Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 15 Málað og þrykkt á tau Myndlist Bragi Ásgeirsson Gallerí Langbrók heldur áfram þeirri ágætu venju, að kynna iðju þeirra er að athafna- seminni standa og sannar það, að i þeim fríða hópi ríkir engin lognmolla. Um þessar mundir sýnir þar Guðrún Auðunsdóttir sautján myndir, sem eru allar unnar á tau, en hún var einmitt ein af stofnendum gallerísins á sínum tíma. Gerandinn bæði málar og þrykkir á tau og því er þetta í síðara tilvikinu fjölföldun eins og í grafík. Eru þannig til 15 og allt upp í 40 eintök af hverri einstakri slíkri mynd. Myndirn- ar eru margar frekar smáar og þær stærstu rétt yfir meðal- stærð mynda. Þetta er þannig mjög lítil sýning og myndefnið jafnframt í knappasta lagi, eins konar úlpuform, sem endurtekin eru í síbylju. Guðrún tileinkaði sér þetta form fyrir fimm árum og það hefur síðan fylgt henni eins og skugginn. Sterkast tel ég þetta form hafa komið út á sýn- ingunni „Sumar á Kjarvalsstöð- um“ á sl. ári og þá blómstrað í þeim mæli, að sýningin á Gailerí Langbrók er líkast eftirhreytum þeirrar upphengingar. Guðrún bryddar í öllu falli ekki upp á neinu nýju í þessum síðustu myndum sínum og ýmislegt virð- ist benda til þess að hún hafi ausið hugmyndabrunninn á botn. Það er alveg víst, að í flest- um tilvikum er það ákaflega hæpið að vinna á jafn þröngum grundvelli í það endalausa og án þess að taka nein hliðarspor. Það myndræna meinlæti er þá kem- ur fram virkar að lokum sem ófrjó endurtekning og kækur. Mér þykir einhvern veginn sem ungt fólk eigi að sækja frjóu hugmyndaflugi eldsr.eyti til fleiri átta og aka þá á fullu á meðan drifkrafturinn er hvað mestur. Hrifmestu myndirnar á sýn- ingunni þótt mér „Hvítt á rauðu“ (1), „Sitt á hvað“ (10) og „Krossbönd„ (17). Dregið saman í hnotskurn er þetta snotur sýning en hún er mjög langt frá því að koma á óvart þar sem Guðrún Auð- undsdóttir er, því að listakonan hefur svo margt til brunns að bera verðmætara þessum vinnu- brögðum. Pétur Jónasson Gítartónleikar Tónlíst Jón Ásgeirsson Pétur Jónasson er góður gít- arleikari og svo ungur og iðinn sem hann er, verður að spá hon- um velfarnaðar upp þrepin til Parnassum, bústaðar mennta- gyðjanna. Sú leið liggur þó ekki beint af augum, en þangað rata aðeins þeir er aldrei gleyma að rækta sig og kunna að forðast afvegi þá, er glæstari kunna að sýnast en þunggengin og enda- laus leið listögunarinnar. Pétur hóf gítarnám sitt hjá Eyþóri Þoriákssyni og enn liggja leiðir þeirra saman, því Pétur flutti þrjú verk eftir Eyþór, raddsetningu yfir íslenskt þjóð- lag, og tvö frumsamin lög, er hann nefnir Preludio og Impro- visacion nr. 1. Verkin eru áferðarfalleg og ef það er rétt að ráðleggja fólki, þá ætti Eyþór að leggja rækt við raddsetningar á íslenskum þjóðlögum, því þjóð- lagaraddsetningar hafa reynst mörgu tónskáldinu gagnlegar til að efla tækni og stílkennd. Auk fyrrgreindra verka eftir Eyþór, lék Pétur Intermezzo, eftir Atla Heimi Sveinsson, í gítarbúningi Eyþórs. Önnur verk er skipta máli voru Fimm bagatellur eftir William Walton, þrjár æfingar (1, 3 og 11) og Choros nr. 1 eftir Villa-Lobos og tvö lög eftir Moreno-Torroba. Verkin eftir Villa-Lobos eru hefðbundin gít- arverkefni, en sem tónsmíðar var mest varið í bagatellurnar eftir Walton og voru öll þessi vandasömu verk frábærlega vel leikin. franskurlúxus í ár velur þú þér einn af þessum frábæru framhjóladrifsbuum frá Automobiles Peugeot HORIZON GLS er evrópsk gæðavara og margfaldur verðlauna- hafi. í bflnum er m.a. 1442 cc 4 cyl vél sem eyðir 8,91. í bæjarakstri, auk þess höfuðpúðum, innistillanlegum úti- spegli, hitaðrí afturrúðu, barnalæsingum, hátölurum og loftneti og opnanlegrí fimmtu hurð að aftan. Verðkr. 137.510. (gengi pr. 15.1.82.). SOLARAGL8 er lúxus fjölskyldubfll fimm gíra, með 1600 cc 4 cyl vél, elektrónískr i digital- klukku, bamalæsing- um, hátölurum og loftneti, lituðu glerí, rafmagnsrúðum að framan, vökvastýri og m.fl. Verð kr. 162.546.- (gengi pr. 15.1.82). Evrópsk gæði og lúxus á betra en japönsku verði. í ár velur þú franskt „Vive le France’’ Ifökull hf. Ármúla 36 Sími: 84366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.