Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 11 SS á Skólavörðu- stíg breytir um svip VKKZLUN Sláturfclags SuAurlands að Skólavörðustíg 22 opnar nú eftir gagn- gcrar breytingar scm gerðar hafa vcrið á vcrzluninni. I’cssi verzlun er ein af síðustu svokölluðu kaupmannsverzlunum höfuðstaðarins og ein af þeim fáu sem breytt hefur verið yfir í kjörbúðarfyrirkomulagið. Verzlunarstjóri er Kjarni (Iskarsson. Verzlunin á Skólavörðustíg er eina matvöruverzlunin í stóru hverfi, þar sem hægt er að fá allar algengar mat- og nýlenduvörur, einnig mjólkurafurðir og kjöt. Vöruúrval verzlunarinnar er mikið og verður kappkostað að hafa jafn- an á boðstólum þau vörumerki sem bezt eru og hagkvæmust fyrir viðskiptavinina. Verzlunin SS á Skólavörðustíg hefur um árabil selt heitan mat í hádeginu. Verður svo áfram, en nú verður lögð enn meiri áherzla á heita matinn. Er það til mikils hag- ræðis fyrir þann fjölda manna sem starfar hjá hinum ýmsu fyrirtækj- um í grenndinni. Auk þess geta fyrirtæki og verktakar fengið keyptan mat fyrir starfsmenn sína. Maturinn er framreiddur í hólfuð- um bökkum og þess jafnan gætt að matseðillinn sé rétt samsettur frá hollustusjónarmiði. Og að sjálf- sögðu er maturinn á sanngjörnu verði. Verzlun SS á Skólavörðustígnum var stofnuð árið 1931. Lárus Lýðs- son var fyrsti verzlunarstjórinn. Þegar hann lézt tók Guðbrandur Bjarnason við starfinu. Að honum látnum, árið 1969 tók Sæmundur Bjarnason við verzluninni. Og fyrir ári tók dóttursonur Sæmundar, Bjarni, núverandi verzlunarstjóri, Sæmundur og Bjarni í SS á Nkólavörðustíg. við starfinu. Afi hans verður áfram í verzluninni til traust og halds. í hinni nýuppgerðu verzlun starfa sjö manns. Verzlunin er opin til kl. 7 á föstudagskvöldum og til hádegis á laugardögum. Ernst Bachmann auglýsinga- teiknari teiknaði nýstárlegar skreytingar sem hanga uppi í verzl- uninni. Samúel Steinbjörnsson tæknifræðingur Sláturfélagsins hannaði hina nýuppgerðu verzlun. U-BIX Ijósritunatvélar, einhver þeirra hentar þínu fyrirtœki! Skrifstofuvélar hf. bjóða nú upp á 5 gerðir Ijósritunarvéla og geta þannig fullnægt þörfum allra þeirra, sem þurfa á Ijósritunarvélum að halda. U-BÍX90 Er minnsta Ijósritunarvélin ( U-bix hópnum. Hún erætluð þeim notendum sem ekki taka mjög mörg Ijósrit. U-bix 90 skilarafbragðs Ijósritum hvort sem er á venjulegan pappír, bréfsefni eða löggiltan skjala- pappír. Pappírsstærðin erfrá A4 til B4. U-BÍXIOO er sérstaklega heppileg þar sem mikið er um stór verkefni. Vélin þolir mikið álag, enda er hún ein mest selda vélin í heiminum af þessari stærð. U-bix 100 Ijósritar á venju- legan pappír, bréfsefni og lög- giltan skjalapappír í stærð- unum A5 - A3 og skilar allt að 15 Ijósritum á mínútu. U-BÍX 200 RD hefur möguleika á að minnka frumrit bæði um 30% og 50%. T.d. A3 niður í A4 eða tölvulista niður í A4. U-bix 200 RD er afkastamikil og skilar 30 Ijós- ritum af stærðinni A4 á mínútu og tekur pappírsstærðir frá A5 til A3. U-BÍX 200 RDS Eins og U-bix 200 RD er U-bix 200 RDS með minnkun og skilar 30 A4 Ijósritum á mínútu. En til viðbótarer raðari, sem getur raðað saman í 15 eintök alltað 50blaðsíðum. Raðarinn sparar þannig mikinn tíma þegar Ijósrita þarf gögn eins og skýrslur eða álitsgerðir sem eru margar blaðsíður að lengd. U-BÍX 450 RAS Sjálfvirk og afkastamikil Ijós- ritunarvél, fáanleg með frumrita- matara, 20 hólfa raðara, 30% og 50% minnkun afrita. Pappírs- bakkar fyrir allt að 2000 blöð. Tekur 45 afrit A4 á mínútu. U-bix 100 U - bix 200 RDS U - bix 450 RAS Öllum vélunum fylgir, að sjálfsögðu, okkar þekkta viðhaldsþjónusta. U-bix90 U - bix 200 RD 5* % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.