Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Félag ísl. stórkaupmanna efndi til hádegisverðarfundar sl. fimmtudag, þar sem Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti ræðu og svaraði fyrirspurnum. í upphafi fundar ins beindi Einar Birnir, formað- ur FIS, þeirri fyrirspurn til Geirs Hallgrímssonar, hvort verzlunin væri að hans dómi einn af aðal- atvinnuvegum landsmanna. Geir Hallgrímsson hóf ræðu sína með því að undirstrika, að auðvitað væri verzlunin og þ.m.t. þjónustustarfsemi, eins og sam- göngur, einn af aðalatvinnuveg- um þjóðarinnar, við hlið land- búnaðar, sjávarútvegs og iðnað- ar, en hver króna, sem sparaðist á hagkvæmum innkaupum eða aflaðist í hækkuðu útflutnings- verði, væri á við þá verðmæta- aukningu, sem aukinn afli eða aukin framleiðni í vinnslu gæfi þjóðarbúinu í aðra hönd. Frelsi í milli- ríkjaviðskiptum — afnám hafta Geir Hallgrímsson vék síðan að nokkrum almennum skilyrð- um, sem hann taldi, að þyrfti að fullnægja til þess að verzlunin væri fær um að gegna hlutverki sínu og kvaðst ganga út frá því, að menn væru sammála um mik- ilvægi frjáls markaðsbúskapar og frjálsrar verzlunar. Formaður Sjálfstæðisflokksins vék fyrst að Frá fundi Félags ísl. stórkaupmanna að Hótel Sögu. Heildverzlun og bankastarf- semi er að flytjast til útlanda - sagði Geir Hallgrímsson á fundi Félags ísl. stórkaupmanna frelsi í milliríkjaviðskiptum og afnámi hafta, rifjaði upp við- reisnina og sagði, að tæpast væri um það að ræða að menn vildu hverfa til haftaáranna á árunum þar á undan, en þó væru blikur á lofti og hætt við, að frelsi í milliríkjaviðskiptum yrði að vernda. Að utan birtist þessi þróun í viðleitni stjórnvalda erlendis til að styrkja einstakar atvinnu- greinar og í kröfum um tollmúra. Sú þversögn væri fyrir hendi að iðnvædd ríki settu sér það mark- mið að verja ákveðnum hluta þjóðartekna til stuðnings þróun- arlöndum, en þegar sum þró- unarlöndin kæmu fótum undir sig og gætu keppt við iðnvæddu ríkin, kæmi upp krafa um höml- ur á viðskipti við þau. Við Islendingar horfumst í augu við það, sagði Geir Hall- grímsson, að Norðmenn, í skjóli byggðastefnu greiða um helming fiskverðs, eða um 25% af heild- arverðmæti fiskafurða úr ríkis- sjóði. Það gefur að skilja, að samkeppnisaðstaða okkar versn- ar ekki eingöngu í sjávarútvegi heldur og í öðrum iðnaði af þess- um sökum. Við verðum að standa vörð um frjáls milliríkjaviðskipti innan EFTA og á grundvelli samninga okkar við Efna- hagsbandalag Evrópu og leitast við að koma í veg fyrir höft í milliríkjaviðskiptum, sairði öjalfstæðisflokksins ennfremur. Innanlands væru þau öfl til, sem gætu hugsað þánafyrir- kömni^" a ný j einhverju formi. Ekki þyrfti annað en rifja upp ummæli Þjóðviljans um aukn- ingu innflutnings á síðasta ári og auknar sólarlandaferðir, þar sem gefið væri í skyn, að taka þyrfti í taumana. Hér kæmi fram við- horf stjórnlyndismanna, sem teldu að ríkisvaldið ætti að hafa vit fyrir einstaklingum og koma foreldravaldi yfir fullorðið fólk. Jafnrétti — atvinnufrelsi Þá vék Geir Hallgrímsson að öðrum þætti, sem mikilvægt væri að hafa í huga, em menn vildu vernda kosti frjálsrar verzlunar, en það væri atvinnufrelsi og jafnrétti þeirra, sem atvinnu- rekstur stunda án tillits til fyrirtækjaforms. Einkareksturs þ.m.t. hlutafélagsrekstur og sam- vinnurekstur ættu að sitja við sama borð. Menn hefðu heyrt kröfur um svokallaða þjóðnýt- ingu ákveðinna greina verzlunar- innar, jafnvel allrar innflutn- ingsverzlunar, sem áuðvitað yrði aðeins til að þrengja kosti neyt- enda, en þar sem opinber fyrir- tæki stunduðu verzlunarrekstur væri nauðsynlegt, að þau inntu af hendi sömu skatta og skyldur og aðrir rekstraraðilar. Frjáls verðmyndun Geir Hallgrímsson ræddi síðan um nauðsyn frjálsrar verðmynd- unar. Hann kvaðst minnast þess eftir reynslu áranna 1974— 1978, hversu tilgangslaust. baA *»»«} vério að tala um hækkaða pró- sentuálagningu samkvæmt verð- lagsákvæðum. urp. há'ift eða eitt prósentustig, og því hefðu þáver- andi stjórnvöld lagt kapp á að fá samþykkt lög um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta verzlunarhætti. Ágreiningur hefði að vísu verið í þeim efnum milli stjórnarflokkanna þá, en Geir Hallgrím.sson, formaður Sjálfstæðisflokksins. samkomulag hefði þó náðst, þannig að ný löggjöf var sam- þykkt vorið 1978, en kjarni henn- ar var sá að verðlagning skyldi frjáls, þar sem samkeppni væri fullnægjandi. Ríkisstjórnin, sem tók við haustið 1978 hefAj þj-g vegar frestað framkvæmd þess- ara laga. Síðan hefðu svokölluð Ólafslög gerbreytt innihaldi þeirra þannig, að sömu úreltu verðlagsákvæðin skyldu áfram gilda. Núverandi ríkisstjórn hefði engar breytingar gert þar á og fyrir rúmu ári sett á herta verðstöðvun, þótt verðstöðvun hefði átt að vera í gildi allan síð- astliðinn áratug. En fánýti verðlagsákvæða og verðstöðvunar kemur gleggst fram í því, að verðbólgan hefur aldrei verið meiri en þetta tíma- bil í íslandssögunni, sagði Geir Hallgrímsson. Núverandi ríkisstjórn hefur taiað um innkaup í stórum stíl og krónutöluálagningu í stað pró- sentuálagningar, en minna orðið úr framkvæmdum. Krónutölu- álagning væri heldur engin bót. Fram hefði komið, að nauðsyn- legt væri að hækka leyfða krónutöluálagningu um 170%, ef fylgja ætti kostnaðarhækkunum innanlands. Til bóta hefði þó ver- ið, að lagt var til að hækka upp verðmæti vörubirgða í smásölu, en því úrelta fyrirkomulagi hald- ið að leyfa ekki slíka hækkun vörubirgða í heildsölu. í skýrslu um aðgerðir í efnahagsmálum væri gefið fyrirheit um opna verðmyndun og boðað frumvarp um það efni, sem ekki hefði séð dagsins ljós. ítrekaði Geir, að frjáls verðmyndun væri nauð- synlegur þáttur í baráttunni gegn verðbólgu enda væri sam- tímis sköpuð skilyrði fyrir sam- keppni kaupmanna í milli um hylli neytenda. Með þeim hætti væri húsbóndavaldið fært í hend- ur neytenda. Kvaðst hann þess fullviss, að kaupmenn væru fúsir að hlíta þeim agá og þeirri ábyrgð, sem frelsi í verzlun á öll- um sviðum væru samfara. Fjármunamyndun í atvinnurekstri Þá fjallaði Geir Hallgrímsson í ræðu sinni um nauðsyn fjár- munamyndunar í atvinnnf”7}'r. tækjum. Þan aj vera rekin ineð ágóða. Hagnaður eða gróði væri ekki arðrán, eins og sósíal- istar vildu vera láta. Ef jafnvægi ríkti í efnahagsmálum, væri hagnaður fyrirtækja mælikvarði á sjálfstæða verðmætamyndun í efnahagslífinu og verzlunin þyrfti á því að halda til þess að gegna hlutverki sínu, auk þess sem skattar á atvinnurekstur hér á landi væru alltof háir. Verzlun- inni væri gert að greiða hærri skatta en öðrum atvinnugreinum og kæmi það fram í launaskatti, en ekki sízt í þeirri furðulegu skattheimtu á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem innleidd hefði verið 1978, eins og atvinnu- starfsemi í slíku húsnæði væri ekki jafnnauðsynleg og í iðnaðar- og fiskvinnsluhúsum. Tollkrít o.fl. Að lokum vék Geir Hallgríms- son að tolla- og lánamálum verzl- unarinnar og gat um skýrslu þá um tollkrít, sem birt var í ágúst 1978 að tilhlutan Matthíasar Á. Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, um greiðslufrest á að- flutningsgjöldum, en ríkisstjórn- in hefði síðan ekkert aðhafst í þeim efnum. Sjálfstæðismenn hefðu flutt þrívegis frumvarp um greiðslufrest á aðflutningsgjöld- um og hefði fengizt loforð ríkis- stjórnar jafnoft um, að hún skyldi beita sér fyrir slíkum greiðslufresti en ningað til hefði það loforð alltaf verið svikið. Nú væri, í nýbirtri skýrslu um efna- hagsráðstafanir, slíkt loforð endurtekið, miðað við næstu ára- mót, í áföngum, en aðalatriði þeirrar yfirlýsingar væri aukin skattheimta í formi sérstaks tollafgreiðslugjalds. Sjálfstæð- ismenn teldu greiðslnf™"}, a að_ flutnin"^gj0l(jum jjæta gkilyrði til samkeppni í verzlun og þjón- ustu og þjóna þannig hagsmun- um neytenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.