Morgunblaðið - 12.03.1982, Side 11

Morgunblaðið - 12.03.1982, Side 11
HVAÐ ER AO GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 43 Málverkasýning í Keflavík Jón Baldvinsson myndlistarmaöur opnar málverkasýningu í Keflavik 13. mars og stend- ur sýningin til 21. mars. Sýningin er á Strand- götu 28. Á sýningunni eru 27 málverk, lands- lagsmyndir og annaö. Allt sem er á þessari sýningu málaöi Jón á síöasta ári. ,;Hljóöfar“, eftir Askel Másson Næstkomandi sunnudag 14. mars kl. 16.00 mun Áskell Másson flytja frumsamiö tónverk sem hann nefnir „Hljóöfar", aö Kjarvalsstöð- um á sýningu Karls Júlíussonar myndlistar- manns. Verkiö er sérstaklega samiö til flutn- ings á sýningunni og veröur aðeins flutt í þetta eina sinn. Kristilegt fél. heilbrigöisstétta Fundur í Kristilegu félagi heilbrigöisstétta veröur á mánudaginn 15. mars kl. 20.30 í Laugarneskirkju. Dagskrá: Bænin sem starfstæki, síðara erindi séra Lárusar Hall- dórssonar. „Svalirnar“ í Nem- endaleikhúsinu Á sunnudaginn veröur önnur sýning á leik- riti Jean Genet, „Svalirnar“, hjá Nemenda- leikhúsinu og hefst hún kl. 20.30. Miöasala er í Nemendaleikhúsinu, Lindarbæ, Lindargötu 9. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, en leik- mynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson. Lýsingu annast David Walter. Leikbrúðuland Núna á sunnudaginn kl. 15.00 veröa síö- ustu sýningar á brúöuleikjunum „Eggiö hans Kiwi“ og „Hátið dýranna“, aö Fríkirkjuvegi 11. Miöasala hefst kl. 13.00. Kópavogsleikhúsið: „Leynimelur 13“ og „Aldrei er friður“ Um helgina sýnir Kópavogsleikhúsið leikrit- iö „Leynimel 13“, í nýrri leikgerö Guörúnar Ásmundsdóttur. Söngtextar eru eftir Jón Hjartarson og Magnús Pétursson leikur undir á píanó. Sýningin hefst kl. 20.30 á laugar- dagskvöldið. Á sunnudaginn kl. 15.00 sýnir leikhúsiö leikritið „Aldrei er friður", eftir Andrés Indriöason, en aöeins tvær sýningar eru eftir á þvi leikriti. Málverkasýning í Grindavík Eyjólfur Ólafsson opnar málverkasýningu í Kvenfélagshúsinu í Grindavik kl. 17.00 i dag. Verður sýningin opin fram á sunnudagskvöld. Á sýningunni eru u.þ.b. 40 verk, olíu-akrýl og vatnslitamyndir. Aðalmyndefniö er sótt i um- hverfi Grindavikur. Allar myndirnar eru til sölu. Þetta er önnur einkasýning Eyjólfs en hann hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Styrktarfélag vangefinna vill minna á skemmtanir fyrir þroskahefta, en það heldur opiö hús í Þróttheimum laugardaginn 13. mars kl. 15.00 til 18.00. Leikflokkur Hvammstanga í borginni Leikflokkurinn á Hvammstanga er í leikför um helgina og sýnir „Stundarfriö" eftir Guö- mund Steinsson í Félagsbiói í Keflavik á laug- ardagskvöldiö kl. 21.00 og í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöldiö. Leikstjóri er Magnús Guömundsson. „Gengið í smiðju“ Nú stendur yfir í Listmunahusinu Lækjar- götu 2, sýning sem ber nefniö „Gengið í smiöju", en þar er aö finna verk sem eru unnin i hin ólikustu efni eins og gull, silfur, eir, látún, járn, gips og fleira. Um er aö ræöa lágmyndir, skúlptúra, skartgripi og boröbúnaö. Gullsmiö- ir taka þátt í sýningunni sem stendur til 28. mars og er opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 en laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 22.00. Lokaö á mánudögum. Kór Menntskólans við Sund Kór Menntaskólans viö Sund heldur tón- leika næstkomandi sunnudag kl. 20.00 í Bú- staóakirkju. Á dagskránni veröa lög eftir er- lenda og innlenda höfunda. í vetur hefur kórinn sungiö við nokkur tæki- færi innan skóla og utan, núna síöast vió setn- ingu hinnar árlegu Þorravöku í MS Næstu helgi ætlar kórinn að fara í feröalag til Austur- lands og halda nokkra tónleika þar. Stjórn- andi kórsins er Guömundur Óli Gunnarsson. Sýning í Rauða húsinu á Akureyri Laugardaginn 13. mars opna Guörún Auö- unsdóttir og Guöbergur Auðunsson syningu í Rauða húsinu á Akureyri. Sýningin verður opnuð kl. 16. Á sýningunni veröa textilverk, þrykkt, máluö og saumuö ásamt collage- myndum og tréskúlptúr. Guórún læröi tauþrykk i Danmörku hjá Ingemarie Ostenfeld og í MHÍ 1973—1977. Hún er meðlimur í Gallerí Langbrók og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í febrúar sl. Hún hefur tekiö þátt í fjölda samsýninga þ.á m. Nordisk textiltriennal 1979—'80 og íslenskri samsýningu i Hasselbyhöll i Svíþjóö ’81. Hún hefur einnig fengist viö leikmyndagerð, meðal annars hjá Leikfélagi Akureyrar, Alþýóuleik- húsinu og Leiklistarskóla islands. Guöbergur stundaói nám vió Kunsthánd- værkerskolen í Kaupmannahöfn 1959—1963 og í MHÍ 1976. hann hefur haldiö 8 einkasýningar þ.á m. Kjarvalsstööum 1978 og Baden-Baden i Vestur-Þýskalandi 1980. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum FÍM og Rostock biennalnum í Austur-Þýska- landi. 1981. Sýningin í Rauða húsinu Akureyri er opin daglega frá 16—20 og stendur yfir til 21. mars. Útivist um helgina Húsafell í kvöld kl. 20.00 fer Útivist í helgarferð að Húsafelli í Borgarfirði. Gist veröur í sumarhús- unum í Húsafellsskógi, afnot af sundlaug, hitapotti og Ijósbaöi. Fariö veröur í styttri og lengri göngur um nágrenni Húsafells. Einnig er fyrirhugaö aö ganga á Ok á skíöum ef veður og færö leyfa. Þetta er upplögö ferð fyrir alla fjölskylduna. Skióaganga um Kjöl Farið verður frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudag- inn. Fararstjóri Þorleifur Guömundsson. Kræklingafjara í Hvalfiröi Lagt af staö kl. 13.00 á sunnudaginn frá BSÍ. Kræklingur steiktur og étinn á staönum. Kjörin ferð fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorönum. í allar ferðirnar er lagt af staö frá BSÍ að vestanverðu og komiö aftur i bæinn á sunnu- dagskvöld. Úr felum á vinnustað „Aó koma úr felum á vinnustað” nefnist umræóudagskrá á opnum fundi Samtakanna ’78, félags lesbía og homma á íslandi, sem veröur haldinn í Leifsbúó á Hótel Loftleiöum á sunnudag 14. mars klukkan 16. Nokkrir félagsmenn, sem sumir hafa komið úr felum á vinnustaö, en aörir ekki, munu hefja dagskrána meö því að segja frá viöhorf- um sinum til þessa atrióis, ástæöum til þess hvernig því er háttaö hjá þeim, og reynslu þeirri sem af því hefur leitt fyrir þá. Síðan fara fram stuttar pallborösumræóur, en dag- skránni lýkur meö almennum umræðum í litl- um hópum. Leikfélag Reykjavíkur: Fáar sýningar eftir á revíunni Á laugardagskvöldiö verður aö vanda miö- nætursýning i Austurbæjarbiói á reviunni Skornum Skömmtum, sem Leikfélag Reykja- víkur hefur sýnt þar í allan vetur. Nú fer sýn- ingum senn aö fækka á þessari revíu, sem er eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Þeir félagar hafa reynt aö halda efninu fersku, breytt og endurbætt í samræmi viö atburöi líóandi stundar. Mikiö er af söngvum i sýning- unni, bæöi gömlum lögum og nýjum og ann- ast Johann G. Jóhannsson allan undirleik ásamt Nýja kompaníinu. Leikstjóri er Guörún Ásmundsdóttir en leikendur Gísli Halldórsson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigríóur Hagalín, Guö- mundur Pálsson, Helga Þ. Stephensen, Soffía Jakobsdóttir, Karl Guömundsson, Aöalsteinn Bergdal, Jón Júlíusson, Harald G. Haraldsson og Lilja Þórisdóttir. Aðrar sýningar Leikfélagsins um helgina eru Ofvitinn, sem sýndur er i næst síöasta sinn i kvöld (föstudagskvöld) en sýningar eru nú að nálgast 190 og er verkiö þar meö oröiö eitt af sýningarhæstu verkefnum félagsins. í hlutverkum Þórbergs eru sem kunnugt er, Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson. Á laugardagskvöldiö er Jói, Kjartans Ragn- arssonar i Iðnó. Þar er það Jóhann Siguröar- son, sem er meö titilhlutverkiö ásamt Hönnu Maríu Karlsdóttur og Siguröi Karlsyni. Höf- undur annast leikstjórn. Á sunnudagskvöldió er svo ein síöasta sýningin á Rommí, banda- ríska leikritinu sem þau Gisli Halldórsson og Sigrióur Hagalín hafa nú leikiö á þriöja leikár. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Ferðafélag íslands með þrjár gönguferðir Sunnudaginn 14. mars veröa þrjár göngu- feröir á vegum Ferðafélags islands. Kl. 10. f.h. verður skíöagönguferó um Kjósarskaró, gengið verður frá Mosfellsheiöi niöur í Kjós. Skiöagangan tekur 4—5 klst., ef gengiö er hóflega hratt. Kl. 13 er gengiö á Meðalfellið, en fjallið stendur stakt i landslaginu. Ennfremur verður gengió í kringum Meöalfellsvatn og er þaö aó sjálfsögöu láglendisganga. Þriðjudaginn 16. mars er aöalfundur Feröa- félagsins og þurfa félagsmenn aö sýna skír- teini frá 1981. Þegar fundarstörfum er lokiö sýnir Oddur Sigurósson myndir, sem hann hefur tekið úr tlugvél af hálendi landsins. Þetta eru vetrarmyndir teknar úr lítilli hæð. Jónas Ingimundar- son leikur úti á landi Nú á næstunni mun Jónas Ingimundarson halda nokkra píanótónleika allviöa á landinu. A efnisskránni eru verk eftir tvo höfunda, Fredrich Chopin og Modest Mussorgsky, og mun Jónas kynna höfundana og verkin á tón- leikunum. Eftir Chopin er á efnisskránni tvær Pólón- esur, sex Etýður og Ballaöan i g-moll og eftir Mussorgsky leikur Jónas Myndir á sýningu. Að þessu sinni veröa tónleikar á Hvamms- tanga nk. föstudagkvöid kl. 21.00 en þar er nýr Baldwin-flygill í samkomuhúsinu. Á laugardaginn veröa tónleikar fyrir Tónlist- arfelagið á Blönduósi í Félagsheimilinu á staönum kl. 17.00. Sunnudagskvöld í Félagsheimilinu í Varma- hlíð i Skagafiröi kl. 21.00 og á Hofsósi mánu- dagskvöldió kl. 21.00. Á miðvikudagskvöldið verða siöustu tón- leikarnir i Njarðvíkurkirkju. Jonas Ingimundarson lék þessa sömu efn- isskrá fyrir skömmu í Þorlákshöfn og í Loga- landi í Borgarfirði. Hjálmar Þorsteins- son í Listasafni Alþýðu Laugardaginn 13. mars nk. kl. 14.00 opnar Hjálmar Þorsteinsson málverkasýninguí Lista- safni Alþýðu viö Grensásveg. Hjálmar hefur starfað sem myndmenntakennari á Akranesi í hartnær þrjátiu ár. Á síöastliónu ári fluttist Hjálmar til Danmerkur, þar sem hann hefur alfarið helgaö sig myndlistinni, og eru flestar myndir sýningarinnar málaöar í Danmörku. Á sýningunni eru 44 olíumálverk og 4 vatnslita- myndir. Sýningarskrá er gefin út i tilefni sýn- ingarinnar. Auk þess hefur Þórir Sigurösson, námsstjóri í mynd- og handmennt samiö lit- skyggnuþátt með tali og tónum, sem fluttur veröur i kaffistofu safnsins, meöan á sýning- unni stendur. Hjálmar hefur áöur haldiö fjórar einkasýningar, þrjár á Akranesi og eina á Ak- ureyri, en þetta er fyrsta einkasyning hans i Reykjavík. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 og lýkur henni sunnudaginn 4. apríl. Þjóöleikhúsiö: Ballettinn Giselle frumsýndur Föstudagskvöldiö 12. mars veröur viöburöur í sögu listdans á islandi er Þjóóleikhúsiö og Islenski dansflokkurinn frumsýna ballettinn Giselle. Anton Dolin semur dansinn og byggir á upphaflegri gerö Jean Coralli, Jules Perrot og Marius Petipa. Dolin sviösetur ballettinn sjálfur ásamt John Gilpin. Helgi Tómasson er kominn heim til aö taka þátt i þessum viöburöi og mun dansa hlutverk Albrechts á fyrstu sex sýningunum, en Ásdis Magnúsdóttir dansar Giselle; alls koma um 30 manns fram í þessari sýningu. — Önnur sýn- ing á Giselle verður á sunnudagskvöld. Amadeus, eftir Peter Shaffer, veröur á fjöl- unum á laugardagskvöld. Gosi veróur á fjöiunum á laugardag og á sunnudag og hefjast syningarnar klukkan 14.00 báða dagana. Siódegissýning verður á Kisuleik eftir Ist- ván Örkény á Litla sviöinu í Þjóöleikhúsinu klukkan 16.00 á sunnudag. Er þetta 20. sýn- ing verksins og er fólki bent á aö sýningum fer nú að fækka. Fjórir frægir í Fjalakettinum Á morgun, laugardag 13. mars hefst i Fjala- kettinum dagskrá þar sem er aö finna nýjustu myndir fjögurra kvikmyndaleikstjóra, J.L. Godard, Joseph Losey, M. Antonioni og Maurice Pialat. Hæg hreyfing er heiti myndar Godard, hún er gerð áriö 1980 í Fakklandi og eru aðalhlutverk i höndum Isabelli Huppert, Jacques Dutronc og Nathalie Baye. Á undan mynd Godard veröur sýnd 17 mínútna löng viötalsmynd viö Godard sem tekin var þegar Hæg hreyfing var frumsýnd í London. Mynd J. Losey er kvikmyndun á óperu Mozarts Don Giovanni, hún er gerö á italíu, í Frakklandi og í V-Þýskalandi árið 1979. Antioioni-myndin heitir The Oberwald Mystery og er gerö áriö 1980. Hún er fram- leidd af ítölum og V-Þjóöverjum. Aóalleikarar eru þau Monica Vitti og Franco Branciaroli. Siðast veröur myndin Loulou eftir Pialat. Sú mynd er gerð i Frakklandi 1980 og er meö þeim Isabelli Huppert, Gerard Depardieu og Guy Marchand i aöalhlutverkum. Allar mynd- irnar eru meö enskum textum og í litum. Sýningunni á Sama- list í Norræna húsinu Sýningin á Samalist — Sámi Dáidda í Nor- ræna húsinu, sem hefur verið opin frá 18. febr. lýkur um helgina. Hópar skólabarna hafa komið með kennurum sínum og skoöað sýn- inguna og séð kvikmynd um líf Sama. Einnig hafa veröiö kvikmyndasýningar fyrir almenning og um helgina 13. og 14. mars verða sýndar kvikmyndirnar Viö erum Samar og Hendur listarinnar. Hefjast sýningar kl. 14 báða dagana. Sýningin Sámi Dáidda hefur yfirlit yfir list- iönaö og myndlist Sama frá um 1850 til dags- ins í dag. Sýningin á Samalist er opin daglega kl. 14—19, og lýkur á sunnudag. Fjórar listéyningar að Kjarvalsstöðum um helgina Um helgina veröur hver krókur og kimi Kjarvalsstaöa nýttur til hins ýtrasta, og veröa þar fjórar ólíkar sýningar. í vestursal sýnir Einar Hákonarsson mál- verk. Steinunn Þórarinsdóttir sýnir skúlptúra og myndverk í vesturforsal. og Karl Júlíusson sýnir myndverk i austurforsal. Sýningunum þrem lýkur á sunnudagskvöld. Skákkeppni fram- haldsskólanna Skákkeppni framhaldsskóla 1982 hefst að Grensásvegi 46 föstudag, 12. mars nk. kl. 19.30. Keppninni verður fram haldió laugar- dag, 13. mars kl. 13—19 og lýkur sunnudag, 14. mars kl. 13—17. Fyrirkomulag er meö svipuöu sniöi og áöur, hver sveit skal skipuö fjórum nemendum á framhaldsskólastigi, auk 1—4 til vara. Tefldar verða sjö umferöir eftir Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst. Að öörum kosti veröur sveitum skipt í riðla, en síðan teflt til úrslita. Almennar skákreglur gilda, nema þegar annar hvor keppandi á eftir fimm minútur af umhugsun- artímanum, þá er teflt eftir hraóskákreglum. Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkaöur. Sendi skóli fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttöku í mótiö má tilky.nna í síma Taflfé- lags Reykjavikur á kvöldin kl. 20—22, í síö- asta lagi fimmtudag, 11. mars. Bútasaumssýning á Kjarvaisstöðum Bútasaumssýning veröur opnuö á Kjarvals- stöðum föstudaginn 12. mars kl. 18.00 en hún er á vegum verslunarinnar Virku sf. Teppin eru um 40 talsins og flest yfir 100 ára gömul og frá hinum ýmsu ríkjum Bandarikjanna. Við opnun sýningarinnar mun Mrs. Marti Michell eigandi safnsins sem á sýningunni er segja frá bútasaumi í Bandarikjunum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00 til 21. mars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.