Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
16. febrúar 1927 — Heimdallur 55 ára — 16. febrúar 1982
Sumarið 1955 var stofnað „Leikhús Heimdallar** og voru sett upp þrjú leikrit. Um þrjátíu manns störfuðu í
leikhúsinu. Hér má sjá nokkra aðstandendur leikhússins.
Klúbbfundur hjá Heimdalli með Ingólfi Jónssyni, þáverandi landbúnaðar og samgönguráðherra, í janúar 1962.
Litið yfir liðið starfsár
Mikil gróska hefur verið í starfi
Heimdallar á þessu starfsári. Um
250 manns hafa gengið til liðs við
félagið í sumar og haust, og 170 fyrir
prófkjörið í nóvember síðastliðnum
og er enn stöðugur sfraumur fólks í
félagið. Stjómin einsetti sér í upp-
hafi að koma félagsheimilinu í kjall-
ara Valhallar í viðunandi horf. Keypt
voru húsgögn og gólfið lagfært m.m.
Það var svo 31. október að lands-
fundarfulltrúar vígðu heimilið. Með
þessari aðstöðu hafa opnast fleiri
möguleikar í félagsstarfinu.
I nóvember fór skólanefnd
Heimdallar af stað með „opin hús“
sem tekist hafa mjög vel í öll 8
skiptin. Sem dæmi má nefna að
milli jóla og nýárs mættu á annað
hundrað manns á jólagleði. Jónas
Jónasson, rithöfundur og útvarps-
maður, kom á „opið hús“ í jan. og
las upp úr nýútkominni bók sinni
við góðar undirtektir og Davíð
Oddsson, borgarfulltrúi, svaraði
fyrirspurnum um borgarmál og fl.
á síðasta „opna húsi“ frá fjöl-
mörgum framhaldsskólanemum.
Skólanefnd hóf í haust útgáfu á
blaði, „Nýr skóli“, fyrir nemendur
framhaldsskólanna undir rit-
stjórn Gylfa Sigfússonar. Blaðið
er fjölbreytt að efni og er í óvenju-
legu broti enda hefur því verið vel
tekið. Af annarri útgáfu á vegum
félagsins má nefna að 4 rit komu
út á sl. ári, Ferðamálarit,
Sjávarútvegsrit, Iðnaðarrit og
Viðskiptarit. Fyrir prófkjörið var
gefinn út bæklingur til kynningar
á ungu fólki í framboði og var
honum dreift til flokksmanna og
annarra stuðningsmanna flokks-
ins í síðustu prófkjörum. I tilefni
af 55 ára afmæli Heimdallar fékk
félagið Hannes H. Gissurarson,
sagnfræðing, til að rita sögu fé-
lagsins. Brot úr sögunni birtist
hér á síðunni, en hún kemur út í
heild á næstunni. Greinasafn um
efnahagsmál eftir Eyjólf K. Jóns-
son, alþingismann, er kom út í
fyrra undir heitinu „Áratugur
upplausnar á enda“, hefur verið
aukið og endurbætt og kemur nú
út í bókarformi með nafninu „Út
úr vítahringnum" á næstu dögum.
Á döfinni er fjölbreytt starf vegna
komandi borgarstjórnarlcosninga.
Félagsmálanámskeið, 3 að tölu,
með um 50 þátttakendum hafa
verið haldin það sem af er starfs-
árinu, hið fyrsta í júní sl. Leið-
beinendur voru þeir Friðrik Soph-
usson, Erlendur Kristjánsson og
Jóhannes Sigurðsson. Um þessar
mundir er í gangi námskeið um
undirstöðuatriði í hagfræði sem
Ólafur ísleifsson, hagfræðingur,
stýrir. Af stað eru að fara nám-
skeið um samhyggju — frjáls-
hyggju, varnar- og öryggismál,
hagkerfi heimsins og framhalds-
námskeið í ræðumennsku og fund-
arsköpum.
Sjá má af þessu að fræðsla hef-
ur verið stór þáttur í starfi þess-
arar stjórnar auk eflingar starfs í
framhaldsskólunum.
Af fundum á vegum félagsins
má nefna að í september kom Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og ræddi um þátt
ungra manna í starfi flokksins.
Friðrik Sophusson kom á full-
trúaráðsfund í október og fjallaði
um störf og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins en þá stóð fyrir dyrum
landsfundur flokksins. Fundur um
borgarmál með Albert Guð-
mundssyni og Davíð Oddssyni var
haldinn í nóvember. Bókin „Vel-
ferðarríki á villigötum" var um-
ræðuefni á fundi í desember. Höf-
undurinn, Jónas H. Haralz, var
frummælandi og svaraði fyrir-
spurnum.
Heimdellingar létu ekki sitt eft-
ir liggja á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins og fjölmenntu þeir til
starfa.
Mikil vinna var lögð í það síð-
astliðið sumar að leiðrétta og
endurbæta félagaskrá Heimdallar
sem telur um 2500 manns. ótrú-
legt er hversu miklum breytingum
siík skrá tekur frá ári til árs vegna
breyttra aðstæðna félagsmanna.
Er nú kominn grundvöllur að inn-
heimtu félagsgjalda, öllum til
ánægju.
Félagsstarfsemi Heimdallar fer
ekki öll fram innanhúss. Félagið á
gróðurreit í Heiðmörk og þangað
var farið í júní síðastliðnum. Var
reiturinn grisjaður og fjöldi
plantna gróðursettur. Einnig
unnu nokkrir galvaskir piltar við
að rífa frá, naglhreinsa og skafa
timbur á lóð Valhallar í haust.
Fleira verður ekki týnt til úr
starfi félagsins að þessu sinni, en
áhugasamt ungt fólk er hvatt til
að taka þátt í starfsemi félagsins.
Fjöldi áhugasamra verkefna bíður
félagsmanna á næstu dögum og
vikum.
Heimdallur er 55 ára í dag og af
því tilefni hefst listavaka í Valhöll
sem stendur út vikuna. Vakan er
kynnt annars staðar í blaðinu.
Hvað segja fyrrverandi
formenn Heimdallar?
í TILEFNI 55 ára afmælis Heimdallar í dag, 16. febrúar,
leitaði Morgunblaðið til nokkurra fyrrverandi for-
manna félagsins og lagöi fyrir þá nokkrar spurningar.
Voru þeir spurðir um hvort þeir teldu Heimdall hafa
mikilvægu hlutverki að gegna í Sjálfstæðisflokknum
og í íslenskri stjórnmálabaráttu, um áhrif ungra
manna í stjórnmálaflokkunum og fleira.
Fara svör þeirra hér á eftir.
Ungt fólk þarf að gera
meira af því að koma
hugmyndum sínum áleiðis
segir Markús Örn Antonsson
„Ungliðasamtök stjórnmála-
flokkanna hafa að minni hyggju
afar mikilvægu hlutverki að
gegna,“ sagði Markús Örn Ant-
onsson. „Þeir sem veljast til for
ystu í stjórnmálafélögum ungra
manna eins og Heimdalli, eru eðli
málsins samkvæmt í mestum sam-
skiptum við það unga fólk, sem á
hverjum tíma er að byrja afskipti
af stjórnmálum, og er að móta
lífsskoðanir sínar sem oft hafa
áhrif á stjórnmálaskoðanir um
langa framtíð,“ sagði Markús
ennfremur. „Fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og sjálfstæðisstefnuna
hlýtur Heimdallur því að hafa
miklu hlutverki að gegna.
Hlutverk Heimdallar hefur á
hinn bóginn breyst talsvert að
öðru leyti í tímans rás. Framan
af fór mikill tími og kraftur í
margvíslegar skemmtanir og af-
þreyingarstarfsemi, en með
auknu framboði af slíku efni
hefur starf Heimdallar orðið
meira stjórnmálaiegs eðlis en
var. Ungt fólk í Sjálfstæðis-
flokknum þekkir betur til eða er
í meiri snertingu við ýmsa þætti
þjóðfélagsins en þeir sem eldri
eru, og má til dæmis nefna
skóla- og menntamál í því sam-
bandi, og einnig húsnæðismál.
Þessa málaflokka er eðlilegt að
ungt fólk taki til sérstakrar um-
fjöllunar, en það eitt er þó ekki
nóg. Meira þarf að gera en gert
hefur verið af því að koma
hugmyndum og ábendingum um
þessi mál áleiðis til annarra
flokksmanna, og hafa á þann
hátt áhrif á að flokkurinn sem
heild taki ábendingarnar til
greina."
— Skortir ef til vill á það að
tillit sé tekið til ungs fólks í
Sjálfstæðisflokknum?
„Ekki tel ég nú að svo sé, og
vafalítið er að áhrif ungra
sjálfstæðismanna eru meiri en
gerist og gengur meðal ungra
manna í öðrum íslenskum
Markús Örn Antonsson
stjórnmálaflokkum. Ég held lika
að þetta svokallaða kynslóðabil
sé minna en oft áður, eða minna
en margir telja. Ekki er tl dæmis
um neina gjá að ræða milli fólks
á mínum aldri, um fertugt, og
þeirra yngri, þó áherslur kunni
að vera mismunandi. En stund-
um held ég að ef ungu fólki finn-
ist erfitt að ræða við þá sem
eldri eru, þá stafi það af ófram-
færni, og að unga fólkið haldi
um of að sér höndum í samskipt-
um við hina eldri.
Að lokum vil ég svo segja það,
að ég býst við að Heimdallur eigi
langa lífdaga fyrir höndum, og
að félagið verði áfram í fylk-
ingarbrjósti þeirra afla er berj-
ast fyrir hugsjónum Sjálfstæðis-
flokksins. Næst mun koma til
kasta Heimdallarfélaga í borg-
arstjórnarkosningunum í vor,
þar sem við frambjóðendur
hugsum gott til glóðarinnar, að
eiga Heimdall að í baráttu við
sameiginlega andstæðinga."
— AH.
Árið 1950 var Heimdalli úthlutað gróðurreit í Heiðmörk og hafa fjölmargar
ferðir verið farnar til gróðursetningar. Þessi mynd var tekin síðastliðið
sumar af Heimdellingum í Heiðraörk.