Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 47 Keflavík: Sjálfstæðisflokkurinn híaut tæp 50% atkvæða í prófkjöri 3 Sjálfstædisflokkurinn hlaut 47,4% atkvæða i prófkjöri Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í Keflavík um síðustu helgi. Alls hlaut Sjálfstæðisflokk- urinn 676 atkvæði, Framsóknar flokkurinn 410, eða 28,7%, og Al- þýðuflokkurinn 341 atkvæði eða 23,9%, en alls greiddu 1.427 at- kvæði. Tómas Tómasson varð efstur hjá Sjálfstæðisflokknum með 382 flokka * atkvæði í 1. sæti og 554 alls, 2. varð Kristinn Guðmundsson, sem hlaut 159 atkvæði í 2 fyrstu sætin en 337 alls, 3. varð Helgi Hólm með 207 atkvæði í 3 fyrstu sætin og 334 alls, 4. varð Hjörtur Zakarí- asson með 269 atkvæði í fyrstu 4 sætin eða 327 alls, 5. varð Ingi- björg Hafliðadóttir með 283 at- kvæði alls, 6. Ingólfur Falsson með 274 atkvæði alls, 7. Garðar Oddgeirsson með 224 atkvæði alls, 8. Einar Guðberg með 151 atkvæði Sameiginlegt prófkjör í Njarðvík: Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúm 53% atkvæða Sjálfstæðisflokkurinn fékk 53,2% greiddra atkvæða í sameiginlegu prófkjöri allra flokka í Njarðvík, sem fram fór um helgina. Alþýðu- flokkurinn hlaut 25,58%, Framsókn- arflokkurinn 16,17% og Alþýðu- bandalagið 4,88%. Á kjörskrá í Njarðvík voru 1.300 manns, 594 kusu eða 45,7%. 316 kusu Sjálfstæðisflokkinn og efstur varð Áki Gránz, hlaut 97 atkvæði í 1. sætið, 2. varð Júlíus Rafnsson með 152 atkvæði í það sæti, 3. varð Haildór Guðmundsson með 96 at- kvæði í það sæti, 4. Sveinn Ei- ríksson með 104 atkvæði í það sæti og 5. Ingólfur Bárðarson með 102 í það sæti. Alþýðuflokkinn kusu 152 og efstur varð Gunnólfur Árnason með 44 atkvæði í 1. sæti, 2. varð Eðvald Bóasson með 82 atkvæði í 1. og 2. sæti og þriðji varð Guðjón Helgason með 112 atkvæði í fyrstu 3 sætin. 96 kusu Framsóknarflokkinn og þar varð efstur Ólafur í. Hannes- son með 56 atkvæði í 1. sæti, 2. varð Ólafur Eggertsson með 39 at- kvæði í það sæti og 3. varð Gunnar Ólafsson með 24 atkvæði í það sæti. 29 kusu Alþýðubandalagið og þar varð efstur Oddbergur Ei- ríksson, 2. varð Örn Óskarsson og þriðja Ester Karvelsdóttir. Ekki fengust gefnar upp atkvæðatölur þar sem þátttaka var undir því marki, sem ákveðið hafði verið að þyrfti til að kosning yrði bindandi. Því mun listinn væntanlega ákveðinn á flokksfundi með hlið- sjón af úrslitum prófkjörsins. Guðríður Þorsteinsdóttir: J afnréttissjónarmið eru ofarlega í huga „ÉG TEL að við getum nokkuð vel við þessi úrslit unað hvað jafnrétt- issjónarmið varðar. Það urðu konur í 2., 4. og 6. sæti listans. Mér lízt vel á þennan lista og held að við hljót- um að stefna að því að ná 4 mönnum inn í borgarstjórn. Miðað við at- kvæðatölur í síðustu kosningum ætt- um við að hafa þrjá borgarfulltrúa vegna fjölgunar í borgarstjórn," sagði Guðríður Þorsteinsdóttir, sem varð í 4. sæti í prófkjöri Alþýðu- flokksins til borgarstjórnarkosn- inganna í vor, er Morgunblaðið hafði tal af henni. Að hvaða málaflokkum hyggst þú aðallega beita þér í baráttu- sætinu? „Ég tel að atvinnumálin séu einn af mikilvægustu málaflokk- unum innan borgarstjórnar og ég mun beita mér á þeim vettvangi. Ef atvinnumálin eru í góðu lagi veitir það svigrúm til þess að gera meira í ýmsum öðrum málum, svo sem félagsmálum. Þá munu jafn- réttissjónarmið verða mér ofar- lega í huga, bæði í kosningaundir- búningi og mínum störfum ef ég næ sæti í borgarstjórn." Hvert er viðhorf þitt til hugs- anlegs vinstra samstarfs í borgar- stjórn að loknum kosningum í vor? „Ef núverandi meirihlutaflokk- ar halda meirihluta finnst mér eðlilegt að athugað verði með áframhaldandi samstarf," sagði Guðríður. Bjarni P. Magnússon: Engum leiðum lokað hvað varðar sam- starf við aðra flokka „ÉG ER auðvitað ánægður með út- komu mína, en það er fremur athug- unarvert að sá sem lendir í 1. sæti skuli aðeins vera með þriðju hæstu heildaratkvæðatöluna. Annars held ég að listinn sé þokkalegur. Nokkrar breytingar eru nú að eiga sér stað og við komum þarna inn, tvö ný nöfn, svona frekar af yngri kynslóðinni," sagði Bjarni I*. Magnússon, sem lenti í 3. sæti í prófkjöri Alþýðu- flokksins, er Morgunblaðið ræddi við hann um úrslitin. Hver er hugur þinn til hugsan- legs vinstra samstarfs eftir kosn- ingar í vor? „Ég tel að skoða beri áfram- haldandi vinstra samstarf verði úrslit kosninga þannig. Núverandi samstarf hefur sýnt að það er þess megnugt að stjórna borginni, en hins vegar skiptir það miklu meira máli hjá okkur að Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei útilokað samstarf við neinn flokk og það er mjög óráðlegt að vera að spá nokkru um framtíðina fyrr en úr- slit kosninganna liggja fyrir. Þeg- ar svo verður kemur það einnig í ljós hvernig Alþýðuflokkurinn nær markmiðum sínum bezt fram og þá vinnur Alþýðuflokkurinn með þeim flokki eða flokkum, þar sem markmiðum hans er bezt borgið. Því verður engum leiðum lokað og vinstra samstarf er okkur engin nauðsyn. Kópavogur: 105 hlutu tilnefningu í fyrri umferð forvals Alþýðubandalags alls og 9. Halldór Ibsen með 150 atkvæði. Hjá Framsóknarflokknum varð Hilmar Pétursson með 209 at- kvæði í 1. sæti og 356 alls, 2. varð Guðjón Stefánsson með 283 atr- kvæði í 1. og 2. sæti, 331 alls, 3. Birgir Guðnason með 117 atkvæði í 1. til 3. sæti, alls 218, 4. varð Drífa Sigfúsdóttir með 133 at- kvæði í 1. til 4. sæti og 5. varð Arnbjörn Ólafsson með 140 at- kvæði alls. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um röð og atkvæðafjölda hjá Alþýðuflokknum en þar varð Ólaf- ur Björnsson efstur, 2. varð Guð- finnur Sigurvinsson og 3. Hannes Einarsson. 100 FLOKKSBI’NDNIR félagar í Al- þýðubandalaginu í Kópavogi tóku þátt í fyrri umferð forvals þess í Kópavogi í síðustu viku. 105 menn hlutu tilnefn- ingu en til næstu umferðar halda áfram 12 af þeim, 6 konur og 6 karlar auk bæjarfulltrúanna 3 og 3 til viðbót- ar, en 18 nöfn verða á endanlegum prófkjörslista. Þau, sem urðu efst, eru þessi í at- kvæðaröð: Heiðrún Sverrisdóttir, Hjálmdís Hafsteinsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Gísli Ólafur Péturs- son, Lovísa Hannesdóttir, Ragna Freyja Karlsdóttir, Eggert Gautur Gunnarssson, Valþór Hlöðversson, Þórunn Theódórsdóttir, Guðmundur Hilmarsson, Ólafur Jónsson og Árni Stefánsson. Eftir á að kanna hvort viðkomandi gefa kost á sér til frek- ari þátttöku. í forvalinu bar hverj- um þátttakanda að tilnefna 6 konur og 6 karla og á endanlegum próf- kjörslista verða 18 nöfn, 9 af hvoru kyni, og ber að merkja við jafn- marga af hvoru kyni. Sameiginlegt prófkjör allra flokka í Kópavogi verður 6. marz. Hverni Nokkrar upplýsingar um mögulega ávöxtun á verötryggðum sparnaöi Leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mismunandi ávöxtun. Fólk þarf því að mörgu að hyggja, þegar það festir fé sitt. Sumum hentar best binding i skamman tíma, aðrir eru reiðubúnir til þess að binda fé lengur og fá í staðinn betri ávöxtun, og svo er þriðji hópurinn, sem vill verðtryggja fé sitt um óákveðinn tíma, en getur þurft á því að halda að losa það með stuttum fyrirvara. Allir þessir aðilar geta fundið leið til fjárfestingar við hæfi. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Hringir þú eða heimsækir þú okkur, færðu alla nauðsynlega ráðgjöf um hagkvæmustu ráðstöfun sparifjár þíns. Leiðin sem hentar þér best, ræðst af þörfum þínum - en hún getur m.a. verið: Verðtryggður sparisjóðsreikningur, verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eða verðtryggð veðskuldabréf. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AVÖXTUN Verðtrygging m v. lánskjara visitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst eftir 9 ár VEÐSKULDABRÉF 2,5% 8% 9ár 100% SPARISK. RlKISSJ. 5,2% 3,2% 22 ár 33 4% SPARISJÓÐSREIKN. 1% 1% 70 ár 9.4% LU 100% Verðtryggð veöskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuöstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs 33,4% Verðtryggður | sparisjóðsreikningur 9,4% Verðbréíamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik Iðnaðarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.