Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 37 hljóðritun og öðrum tækni- mannsstörfum fyrir útvarpið á Akureyri hafði það reyndar verið gert um nokkurt skeið þó að ekki verði jafnað til þess sem nú er orð- ið. En aðstaða til slíks var afleit, hentugt húsnæði hvergi tryggt og tækjakostur af frumstæðasta tagi. Þetta setti allri dagskrárgerð nyrðra þröngar skorður og þeir sem hlupu þar undir bagga með útvarpinu í ígripum frá annarri vinnu voru ekki öfundsverðir af þeim vanda sem þeir stóðu frammi fyrir þó að þeir reyndu að leysa hann eftir þestu getu af ráðsnilld og ósérplægni. Við þetta bjó Björgvin Júniusson lengst af, en mikil breyting varð á þegar út- varpið eignaðist samastað í Norð- urgötu 2b og bjó húsið þeim tækj- um sem þá var unnt. Björgvin átti ekki minnstan þátt í að koma þessu í kring og gekk að því af lífi og sál. Þar með var stigið fyrsta framkvæmdaskrefið til þess að gera útvarpið að landsútvarpi með því að greiða götu fólksins í byggðum fjarri höfuðborginni til þess að leggja fram sinn skerf til beinnar dagskrárgerðar til mót- vægis við áhrif og aðstöðumun þeirra sem byggja Reykjavíkur- svæðið. Um árangurinn talar dagskrá síðustu ára skýrustu máli ásamt þeim breytingum sem nú eru fyrirhugaðar fyrir norðan. Þessi braut hlýtur að verða fetuð áfram. Á Norðurlandi var eðlilegt að byrja, en vonandi rísa sem fyrst miðstöðvar eins og þar í öðr- um landsfjórðungum svo að unnt verði að afla þaðan meira efnis en nú í dagskrá allra landsmanna og koma þar upp landshlutaútvarpi í viðbót þegar fram í sækir. Að baki útvarpsþætti, löngum eða stuttum, er einatt meiri vinna og fyrirhöfn en hlustandann grun- ar þegar hann opnar viðtækið. Þó að hljóðritun og bein útsending útvarpsefnis væri aðalverkefni Björgvins Júníussonar fyrir út- varpið á Akureyri fylgdi margur böggull skammrifi. Stofnunin hafði þar engan fastráðinn mann sem hún gat leitað til um annað sem gera þurfti, en þó að Björgvin væri önnum kafinn og útvarps- vinnan einungis aukastarf hans, brást hann svo vel við hverri bón að til hans var dögum oftar leitað með stórt og smátt. Stundum sneru þeir sér fyrst til hans sem efni höfðu að bjóða svo að hann þurfi sífellt að vera að bera boð á milli manna. Þegar hljóðritun var lokið þurfti að koma efninu suður, láta fylgja því skýrslur með sem nákvæmustum upplýsingum og taka á móti alls konar sendingum norður, undirbúa hljóritunar- og efnisöflunarferðalög sunnan- manna og aðstoða þá. Væru þeir ókunnugir leiðbeindi Björgvin þeim af fúsum vilja um flest sem þeir vildu vita og útvegaði þeim það sem á þurfti að halda. Fyrir kom að hann var beðinn að taka á móti útlendum útvaprsmönnum sem óskað höfðu fyrirgreiðslu Ríkisútvarpsins og voru að safna efni fyrir stöðvar sínar eða lögðu leið sína norður annarra erinda. Þá kom hann á stefnumótum við þá sem þeir vildu hitta, kom þeim fyrir í verstöðvum eða á sveita- bæjum og flutti þá jafnvel á milli. Oft höfðu þeir orð á því á eftir hvílíkur bjargvættur Björgvin hefði reynst þeim. Auk þessa þurfti hann að gera við viðkvæm tæki og halda þeim við og fara í ferðalög út fyrir Akureyri vegna starfs síns. Með vaxandi umsvif- um útvarpsins fyrir norðan hlóð- ust öll þessi störf á hann með sí- vaxandi þunga og verða seint upp talin. Marga ferðina var hann bú- inn að fara fram á Akureyrar- flugvöll með spólu sem koma þurfti suður, mörg voru símtölin orðin milli hans fyrir norðan og útvarpsmanna fyrir sunnan og margan spölinn var hann búinn að skjóta þeim óbeðinn á bílnum sín- um um Akureyri og nágrenni. Ofan á allt annað hafði Björgvin í áranna rás komið sér upp einka- safni segulbanda með röddum Ak- ureyringa og fleiri Norðlendinga og bjargað þannig frá glötun hljóðrituðu efni sem gott er að geymist. Úr því valdi hann eitt sinn og kynnti nokkra bandspotta í þættinum „Dagskrárstjóri í klukkustund" eins og hlustendur minnast ef til vill og voru þar mest gamanmál á ferðinni. Vafa- laust er safnið sundurleitt, en það sýnir enn eina hlið á Björgvin og þar á að vera til að minnasta kosti ein þjóðkunn merkisrödd sem mér er ekki kunnugt um að verið hafi í annarra vörslum og þykir næsta merkilegt að skuli hafa geymst. Samstafsmenn Björgvins Júní- ussonar hjá útvarpinu sakna þess nú að eiga ekki lengur hauk í horni á Akureyri í dagsins önn eða geta deilt við hann geði á gleði- stund. Hann var drengur góður, greindur, glaðsinna og ráðsnjall og vildi hvers manns vanda leysa. Þó að maður komi í manns stað getur orðið bið á því að annar sem er öllum hnútum kunnugur í bæj- arlífinu og eins viljugur og verka- fús fáist til að taka upp merki hans. Ríkisútvarpið getur ekki úr þessu þakkað betur störf Björg- vins Júníussonar og þjónustu en með því að halda minningu hans og fordæmi í heiðri og efla þá starfsemi í heimabyggð hans sem hann hélt uppi meðan dagur ent- ist. Að því verður stefnt og sam- starfsmenn hans á Skúlagötu 4 og víðar hugsa til hans með hlýju og þökk á vegamótum og senda konu hans, börnum og öðru skyldfólki einlægar samúðarkveðjur. Hjörtur Pálsson Akureyri æsku minnar er mér horfin með öllu og kemur aldrei aftur nema í slitróttri endurminn- ingunni. Gamla fólkið er farið veg allrar veraldar eða flogið „suður" á eftir börnum sínum og barna- börnum. Fjölskyldan í húsi Júní- usar verkstjóra við Eyrarlandsveg 29, sem var mitt annað heimili í æsku, er nú öll komin í kirkju- garðinn. Hús Júníusar stóð and- spænis heimili foreldra minna. Þar ríkti jafnan gleði og góður andi. Eldhúsið hennar Soffíu ilm- aði alltaf af heimilislegri kaffi- angan og steiktum kleinum og Júníus snýtti sér svo hressilega í rauða tóbaksklútinn sinn, að Svendborgarofninn í stofunni skalf eins og í jarðskjálfta. Bamb- usborðinu góða gleymi ég aldrei. Það var alsett suðrænum potta- blómum og minnti á einhverja fjarlæga suðurhafseyju eins og Hónólúlú. Þarna var mikið og skemmtilegt mannlíf, og gott að vera. Dauðinn var fjarlægt fyrir- bæri. Ekki liðu mörg ár þar til „maðurinn með ljáinn" drap dyra með sinni svörtu og nístandi loppu og dró Jóhann gamla, afann á heimilinu, með sér ofan í gröfina. Löngu síðar fór Helga gamla, amman, sömu leið og síðar Helga Rannveig, heimasætan og einka- dóttirin í blóma lífsins, nýlega gift Sævari Halldórssyni ljósmyndara. Þau eignuðust eina dóttur: Soffíu, gifta konu á Akureyri. Þá dóu síð- ar heimilisfaðirinn Júníus og Soffía húsfreyja vel við aldur. Síð- astur af þessu góða fólki til að yf- irgefa þetta mannlíf er Björgvin, einkasonurinn og fyrsti leikbróðir minn í lífinu, sem er jarðsettur í dag. Fjölskylda Júníusar bjó fyrsta árið okkar fyrir norðan undir sama þaki og við, þar sem Júníus var húsvörður og staðar- haldari Akureyrarskóla, 'Árnes- ingur og gamall Flensborgari. Mér barst þessi helfregn fyrir nokkrum dögum og varð jafnt um og ef byssukúla hefði hæft mig í brjóstholið og rifið allt og tætt í sundur. Umhugsunin um dauðann hefir sótt mjög á mig siðan, alvörulausan afglapann, og ég held, að ég kvíði ekki svo mjög ef ég fæ að fara í fyrsta skoti eins og vinur minn, Baddi, eins og Björg- vin var jafnan kallaður fyrir norð- an. Dauðinn er í sjálfu sér ekki sem verstur, heldur hræðslan við dauðastríðið sem er hið skelfilega við óvættinn. Það jákvæða við dauðann er hið algera tilfinn- ingaleysi þess látna. Kuldinn er ekki nístandi, né hitinn steikjandi. Aftur á móti leikur dauðinn vandafólk og ástvini hins látna hörmulegar en orð fá lýst. Hví skyldi ég vola og væla eins og aumingi þegar borið er saman við hvað börn hans, eiginkona og vandamenn mega bera. Mér finnst, að Akureyri hafi misst einn af sínum beztu sonum. Með fyrri konunni, Valgerði Þórólfs- dóttur, eignaðist hann Júníus yngra og Katrínu, sem búa með mökum sínum á Akureyri. Val- gerði missti hann eftir um tuttugu ára sambúð. Börnum hans og eft- irlifandi eiginkonu, ísafold Jón- atansdóttur, votta ég einlæga samúð mína, sem má nú ofan á allt annað sjá á bak háaldraðri móður, Vilhelmínu Norðfjörð, sem bjó hjá þeim hjónum. Björgvin var einstakur hæfi- leikamaður, mátulega sveiflu- kenndur og gosvirkur í geði. Hann var hraður í gírskiptingum hug- ans og örvandi í tali eins og títt er um marga skemmtilega menn. Hann líktist mjög föður sínum, Júníusi, í töktum og tilburðum. Björgvin hafði óvenju góðan dreng að geyma. Innrætið og hjartalagið var beint frá móðurinni, Soffíu, sem var ein bezta kona, sem ég hefi kynnzt. Allt sem laut að tækni var hon- um einkar tamt og bókstaflega lék allt í höndunum á honum. Hann var hugmyndaríkur og úrræða- góður í senn, sem fer sjaldnar saman en skyldi, eða praktískur í útfærslu hugmynda. Fáa þekki ég, sem hafa sýslað við jafn margvís- leg og ólík störf um dagana og Baddi. Því hefir eflaust valdið óstöðugleiki persónuleikans. Eftir nokkra dvöl í Menntaskól- anum á Akureyri brá hann sér í bakaraiðn. Þá gerðist hann skíða- kennari og svigkóngur íslands. Túlkur hjá brezka hernámsliðinu á stríðsárunum. Einskonar ólaun- aður móttökustjóri erlendra ferðalanga staðarins. Gosdrykkja- framleiðandi. Forstjóri efnaverk- smiðju. Sjónhverfingamaður með afbrigðum. Ljósa- og tækni- meistari leikfélags staðarins. Far- arstjóri fjallagarpa á Vindheima- jökli og víðar. Þó að syrti í álinn í slíkum svaðilförum, rataði Baddi alltaf réttu boðleiðina heim aftur. Hann var hótelstjóri um skeið. Kvikmyndahússtjóri og annaðist afgreiðslu hjá Flugfélaginu gamla, og síðustu árin einskonar útvarpsstjóri Akureyringa, þar sem hann annaðist upptökur og útsendingar fyrir Ríkisútvarpið. Þegar rafmagnið rofnaði á Akur- eyri sl. mánudag, þar sem hann var við vinnu sína, hljóp hann í annað hús, þar sem varastöð er geymd, en féll niður örendur í' þeirri hinztu ferð. „He died with his boots on,“ eins og var óska- dauði margra generála af gamla skólanum. Með honum er genginn einn al- bezti og vinsælasti Akureyringur- inn. Þó að ljósin fyrir norðan hafi kviknað fljótt á ný, þá loga þau aldrei aftur jafn glatt og skært fyrir hugskotssjónum mínum eftir að lífsljós þessa trygga og góða leikbróður míns og vinar hefir slokknað svo óvænt að eilífu. Örlygur Sigurðsson í dag er kvaddur Björgvin Júní- usson bíóstjóri, til heimilis að Ægisgötu 11 á Akureyri, en hann var einnig tæknimaður útvarpsins og upptökustjóri á Norðurgötunni. I vetrarbyrjun árið 1979 var ákveðið að einn af vikulegum barnatímum útvarpsins skyldi gerður á Akureyri, en þar var þá komin bærileg aðstaða til dag- skrárgerðar með tilkomu hússins í Norðurgötu og útbúnaðar þess. Á miklu valt um hversu vel tókst til um þessa dagskrárgerð, að til hennar fékkst strax úrvals fólk, en úrslitum réði að fyrir var smekk- og kunnáttumaðurinn Björgvin Júníusson. Það var svo ekki fyrr en í áliðn- um maí, hálfu ári seinna, að ég fór í fyrsta skipti norður, að hitta mitt útvarpsfólk að máli og gera nýjar áætlanir. Björgvin vissi að mín var von og hafði séð mér fyrír herbergi á Hótel Varðborgu. Kom svo sjálfur út á völl að taka á móti mér og koma mér heim á hótel og þannig var það upp frá því. Varð- borg með sínu elskulega starfs- fólki varð eins og annað heimili mitt þegar ég dvaldi fyrir norðan og aldrei brást að Björgvin væri mættur út á flugvöll þegar ég lenti. Þannig var hann, alltaf viðbúinn ef maður þurfti á ein- hverju að halda. Þessi fyrsta þriggja daga dvöl mín fyrir norðan var upphaf að ánægjulegu samstarfi og kynnum við sérstæðan mann. Ekki var hann aðeins félagi og góður vinur okkar útvarpsmanna að sunnan, heldur má líka segja að hann af ýmsum ástæðum hafi verið út- varpinu gjörsamlega ómetanlegur, svo mjög að ég fæ ekki í fljótu bragði eða með sanngirni séð hvernig sæti hans verður fyllt. Því sannleikurinn er sá, að oft á tíðum vann hann að hlutum, sem voru langt utan og austan við verksvið hans og honum bar engin skylda til að annast fyrir útvarpið. En það held ég honum hafi yfirleitt aldrei dottið í hug. Bón var borin fram vegna þarfar og þá var sjálfsagt að athuga hvað hægt væri að gera til lausnar. Aldrei var sagt nei, heldur — það má at- huga það — við skulum sjá hvað ég get gert. Það er óneitanlega margs að minnast frá samverunni á Akur- eyri. Langar skemmtilegar stund- ir í stúdíóinu á Norðurgötu við vinnu og hlustun og lagni Björg- vins og óendanlegt úthald við að ná sem bestum árangri, oft við ófullnægjandi aðstæður. Þá minnist ég einnig ísmeyginn- ar þrjósku Björgvins við að koma mér til nokkurs skilnings og þekk- ingar á mönnum, málefnum og umhverfi höfuðstaðarins í norðri. Sá lærdómur situr í blóðinu þaðan af. Öskudaginn í fyrra á Akureyri, undarleg og mögnuð upplifun fyrir blóðstilltan Sunnlendinginn, sem kom að sjá og heyra. Og svo var kominn heimferð- ardagur — allt hvítt, skafrenning- ur og ofanburður — kolófært. Framlengt morgunkaffi í matsal Varðborgar, þar sem óþolinmóðir ferðalangar bíða frétta af veðri og flugi. Þar er einnig staddur Kjart- an Helgason forstjóri með hóp af búlgörsku listafólki að kynna Norðlendingum ferðir^ sínar. Suð- rænar blómarósir syngja og slá taktinn nettum dansfótum og tveir galdrakarlar eru í salnum. Þeir skiptast á reynslu, gjöfum og galdri, sá búlgarski og Björgvin, því auðvitað var það hann og mátti ekki á milli sjá hvor var hoffmannlegri eða kunnáttusam- ari. Björgvin lofar okkur óskyn- sömum biðverum því, að enn rofi til og þá komi vél. Sem það og gerir. Bylurinn gengur niður — það greiðir frá sólu og vél rennir sér niður á völlinn. Við út á völl, upp í vél og hún í loftið. Éljaskýin sópast saman undir vélinni og loka fyrir sýn til jarðar. Þá var hann skrýtinn svipurinn á útlendu gestunum okkar. Að lokum óskabarnið okkar — þættirnir þrír um öskudaginn og bræður hans, frábærir heimildar- þættir að allri gerð. Þar gerðist það óvænt, að Björgvin brá sér sjálfur hinum megin við hljóð- nemann og sagði á skemmtilegan hátt frá atvikum úr ævi stráksins Badda og vina hans í Brekkunni. Nú er þessu öllu lokið, samferð á enda og ekkert eftir nema að kveðja. Til eru þeir menn, sem eru svo stórir í sjálfum sér, að þá getur aldrei hent neitt smátt''í lífinu. Þeir sníða sér allan stakkinn eftir vexti — gefa stórt, taka stórt. Slíkt fólk vill gjarna verða manni síðgleymt og þannig var Björgvin Júníusson mér sem vinur og sam- starfsmaður. Eftirlifandi konu Björgvins, Isafoldu Jónatansdóttur, börnum hans og öðrum ástvinum sendi ég vinarkveðju mína um leið og ég votta þeim einlæga hluttekningu mína vegna snöggs fráfalls ástvin- ar þeirra. Gunnvör Braga Fréttin um ótímabært andlát Björgvins Júníussonar kom mér eins á óvart og unnt var — sam- dægurs höfðum við talast við í síma og Björgvin raunar verið að vinna að útsendingu efnis frá Ak- ureyri — raunar skilst mér að hann hafi einmitt verið að starfa að upptökum fyrir Ríkisútvarpið, þegar hann var skyndilega kallað- ur annað og úr þeirri sendiför átti hann ekki afturkvæmt. Þessar línur eru til þess eins settar á blað, að þakka Björgvin fyrir frábæra samvinnu og sam- starf á liðnum árum, raunar rifj- ast það upp nú, að margt fyrir löngu áttum við að heita sam- starfsmenn — á þeim árum er hann starfaði fyrir Flugfélag ís- lands á Akureyri en ég starfaði fyrir sama fyrirtæki erlendis. Það var yfirleitt skemmtileg til- breyting að koma til Akureyrar en ekki hvað síst sakir veru Björg- vins þar — þægilegri, hjálpsamari og viðkunnanlegri samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Raun- ar þótti mér stundum sem greið- vikni Björgvins og óþreytandi lip- urð hans gengi í sjálfu sér út í öfgar, það kom fyrir að maður hefði samviskubit af því, hversu miklum tíma og fyrirhöfn hann varði til þess að þau störf, sem ætlað var að vinna, mættu takast sem best. Og einu gilti hvort hann var ónáðaður á virkum degi eða helgum, hvort heldur var á nótt eða degi! Björgvin Júníusson hafði brenn- andi áhuga á því að útvörpun frá Akureyri yrði fastur liður í starf- semi Ríkisútvarpsins og ég tel mig geta fullyrt, að enginn maður varð SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.