Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
21
Helgi Bjarnason sigraði
með fullt hús vinninga
Hclgi Bjarnason úr KR sigraði í
Skjaldarglímu Ármanns, sem fram
fór í 70. skipti í íþróttahúsi Ármanns
á sunnudaginn. Sex glímukappar
mættu til leiks, og lagði Helgi alla
andstæðinga sína og hlaut því fimm
vinninga af fimm mögulegum.
I>eir sem kepptu í Skjaldarglím-
unni ad þessu sinni voru auk Helga,
sem er úr KR sem áður sagði, þeir
Guðmundur Freyr Halldórsson,
Ármanni, Guðmundur Ólafsson,
Ármanni, Halldór Konráðsson,
Ungmennafélaginu Vfkverja, Hjálm-
ur Sigurðsson, Víkverja, og Ólafur
H. Ólafsson, KR. — Guðmundur
Ólafsson varð þó að hætta keppni
áður en lauk.
I 2. til 4. sæti urðu þrír jafnir
með tvo vinninga hver, þeir Guð-
mundur Freyr Halldórsson,
Hjálmur Sigurðsson og Ólafur H.
Ólafsson. Glímdu þeir því til úr-
slita um annað og þriðja sæti. Svo
fór að Ólafur og Guðmundur unnu
báðir Hjálm, og var innbyrðis
glíma þeirra tveggja því úrslita-
glíman um annað sætið. Fór svo,
eftir snarpa viðureign, að Ólafur
vann. Endanleg röð var því þessi:
1. Helgi Bjarnason. 2. Ólafur H.
Ólafsson. 3. Guðmundur Freyr
Halldórsson. 4. Hjálmur Sigurðs-
son. 5. Halldór Konráðsson.
Þetta var sem áður segir, í 70.
skipti sem Skjaldarglíma Ár-
manns er glímd, en fyrst fór hún
fram árið 1908. Þá glímdu 12
menn um skjöldinn, allir úr Ár-
manni, og sigurvegari varð Hall-
grímur Benediktsson með 11 vinn-
inga. Sigurjón Pétursson hlaut 10
vinninga og þriðji var Guðmundur
A. Stefánsson með 9 vinninga. —
Þeir þremenningar settu mjög
svip sinn á öll glímumót á þessum
árum, og urðu t.d. aftur þrír efstu
í Skjaldarglímu 1909, og Hall-
Helgi Bjarnason tekur við verðlaun-
um og árnaðaróskum frá formanni
Ármanns, Gunnari Eggertssyni.
Ljósm.: Krisiján Kinar.sson.
grímur sigurvegari aftur, eftir
langa og sögulega úrslitaglímu
þeirra þriggja.
Fátt eitt minnti á að þetta var
70. Skjaldarglíman að þessu sinni,
nema hvað inná milli þess sem
glímt var, var lesið úr sögu glím-
unnar, og aldnar kempur á meðal
áhorfenda voru hylltar. Síðar í
vetur mun á hinn bóginn vera ætl-
unin að minnast afmælisins með
viðeigandi hætti. Áhorfendur voru
ekki margir, líklega um 40 talsins.
Getur það varla talist mikill fjöldi
þegar um þessa fornu íþrótt er að
ræða, sjálfa þjóðaríþróttina. Væri
vissulega vel, ef tækist að hefja
íslensku glímuna aftur á fyrri
stall og auka áhuga á henni með
þjóðinni. Tímamót eins og 70.
Skjaldarglíma Ármanns eru ekki
illa fallin til þess að hefja nýja
sókn fyrir íþróttinni.
— AH.
Tveir með
12 rétta
í 23. leikviku Getrauna komu
fram 2 raðir með 12 réttum og nem-
ur vinningur fyrir hvora röð kr.
65.415.00 en með 11 rétta voru 119
raðir og vinningur fyrir hverja röð
kr. 471.00. Annar „tólarinn" var á
einfaldan seðil úr Reykjavfk, en
hinn á kerfisseðil frá Keflavfk, og
verður vinningur fyrir þann seðil alls
kr. 67.299.
Leikir úr bikarkeppninni ensku
eru alltaf erfiðir fyrir þátttakend-
ur í Getraunum og þeim mörgum
hvimleiðir, nægir þar að minnast
á leikinn Shrewsbury — Ipswich,
2—1, en þeir voru heppnir að
sleppa við leikinn Chelsea —
Liverpool, en hann var ekki á seðl-
inum, þar sem ekki er hægt að
bíða eftir að jafnteflisleikir séu
útkljáðir, vegna hins skamma
tíma á milli umferða. Næsta um-
ferð bikarkeppninnar verður laug-
ardaginn 6. marz, en þá fer fram 6.
umferðin, sem verður á getrauna-
seðli nr. 26.
Enski bikarinn:
Chelsea fær Tottenham
„ÞITTTA kom vel út hjá okkur, að
dragast gegn Lundúnaliði er það
næst besta við hliðina á því að drag-
ast hreinlega á hcimavelli," sagði
Keith Burkingshaw í samtali við AP,
eftir að drepið hafði verið til fjórð-
ungsúrslita í ensku bikarkeppninni í
gær. Fór drátturinn þannig, að Tott-
enham mætir Chelsea á Stanford
Bridge. Ilrátturinn:
Chelsea — Tottenham
WBA — Conventry •
Leicester — Shrewsbury
QPR — Cr. Palace eða Orient.
Bikarhafinn Tottenham, hefur
leikið marga bikarleiki í Lundún-
um síðustu tvö keppnistímabilin
og hefur liðið ekki verið lagt þar
að velli á því tímabili. Liðið berst
á fjórum vígstóðvum, í deildarbik-
arnum þar sem liðið er komið í
úrslit, í FA-bikarnum, í deildinni
og loks í Evrópukeppni bikarhafa.
Leikirnir fara fram 6. mars.
Ferðin til arabalandanna
virðist farin út um þúfur
- Kuwait og Qatar eru hætt við landsleikina
Ferð íslenska knattspyrnu-
landsliðsins til Kuwait, Qatar
og Sameinuðu furstadæmanna
virðist vera farin út um þúfur,
en KSÍ barst í gær skeyti þar
sem Kuwait og Qatar gengu úr
skaftinu, tilkynntu að þjóðirnar
hefðu ekki lengur áhuga á því
að leika umsamda landsleiki
gegn íslandi.
„Þetta er rétt, skeytið kom
í hádeginu og þessar þjóðir
hafa hætt við tilboð sitt.
Engar skýringar eru gefnar
og ég get ekki annað séð en að
þetta sé úr sögunni, því mið-
ur. Það er svo lítill tími til
stefnu. En við munum ræða
þetta mál á fundi á fimmtu-
daginn, athuga hvaða mögu-
leikar eru enn opnir,“ sagði
Gylfi Þórðarson, stjórnar-
maður hjá KSÍ, í samtali í
gær, en Gylfi hefur að miklu
leyti séð um telexboð í sam-
bandi við ferð þessa.
„Mér sýnist þetta vera end-
anlega úr sögunni, því það er
varla stætt á því fjárhags-
lega að fara slíka ferð og
leika einungis við Sameinuðu
furstadæmin," sagði Friðjón
Friðjónsson, stjórnarformað-
ur hjá KSI, í gær, en hann
átti að vera fararstjóri ís-
lenska landsliðshópsins
þarna suður frá.
Jóhannes Atlason, ný-
skipaður landsliðsþjálfari,
valdi fyrir nokkru landsliðs-
hópinn sem fara átti ferð
þessa. Var mikill hugur í
þjálfara og leikmönnum.
Hefur liðið æft vel að undan-
förnu, lék t.d. æfingarleik
gegn FH um helgina og sigr-
aði örugglega 6—1.
Ef við rifjum upp, þá stóð
til að leika sex landsleiki í
þessari ferð, tvo gegn Kuw-
ait, tvo gegn Sameinuðu
furstadæmunum og tvo gegn
Qatar. Ferðin hefði staðið yf-
ir í tæpan hálfan mánuð,
mikil ævintýraferð.
— gg-
Blikastúlkurnar sigruðu örugglega
BKEIÐABLIK úr Kópavogi vard ís- ’
land.smcistari í knattspyrnu innan-
húss 1982 um helgina. 14 lið kepptu
að þessu sinni í þremur riðlum, en
efsta lið úr hverjum riðli fluttist síð-
an í úrslitariðil. I.iðin sem léku til
úrslita voru UBK, ÍA og Valur. Fyrst
sigraði UBK lið Vals 5—3, síðan
sigraði Valur lið ÍA 4—2, loks
tryggði UBK sér sigur með því að
sigra ÍA 5—2. Blikadömurnar (koll-
urnar?) voru því vel að sigrinum
komnar, en þær hafa borið höfuð og
herðar yfir kynsystur sínar síðustu
árin á knattspyrnusviðinu. A með-
fylgjandi mynd eru hinir nýkrýndu
meistarar ásamt þjálfara sínum.
I.jósni. Krislján.
Sá há* $er uf, mástarklubbe^ Osters senaste guKflynd, Guofrvjnduf Stwnson’ (FOTO: Harns Runasson)
E’fT GULDK0RN
FRAN ISLAND!
Guðmundur
stendursig
vel hjá Öster
GUÐMUNDUR Steinsson, fyrrum
knattspyrnumaður hjá Fram, sem nú
leikur með Öster í Svíþjóð, hefur
fengið fljúgandi góða byrjun með
liði sínu. l'm síðustu helgi lauk
sænska meistaramótinu í innan-
hússknattspyrnu og sigraði lið Guð-
mundar, Öster, í keppninni. Öster
lék til úrslita við Hammarby og sigr
aði 1—0. Guðmundur iagði upp sig-
urmarkið í leiknum.
Guðmundur hefur leikið mjög
vel með liði Öster í innanhúss-
knattspyrnumótinu og fengið lof-
samlega dóma í sænskum blöðum,
eins og sjá má á fyrirsögninni hér
til hliðar. í myndartexta segir
blaðið að Guðmundur sé síðasti
gullfundur Öster-liðsins, og sé
sannkallaður gullmoli frá íslandi.
— Þr.
Knattspyrna)