eru á að íslandsmeistarabikarinn verði í þeirra vörslu fram á næsta ár. Danny Shouse á gormum? Frammarar vissu sýnilega að nú var annaðhvort að duga eða drep- ast ef lækka ætti rostann í UMFN. Stór hópur fylgismanna þeirra hvatti þá hraustlega með hrópum og köllum og leikmenn voru engu síðri. Tóku hraustlega á móti Njarðvíkingum í vörninni, ekki hvað síst lykilmanni þeirra, Danny Shouse, sem fékk heldur óblíðar móttökur hjá mótherjun- um, sérstaklega þó Val Brazy, en þeir ögruðu hver öðrum þegar færi gafst allan leikinn út, en Danny hafði betur að þessu sinni, með knattleikni og léttleika, því stund- um mátti ætla að hann væri á gormum, svo kröftug voru upp- stökk hans. Val er einnig mjög leikinn, en ekki eins fimur og Danny. Þessara tveggja lykilmanna urðu liðin að gæta mjög vel að kæmust ekki í skotstöðu, en við það iosnaði um aðra leikmenn. Valur Ingimundarson fékk því að fljúgja tiltölulega óáreittur og skoraði fyrstu 8 stigin fyrir UMFN, en samtals urðu þau 18 í leiknum, ásamt því sem hann var traustur í vörninni og átti góðar sendingar í sókninni. Eins fékk Viðar Þorkelsson að njóta sín í Framliðinu. Hann skoraði 10 stig snemma í fyrri hálfleik, flest mjög fallega með langskotum frá horni vallarins. Jónas í vígahug Framan af skiptust liðin á með forustuna, 6—2, fyrir Fram, sem heimamenn sneru í 7—6, en síðan 13—13. Og nú ná Frammarar mjög góðum kafla. Símon ólafs- son og Viðar breyta stöðunni í 25—16, með að hitta í hverju skoti, á meðan UMFN bregst allt. Marg- ir ætluðu að Frammarar væru að ná undirtökunum og sagan frá fyrri viðureigninni í vetur myndi endurtaka sig, en þá sigraði Fram með 20 stiga mun. Jónas Jóhann- esson var ekki á sama máli. Rann á hann mikill vígamóður. Hremmdi knöttinn á einn og ann- an hátt hvað eftir annað og átti mestan þáttinn í að snúa taflinu við, úr 16—27 í 30—27 fyrir UMFN, ásamt Danny, sem sá um að koma knettinum niður í hring- inn. Þessum þriggja stiga mun hélt UMFN til hlés og tveimur betur, 37—32, en Símon og Viðar voru við sama heygarðshornið og breyttu stöðunni í 40—39 og síðan var þetta sífelldur barningur hjá báð- um liðum og jafnt á tölum svo sem 53:53 og 68:68. Reyndar náðu heimamenn að koma stöðunni í 68:62, en Val Brazy, sem var held- ur betur kominn í gang og Símon Ólafsson með allri sinni rósemi jöfnuðu og bættu um betur, 70:68, þegar um rúm mínúta var eftir. Danny jafnaði eins og í upphafi er getið fyrir UMFN 70:70. Gunnar beit á jaxlinn í framlengingunni skoraði Við- ar fljótlega úr vítakasti, en brugð- ust önnur tvö. Gunnar Þorvarð- arson, sem byrjaði leikinn illa, sýndi mikla keppnishörku. Beit á jaxlinn (og bölvaði í hljóði) og skoraði tvívegis, 74:71, og innsigl- aði í rauninni sigur UMFN og jafnvel meistaratitilinn. Jónas átti hins vegar seinasta orðið fyrir heimamenn, — bætti einni körfu við undir lokin og var það góður endir á enn betri leik Jónasar. Hreinn og Brazy reyndu að brúa bilið, á lokamínútunni, en fjögur stig þeirra nægðu ekki, eitt vant- aði. Úrslitin urðu því 76—75. Njarðvíkingar „tolleruðu" Danny Shouse að leikslokum og átti hann það vissulega skilið. Auk hans, Jónasar og Vals, má geta Ingimars Jónssonar, sem átti mjög góðan leik í vörninni. Júlíus Valgeirsson og Sturla örlygsson þoldu álagið í þýðingarmiklum leik og léku af miklu öryggi, þar sem barist var til seinasta blóð- dropa. Þetta var leikur hinna öflugu varna eins og stigafjöldinn ber með sér. Frammarar voru þar sterkari aðilinn lengi vel, en svo var eins og þrekið brysti. Þorvald- ur Geirsson átti mjög góðan leik bæði í vörn og sókn. Símon Ólafs- son var öruggur að vanda, en allir Framliðarnir áttu góðan leik þótt þeir yrðu að þola tap. Dómarar voru þeir Sigurður Valur og Gunnar Valgeirsson og skiluðu sínum hlutverkum af mik- illi prýði. emm úrvalsdeild Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik er nú sem hér segir: Njarðvík 16 13 3 1377:1252 26 Fram 16 10 6 1320:1226 20 Valur 16 10 6 1320:1271 20 KR 16 9 7 1242:1307 18 ÍR 16 5 11 1251:1335 10 |ÍS 16 1 15 1289:1448 2 Einkunnagjöfinn lUMFN: Valur Ingimundarson 8 | Jónas Jóhannesson 8 Ingimar Jónsson 7 Gunnar Þorvarðarson 6 Júlíus Valgeirsson 6 Sturla Örlygsson 6 Fram: Viðar Þorkelsson 8 Símon Ólafsson 7 Þorvaldur Geirsson 7 Björn Magnússon 5 Þórir Einarsson 5 Ómar Þráinsson 5 Lið KR: Jón Sigurðsson 7 Garðar Jóhannsson 7 Stefán Jóhannsson 6 Ágúst Líndal 5 l’áll Kolbeinsson 5 Aðrir leikmenn léku of lítið til að fá einkunn. Lið ÍS: Gísli Gíslason 6 Árni Guðmundsson 7 Ingi Stefánsson 6 Guðmundur Jóhannsson 5 Bjarni Gunnar Sveinsson 5 Aðrir leikmenn léku of lítið til að fá einkunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.