Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 47
27 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 „Árangurinn yfirleitt mjög góður hjá unglingunum“ - sagði formaður SSÍ Guðfinnur Ólafsson STRAX eftir mótið var rætt við formann Sundsambandsins en hann var jafnframt mótsstjóri. Hann var fyrst ad því spurður hvað honum þætti um árangur keppenda? „Arangurinn var mjög góð- ur yfirleitt. Þó hafði ég búist við betri árangri hjá Eðvarði Þ. Eðvarðssyni UMFN. Lík- lega er um að kenna að strák- urinn var látinn keppa í of mörgum greinum. Stelpurnar stóðu sig sérlega vel, eins og sést vel á því að þær áttu öll met, nema eitt, sem sett voru að þessu sinni." Hvað urðu metin mörg? „Fljótt á litið sýnast mér þau vera átta.“ Þú segir að þú hafir búist við meiri árangri sérstaklega hjá Eðvarði. Nú varð hann alls- staðar í verðlaunasæti og átti auk þess eitt drengjamet? „Já, vissulega stóð Eðvarð sig vel en þrátt fyrir það var hægt að vænta meira af hon- um. Hefði verið um að ræða stigakeppni milli félaga mátti réttlæta það að láta hann keppa í eins mörgum greinum og raun ber vitni. En svo er ekki.“ Nú hafa margir rætt og ritað um að deyfð hvíli yfir sundíþróttinni? „Þetta er ekki allskostar rétt og held ég að þetta eigi aðeins hér við Reykjavík- ursvæðið. Það er nóg að skoða mótaskrá þessa móts til að sjá að stór hópur þátt- takenda er utan að landi. UMFN og ÍBV hafa bæði náð góðum árangri. Til marks um deyfðina hér í Reykjavík er, að í janúarmánuði og í byrj- un febrúar átti að halda þrjú mót í sundi eða sundknattleik en ekkert þeirra hefur enn farið fram. Það er deyfð." • Viðbragð í 100 metra flugsundi stúlkna. • Margir áhorfendur fylgdust með mótinu. Úrslk Unglinga- meistaramóts Is- lands 1982 1-kM) m skriiVsund pilla: I. Kdvard I*. Mvartkson, l'MKN 2. Kirgir (<ísl«Non, \ 19:40,50 5. t Hal’ur 1». Hcr.sisson. Á 19:40,45 2<M» m l»rmi»usun<l pilta: 1. Kótaró I*. Wxarósson, l'MKÍi 2:57,89 2. I'oróur Oskarsson, l'MKN 2:41.54 5. Jónas l'. Aóalstcinsson. I'NIKH ! 2:54,78 MM» m Hui'Mind pilia: l. Jóhann Hjórnsson, IHK 1:00,82 2. Kótaró 1». Kóvarósxon. I’MKN 1:09,00 5. (iuómumltir (iunnarsson. A\ 1:12,08 —(Mi m haksuml pilta: 1. Kóvaró 1». Kóvarósson, KMKN 2:20,75 2. hóróur Oskarsson. KMKN 2:57,IMI 5 Jóhann Hjórnsson, ÍHK 2:41,59 HMl in skriósund pilia: 1. Kóvaró 1*. Kóvarósson, KMKN 58,% 2. I'óróur OskarsNon. 1 MKN 1,4)1.73 5. < Hafur Kinarsson. K 1:05,05 4x50 m fjórsund pilia: 1. Svcii Oóins 2:13.45 HHi m skriósund pilla: 1. Kóvaró 1». Kóvaróssun. KMKN 4:45,77 2. Olafur 1». Hersisson, Á 4:48,04 5. Hírjtir (iíslason. \ 4:48.10 100 m hrini’ttsund pilla: 1. Kóvaró |». Kóvarósson, KMKN 1:12,42 2. hóróur Oskarsson, K.MKN 1:14,51 5. Kristján Svcinsson, l'MKH 1:13,17 200 m flut'sund pilia: 1. Jóhann Hjornsson, IHK 2:58,02 2. I*órir SÍL’urósson, /K 2:55,78 5. In>íi l*ór Kinarsson, KH 5:00,40 MMI m haksund pilta: 1. Kóvaró 1*. Kóvarósson, KMKN 14)3,25 2. Húróur Oskarsson. KMKN 1:15,55 5. Jóhann Hjiirnsson, ÍHK 1:14,12 4IMI m fjórsund pílta: 1. Kóvaró |». Kóvarósson, KMKN 5:00,88 2. Jóhann Hjiirnsson, ÍHK 5:57,80 5. Olafur 1». Hcrsisson, Á 5:44,87 4x50 m skritVsuntl pilla: 1. Sveil Oóins 1:55.15 400 m skridsund slúlkna: L Uudhjurg lijarnadóllir, IISK 5:05,50 2. Iiuólvjórg l»órarinsdóllir, ÍH\ 5:28,70 5. Ingigeróur Slefánsd.. IMKII 5:50,00 MMI m Itringusund stnlkna: 1. (•udrtm K. Ágústsdóltir, /K 1:10,51 2. Kagnheióur Hunóirsd.,ÍA 1:19,82 5. Sigurlin ÍNtrlwrgsd., ÍA 1:25,72 200 m riugsund stúlkna: 1. María (itmnhjórnsdútlir, í A 2:48,(M> 2. Siglríó Kjórgvinsd., ÍHV 5:10,77 5. \sia K. Háróardóitir, íll\ 5:17.00 HMI m haksund stúlkna: 1. Hagnht ióur Hunólfsd . ÍA 1:12,40 2. (iuóhjórg II. Hjarnadótlir. IISK 1:22.10 5. Klín llarðardóttir. IMKH 1:22,04 4(H) m fjórsund stúikna: 1. (.uórun K. Vgústsd.. /K 5:54,!Mi 2. Kagnhfióur Hunóllsd., ÍA 5:58,í9 5. Marta Lfósdúllir, Á 0.15,00 1x50 m skriósund slúlkna: 1. Svfil . Kgis 2:00,85 2. SvfitÍ A 2:07,51 5. \-swii IISK 2:07,72 • NlMl m skritVsund slúlkna: 1. <tuóhj«»rg Kjarnadúltir, IISK 10:50,47 2. Ingigfróur Stfl'ánsd., KMKH 11:20,45 5. Sigríóur I,. Júnsdóltir, ÍK\ 11:45,85 2<MI m hringusuml stúlknu: 1. (.uóriin K. Ágústsdóltir, K 2:44,50 2. Kagnhi ióur Kunúlfsd.. ÍA 2:52.21 5. Sigurlaug (iuómundsd., ÍA 2:59,15 KHI m flugsund slúlkna: 1. Maria tiunnhjórnsdótiir, ÍA 1:12,50 2. Ingigfróur Slffánsd., KMKH 1:24,41 5 Sigfrió KjÖrgvinsdóltir, ÍH\ 1:25,28 200 m haksund slúlkna: 1. Hagnhfióur Kunólfsd., ÍA 2:55,04 2. (iuón> Vóalslfinsdóiiir. I'MKN 5:IMI,50 5. (>uóhjórg K. I»órarinsd., ÍKV 5:(M),08 IIMI m skriósund stúlkna: 1. (tuórún K. Ágústsdótiir, A\ l:02,ÍM> 2. (iuóhjörg II. Kjarnad., KISK 1:05,70 5. Ilrönn Harhmann, A) 1:08.94 4x50 m fjórsund stúlkna: I. Svfii | \ 2:10,48 Atta Islandsmet sett á Unglingameistaramótinu UM HELGINA var haldið í Sund- höliinni í Reykjavík Ungiingameist- aramót íslands 1982 á vegum Sund- sambands fslands. Keppendur voru hátt í eitt hundrað frá 10 félögum og héraðssamböndum. Mótið var sett á laugardag, þann 13. febrúar, og var fyrri helmingi mótsins lokið þann dag. Því var svo framhaldið á sunnu- deginum og lauk á fimmta tímanum. Strax á fyrri degi keppninnar var Ijóst að umtalsverðar framfarir höfðu orðið hjá flestum keppenda því nær allir bættu tíma sína þó ekki næðu allir að slá met. Fyrsta íslandsmet mótsins leit Idagsins ljós þegar Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, kom fyrst í mark í 100 metra bringusundi stúlkna á tímanum 1:12,46. I lok fyrri keppnisdagsins bætti Guðbjörg Bjarnadóttir, HSK, 10 ára gamalt met í 50 m skriðsundi. Hún synti á tímanum 0:28,69 sém er mjög góður tími. Á laugardeginum höfðu stúlk- urnar verið einráðar um að setja met, en á sunnudeginum komu piltarnir einnig inn í dæmið. Eð- varð Þ. Eðvarðsson, UMFN, setti drengjamet í 50 m baksundi á tím- anum 0:30,28 en áður hafði Ragn- heiði Runólfsdóttur, IA, tekist að bæta einu meti við, stúlkunum í hag, með því að synda 200 m bak- sundi á 2:35,04. Sannarlega gott stúlknamet. Og enn voru stúlkurn- ar ekki af baki dottnar og settu Guðrún Fema, Ragnheiður R. og boðsundssveit ÍA eitt íslandsmet hver. Guðrún Fema synti 100 m skriðsund á 1:02,96, Ragnheiður 50 m baksund á 0.33,28 og boð- sundssveit IA 4x50 m fjórsund á 2:16,48. Mótið fór allt vel fram og kom þó nokkur hópur áhorfenda til að fylgjast með. Athyglisvert var að sjá hve mikinn áhuga landsbyggð- in sýnir á svona mótum með því að senda fjölda þátttakenda til keppni. Eins er gaman að sjá hversu stúlkunum vegnar vel og auðséð er að þær eru í mikilli framför. Eðvarð Þ. Eðvarðsson, UMFN „Keppti í of mörgum greinum“ Það vita allir, sem eitthvað fylgj- ast með sundi, hver Eðvarð Þ. Eð- varðsson er. Hann hefur sett mörg met og cr allsstaðar meðal þeirra fremstu þar sem hann keppir. Á þessu móti hélt hann uppteknum hætti og varð hvergi í lægra sæti en öðru. Hann setti auk þess drengja- met, það eina sem drengir áttu á raótinu. Eðvarð var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður? „Nei, ég er ekki alveg ánægður þar sem ég fékk ekki að einbeita mér nóg að færri greinum. Ég keppti í of mörgum greinum." I hverju hefðir þú vilja keppa? „Uppáhalds sundið mitt er baksund og þar er ég bestur.“ Hvað æfirðu oft í viku? „Ég æfi svona 7 sinnum og syndi um 5—5,5 km í hvert skipti." Og nú var ekki hægt að tefja Eðvarð lengur því hann átti að fara að synda enn einu sinni og auðvitað varð hann fyrstur. Getraunafréttir — Spánverjar eru mjög áhuga- samir um getraunir og 16. janúar sl. var metþátttaka hjá þeim. Vinningsupphæðin var 77 milljón- ir króna (7,7 gamlir milljarðar). En þeir eru getspakir, svo þeir sem höfðu alla 14 leikina rétta fengu 58 þúsund krónur í sinn hlut. — Enskir hugleiða nú að breyta deildaskipan í knattspyrnunni. Sam- kvæmt nýjum tillögum yrðu 18 félög í 1. deild, 36 félög í tvískiptri 2. deild og sömuleiðis tvískipt 3. deild með 36 liðum. Ekki er Ijóst hversu mörg lið mundu færast milli deilda að keppnistímabili loknu. — Það eru fleiri en Spánverjar sem hafa áhuga á getraunum. KR-ingar eru búnir að skipuleggja hópferð til London um páskana í satnvinnu við Útsýn. Meðal leikja sem þeir ætla að sjá eru Totten- ham:Ipswich og ArsenakTottenham. Tipparaferðin stendur í fimm daga, 8.-13. apríl. Guðrún Fema bætir við íslandsmetum GUÐRIJN Fema varð fyrst til að setja íslandsmet á Unglingameist- aramótinu og var það glæsilegt. Metið setti hún í sinni uppáhalds- sundgrein bringusundi. Þetta var bæði íslandsmct í stúlkna- og kvennaflokki. Við náðum tali af Guðrúnu þar sem hún var að busla í grunnu lauginni. Hvað æfirðu oft í viku? „Ég æfi 6 daga í viku og þar af 3 daga líka á morgnana." Éru margir sem æfa og eru á þínum aldri hjá félaginu þínu? „Það eru fáir sem eru á mínum aldri, flestir eru einu eða tveimur árum eldri en ég. Ég er fjórtán." Hvað syndirðu mikið á æfingu? „Við syndum yfirleitt 4—5 km en þó er það svolítið misjafnt.“ Ertu ánægð með árangur þinn það sem af er mótinu? „Já, já, mér hefur gengið ágæt- lega. Búin að setja eitt met í 200 metra bringusundi og var í fyrsta sæti í tveim öðrum sundum." Seinna þennan sama dag setti Guðrún svo annað íslandsmet í 100 metra skriðsundi. Búlgarar sigruðu í C-keppninni í Belgíu BÚLGARAR sigruðu Belga í úrslit- um C-keppninnar í handknattleik sem staðið hefur yfir í Belgíu síðustu vikuna, lokatölur urðu 19—17 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8—7 fyrir Belga. Um þriðja sætið léku Noregur og Austurríki og sigruðu Norðmenn mjög örugglega 29—15. í undanúrslitunum höfðu BelgíuQienn sigrað Norðmenn 22—17 og Búlgar ar höfðu burstað Austurríki 32—19. ítalir höfnuðu í fimmta sæti, en þeir sigruðu Portúgali 30—23, Fær eyingar nældu í 7. sætið með 27—23 sÍRfi gegn Luxemborg og Finnar í 23. leikviku í 23. leikviku spáðum við rétt til um þrjá af fimm föstum leikjum. Shrewsbury vann Ipswich öllunt að óvörum og Everton gerði markalaust jafntefli við Stoke. Þó hálftryggðu leikirnir væru innan rammans féll minnkunin okkur ekki í hag í þetta sinn, svo kerfið R 4—3—48 gaf okkur 9 rétta leiki. En Tóstu leikirnir eru jú skemmti- legasta þraut tipparans og við skul- um sjá til hvort okkur tekst betur upp í þetta sinn. forðuðust júmbósætið með því að flengja Breta 38—9. Tvö efstu liðin flytjast upp í B-riðil. Hart barist á bikarmótinu BIKARMOT SKÍ í göngu fór fram á Siglufirði um helgina og var hart barist í öllum flokkum. 1 flokki 20 ára og eldri sigraði Þröstur Jóhann- esson, ísafirði, á 50,22 mínútum, Haukur Snorrason, Reykjavík, varð annar á 54,14 mínútum. Ingþór Ei- ríksson frá Akureyri varð þriðji á 54,25 mínútum. Þessi hópur gekk 15 km. í flokki 17—19 ára sigraði .Haukur Eiríksson, Akureyri, á 35,11 mínútum, Sveinn Asgeirs- son, Neskaupstað, varð annar á 37,45 og Eiríkur Ingvason, ísa- firði, varð þriðji á 39,16. Þessi flokkur gekk 10 km. í flokki 16—18 ára kvenna sigr- aði Stella Hjaltadóttir, ísafirði, á 14,20 mínútum, Auður Ingvadótt- ir, ísafirði, varð önnur á 15,08. Stúlkurnar gengu 3,5 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.