Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
11
Heimur Rúms og Tíma
Staða heildverzlunar
Það er ljóst, að staða heild-
verzlunarinnar í dag er afar
slæm vegna skilningsskorts
stjórnvalda, sagði Geir Hall-
grímsson. I raun hefur heild-
verzlunin flutzt í stórum stíl til
útlanda eins og nú ber á í vax-
andi mæli í bankastarfsemi, þeg-
ar fyrirtækjum og einstaklingum
er í auknum mæli vísað á er-
lendar lántökur, jafnvel til þess
að greiða hallarekstur. Það hefur
löngum verið talin forsenda ís-
lenzks sjálfstæðis, að banka-
starfsemi og verzlun væri í okkar
höndum, sagði formaður Sjálf-
stæðisflokksins. Það var þáttur í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á
síðustu öld og í upphafi þessarar
aldar að færa verzlun og banka-
starfsemi inn í landið. Við höfum
því að nokkru leyti horfið hálfa
eða heila öld aftur í tímann að
þessu leyti. Sjálfstæðisflokkur-
inn berst ekki fyrir frjálsri verzl-
un til hagsbóta fyrir kaupmenn
heldur til hagsbóta fyrir alla
landsmenn, sagði Geir Hall-
grímsson að lokum.
Fyrirspurnir
og svör
Að lokinni ræðu Geirs Hall-
grímssonar, svaraði hann fyrir-
spurnum fundarmanna og fer
hér á eftir frásögn af þeim og
svörum ræðumanns.
Ólafur Haraldsson spurði, hvort
Geir Hallgrímsson og Sjálfstæð-
isflokkurinn mundu beita sér
fyrir því að tekin yrðu upp erlend
vörukaupalán og hvort tímabært
væri orðið, að lántökur erlendis
til vörukaupa yrðu frjálsari.
Geir Hallgrímsson sagði, að
nauðsynlegt væri að auka frjáls-
ræði í þessum efnum og það hefði
verið á stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins frá árinu 1978, að
flokkurinn beitti sér fyrir heim-
ild til aukinna lántöku vegna
vörukaupa. Sjálfsagt segja ein-
hverjir, sagði Geir Hallgrímsson,
að slík lán mundu auka pen-
ingamagn í umferð og þar með
hættu á aukinni verðbólgu. En
formaður Sjálfstæðisflokksins
kvaðst telja, að aukin vörukaup
mundu á móti auka samkeppni
og lækka vöruverð. Slík lán yrðu
á ábyrgð einstaklínga og fyrir-
tækja, og þeim takmörkunum
háð að þau yrðu greidd jafnóð-
um.
Geir Hallgrímsson sagði í
svari sínu við þessari fyrirspurn,
að það væri áhyggjuefni, hve er-
lendar skuldir þjóðarinnar hefðu
aukizt. Á síðasta ári hefði
greiðslubyrði vegna erlendra
lána numið um 15% af gjaldeyr-
istekjum, en yrði á þessu ári um
19—20%. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins varpaði fram þeirri
spurningu, hvað gerast mundi, ef
fiskaflinn minnkaði og benti á
loðnuveiðibannið í því sambandi
eða þjóðin yrði fyrir öðrum
skakkaföllum í tekjuöflun sinni.
Hann sagði það einkennandi
fyrir tveggja ára valdaferil nú-
verandi ríkisstjórnar, að vandan-
um væri skotið á frest með því að
taka erlend lán, ekki aðeins til að
fjármagna framkvæmdir í land-
inu, heldur og til að standa undir
hallarekstri ýmissa þjónustu-
fyrirtækja í opinberri eigu, eins
og t.d. Landsvirkjunar. Og í vöxt
færu erlendar lántökur vegna
hallarekstrar atvinnufyrirtækja,
sbr. kreppulán Byggðasjóðs.
Olafur Haukur Ólafsson og
Torfi Tómasson spurðu, hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn
hefði ekki átt viðskiptaráðherra
áratugum saman, þegar flokkur-
inn hefði átt aðild að ríkisstjórn.
Geir Hallgrímsson sagði, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
átt viðskiptaráðherra í ríkis-
stjórn síðan Ingólfur Jónsson
gegndi því embætti á árunum
1953—1956. En hann kvað
Sjálfstæðisflokkinn mundu
leggja aukna áherzlu á að hafa
með viðskiptamál að gera í
næstu ríkisstjórn, sem flokkur-
inn tæki þátt í. En það eru flerri
ráðuneyti, sem sjálfstæðismenn
hafa ekki haft lengi, sagði Geir
Hallgrímsson og nefndi í því
sambandi utanríkisráðuneytið og
menntamálaráðuneytið og sagði,
að sjálfstæðismenn hefðu hug á
báðum þessum ráðuneytum. Eina
lausnin væri því sú, að þeir réðu
öllum ráðuneytum í næstu ríkis-
stjórn!
Einar Birnir spurði Geir Hall-
grímsson, hvort eðlilegt væri að
opinberar innkaupastofnanir hér
á landi leituðu beint til erlendra
fyrirtækja, sem hefðu umboðs-
menn hér.
Geir Hallgrímsson svaraði þess-
ari spurningu neitandi og kvaðst
telja, að opinberar innkaupa-
stofnanir ættu með opnu eða lok-
uðu útboði að óska eftir tilboði í
vörur eða þjónustu.
Jóhann Ólafsson spurði, hver
afstaða Sjálfstæðisflokksins
væri til bindiskyldunnar.
Geir Hallgrímsson sagði, að
óhjákvæmilegt hefði verið að
tryggja fjármuni til þess að
standa undir sjálfvirkum afurða-
lánum og væri það gert með
þessum hætti, en hann bætti því
við, að sjálfstæðismenn hefðu
bent á aðra leið þ.e. að afurðalán
og lán til atvinnuveganna væru
alfarið í höndum viðskiptabanka
og bindiskyldan afnumin að því
marki, þannig að Seðlabankinn
þyrfti ekki að hafa milligöngu
um þær lánveitingar.
Jóhann Ólafsson spurði enn-
fremur, hvort Geir Hallgrímsson
væri samþykkur þeirri fjáröflun-
araðferð ríkisvaldsins að gefa út
ríkistryggð skuldabréf og ná til
sín rniklu lánsfé með þeim hætti
og væri svo komið, að menn
hættu jafnvel atvinnurekstri til
að fjárfesta í ríkistryggðum
skuldabréfum, sem þættu góð
fjárfesting.
Geir Hallgrímsson sagði að
gæta þyrfti hófs í útgáfu ríkis-
tryggðra skuldabréfa og það væri
óheppileg þróun, hve útgáfa
þeirra hefði vaxið. Það væri
álitamál, hvort hér væri um of
hagstæða ávöxtun að ræða, þ.e.
3—4% vextir auk verðtrygg-
ingar, en útilokað væri að skylda
lífeyrissjóði til að kaupa skulda-
bréf fjárfestingalánasjóða ríkis-
ins eingöngu eða auka þá skyldu.
Með þeim hætti væri t.d. gengið
á hlut fjárfestingasjóða verzlun-
arinnar.
Björn Birnir spurði, hvort ekki
væri kominn tími til að afnema
bankastimplun, sem krafizt væri
áður en tollgreiðslur færu fram.
Geir Hallgrímsson sagði að í
einu fylgifrumvarpa sjálfstæð-
ismanna við tollkrítarfrumvarp-
ið væri gert ráð fyrir afnámi
þessa stimpils.
Vilhjálmur Vilhjálmsson o.fl.
gerðu að umtalsefni, að á undan-
förnum árum hefði það í vaxandi
mæli orðið svo, að erlendir menn
og fyrirtæki verzli hér án verzl-
unarleyfis og án þess að greiða
skatta og skyldur og án þess að
hafa söluskattsnúmer eða standa
skil á söluskatti og spurði Geir
Hallgrímsson um afstöðu til
þessa máls.
Geir Hallgrímsson sagði að á
síðustu árum væri búið að draga
svo tennur úr íslenskri heildsala-
stétt, að hún hefði ekki skilyrði
til að gegna hlutverki sínu sem
skyldi og keppa við erlenda heild-
sala á jafnréttisgrundvelli og
væri illt til þess að vita. Farsæl-
ustu lausnina á þessu máli, kvað
hann vera þá, að bæta starfsskil-
yrði heildsala og þá mundu er-
lendir heildsalar eða sölumenn
hætta að leggja leið sína hingað
til lands. En auðvitað væri það
sjálfsögð krafa að eftir því væri
gengið, að útlendingar fullnægðu
sömu skyldum og landsmönnum
væri ætlað.
eftir Gunnar Tómasson
Vegna mistaka við birtingu grein-
ar Gunnars Tómassonar, hagfræð-
ings í Washington, í blaðinu í fyrra-
dag, er greinin birt hér á ný og er
höfundur beðinn velvirðingar á mis-
tökunum:
Nýleg bók Brynjólfs Bjarnason-
ar, Heimur Rúms og Tíma, setur
fram á hinn skilmerkilegasta hátt
heimsmynd þá, sem vísindi tut-
tugustu aldar hafa mótað, og er í
flestu frábrugðin hugmyndum
fyrri alda.
Þess er þó látið með öllu ógetið,
hvernig nítjándu aldar hugmynd
þeirri, sem nefnist „söguleg efn-
MORGUNBLAÐIÐ fékk á fimmtudag
senda eftirfarandi fréttatilkynningu
frá fjármálaráðuneytinu, um deiluna á
Kleppsspítalanum.
„Vegna þeirrar deilu sem upp er
komin hjá hluta ófaglærðs starfs-
fólks á Kleppi og Kópavogshæli vilja
fjármálaráðuneytið og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið taka
eftirfarandi fram.
Strax og ráðuneytunum bárust
fregnir af þeim aðgerðum, sem boð-
að var til, efndi fjármálaráðuneytið
til fundar með forystumönnum
þeirra tveggja verkalýðsfélaga sem
semja fyrir hönd ófaglærðs starfs-
fólks á heilbrigðisstofnunum ríkis-
ins. Þar kom skýrt fram í máli for-
ystumanna verkalýðsfélaganna að
þeir hvorki stæðu að baki, né styddu
>shyggja“, reiðir af í ljósi nútíma
vísindaþekkingar, en af hugmynd
þeirri er sprottin sú „vísindalega
félagshyggja" sem Kambódíu-
menn og Pólverjar þekkja í fram-
kvæmd.
í íslenzku þjóðlífi hefur hinn
merkilegi „núllpunktur" verið for-
senda hagstjórnar um árabil, og
er það í samræmi við þá grund-
vallar niðurstöðu nútíma vísinda,
að heimur rúms og tíma skreppi
saman í stærðfræðilegan punkt í
tímarúminu, þegar skýrt er hugs-
að og skilmerkilega.
Frá sjónarmiði „sögulegrar efn-
ishyggju" er hér hins vegar um
þessar aðgerðir. Þær væru því þess-
um tveim verkalýðsfélögum,
Starfsmannafélaginu Sókn og
Starfsmannafélagi ríkisstofnana,
óviðkomandi og í óþökk þeirra. I
gildi eru kjarasamningar við fyrr-
greind verkalýðsfélög, annars vegar
samningur við Sókn sem gildir til 15.
maí nk. og hins vegar sérkjarasamn-
ingur við SFR, sem er til umfjöllun-
ar hjá samningsaðilum.
Fjármálaráðuneytið hefur lýst sig
reiðubúið til að stuðla að jöfnun
kjara þessa starfsfólks sem um ræð-
ir í þeirri samningslotu sem nú
stendur yfir.
Um önnur atriði í kröfugerð
starfsfólks ber að fjalla á vettvangi
kjarasamninga við framangreind
verkalýðsfélög.
mesta alvörumál að ræða, því
hvernig getur efnisheimur sá ver-
ið kjarni tilverunnar og driffjöður
mannlífs og þjóðlífs sem verður að
núllpunkti ef grannt er skoðað?
Um árið setti *Brynjólfur
Bjarnason þá hugsun á blað, að
frjálshyggjumönnum væri gerður
greiði, ef þeir væru beittir ofbeldi
í þágu „vísindalegrar félags-
hyggju". Með hliðsjón af stöðu
„sögulegrar efnishyggju" 4 ljósi
nútíma vísinda virðist sem Brynj-
ólfur hljóti nú að vera á annarri
skoðun, því hvernig getur „vis-
indaleg félagshyggja" sprottið af
rökrænum núllpunkti?
Sá hluti ófaglærðs starfsfólks,
sem hlaupið hefur fyrirvaralaus úr
starfi og brotið gerða kjarasamn-
inga, er ekki samningsaðili við fjár-
málaráðuneytið heldur umrædd
verkalýðsfélög.
Heilbrigðisráðuneytið mun í sam-
ræmi við lög um heilbrigðisþjónustu
beita öllum tiltækum ráðum til að
umönnun sjúklinga og vistmanna á
framangreindum stofnunum verði
með sem eðlilegustum hætti þrátt
fyrir fjarveru starfsfólksins."
Þröstur Olafsson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, sagði í gærkvöldi
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins að hann hefði engu við
fréttatilkynninguna að bæta, hún
skýrði að fullu sjónarmið ráðuneyt-
isins í málinu.
Tilboð
Langar þig
á skíði?
Viö bjóðum ágætis tékknesk Compact-
skíði með LOOK bindingum og
skíðastoppurum á aðeins
kr. 1000.—
Stærðir 170-180-190 sm.
Ath.: Skíði skal taka jafnstór
notanda.
Einnig unglingaskíði,
sama tegund.
Stærðir 150-160-170-175
sm með |_QQ|^ -JR
skíðabindingum og
skíðastoppurum á aðeins
kr. 880.—
Stærð skíða skal vera 10
sm stærri en notandi.
Póstsendum
hr Kkr
jA <\ 1
utiuf
Glæsibæ, sími 82922.
Fjármálaráðuneytið:
Verkalýðsfélögin styðja ekki
verkfallið á Kleppsspítalanum